Þjóðviljinn - 17.01.1980, Síða 9

Þjóðviljinn - 17.01.1980, Síða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVÍLJINN Fimmtudagur 17. janúar 1980. Fimmtudagur 17. janúar 1980. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 ,,Við borgum ekki,við borgum ekki” hættir fyrir fullu húsi. A Iþýöuleikhúsið: Missir aðstöðu í Austurbœjarbíói Kemur sér mjög illa fyrir fjárhag leikhússins Alþýðuleikhúsið hefur frá þvi s.l. haust sýnt Við borgum ekki fyrir fullu húsi á miðnætur- sýningum i Austur- bæjarbiói og er ekkert lát á aðsókninni. Hafa þessar sýningar verið hornstánn undir fjárhag Alþýðuleikhússins,en nú eru samningar við bióið runnir út og neyðist leik- húsið til að hætta sýn- ingum. Ekki virðist i augsýn að fá annað hús til sýninga. Jón Júliusson leikhússtjóri sagði i samtali við Þjóðviljann I gær að ljóst hefði veriö frá þvi i haust að Alþýöuleikhúsið yrði að vikja fyrir sýningum Leikfélags Reykjavikur úr Austurbæjarblói og væri ekki viö neinn að sakast um þaík en engu að siður væri þetta ákaflega slæmt. Sagði hann ekkert kvikmyndahús nema Há- skólabió kæmi til greina i staðinn en þar er hljómburður ákaflega slæmur og húsið þvi ekki gott til sýninga. Kópavogsbió er undir- lagt Leikfélagi Kópavogs og ekki falt. Jón sagði að mikiö hefði verið reynt til að fá gamla Sigtún við Austurvöll til afnot^en það er nú notaö af Pósti og sima undir Jón Júliusson: Höfum reynt að fá gainla Sigtún,en án árangurs. mötuneyti 2 tima á dag. Þær málaleitanir hafa engan árangur borið. Nú um mánaöamótin verður leikritið Heimilisdraugar eftir Böövar Guömundsson frumsýnt I Lindarbæ á vegum Alþýðuleik- hússins undirleikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur. Jón Júliusson sagði að leikritið fjallaöi um ungt fólk sem stæði i glimunni við að koma fyrir sig húsnæði. — GFr. Stofnað fyrir lausafólk: ,,Félag góðra manna” 1 kvöld, fimmtudag, kl. 8.30 veröur kynningarkvöld og jafn- framt stofnfundur „Félags góðra manna” i Breiðfirðingabúö. Að sögn eins stofandans, Kristjáns Jósefssonar, verður þetta eins- konar klúbbur lausafólks, einsog hann orðaði þaö, þe. ógifts fólks og fá þeir sem eru i hjónabandi ekki aðgang, né heldur unglingar undir lögaldri. Ætlunin er að þarna fari fram ýmis félagsstarfsemi og skemmtun og verður bseði tekið i spil, teflt og fleira. Stjórn klúbbs- ins verður kosin i kvöld. Þeir sem vilja láta skrá sig geta hringt i Kristján I sim 26628. Skjöl bandarísku utanríkisþjónustunnar segja frá baráttu sendiráðs USA gegn fslenskum sósfalistum I fyrri grein minni rakti ég nokkur einstök atriði úr baráttu bandariska sendi- ráðsins gegn íslenskum kommúnistum sem svo ejyj nefndir og gat ég þar með- al annars hinnar ólöglegu skráningar sendiráðsins á fólki sem grunað var að væri kommúnistar. I þess- ari grein ætla ég að fara nokkrum orðum um skýrslu um kommúnisma á Islandi og tillögur þær til aðgerða gegn honum sem William Trimble sendi- herra Bandaríkjanna á islandi gerði í lok dvalar sinnar á Islandi 1948. Þegar áður en striðinu lauk voru kommúnistar orðnir aðalóvinirnir á Islandi I augum bandariska sendiráðsins. A þeim tima hefði kanski mátt ætia að Bandarikin hefðu lagt áherslu á að vinna gegn nasistum og