Þjóðviljinn - 22.01.1980, Page 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 22. janúar 1980
GERÐUR ÓSKARSDÓTTIR:
Konur og
stjórnmál
Endurvakin
kvennabarátta í
upphafi áratugsins
A fyrstu árum þessa áratugs
var enn á ný endurvakin um-
ræöa hér á iandi um stööu kvenna
í þjóðfélaginu. Húpar kvenna, og
karla reyndar lika, böröust af at-
orku fyrir því aö draga upp sem
sannasta mynd af þvl misrétti
sem konur búa við i fjölskyldu,
atvinnulífi, á félagslegum vett-
vangi o.s.frv. t upphafi var lögö
áherslu á tengsl kvennabaráttu
og stéttabaráttu þegar fyrstu
Rauösokkarnir tóku þátt I 1. mai
göngu verkalýösfélaganna i
Reykjavfk 1970 og báru á heröum
sér stórt kvenlíkneski meö kjör-
oröinu „manneskja ekki mark-
aösvara”.
Þá voru skrifaðar blaöagrein-
ar, haldnir fundir, málin rædd i
umræöuhópum, haldiö uppi aB-
gerBum og gerBar kannanir af
ýmsu tagi. bær sýndu m.a.
hvernig konur eru hlunnfarnar I
atvinnulifinu, þörf á dagvistar-
rými, takmörkun námsmögu-
leika kvenna og margt fleira.
Mikil baráttugle&i var rikjandi og
menn gerBu sér miklar vonir, en
breytingarnar létu á sér standa.
Þó má segja a& árangurinn hafi
orBiB sá aB af afloknum kvenna-
deginum 24. október 1975 viBur-
kenni mikill meiri hluti lands-
manna aB misrétti sé milli kynj-
anna, og varla draga menn leng-
ur i efa nauBsyn þátttöku kvenna i
atvinnulífi landsins. Þetta er
skref i áttina. Ef menn vilja aö
tekiB sé á einhverju vandamáli
þarf aö liggja ljóst fyrir hvers
eölis vandinn er.
Grundvallaratriöi kvenfrelsis-
baráttunnar er aö sjálfsögöu aö
hugarfarsbreyting eigi sér staB,
konur öölist sjálfstraust, karlar
liti á konur sem jafningja og oki
kynbundinnar verkaskiptingar
veröi aflétt.
Ætla mætti aB baráttan fyrir
jöfnum rétti kynjanna sé hluti af
baráttu sósi'alista fyrir jöfnuBi i
þjóBfélaginu, en reyndin er þvi
miöur önnur. Engan marktækan
mun er aö sjá á viöhorfum karl-
kyns sósialista til eiginkvennai
sinna, dætra og kvenkyns sam-
starfsmanna, en þeirra sem aö-
hyllast þjóöfélagsform sem ekki
miBar aö jafnrétti allra þegn-
anna.
Þáttur kvenna i
stjórnmálum ná
Einn þáttur jafnréttisbaráttu
kynjannahefur beinst aö þátttöku
kvenna I stjórnmálum, i sveitar-
stjórnum, á vettvangi alþingis og
i flokksstarfi. Þessi mál bar
nokkuö á góma fyrir alþingis-
kosningarnari dess.l. Bent var á
harla rýran hlut kvenna i islensk-
um stjórnmálum, en einnig
heyröust raddir þeirra sem lltlu
þótti skipta hvers kyns stjórn-
málamaöur væri, fyrst og fremst
bæri aö lita á hæfileika og skoöan-
ir hvers og eins.
ViB Alþýöubandalagsmenn
þurfum ekki aö hafa áhyggjur af
þvihvernig ástand jafnréttismála
er hjá öörum ftokkum, hvort þeir
hafa næreinastéttmanna Ifarar-
broddi sem fulltrúa allra hinna
stéttanna eöa aöeins annaB kyniö
sem fulltrúabeggjakynja. Þaöer
þeirra mál (þótt þaB sé óneitan-
lega hvatning öllum konum aö sjá
kynsystrum sinum treyst fyrir
sem fjölbreytilegustum verkefn-
um Iþjóöfélaginu). Aö okkursnýr
val okkar forystumanna á hinum
ýmsu sviBum.
