Þjóðviljinn - 17.01.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.01.1980, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. janúar 1980. Greinaflokkur eftir Björn Arnórsson hagfræding BSRB Gera má Visitala er talnaröð, sem sýnir hlutfallslegar breytingar miðaö við ákveðinn grunn. Mögulegt er að gera visitölu um allt milli himins og jarðar. Ef við hugsum okkur t.d. kennara, sem vill gera yfirlit yfir mætingar nemenda, þá gæti niðurstaðan orðið á þennan veg: ■o e •a iv ÍO £ b c Mánudagur....................22 Þriðjudagur..................25 Miðvikudagur.................28 Fimmtudagur..................24 Föstudagur...................10 Fyrri dálkurinn sýnir mætingu nemenda, grunnur er ákveöinn á mánudag = 100 og þá finnum viö þriöjudag með þvf að deila 22 I 25 og margfalda með 100, miðvikudag meö þvl að deila 22 i 28 og margfalda meö 100 o.s.frv., og þá fáum viö mætingavísitölu nemenda, sem sýnd er i seinni dálknum. Hún segir okkur að mætingin var 27% betri á miðvikudegi en á mánudegi, en 9% verri á föstudegi en mánudegi. Ef við hins vegar viljum finna hve mörgum hundraðshlut- um (prósentum) mætingin var betri á miöviku- degi en á þriðjudegi er rangt að segja 127 + 114 = 13%,heldur veröum við að deila 114 i 127 og fáum þá út, að mætingin var 11,4% betri á mið- vikudegi en á þriðjudegi. Visitala með vog Þetta er hins vegar mjög einföld visitala, en oft meinar fólk framfærsluvisitölu, þegar það talar um visitölu.og hún er öllu flóknari. Þar nægir okkur nefnilega ekki aö mæla breytingar á einum þætti (t.d. verði), heldur verðum við að vegaveröin saman eftir mikilvægi þeirra. Bú- um til dæmi til skýringar: Við hugsum okkur þjóðfélag þar sem eingöngu eru 4 vörutegundir, þ.e. kjöt, smjör, fiskur og reiðhjól. Viö ætlum okkur að gera framfærslu- vísitölu til að mæla veröbólgu og til að leiörétta kaupmátt launanna. Hugsum okkur aö verðlags- breytingarnar yröu sem hér segir: Ar 1 Ar 2 . 100.000 kr 100.000 kr. ,. 1.200 kr. 1.440 kr. 2.000 kr. 2.400 kr. 500 kr. 600 kr. 103.700 kr. 104.440 kr. 100 100.71 Fiskur kg. Alls Visitala þ.e.a.s. visitalan sýndi okkur, aö veröhækkanir hefðu orðið 0.71%, þrátt fyrir það að allar helstu neysluvörur hefðu hækkað um 20%. Þetta er vegna þess að reiðhjólið hækkaði ekkert, og þaö kostar svo miklu meira en hinar vörurnar Ef við hins vegar áætlum að fólk keypti 1/2 reiöhjól á sama tima og það keypti 100 kg af hverri hinna varanna og einingarverð væri hið sama og i hinu dæminu, þá liti það svona út: Ar 1 Ar2 Reiðhjól 1/2 stk........ 50.000kr. 50.000kr. Sm jör 100 kg...........120.000 kr. 144.000 kr. KjötlOOkg...............200.000 kr. 240.000kr. Fiskur 100 kg.............. 50.000 60.000 kr. Alls 420.000 kr. 494.000 kr. Visitala 100 117.62 I Hér höfum við vegiöverðið meö magninu, sem keypt var, og visitalan sýnir okkur, að verð- hækkanir hefðu orðiö 17.62% á timabilinu, sem er öllu nær lagi. En nú vitum við að fólk kaupir ekki bara ofan- greindar vörutegundir. Neysluvörusamsetning hjá hverri f jölskyldu er vitanlega miklu flóknari en svo, og ekki aðeins það, heldur er neyslusam- setningin mjög mismunandi, ef við berum sam- an hverja fjölskyldu fyrir sig. Hvernig finnum viö þá þessa margumræddu framfærsluvisitölu? Þeirri spurningu mun ég leitast við að svara i næsta pistli. Næsta grein: Neyslurannsóknir og framfærsluvisitala. Fyrsta grein i þessum greinaflokki birtist i Þjóöviljan- um þriöjudaginn 15. janúar. YAO? ->ÁR\ 2. GREIN Enn ein athugasemd vegna áramótastödu borgarinnar 1 tilefni athugasemda sem birt- ar hafa veriö I Þjóöviljanum vegna fréttar um áramótastöðu borgarsjóös er ritstjóra Ijúft aö votta aö yfirlýsing Björns Friö- finnssonar til fjármálaráöherra sem birst hefur i blaöinu er I alla staöi rétt. Fyrirsögn fréttarinnar, sem valdið hefur hve mestum úlfaþyt, skrifast alfarið á reikning rit- stjóra og útlegging i fréttinni um fegurðina i reikningum borgar- innar eru mál Þjóöviljans en styðjast ekki við upplýsingar frá Birni Friðfinnssyni. Þaö er þvi i alla staöi rétt að fullyröingar um að ríkissjóður hafi snuðað borgina um miljarð króna fyrir áramót eru ekki frá Birni Friðfinnssyni komnar né hugleiðingar um fallega reikn- inga borgarinnar. Alitamál er hinsvegar hvort hafa eigi upplýsingar embættis- manns og útleggingar blaösins þeirra vegna I einni og sömu fréttinni. Er sjálfsagt að biðjast velviröingar vegna orðaskaks sem oröið hefur út af þessu máli. Einar