Þjóðviljinn - 06.02.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.02.1980, Blaðsíða 1
Fundur miöstjómar Sjálfstœðisflokksins: Harmar vinnu- brögð Gunnars — og skorar á þingmenn flokksins að hlita niðurstöðu meirihlutans Á fundi miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins; sem haldinn var í Valhöll síð- degis i gær, var samþykkt samhljóða ályktun þar sem lýst er fyllsta stuðningi við þingflokk og formann Sjálfstæðisf lokksins í und- angengnum stjórnarmynd- unarviðræðum, jafnframt því sem miðstjórnin harm- ar vinnubrögð Gunnars Thoroddsen. Þá er í álykt- un miðstjórnar skorað á alla þingmenn flokksins að hlíta niðurstöðum meiri- hlutans. Aðspurður, hvort þessi ályktun miðstjórnar yrði ekki til þess eins að kynda undir klofn- ingseldana innan flokksins, svar- aði Geir Hallgrlmsson formaöur flokksins þvf til, að hann vonaði aö svo yröi ekki. Miðstjórnarfundurinn stóð hátt i þr já ti'ma og var ekki annað að heyra á tali fundarmanna að fundinum loknum, að nokkuö misjafnarskoðanirværuuppi um afstööuna til stjórnarmyndunar- tilraunar dr. Gunnars Thor- oddsen. Hvorki Gunnar né Albert Guð- mundsson,sem báðir eiga sæti i miðstjórn, sóttu fundinn, en Björn Þórhallsson, formaður Landssambands verslunar- manna, sem verið hefur helsti ráðgjafi Gunnars varðandi kjara- og launamál i yfirstand- andi stjórnarmyndunarumræö- um,sat miðstjórnarfundinn. Það er flokksráösfundur sem hefur úrslitavald hverju sinni varðandi stjórnarþátttöku Sjálf- stæðisflokksins, en rúml. 200 flokksmenn eiga rétt til setu á þeim fundi. Geir Hallgrimsson sagði i samtali við Þjóðviljann aö lokn- um miöstjórnarfundinum, að lik- legast myndi hann boða til flokksráðsfundar Sjálfstæðis- flokksins strax i byrjun næstu viku. -lg Gunnar Thoroddsen hjá forseta tslands : Lofaði aðhraða störfum. ( Ljósm.: S.dór) Dr. Gunnar Ihoroddsen að fengnu stjómarmyndunarumboði: NÝ RÍKISSTJÓRN FYRIR VIKULOK ef allt fer sem ná horfir Dr. Gunnar Thoroddsen þegar i stað umkringdur frétta- mönnum, þegar hann kom út frá forseta islands að Bessastöðum i gær með umboð til myndunar meirihlutastjórnar, eftir um það bii hálfrar kiukkustundar við- ræður þeirra. Dr. Gunnar var fyrst spurður um hvenær hann myndi ijúka myndun rikis- stjórnar. Sagöi dr. Gunnar að viðræður þær, sem hann hefði átt við Framsóknarflokkinn og Alþýðu- bandalagið hefðu verið með þeim Dr. Gunnar fékk untboð til myndunar meirihluta- stjórnar Þjóðviljanum barst i gær eftirfarandi fréttatilkynning frá Forseta íslands: Forseti islands átti i gær viö- tal viðformenn allra stjórnmála- flokkanna fjögurra hvern i sfnu lagi og kannaði viðhorfin i stjórnarmyndunarviðræðum eins og þau blasa við slðan for- seti átti fund með öllum formönnunum sameiginlega hinn 30. janúar og óskaði eftir niður- stöðum þeirra um eða upp úr helgi. Að öllum málavöxtum at- huguðum og meðal annars með tilliti til eindreginna ábendinga frá formönnum Framsóknar- flokks og Alþýðubandalags, kvaddi forseti fslands i dag dr. Gunnar Thoroddsen alþingis- mann á s inn fund og fól honum að gera tilraun til myndunar rikis- stjórnar sem njóti meirihluta- fylgis á Alþingi. Forseti lagði áherslu á að þessari tilraun yrði hraðað eftir þvi sem unnt er. 5. febrúar 1980. hætti, að ástæða væri til að ætla að ný rlkisstjórn yrði til fyrir vikulokin. Þá var hann spurður um hvort umboö hans til myndunar rikis- stjórnar miðaðist ekki við meiri- hlutastjórn og kvað hann svo vera, enda hefði hann þingmeiri- hluta á bak við sig.31 þingmann. Hann sagði að ser hefði ekki verið settur ákveðinn frestur til stjórnarmyndunar, en hann heföi verið beðinn að flýta henni sem kostur væri. Fleiri vilja þetta mynstur Þá var dr. Gunnar beðinn að segja álit sitt á