A vettvangi sveitarstjórnar-
mála hefur AlþýöubandalagiB
nokkra sérstöBu miöaö viö aBra
ftokka i vali sinu á fulltrúum i
sveitarstjórnir. Meöan 6% sveit-
arstjórnarmanna 1 landinu eru
konur, eru 21% af fulltrúum
Alþýöubandalagsins konur i 13
kaupstööum þar sem hreinir
flokkslistar voru I kjöri I bæjar-
og sveitarstjórnarkosningum 1974
og 1978. Bæöi árin er sama hlut-
fall, svo ekki hefur jafnréttiö auk-
ist siðustu ár.
Er horft er til alþingis er annaö
uppi á teningnum. Góð reynsla af
konum i sveitarstjórnum hefur
ekki oröiö til þessaö konum væri i
jafn miklum mæli treyst til al-
þingisstarfa. Ariö 1970 voru þing-
menn Alþýöubandalagsins 9, allt
karlar. Nú lOárum siöar eru þeir
11, þar af ein kona.
Athyglisvert er aö mjög mikil
endurnýjun hefur oröiö á þingliöi
Alþýöubandalagsins þessi ár, þvl
aöeins einn þingmaöur frá 1970
situr enn á þingi. I fernum kosn
ingum ú þessum áratug kvenna-
baráttu hafa karlar samt ekki
mátt sjá af þingsæti til konu. Ariö
1971 komst jú, kona á þing fyrir
Alþýöubandalagiö, en hún bættist
viö þingliö flokksins, varö upp-
bótaþingmaöur fyrir Reykjavik.
1978 eykst þingmannatala flokks-
ins upp i 14 og þá er ein kona k jör-
dæmakjörin. Viö næstu uppstUl-
ingu 1979 eftir forval félagsins i
Reykjaviker kona siöan einu sæti
neöar og landskjörin. Voru virki-
lega ekki til hæfar konur I neinu
kjördæmi á þessum tíma þegar
velja þurfti nýjan frambjóöanda i
öruggt sæti? Eöa var það kannski
alls ekki athugaö? Reynt hefur
veriö að hafa framboðslista
Alþýöubandalagsins sem „breiö-
asta”, þ.e. sýna þar fulltrúa sem
flestra þjóðfélagshópa, þótt va’liö
sé aö sjálfsögöu þröngt þegar
kemur aö efstu sætum. Þarna eru
fulltrúar sjómanna, bænda,
verkalýöshreyfingar, lista-
manna, iþróttamanna, ungra
manna o.s.frv. og yfirleitt hefur
veriö reynt aö hafa brot af þess-
um fúlltrúum kvenkyns þótt þaö
hafi varla gerst aö þær væru sett-
ar I örugg þingsti eins og á&ur
segir. Oti um landiö hefur þar aö
auki veriö tekiö tillit til byggöa
sjónamiöa, hvert svæöi innan
kjördæmis hefur átt sinn fulltrúa
á listanum. Af þessu má ætla aö
menn reikni meö aö I kosninga-
baráttu tali frambjó&endur til
sinnar stéttar og sfns byggöar-
lags og þegar til alþingis kemur
gleymi menn ekki sinni stétt og
byggöarlagi, jafnframt þvi sem
sú krafa er að sjálfsögöu gerö til
allra aö þeir hafi yfirsýn yfir hagi
og þarfir lands og þjóöar I heild.
Þetta kemur berlega i ljós þegar
nýir alþingismenneru spuröir um
áhugamál sfn og hverju þeir ætli
aöbeitasérfyrir á þingi. Bóndinn
kveöst ætla aö sinna málefnum
landbúnaöarins, verkalýösforing-
inn kjörum verkafólks o.s.frv.
Þegar á þessa vi&miöun sem
þarna ræöur feröinni er litiö vek-
ur þaö óneitanlega furöu aö ekki
skuli veratekiö tillit til.kynferöis
og konur haföar I helming sæt-
anna sem fulltrúar hinna ýmsu
stéttaog svæöa, þar meö talin ör-
ugg þingsæti.
