Þjóðviljinn - 06.02.1980, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 6. febrúar 1980
Kvikmyndahátrðin 1980:0 0
STÚLKURNAR í WILKO
Jafnvægislistamaöurinn Lubomir Argirov gerir alveg ótrúlegustu
kúnstir. Menn sátu agndofa á blaöamannafundinum I fyrradag, þegar
hann ásamt Irinu Nikolovu aðstoöarstúlku sinni raöaöi öllum þessum
kristal upp og hélt honum góða stund á hnifsegginni.
(Myndir: Tryggvi Þormóöss.)
Búlgaríukynning á Hótel Loftleiðum
Góð skemmtun
og velsluborð
Pólland - Frakkland
1979
Stjórn: Andrzej Wajda
Handrit: Zbigniew Kaminski,
eftir sögu Jaroslaw Iwaszki-
ewicz.
Kvikmynd: Edward Klosinski.
Leikendur: Daniel Olbrychski,
Christine Pascale.
Þessinýjasta mynd Wajda er
um margt mjög ólik hinum
tveimur myndunum sem sýndar
eru eftir hann á hátiöinni:
Marmaramanninum og An
deyfingar. Hér er komin róman-
tisk mynd um „veröld sem
var”.
Viktor Ruben er hálffertugur
bústjórii klaustri. Hann barðist
I fýrri heimsstyrjöldinni og lifir
enn i hálfgerðri martröð eftir þá
reynslu. Þegar eini vinur hans
deyr ráðleggur læknirinn
honum að fara eitthvað burt og
reyna að gleyma ogjafnasig.
Viktor fer þá til ættingja sinna
upp i sveit. A næsta óðalssetri
búa fimm systur, sem Viktor
hefur ekki séð i 15 ár. I gamla
daga átti hann margar unaös-
stundir i félagsskap þessara
systra, og nú hefur hann hug á
aö endurlifa þá tima.
En timarnir breytast og
mennimir með. Ein systranna
er dáin, og þaö var einmitt hún,
sem Viktor var hrifnastur af.
DÆKJA
Frakkland 1978
Handrit og stjórn: Jacques
Doillon
Kv ikmyndun: Philippe
Rousselot
Leikendur: Madeleine Desde-
vise, Claude Herbert.
Jacques Doillon er ungur
franskur kvikmyndastjóri sem
sagður er vera skærasta vonar-
stjarna Frakka á sinu sviði um
þessar mundir. Hann hlaut
verðlaun fyrir þessa mynd, sem
á frummálinu heitir La
Drolesse.á kvikmyndahátiðinni
i Cannes i fyrra.
Dækja er byggð á sannsögu-
legum atburðum, sem gerðust i
Frakklandi fyrir nokkrum ár-
um. Ungur maður rændi 11 ára
stelpu og lokaði hana inni i her-
bergi sinu uppi á háalofti um
nokkurt skeið. Fyrir það var
hann dæmdur i fangelsi þar sem
hann framdi sjálfsmorð. Um þá
hlið málsins er þó ekki fjallað i
myndinni, heldur einbeitir leik-
stjórinn sér að sérkennilegu
sambandi ungmennanna, sem
bæði eru vanrækt af fjölskyld-
um sinum og mega raunar kall-
ast utangarðsmenn i þjóöfélag-
inu. Dregnar eru upp myndir af
heimilum þeirra beggja, og eru
það vægast sagt uggvænlegar
myndir. Á heimilunum rikir
ástleysi og samskipti manna
einkennastaf ofbeldi og fáfræði.
Strákurinn hefur ofan af fyrir
sér með þvi að safna gömlu
drasli og selja það. Stelpan er i
skóla, þar sem hún er utangátta
og liður illa. Sýnd er kennslu-
stund, þar sem börnin eiga að
yrkja ljóö til móður sinnar.
Madeleine situr aðgerðarlaus,
og þegar kennarinn spyr hana
um ástæðuna svarar hún: mér
þykir ekkert vænt um mömmu
mina. Hin börnin yrkja háfleyg
og tilfinningasöm ljóð um sinar
mömmur.