áhrif- um þeirra á Islandi en svo var ekki. t almennri skýrslu frá sendiráöinu um stjórnmála- ástandiö á íslandi 1947 var þess getið að nasistar hefðu verið fáir á tslandi og flestir þeirra væru búnir að snúa baki við þessari kenningu og væru þetta yfirleitt dugnaðarmenn, aðalhættan gegn bandariskum hagsmunum á tslandi stafaði af kommúnistum. Tillögurnar I ágúst 1948 skilaöi William Trimble, fyrrverandi sendiherra á tslandi, frá sér skýrslu um kommúnisma á tslandi og tillög- um um hvernig gegn honum skyldi barist. Tillögurnar voru i mörgum liðum og voru þessar helstar: 1. Erlendur efnahagslegur stuðn- ingur við Alþýðuflokkinn. 2. Kommúnistum bolað burt úr opinberum stöðum. 3. Að ritstjórum andkommúnisku blaðanna yrði veittur aðgangur að heimildum i sendiráðinu sem leynd væri yfir til að auö- velda þeim baráttuna gegn kommúnistum. 4. Að útvega efni sem bendlaði Einar Olgeirsson viö njósna- starfsemi fyrir Rússa og sem hægt væri að láta andkommún. isku flokkana nota til dæmis i kosningabaráttu. 5. Aukin kaup bandariska hersins á Islenskum fiskafurðum tii nota i Þýskalandi. 6. Útbreiðsla bandariskra tima- rita og kvikmynda. 7. Að sendiráðið beitti sér fyrir þvi að andkommúnisku flokk- arnir kæmu upp sveitum hvit- liöa til aö vera við þvi búnir að berja niður hugsanlegar uppreisnartilraunir kommún- ista. Ekki er unnt að finna i skjölum þeim sem ég hef haft aögang aö hvaða ákvarðanir Bandariska utanrikisráðuneytið tók út frá þessari skýrslu, en Sendiráöinu á islandi var gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana. Richard Buttrick, sem þá var orðinn sendiherra Bandarikjanna á lslandi,sendi frá sér álitsgerö um skýrsluna i nóvember 1948 og voru helstu athugasemdir hans sem á eftir greinir: thaldssemi krata áhyggjuefni Trimble byggði hugmyndir sin- ar um efnahagslegan stuöning við Alþýðuflokkinn á þvl að flokkur- inn gæti grafið undan Sósialista- flokknum ef hann efldist og yrði róttækari. Þessar hugmyndir komu fram i skýrslu sem Trimble sendi frá sér sumariö 1947: ,,Þó það sé vissulega ánægju- legt fyrir mann sem Amerikana aö veröa var viö öll þau hrósyrði sem sósfaldemókratar fara um ELMAR LOFTSSON: BURTMEÐ KOMMANA! Bandarikin og gerðir þeirra getur þessi afstaða þeirra auðveldað kommúnistum að fá aukin áhrif I landinu. thaldssemi sósialdemó- krata varð þess ekki aðeins vald- andi að kommúnistar fengu aukið fylgi i siöustu kosningum, hún hafði lika i för með sér klofning i flokknum svo seint sem 1937 þeg- af þessari hugmynd. Hann benti á að traustasti hornsteinn banda- riskra hagsmuna á tslandi væri Sjálfstæðisflokkurinn en að i Alþýðuflokknum væri að finna nokkurn hluta manna sem væru Bandarikjunum óvinveittir. Það er vel skiljanlegt að Butterick andmælti hugmyndinni um stuðn- mundi þó halda þessari viöleitni áfram og reyna þá, i samræmi við tillögur Trimbles, að fá breska og norska sendiráðiö til að taka þátt i slikum þrýstingi á islensk stjórnvöld. Ekki taldi Buttrick það æskilegt að andkommúnisku blöðunum á tslandi yröi gefinn aðgangur að Stefán Jóhann Stefánsson for- maður Alþýðuflokksins: Sósiaidemókratar hrósa okkur of mikið — kommarnir græða á þvi þetta kæmi út efnahagslega. Tillaga Trimbles um að reynt yrði að bendla Einar Olgeirsson við njósnastarfsemi fyrir Rússa fannst Buttrick snjallræöi þar sem það mundi kippa fótunum undan öllu „þjóðernisskrumi kommúnista”. Ekki hélt hann þó að auðvelt yrði að fá fram gögn Það komu greinar I Morgunblaöinu um, aö hagsmunum Islands væri sem best borgið I sem nánustu samstarfi viö Bandaríkin. Viö göngum eins langt og við getum. ar stór hluti duglegra vinstrisinn- aöra sósialdemókrata gekk til liös við kommúnista. Þa.ð má lika fullyröa að sú takmarkalausa velvild i garð hinna borgaralegu samstarfsflokka sinna sem sósialdemókratar sýna og sem einnig nær til þeirra hagsmuna- aðila sem á bakvið þessa flokka standa hafi ekki orðið flokknum til framdráttar meðal verka- fólks.” Til að ráða bót á þessu vildi nú Trimble að Alþýðuflokknum yröi veitt erlend fjárhagsaðstoð. Heppilegast taldi hann að slik að- stoð kæmi gegnum einhvern bræöraflokka Alþýöuflokksins á Noröurlöndum. Ekkert var nú Butterick hrifinn ing til Alþýðuflokksins. Bjarni Benediktsson var oröinn heima- gangur hjá sendiherranum og hann hefur varla mælt með slik- um aðgeröum. Gröndal viðræðugóður Varðandi hreinsanir á kommúnistum úr opinberum stöðum benti sendiherrann á að sendiráöið heföi þegar lagt mikið að sér i þeim málum. Gat hann þess aö Hendrik Ottóssyni hefði veriö vikið úr starfi hjá útvarp inu og Erling Ellingsen úr stanfin hjá flugmálastjórn eftir itrekanin: frá Sendiráöinu. Sendiráðiðf neinum leyndarheimildum sendi- ráðsins. Taldi hann ýmsa praktiska annmarka á sliku. Þar á móti hefði Sendiráðið reynt að koma þvi til leiðar að vinveitt blöð islensk tækju upp áskrift á efni frá fréttastofunni Ascociated Press (AP), Sagðist sendiherr- ann margoft hafa rætt þetta viö þá Herstein Pálsson ritstjóra Visis og Benedikt Gröndal hjá Alþýðublaðinu en þessir menn hefðu vegna afstöðu sinnar til blaöamennsku og vegna persónu- legra skoðana sinna verið sér- staklega góðir til viöræðu um þessi mál. Nú myndi lfklega tak- ast að fá bæði þessi blöð til að taka upp áskrift á AP og hætta viö aörar fréttastofur en árangurinn væri þó undir þvi kominn hvernig sem væru sannfærandi og trúan leg yrðu tekin en án þess gætu slikar aðgerðir haft alveg gagn stæð áhrif. Bjarnivildi dollara Hugmyndir Trimbles um aukin kaup bandariska hersins á is- lenskum fiski var i samræmi við það álit hans og 'siðar einnig Buttricks, að áróðri á Islandi yrði aö fylgja á eftir með efnahagsleg- um aðgerðum. Þessar hugmyndir koma meðal annars fram i bréfi frá Trimble til utanrikisráöu- neytisins i Washington sumarið 1947. 1 bréfinu gat sendiherrann þessað Bjarni Benediktsson hefði nýlega birt nokkrar greinar i Morgunblaðinu þar sem hann Mr. Benediktsson sagði, að það hefði verið betra ef við hefðum boðist til að greiða vissa fjárhæð árlega. hefði gert upp við kommúnista og bent á að hagsmunum tslands væri best borgið i sem nánustu samstarfi við Bandarikin bæði á hinu efnahagslega og hinu stjórn- málalega sviði. „Hvað Bandarikjunum viðvik- ur er hugsunarháttur Bjarna Benediktssonar náttúrulega okk- ur alveg i hag, bæði frá hernaðar- legu og pólitisku sjónarmiði. Sá möguleiki er þó fyrir hendi að ef við látum undir höfuð leggjast að gefa áþreifanlegar sannanir fyrir þvi að stefna hans sé tslandi hag- stæö þá gæti viðleitni hans orðið árangurslaus...Við leggjum þvi til aö tslandiveröi veitt öll sú aðstoð sem hægt er til að leysa efnahags- vandamál landsins, sérstaklega þá hvað varðar sölu á fiskafurð- um landsins erlendis.” Þótt is- lenskir herstöðvasinnar hafi forð- ast að tengja efnahagsmál samn- ingum I öryggismálum hafa efna- hagslegt atriði vitaskuld oft gert sitt til að forma afstööu þeirra. Dæmi um þetta má finna i bréfi frá Trimble I mars 1948: „Ég sagði að ég harmaði það að samtölin 1945 um aö koma upp herstöðvum á Islandi til langs tima skyldu ekki bera árangur þvi ég teldi að vera amerisks hers á tslandi væri ekki bara hags- munamál fyrir okkur heldur lika til varnar sjálfstæöi tslands. Mr. Benediktsson sagði að honum fyndist að málinu hefði verið „klúðraö” og aö þaö hefði verið betra aö við heföum boöist til að greiða vissa fjárupphæð árlega þar sem þetta hefði gefið tslend- ingum fasta uppsprettu gjaldeyr- is i dollurum.” Þarfað fara gœtilega að þeim Buttrick sendiherra sagðist vera mjög hlynntur þvi að Banda- rikin keyptu aukið magn af is- lenskum afurðum. Þar á móti hafði hann ekki mikla trú á þvi að hægt yrði um vik að fá and- kommúnisku flokkana til að koma upp hvitliðasveitum og taldi reyndar vafasamt hvort það væri æskilegt. Slikar aðgerðir mundu fljótt berast til eyrna al- mennings og tslendingar væru ennþá mjög andsnúnir allri her- væðingu. Þar að auki gæti slikt varnarliö gefið fólki grundvallar- lausa öryggiskennd og þannig oröið til að torvelda áform um raunverulegar hervarnir á ts- landi. Að lokum bætti sendiherrann við: „Það veröur að fara gætilega i sakirnar við Islendinga. Það veröur alltaf að leggja málin þannig fram að þau virðist fyrst og fremst þeim i hag. Þegar að- stæöur eru heppilegar göngum viö eins langt og viö getum til aö ná markmiöum okkar. Svo reyn- um við að halda stöðunni þangað til aö næst gefst tækifæri til fram- rásar.” Elmar Loftsson Nokkrir möguleikar á ad túlka innrásina í Afganistan Sovéska innrásin i Afganistan hefur eins og vænta mátti veriö út- skýrð á margvislegan hátt. t Socialistiskt Dagblad hefur teiknarinn Albrechtsen fyrir sitt leyti lagt á það áherslu að myndin er margræð og teiknar út frá þeim þrjá túlkunarmöguleika. Þessi fer fyrst og heitir: Múhameðskir uppreisnarmenn virða fyrir sér innrás Sovét- manna i Afganistan, væntanlega kannast menn við Carter og Kin- verja á teikningunni. Valdataka Khomeinis I tran og ráö hans yfir iranskri oliu, gíslarnir i sendiráðinu, bandariski flotinn i Persaflóa, uppreisn Múhameös- trúarmanna i Afganistan og ótti Sovétmanna viö ókyrrð meðal 50 miljóna múhameöstrúarmanna I sinu landi, innrás Sovétrikjanna i Afganistan, fyrirheit USA um hernaðaraðstoð við Pakistan og svo vangaveltur Kinverja um samstarf við Bandarikin gegn Sovétrikj- unum—alltgerirþettaástandiðá svæðinu næsta ótryggt. Fréttaskýrendur eiga erfitt meö að koma auga á slökunarstefnu Brésnjéfs og telja nú að hinn aldraði og veikburða forseti Sovét- rikjanna hafi verið andvigur innrásinni en lent I minnihluta og muni draga sig I hlé innan skamms....

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.