Þing og sveitarstjórnir eru aö
sjálfsögöu ekki eini vettvangur
stjórnmálabaráttunnar. Margar
konur hafa gegnt mikilvægum
störfum fyrir Alþýöubandalagiö
bæöi innan ftokks og út á viö og
unniö aö framgangi stefnu flokks-
ins ekki síöur enkarlar,en ekki er
mikiöleitaötilkvenna þegar unn-
iö er aö stefnumótandi málum/
Samanber myndirnar þrjár á
vegum miðstjórnar Alþýðu-
bandalagsins, sem gert hafa til-
lögur vegna stjórnarmyndunar-
viöræöna. Þar starfa 32 karlar og
2 konur) Samþykkt tillagna
barnaársnefndar A.S.I., er t.d.
dæmi um mikilvægi þessað konur
láti i sér heyra og beiti sér innan
verkalýöshreyfingarinnar. Þess-
ar tillögur fjalla um leyfi i veik-
indum barna, fæöingarorlof, dag-
vistarþjónusta og vinnutima
barna og snerta daglegt lif allra
foreldra. Eftir er aö sjá hvort
þessar kröfur veröa settar á odd-
inn þegar til kastanna kemur i
næstu samningagerö.
Hvers vegna er
ekki sama hvers
kyns stjórnmála-
maður er?
Lífsreynsla kvenna er allt önn-
ur en karla. Af þeim ástæöum
hljóta konur aö horfa á ýmis mál
frá nokkuð öörum sjónarhóli en
karlar og beina augum sinum aö
málefnum sem þeim eru nátengd
og karlar veita minni athygli, þó
aö sjálfsögðu megi reikna meö
aö fjöldi mála hljóti sömu meö-
höndlun i' höndum kvenna sem
karla. Konum er markaöur á-
kveöinn bás i samfélaginu. Þeim
ber aö sjá um heimilishald og
barnauppeldi og I iönaöarsam-
félagi nútimans sinna þær lægst
launuðu störfunum I iðnaöi og
þjónustu. Þær hafa meira og
minna einar veg og vanda af
uppeldi og uppvaxandi kynslóöar.
Þvi má ætla að konur sjái skýrar
en karlar hvaö betur mætti fara i
þeim efnum. Furöu gegnir aö
barátta fyrir breyttum og betri
uppeldisskilyrðum skuliekki hafa
skipað stærri sess I pólitiskri
baráttu þess hóps sem telur sig
berjast fyrir betra þjóðfélagi.
Uppeldismálin eru nefnd hér
sem dæmi en alls ekki veriö aö
halda þvi' fram að konur eigi aö
fara á þing til þess aö sinna einar
og eingöngu málefnum barna,
karlar megi áfram vera einir um
hin málin.
Auk þess aö annast heimilis-
rekstur stundar meiri hluti
kvenna störf úti I atvinnullfinu. A
þeim brennur ranglát tekjuskipt-
ing, óréttlátt skattakerfi og
óheyrilega langur vinnudagur.
Fengju konur tækifæri og upp-
örvun til aö láta I sér heyra á sviöi
stjórnmálanna er ekki óliklegt aö
þær ættu auðveldar meö þaö en
karlar aö tala til annarra kvenna
sem eru aö vakna til vitundar um
stööu slna en hafa ekki enn áttaö
sig á mótsögnum hins kapitaliska
þjóöfélags. Þar með opnast nýjar
leiöir i útbreiöslu sóslalistiskra
lifsskoöana i landinu sem er jú
markmið okkar Alþýöubanda-
lagsmanna.
Konur úr hópi sósialísta sem
kosnir eru á þing mega ekki
gleyma okkur konum og þeim
baráttumálum sem á okkur
brenna I daglegu lifi. Þaö er líka
staöreyndaöþærfáukonur sem á
umræddu timabili hafa setiö
þingiö sem a&al- eöa varamenn
fyrir Alþýöubandalagiö hafa allar
sinnt einhverjum málum er
snerta konur sérstaklega.