Fangelsiö sem strákurinn
útbýr er I raun ekki traustara en
svo, að Madeleine gæti auðveld-
lega flúiö, en hún gerir þaö ekki.
Smám saman verður samband
þeirra aö einhverju sem vel gæti
kallast vinátta. Þetta er flókiö
samband. Bæði eiga þau erfitt
meö aö tjá tilfinningar sinar. En
þau hafa bæöi rika þörf fyrir ást
og hlýju, og fyrir einhvern sem
lætur sér ekki á sama standa
um þau.
Þetta er mynd, sem varla læt-
ur nokkurn áhorfanda ósnort-
inn.
-ih
Hinar hafa elst, gifst og eignast
börn og ýmislegt hefur gerst i
lifi þeirra. Yngsta systirin, sem
var á barnsaldri fyrir 15 árum,
er nú gjafvaxta, og minnir
Viktor mjög á hina látnu. En
hún getur heldur ekki vakið upp
þá veröld sem er horfin.
Að lokum fer Viktor burt og
hefur orðið fyrir vonbrigöum,
en um leið hefur hann kannski
uppgötvað að fortiðin verður
ekki endurvakin. Systurnar
verða eftir I Wilko. Viktor hefur
komið inn I lif þeirra og valdiö
töluverðu róti i tilfinningum
þeirra allra, en þegar hann er
farinn segir sú elsta: nú
verðurallt gott aftur.
Það sem lifir i huga áhorfand-
anseftirað hafaséö þessa mynd
Sjáðu sæta nafiann minngengur
enn fyrir fullu húsi og veröur
sýnd kl. 15.00, 17.00, 19.00 og
21.00.
Stúlkurnar i Wilko, nýjasta
mynd Andrzej Wajda, með
Christine Pascale og Daniel
Olbrychsky I aðalhlutverkum.
Sjá umsögn hér á siðunni. Sýnd
kl. 15.00, 17.10 og 19.15.
India Song, frönsk mynd frá
1974. Handrit og stjórn:
Marguerite Duras. Duras hefur
um langt árabil veriö i hópi
fremstu framúrstefnurithöf-
unda Frakka, og skrifaö marg-
ar skáldsögur og kvikmynda-
handrit (m.a. handritið aö
Hiroshima, mon amour). Efnið I
India Song er sótt I þrjár skáld-
sögur hennar. Myndin gerist I
Indlandi á fjórða áratugnum og
fjallar um ástarlif fólks af
nýlenduaölinum Um India Song
hefur verið sagt, að hún likist
mest ljóði, sé einskonar kvik-
myndaljóð. Sýnd kl. 21.15.
Krakkarnir i Copacabana,
sænsk barnamynd um lifsbar-
áttu krakkahóps i fátækra-
hverfum Rio de Janeiro. Sýnd
kl. 15.05 og 17.05.
Ófullgert tónverk fyrir sjálfspil-
er tilfinning sem kannski veröur
best lýst með lýsingarorðinu
ljúfsár. Þetta er nostalgisk
mynd, I henni horfir Wajda til
baka, ai á allt annan hátt en i
Marmaramanninum. Hér er
engin þjóðfélagsgagnrýni við-
höfð, höfundurinn einbeitir sér
aö sálarllfi persónanna. Inni-
lokaður kvennaheimur
systranna er dularfull veröld,
full af bældum tilfinningum og
endurminningum.
Daniel Olbrychski er mjög
sannfærandi i hlutverki Viktors,
lifsþreyttur og óttasleginn
maður, sem finnur sér ekki stað
i þægilegri borgaratilveru.
Yfirleitt erleikurinn I myndinni
afbragðs góður, og ber snilld
leikstjórans glöggt vitni.
-ih.
andi planó. Sovésk mynd frá
1977, gerð eftir fyrsta leikriti
Antons Tsékhofs, „Platonof”.
Leikstjórinn Nikita Mikhalkof
þykir einn efnilegasti ungi kvik-
myndastjórinn þar eystra og
hefur þegar gert nokkrar
myndir sem vakið hafa athygli
á alþjóðavettvangi. I þessari
mynd tekst honum einkar vel aö
skapa andrúmsloft aldamótaár-
anna siðustu, og jafnframt að ná
fram þvi dapurlega og kátbros-
lega i persónum Tsékhofs. Leik-
ararnir eru hver öðrum betri.
Sýnd kl. 19.05, 21.05 og 23.05.
Hrafninn, hin undurfagra og
áhrifamikla mynd Spánverjans
Carlos Saura. Sýnd kl. 15.10,
17.10 og 19.10.
Dækja, frönsk mynd frá 1978.
Sjá umsögn hér á siðunni. Sýnd
kl. 21.10 og 23.10.
Stuttar myndirverða sýndar kl.
17.00, 19.00, 21.00 og 23.00. Þær
eru: Uglan sem giftist gæsinni,
Bréfberinn og Sandkastalinn,
stuttar og skemmtilegar teikni-
myndir frá Kanada; Aðeins
fyrir karlmenn, leikin 28 min.
mynd frá Kanada; og hollenska
heimildamyndin Karel Willink
— hugmyndarikur realisti, um
listmálara og vinnubrögö hans.
Búlgarlukynning hefst i Vik-
ingasal Hótels Loftleiða i kvöld,
miövikudaginn 6. febrúar. Búl-
gariukynningin hefst með stofn
un vináttufélags íslands og Búl-
gariu Þeir sem að Búlgariukynn-
ingunni standa að þessu sinni eru
Hótel Loftleiðir, Ferðaskrifstofa
Kjartans Helgasonar og Kynn-
ingar-og feröamálaráð Búlgariu.
Þetta er í fjórða sinn sem slik
kynning fer fram.
Vel verður til Búlgariukynning-
arinnar vandað svo sem jafnan
áður. Aö loknum stofnfundi
vináttufélagsins I kvöld hefst
dagskrá þar sem búlgarskir lista-
menn koma fram. Jafnvægis-
listamenn og sjónhverfingamað-
ur sýna listir sinar, búlgörsk
söngkona syngur einsöng og
hljómsveit leikur búlgörsk lög og
þjóðlega danstónlist. Einnig
verða sýndir þjóðdansar.
Búlgariukynningin heldur siðan
áfram og hefst á hverju kvöldi kl.
19. Kynningunni lýkur sunnu-
dagskvöldið 10. febrúar.
A kynningunni verður fram-
reiddur búlgarskur matur og búl-
garskt vln. Tekið verður á móti
öllum gestum aö þarlendum síð
með hvitvini og brauði og á mat-
seðlinum er mikið úrval
búlgarskra rétta. Tveir búlgarsk-
ir matsveinar sjá um matseld
ásamt starfsmönnum Hótels
Loftleiöa. Meðal rétta á hinum
fjölbreytta matseðli má nefna
Shopska salad, búlgarska bauna-
súpu og lambakjöt Gergjovski.
Fararstjóri hópsins frá
Búlgaríu er Noel Dochev frá Hot-
el Vithosha I Sofia. 1 hópnum sem
annast kynninguna eru tólf
manns.
Ferðum Islendinga til Búlgarlu
hefur fjölgaö mjög áundanförnum
árum. A blaöamannafundi sem
haldinn var á mánudaginn sagði
Nikolai Arshinkov forstjóri Upp-
lýsingaskrifstofu Ferðamálaráðs
Búlgariu, að árið 1979 hefðu 5
miljónir erlendra ferðamanna
heimsótt Búlgariu, en 1950, þegar
skipulagt ferðamálastarf hófst
þar, hafi feröamenn aðeins verið
5 þúsund talsins. .eös
Búlgarski maturinn er ekki af verri endanum. Hér sjást búlgörsku
matsveinarnir tveir ásamt yfirmatsveini Loftleiðahótelsins og henni
Sofflu, sem býður gesti velkomna með brauði og vini, og á boröinu er
sýnishorn þeirra kræsinga sem á boðstólum veröa.
Daniel Olbrychski og Christine Pascale I hlutverkum sinum i mynd
Wajda, „Stúlkurnar i Wilko”.
Úr sovésku myndinni „ófullgert tónverk fyrir sjálfspilandi pianó”1
eftir Nikita Mikhalkof.
Sýningar í dag