ályktun þeirri sem fulltrúaráð Sjálfstæðis- félaganna i Reykjavik sendi frá sér sl. mánudag. Sagðist hann ekkert vilja um hana segja. Dr. Gunnar var spurður hvort hann teldi að einhverjir þing- menn Sjálfstæðisflokksins hefðu beöið með aö lýsa yfir stuðningi við hann, þar til hann hefði fengið umboð til stjórnar- myndunar. — Það má vera að svo sé, þvi ég veit að fleiri þingmenn Sjálf- stæðisflokksins eru hlynntir þessu stjórnarmynstri, sagði hann. Þá var hann spurður um hvort hann hefði fengið stuðningsyfir- lýsingu frá einhverjum fleirum þingmönnum flokksins i gær. Hann kvað svo ekki vera en sagöist fastlega vonast til að þeir yröu fleiri en þeir sem þegar hafa veriö nefndir. Loks má geta þess að dr. Gunnar sagði að sú viðræðu- nefnd sem unnið hefur undan- farna daga að stjórnarmyndun myndi halda áfram störfum. Hann sagði að ekki væri búið að ákveða skiptingu ráðherra- embætta, nema að sjálfsögðu hvað varðar forsætisráðherra. Ekki væri heldur búið að ræða ráðherrafjölda i væntanlegri rikisstjórn, enda væri það vaninn að gera slikt siðast, eftir að samkomulagsgrundvöllurinn liggur fyrir. 1 dag mun viðræðunefndin halda áfram störfum en á morgun fimmtudag gæti farið að draga til tiðinda. —S.dór „Ég er bara að kynna mér málin”, sagði Pálmi Jónsson er hann gekk inn á stjórnar- my ndunar fund á skrifstofu Asgeirs, sonar Gunnars Thoroddsen, I „Kúblunni” kl. 6 I gærkvöldi. (Ljósm.:Jón ólafsson). Siðustu drög að stjórnarsáttmála tilbúin síðdegis í dag eða á morgun: Pálmi fundar med Gunnari Þingmennirnir Pálmi Jónsson og Friðjón Þórðarson hafa stigið stórt skref í átt til samstarf s við Gunnar Thoroddsen og stuðningsmenn hans í Sjálfstæðisf lokknum með Dómnefndarálit um prófessorsembætti: Afgreiðsla ráðherra á sér ekki fordæmi Innan Háskóla Islands mun það vera einsdæmi að ráðherra visi dómnefndar- áliti og afgreiðslu háskóla- deildar um prófessorsem- bætti til baka i deildina eins og Vilmundur Gylfa- son hefur nú gert varðandi prófessorsembætti í sagn- fræði við heimspekideild. Krefst hann nánari skýr- inga og lýsir þeirri skoðin sinni að álitsgerðformanns dómnefndar sé umbúða- laus áróður fyrir einum umsækjenda. Þjóðviljinn hefur komist yfir gögn i þessu máli og þar kemur fram að allir 3 dómnefndarmenn skrifa undir sameiginlegt álit en formaðurinn, Björn Þorsteinsson prófessor, vísar með undirskrift sinni i sérálit sitt. Hinir dómnefndarmennir- nir eru Siguröur Lindal prófessor og Heimir Þorleifsson menntaskólakennari. Niður- stöður þessara þriggja manna hniga mjög i sömu átt og atkvæðagreiðsla deildarráðs heimspekideildar er ótviræð. Sveinbjörn Rafnsson fékk 17 atkvæði, Ingi Sigurösson 7 og Þór Whitehead 3. A opnu blaðsins i dag er málið nokkuð rakiö og birtar niður- stöður dómnefndarinnar. -GFr. því að taka beinan þátt í umræðum um málefna- samning hugsanlegrar rikisstjórnar undir forsæti Gunnars Thoroddsen. Klukkan 6 síðdegis ígær hófst viðræðuf undur þeirra aðila sem nú reyna stjórnarmyndun og á þann fund mætti Pálmi Jónsson, en Friðjón Þórðarson var fjarverandi þar eð hann átti afmæli þann dag. 1 ailan gærdag voru mikil fundarhöld um áðurgreindan málefnasamning og talið er að seinustu drög að slikum samn- ingi muni liggja fyrir siödegis i dag eða I fyrramálið. Mikill áróður er nú rekinn af hálfu Morgunblaðsins og stuðn- ingsmanna Geirs Hallgrims- sonar gegn stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsen. Er einskis svifist til að reyna að hræða menn frá stuðningi við Gunnar. Þannig er i Morgun- blaðinu i gær búin til frétt um umræður á miöstjórnarfundi Al- þýðubandalagsins i fyrrakvöld eins og fram kemur i viötali við Ragnar Arnalds i dag á bls 3. þm,.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.