Þjóðviljinn - 22.01.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.01.1980, Blaðsíða 1
MOWIUINN Þriðjudagur 22. janúar 1980 — 17. tbl. 45. árg. Opinn fundur með Svavari Alþýbubandalagiö i Reykjavik boöar til almenns fundar i Lækjar- hvammi Hótel Sögu annaö kvöld (Miövikudagskvöld) kl. 20.30. Svavar Gestsson alþm. flytur framsögu og skýrir niöurstööur stjórnarmyndunarviöræöna Alþýöubandalagsins. ABR Mat Þjóðhagsstofnunar á tillögum Alþýöubandalagsins: Veröbólga á árinu 27-33% I umsögn Þjóðhagsstofnunar um tillögur Alþýðu- bandalagsins kemur f ram að verðbólga innan ársins 1980 yrði samkvæmt tillögunum 27-33%. Þar kemur einnig fram að greiðsluafgangur ríkissjóðs yrði á árinu 10.4 miljarðar króna. Árangurinn í baráttunni gegn verðbólgu yrði þannig verulegur samkvæmt tillögur Alþýðubandalagsins og meiri en samkvæmt tillögum annarra flokka. Þó yrði kaupmáttur launa betri eftir tillögum Alþýðubandalags- ins en miðað við óbreytt ástand. Tillögur Alþýðubandalagsins gera ráð fyrir milli- færslu uppá um það bil 20 miljarða króna. Áhrif á kostnað og verðlag Ahrif aögeröanna yröu sem hér segir: 1. Niöurgreiðslur á matvöru nemi 10% i visitölu framfærslu- kostnaöar og hefði það áhrif til lækkunar verðlags um 3%. 2. Lækkun verslunarálagningar, farmgjalda og fleiri þátta sem heföi i för meö sér lækkun ver ölags um 3%. 3. Vegna minnkandi veröbólgu veröi vextir lækkaöir um 5%l.mars og 5% 1. október, en þetta jafngildir um það bil 3-4%Ikaupi. 4. Launaskattur verði felldur niöur en hann nemur 11/2%. Áhrif á stöðu ríkissjóðs 1. Til félagslegra aðgeröa 6000 miljónum króna, þar af til greiöslu 1980 3000 miljónir króna. 2. Til hækkunar á raungildi tekjutryggingar og annarra lifeyris- bóta 300omiljónir króna. 3. Vegna lækkunar launaskatts tapar rikissjóöur 3.500 miljónum króna 1980. 4. Til niðurgreiðslna lOmiljaröar króna. Samtals hafa liðir 1-4 hér aö framan i för meö sér 19,5 miljarða kr. útgjaldaaukningueöa tekjumissiiför meðsér fyrir ríkissjóö. Vegna þessara aögeröa yröi gripiö til eftirfarandi ráöstafana: 1. Álagning veltuskatts skilar 3.500 miljónum kr. 1980. 2. Bætt innheimta söluskatts, tekjuskatts, hækkun skatta á miklar eignir og á allra hæstu tekjur gefur 3.500 miljónir króna. 3. Skattar á tekjuafgang banka 1979 færir rikissjóöi lSOOmiljónir króna. 4. Dregiö veröiúr greiðslum tilSeðlabankans áskuldum rikissjóös frá árunum 1975 til 1976, en þaö skapar svigrúm upp á 8,5miljarða króna. Samtals gera liöir 1 til 4 hér aö ofan 19.500 miljónir króna i tekju- auka og frestun endurgreiöslna fyrir rikissjóö. Áhrif á verðlag og kaup Ahrifin af tillögum Alþýöubandalagsins á verðþróunina eru eins og áður sagöiaögert er ráð fyrir 27 til 33% hækkun framfærsluvisitölu á árinu. Er þaö meiri árangur en gert var ráö fyrir i tillögum Framsóknarflokks og Alþýöuflokks. Tekjuskerðing var hinsvegar i tillögum þeirra flokka 6-12% á árinu, en i tillögum Alþýöubandalags- ins er gert ráö fyrir aö hún yröi til muna minni en aö óbreyttum ölafslögum sem mæla munu launafólki minni verðlagsbætur en sem nemur hækkun framfærsluvlsitölu. Samkvæmt tillögum Alþýðu- bandalagsins yrði meöaltalskaupmáttur á árinu 1980 1.5% hærri en á siöasta fjóröungi 1979, og skerðing ráöstöfunartekna 1/2 til 1 1/2% milliára. Aö óbreyttum ölafslögum hefði hún orðið 4-5%. Greiðsluafgangur ríkissjóðs 10.4 miljarðar Sjá sídu 7 Stuttur viöræöufundur var haldinn I Þórshamri kl. 18 i gær, og spáöu margir þvi aö þaö yrði siöasti fundur um vinstri stjórn i þessari stjórnarkreppu. - Ljósm. eik. Svavar til forseta i dag Vilja- og áhugaleysi Framsókn og Alþýðuflokkur neikvœð i öllum meginatriðum ,,Á þessum fundum hefur cingiingu veriö rætt um aðgerðir gegn veröbólgu og undirtektir Alþýöuflokks og Framsóknar- flokks við okkar tillögum hafa verið dræmar og raunar