Þjóðviljinn - 06.02.1980, Side 5

Þjóðviljinn - 06.02.1980, Side 5
Miðvikudagur 6. febrúar 1980 WóÐVÍLJINN — SIÐA S FRÉTTASKÝRING Leiðtogar sósíaldemókrata á fundi AFVOPNUN ER SPURNING UM LIF OG DA UÐA Þeir teikna Afganistan Það hefur hvað eftir annað komið fram i umræðu siðustu vikna, að evrópskir stjórn- málamenn og þá einkum sósialdemókratar hafa brugðist með öðrum hætti við innrásinni i Afganistan en bandarisk stjórnvöld. Þeir hafa bersýnilega verið mjög tregir til að láta stig- vaxandi fjandskap milli risaveldanna neyða sig til að gefa upp á bátinn slökunarstefnu og baráttu fyrir afvopnun. Á dögunum gerðum við grein fyrir ræðu formanns sænskra sósialdemókrata, Olofs Palme, sem haldin var i tilefni hins nýja kalda striðs. Hann fordæmdi innrásina i Afganistan — en gleymdi heldur ekki gömlum og nýlegum syndum Bandarikjanna i þriðja heiminum. Hann itrekaði nauðsyn þess að berjast gegn þeim stórveldasjónarmiðum sem leiða til þess að réttur smærri þjóða er fótum troðinn. Og hann hvatti menn til að bregðast viö þróuninni með þvi að beina nýjum afvopnunarkröfum til risaveldanna. Palme rifjaði það og upp, að á fundi afvopnunar- málanefndar Alþjóðasambands sósialdemókrata, sem haldinn var i Helsinki 1978, var það tekið upp sem baráttumál að gera Evrópu að kjarnorkuvopnalausu svæði. Helstu leiðtogar Alþjóðsam- bands sósialdemókrata koma einmitt saman i Lundúnum nú i vikunni. 1 sambandinu eru nú 68 flokkar.sem njóta fylgis um 80 miljóna manna. Sextán þessara flokka fara nú með stjórnar- tauma i sinum löndum — og sá sem situr þeirra fastast i sessi er einmitt Bruno Kreiski, kanslari Austurrikis, sem mun reifa ástand alþjóðamála á Lundúna- fundin um. