Þjóðviljinn - 06.02.1980, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 06.02.1980, Qupperneq 11
Miövikudagur 6. febrúar 1980,ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 2 íþróttir [3 iþróttir 3 iþróttir (g 500 þús. fyrir 11 rétta Enn hefur Vetur konung- ur sett strik I reikninginn hjá ensku knattspyrnunni. A laugardag varö aö fresta flestum leikjum i ensku og skosku knatts pyr nunni á völlum, sem eru noröan viö Mersey- og Humber-fliótin. Af þeim leikjum sem voru á getraunaseöli nr 23 féllu fjórir leikir niöur og varö aö gripa til teningsins illræmda. Aö þessu sinni fylgdi teningurinn nokkuð þeim likum, sem taldar voru sennilegastar á úrslit- um, þótt ekki væri hann i þessum fjórum leikjum á al- veg sömu skoðun og hinn breski „Pool-panel” sem kallaður var út i annaö sinn á þessum vetri. Enginn seöill kom fram með 12 réttum, en 5 seölar reyndust meö 11 rétta og vinningur fyrir hvern kr. 498.500,- og hver 122 raöa meö 10 rétta fékk i sinn hlut kr. 8.700.- Skagamenn í ham tA sló Þór frá Akureyri mjög óvænt út I bikarkeppn- inni I handbolta um s .1. helgi 24-19 og undirstrikar þessi sigur Skagamanna þá grósku sem i handknatt- leiknum er þar. Þórsararnir höföu undir- tökinlengstafí þessum leik, en Skagamenn skutust fram úr i lokin og sigruðu næsta örugglega. Jón Hjaltalin og Haukur Sigurðsson skoruðu 6 inörk hvor fyrir 1A. Markahæstir i liöi Þórs voru Sigtryggur 5, Pálmi 4 og Arni 4. Bikarmeistarar Vikings léku gegn Tý i Eyjum og sigruðu Vikingarnir 28-21. Þorbergur skoraði 8 mörk fyrir Viking og það gerði Sigurlás einnig fyrir Viking. IngH x 2 - 1 x 2 23. leikvika — leikir 2. febrúar 1980 Vinningsröð: 122 —X12 —XXI — XXI 1. vinningur: 11 réttir — kr. 498.500.- 3516+ 30847(4/10) 33178(4/10)+ 33782(4/10) 41343(6/10) 2.vinningur: 10 réttir — kr. 8.700.- 287 3322 8956+ 11571 31045 33097 41153 288 3420 9494 11577 31641 + 33419 41320 373 3557 + 9627 11792+ 31706 33500 + 41344 388 3826(3/10) 11874+ 31856 33968+ 41345 394 3890 9644 11883+ 31892 + 34043 41447 482 4360 9751 13034 31902 + (2/10) + 41575 536 5157 + 9764(2/10) 32282 40045 41586 886 6594 10035 30016(2/10) 40110 41659 1324 6802 10730 30383 32283 40211 + 41696+ 1832 7317 10873 30569+ 32382 40376 41769 1939 7483 10992 30574+ 32666 40545 41884 + 2204 7899 + 11053 30575+ 32826 41547 43021 2217 8165 11261 30576+ 32839 40721 55361 2985 8644 11348 30577+ 32949 40729 3097 + 8917 11488 31000 33045 40928 Kærufrestur er til 25. febrúar kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöö fást hjá umboðs- mönnum og á aöalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seöla ( + ) verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETHAUNIR — iþróttamiðstöðinni — REYKJAVÍK Sllk vinnubrögð þekkjast hvergi / nema á Islandi, auðvitað Islenska ólympíunefndin staðfesti fyrir skömmu á fundi sínum val Skíðasambands islands á þeim kepp- endum sem héðan fara á vetrarólympfuleikana. Akveðiðvar m.a. að 3 göngumenn skyldu halda á leik- ana og kom mjög á óvart að 2 þeirra voru ekki í „landsliði" þvi sem tilkynnt var á síðasta ári. En það sem mesta furðu hefur vakið i þessu sambandi er sá háttur sem á var hafður við val t)l-faranna. 1 byrjun janúar voru „landsliðsmenn- irnir ” fjórir látnir halda til Svi- þjóðar og sagt að frammistaða þeirra þar á nokkrum mótum myndi ráða hverjir færu á 61. Skiðasambandiö styrkti þó ekki nema einn þeirra alfarið til þessarar ferðar, hinir máttu borga brúsann sjálfir. Þeir göngumenn aörir sem vildu keppa um hin 2 lausu sæti á ól urðu þvi að halda á eftir landsliðshópnum og keppa á sömu mótum. Að lokum voru þvieinir 7 Islenskir göngumenn samankomnir i Sviþjóö og æfðu og kepptu undir leiðsögn lands- liðsþjálfarans, Kurt Ekros. Úti æfði þessi hópur af kappi. Samkvæmt öllum venjulegum kokkabókum i þjálffræði. áttu væntanlegir ol-farar að vera farnir að „keyra upp” hraðann ef þeir ætluðu sér aö vera i toppformi á ól. Þvi voru sumir strákarnir nokkuð fjarri sinu besta meðan aðrir lögöu allt kapp á aö vera I toppformi á hinum mikilvægu mótum. Stór- ar sveiflur voru þvi i árangri þeirra vegna mikils álags á æfingum. Það er nánas t út i hött að láta val á ól-förum fara fram undir þessum kringumstæðum og áreiöanlega er hér um að ræða einsdæmi þvi hver sá sem ein- ungis örlitla undirstööu- þekkingu hefur i þjálffræði veit að þetta er fáránlegt. E.t.v. ræður það einmitt mestu að þeir sem völdin hafa i þessum málum búa ekki yfir þessari lágmarksþekkingu. Eðlilegast hefði verið að 61- fararnir heföu verið valdir fyrir 2-3 mánuðum. Þá hefðu þeir getaö einbeitt sér að þvi aö vera I toppformi i Lake Placid og þá Skiðasambandið væntan- lega veitt þeim riflega aðstoð. - Hinn möguleikinn er að biða með endanlegt vald fram á sið- ustu stundu, en það er aðferö sem sumar stærri þjóðirnar beita. Báðar þessar leiðir eru mun vænlegri til árangurs en sú sem farin var og það sem verra er, ekki tókst aö draga upp raunhæfa mynd af getu þeirra göngumanna sem i ævintýrinu tóku. —IngH Stenzel var hræddur við íslensku strákana 1 austur-þýska iþrótta- blaðinu Deutsches Sportecho var nýlega fjallað mjög itar- lega um Baltickeppnina sem fram fór i Vestur-Þýskalandi i byrjun janúar og kemur þar margt fram mjög athyglisvert. 1 blaðinu er m.a. stutt viðtal við vestur-þýska landsliðs- þjálfarann Vlado Stenzel eftir leik Islands og Vestur-Þýska- lands. Hann sagði: „Við höfum oftsinnis leikið gegn tslandi og alltaf hafa þetta verið hörku- leikir. Nú eru tslendingarnir hins vegar að koma fram með nýtt lið, sem ekki hefur mikla reynslu. Leikmenn minir héldu þvi að hinir hörðu Islendingar yrðu auðveld bráð, en þaö tók þá 30 minútur að komast að raun um að svo var ekki. Þeir komust að þvi að fyrir öllum sigrum þarf að hafa, einnig þegar leikið er gegn tslandi.” Ves tur-Þjóðver jarnir sigruðu i leiknum 18-12 eftir að þeir höfðu verið yfir i hálfleik 8- 7. Úr þvi aö islenska landsliðið er á dagskrá má geta þess, aö unglingalandsliðið okkar fékk gott hrós frá danska landsliðs- þjálfaranum Leif Mikkelsen eftir heimsmeistarakeppni u-21 árs s.l. haust. t sænska hand- boltatimaritinu Handboll gefur hann öllum liðunum, sem höfnuðu i efstu sætum keppn- innar, stutta umsögn og segir um islenska liðið:, ,Ts land kom allra liða mest á ovart. Það er ekki heiglum hent aö sigra bæði Aus tur - og Ves tur -Þýs kaland. ” Svo mörg voru þau orð. IngH Erlendur Hermannsson og félagar hans i Vikingi fá erfiöan mótherja i kvöld. Sígra Haukarnir Víking í kvöld? Stórleikur verður i 1. deild handboltans I kvöld þegar Haukar leika gegn Víkingi i iþróttahús inu i Hafnarfirði. Viðureign liö- anna hefst kl. 20. Vikingur hefur ekki tapað stigi það sem af er mótinu, en fullvist má telja að þeir veröi að eiga góðan leik i i ai ■ i kvöld til þess að sigra Haukana i Firðinum. Hauk- ar hafa nú endurheimt stór- skyttuna Hörð Sigmarsson, sem sýndi góð tilþrif þegar Haukarnir sigruðu Fram i bikarkeppninni. Að loknum leik Hauka og Vikings i karlaflokki leika kvennalið félaganna.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.