Karl Haraldsson. NÝ ÍSLENSK KVIKMYND: Alþingi að tjaldabakí verður sýnd á vinnustofu ¥ Osvalds Knudsen Á morgun, fimmtudag, hefjast sýningar á nýrri, islenskri heim- ildarkvikmynd, „Alþingi aö tjaldabaki” eftir Vilhjálm Knudsen, og veröur hún sýnd á hverju kvöldi kl. 21.00 i vinnustofu ósvalds Knudsen, Hellusundi 6a. Aukamyndir veröa kvikmyndir Ósvalds, ef óskaö er, en i þvi eru nú um 40 fullgeröar heim- ildarmyndir, geröar á árumun 1947-75. Kvikmyndin „Alþingi að tjalda- baki” var fyrst sýnd fyrr i vetur oghétþá „Þrælaeyjan”. En nafn- ið þótti villandi, og hefur þvi nú verið breytt. Myndin sýnir Alþingi og rikisstjórn að störfum veturinn 1976-77. Sýndir eru m.a. fundir i rlkisstjórn og öllum þing- flokkunum, auk umræðna i deild- um þingsins. Myndin er 50 minútna löng. Höfundur texta og þulur er Björn Þorsteinsson, en tónlistina samdi Þorkell Sigurbjörnsson. Flautu- leik annaðist Manuela Wiesler, aðstoðarkvikmyndun Magnús Magnússon, tónupptöku Lynn C. Passíu- sálmarnir á nýnorsku Á þessu hausti hafa Passiu- sálmar sr. Hallgrims Pe'tursson- ar komiö út á norsku. tslandsvin- urinn alkunni og mikilvirki, sr. Harald Hope, hefur þýtt þá og gefið út i Oslo (Lunde forlag) i samvinnu við Hallgrimskirkju i Reykjavik. Passiusálmarnir hafa verið vinsælastir allra bóka á íslandi i þrjár aldir. Fátt sýnir betur hve sambandsleysið milli islenzku og norku þjóðanna varð algert en sú staðreynd aö Hallgrimur mátti heitaóþekkturþar eystra fram til vorradaga. Samtimamaður hans og norskur stéttarbróðir, Petter Dass, var reyndar jafnóþekktur hér. En nú má hann una sinum hlut. Hann hefur verið kynntur á Islandi eins virðulega og verða má, þar sem sjálfur forseti vor hefur meö stórum ágætum fært Norðurlands Trómet hans i ís- lenskan búning. Þegar Hallgrimur loksins eftir þrjú hundruö ár kemst fyrir augu norskra lesenda má hann einnig vel una sinu föruneyti. Þýðand- inn, Harald Hope, hefur lengi ver- ið unnandi hans og aðdáandi. Og þeir útlendir menn munu fáir, sem svo hafa unnað Islandi sem hann. Hann kann islenzku ágæta- vel og móðurmál sitt, nýnorsku, hefur hann svo á valdi sinu, að þar standa aðrir varla framar honum. Upphafserindi fyrsta sálms hljómar svo i þýðingunni: Upp, upp mi sjel og all min hug upp hjarta og mi röyst med dug mitt sinn, mi tunga hjelpe til og Herrens pina minnast vil. A nokkrum undanförnum árum hafa Passiusálmarnir komiö út á Knudsen og kvikmyndun, klipp- ingu og stjórn Vilhjálmur Knudsen. „Vorið er komið” segir frá vor- störfum i sveit i upphafi aldar- innar. Myndin er 25 minútna löng. „Reykjavik 1955” segir frá upp- hafi Reykjavikur, þróun og mannlifi i borginni. Dr. Kristján Eldjárn samdi textann við báðar þessar myndir og flytur hann. Reykjavikurmyndin tekur 27 minútur i sýningu. Myndirnar hafa báðar mikið heimildargildi, eins og flestar myndir Ósvalds Knudsen, en hann var sem kunn- ugt er einn af frumherjum is- lenskrar kvikmyndagerðar. Vilhjálmur Knudsen er nú að vinna að heimildarkvikmynd um Flugleiðir og annarri um Bernhöftstorfuna. Þá hefur hann nýlokið klippingu myndarinnar „Kirkja i lifi þjóðar”, sem hann hefur unnið að i 6 ár á vegum Kirkjuráðs. Þorkell Sigurbjörns- son er nú að semja tónlist við þá mynd, og verður hún væntanlega sýnd i hinum ýmsu söfnuðum landsins siðar á þessu ári. Arið 1975 hófust sýningar á vinnustofu Knudsens fyrir er- lenda ferðamenn, og hafa þær náö miklum vinsældum Þar eru sýnd- ar enskar útgáfur af nokkrum myndum ósvalds. Sýningar þess- ar eru á hverjum laugardegi i vetur, kl. 19.00. Þar sýnir Vil- hjálmur einnig kafla úr ófull- gerðri kvikmynd sinni um þróun- ina við Kröflu. -ih ensku, þýsku, ungversku og norsku. Hallgrimskirkja hefur staðið að öllum þessum útgáfum. Kína hvetur til kapítal- ískra aðgerða Yfirvöld I Kina hvetja nú Ibúa landsins til aö þéna peninga. Þettaheföi veriöhin mesta goögá á timum Maós, en nú viröast menn getabúist viöhverjusem er frá Kfnverjum. Það var nýársútgáfa „Dag- blaðs alþýðunnar” sem hvatti Kinverjana að sanka að sér peningum. Blaðið birti leiöara og langa grein þess efnisað það væri skylda alþýðunnar að „græða i þágu sósíalismans”, einkagróði mundi byggja undir efnahag landsins og stuðla að lausn fjár- hagsvanda stjórnarinnar. Þótt greinin og leiðarinn hafi verið i hófsömum tón, er enginn vafi á þvi, að leiötogar i Kina telja nú að einkaframtakið aölagist bylting- unni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.