mun neikvæöarien ég gerði ráö fyrir”, sagði Svavar Gestsson alþingismaöur i samtali viö Þjóö- viljann i gær, en i dag gengur hann á fund forseta íslands og gefur honum skýrslu um gang vinstri viöræönanna-. Siöar i dag mun Svavar Gestsson efna til blaöamannafundar. ,,Það þurftiekki langan tima til þess aö leiða fram niðurstööu i þessum viðræöum. Þessir flokkar hafa verið aö ræða saman meira og minna frá þvi i júli 1978 og þekkja vel hvern annan. Ég taldi vist að öllum væri jafnljós sú skylda sem á okkur hvilir að mynda hér starfhæfa rikisstjórn og þessvegna finnst mér þaö pólitiskur ábyrgöarhluti að Alþýðuflokkur og Framsóknar- flokkur skuli ætla sér aö fram- lengja þá stjórnarkreppu sem hér hefur staðiö yfir með þvi aö sýna vilja- og áhugaleysi gagn- vart tillögum sem I senn tryggja kaupmátt launa og ná veröbólgu verulega niöur eins og okkar til- lögugerö er mótuö. Framhald á bls. 13 j TÍÍÍögur A Iþýðubandalagsins í_ efnahagsmáium Mest lœkkun verðbólgu Hagstœðastur kaupmáttur launa Aöaltillögur Alþýöubanda- lagsins um ráöstafanir gegn veröbólgu á þessu ári eru þessar: Framleiðniaukning i sjávarútvegi 7% og 10% i iönaði myndi koma i veg fyrir 10% gengislækkun. Niðurfærsla verðlags sem næmi 3% i framfærslu- visitölu. Allir aöilar taki þátt I niðurfærslu verðlags. Þannig lækki þjónustugjöld, verslunarálagning, vextir, vátryggingagjöld og flutn- ingsgjöld. Rikissjóöur taki þátt i niöur- færslunni og bankar greiöi sinn hlut. Niðurgreiðslur land- búnaðarvara veröi auknar sem nemur 3% i framfærsluvisitölu. Niðurgreiöslur hafa farið minnkandi sem hlutfall af veröi og yröu eftir sem áöur lægra hlutfall af útsöluveröi en var i árslok 1978. Launaskattur til ríkis- sjóðs 11/2%, veröi felldur niður til þess m.a. að greiöa fyrir þvi að fyrirtæki geti tekiö á sig niöurfærslu verölags. Vextir verði lækkaðir um 5% 1. mars og aftur um 5% 1. ágúst. Slfk vaxtalækkun er liöur i veröbólgulækkun og yröi til aö auövelda niöur- færslu verölags. Kostnaður ríkissjóðs vegna þessara ráöstafana yröi jafnaöur meö: lækkun rikisútgjalda i rekstri, nýj- um veltuskatti á þau fyrir- tæki sem litiö eöa ekkert greiöa til rikisins i skatti, meö skatti á banka, meö þvi aö falla frá 8.5 miljaröa af- borgun til Seölabankans. Kjaramál. Laun skulu verötryggö. Greiöa skal 6 miljaröa I félagslegar framkvæmdir til þess að greiða fyrir nýjum kjarasamningum. BSRB fái fullkomlega sam- bærilegan samningsrétt á viö aðra. Lífeyrisbætur. Elli- og örorkulaun og aörar lifeyrisgreiöslur trygging- anna veröi hækkaöar um 7- 10% að raungildi. Landbúnaðarmál. Utvegaö veröi 3 miljaröa lán vegna skorts á útflutnings- bótum á siðasta verölagsári. Þriggja ára áætlun um hjöönun veröbólgu, efl- ingu atvinnuvega, jöfnun lifs- kjara og bætta efnahags- stjórn. Sjá opnu I I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ j Sara Lidman iékkbók- menntaverð- laun Norður- landaráðs Dómnefndin um bókmcnnta- verölaun Noröurlandaráös ákvaö á fundi sinum I Osló I gær aö veita sænska rithöfundinum Söru Lidman verölaunin. Verölaunin fær Sara fyrir 2. bindi i 3ja skáldsagna flokki um erfitt lif alþýðufólks i Vestur- botnum I Noröur-Svíþjóð og ger- ist ságan á siöustu öld. Áöur hef- ur Sara Lidman einkum skrifaö um vandamál samtimans og vöktu skrif hennar bæöi um Suöur-Afriku og um Vietnam mikla athygli og deiiur, en hún var skeleggur talsmaöur Viet- nam-hreyfingarinnar i Sviþjóö. Hún hefur einnig tekist á viö vandamálin heimafyrir, ma. i bókinni „Náman,” sem fjallar um lif námuverkamanna i N- Sviþjóö. Ein bók hefur komiö út eftir Söru Lidman á islensku, „Sonur minn og ég”, sem Einar Bragi þýddi. Sara Lidman hefur einu sinni komið til Islands. Þaö var árið 1966 og hélt hún þá fyrirlestra um Vietnam striöið. vh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.