Svava Jakobsdóttir vakti konur
af værum blundi með leikriti sfnu
„Hvaö er I blýhólknum?” og átti
þar meö sinn þátt i endurvakinni
kvennabaráttu á Islandi I upphafi
áratugsins. A alþingi hefur hún
ásamt varaþingmönnunum
Bjarnfriöi Leósdóttur, Vilborgu
Harðardóttur, Soffiu Guömunds-
dóttur aö ógleymdri Oddu Báru
Sigfúsdóttur, sem var um tíma
aöstoöarráöherra, unniö aö fjöl-
mörgum málum sem snerta hagi
kvenna beint. Af þingmálum sem
þær ýmist höföu frumkvæöi aö
eöaboröust fyrir einar eöa ásamt
öörum félögum má nefna löggjöf
um dagheimili og aukin f járfram-
lög til þeirra (mál sem reyndar
var eyðilagt síöar af hægri
stjórn), jafnlaunaráö, breytingar
á tryggingalöggjöf, fóstureyö-
ingalöggjöf o.fl. Þær hafa talað
fyrir fæöingarorlofi fyrir allar
konur sem greitt væri Ur almenn-
um tryggingum (en ekki tekiö úr
atvinnuleysistryggingasjóöi, sem
áa&gegna ööruhlutverki, eins og
ihaldsþingmenn komu I gegn),
lifeyrissjóöi fyrir alla landsmenn
(sem aö sjálfsögöu er jafnt mál
karla sem kvenna en skiptir kon-
ur sérstaklega miklu máli þar eö
Geröur G. óskarsdóttir
stór hluti þeirra er alls ekki i ltf-
eyrissjóöum), sérsköttun hjóna
sem byggir á fjárhagslegu sjálf-
stæöi hvors aðila o.s.frv.
Aö auki hafa þessar konur aö
sjálfsögöu sinnt fjölmörgum öör-
um málum af ekki minni þekk-
ingu og dugnaöi en karlarnir og
allar m.a. veriö I broddi fylkingar
sinna félaga I baráttunni fyrir
sjálfstæöi landsins.
Þaö er aö sjálfsög&u skylda
karlkyns sósialista aö taka þátt I
baráttunni fyrir jafnrétti
kynjanna og lita á hana sem eöli-
legan hluta baráttunnar fyrir
jöfnuöi i þjóöfélaginu. Hér skal
sist vanmetiö dýrmætt framlag
margra þeirra til þessara mála,
en reynslan er nú einu sinni sú aö
mönnum erofar ihuga þaö sem á
þeim brennur.
Konur vanmetnar
Ég vil sjá konur á alþingi fyrir
minn flokk, ekki bara eina eöa
tvær heldur jafnmargar og karl-
ana.Égtrúi þvi aö hæfileikum sé
jafntskipt á milli kynjanna og ég
vil aðhorft sé til fleiri þátta þegar
metin er reynsla manna og hæfi-
leikar.
Karlar eru gjarnan valdir til
áhrifastarfa nánast af þvi aö þeir
eru karlar,ekki er alltaf veröleik-
unum fyrir aö fara. — Gengiö er
fram hjá hæfum konum. Ekki er
óalgengt aö þeim sem látið hafa I
sér heyra og skaraö fram úr sé
haldiö niöri eöa beinlinis útt til
hliöar.
Þegar spurt er um orsakír, er
svariögjarnan „hún er svo frek”,
„hún er svo ósamvinnuþýö” eöa
jafnvel „hún er svo ósjarmer-
andi”! (Kannast fleiri viö aö hafa
heyrt slik ummli um kvenkyns fé-
laga okkar?). Þegar karlar eru
frekir heitir þaö ákveöni eöa
þrautsegja og til þeirra eru ekki
geröar fortakslaust þær kröfur aö
þeir kunni aö vinna meö öörum
eöa séu sætir og smart.
Mér flýgur I hug aö skýringin sé
fremur ótti viö aö missa tækifæri
til valda sem karlar telja sig rétt-
borna til. Slikur hugsunarháttur
hæfir ekki þeimsem teljasig vera
aö berjast fyrir sósialisma.
LIÓÐALESTUR í Norræna húsinu.
Finnsk-sænska leikkonan
MAY PIHLGREN les upp ljóð eítir
Edith Södergran, Elmer Diktonius,
Solveig V. Schoultz, Lars Huldén og
Per-Hakon Pawis.
Þriðjudaginn 22. janúar kl. 20:30.
Verið velkomin NORRÆNA HÚSIO
Alúðarþakkir fyrir árnaöaróskir
á áttræðisafmœli minu.
Einar Ól. Sveinsson
Neskaupstaö i janúar 1980
M Húsnæði óskast
Óska eftir að taka á leigu 3ja-4ja herb.
ibúð.
Upplýsingar i sima 94-3109.
21 árs
stúlka, með stúdentspróf úr máladeild,
óskar eftir vinnu strax.
Upplýsingar i sima 27117 allan daginn.
Auglýsingasíminn
er 81333
ÞIOBVIUINN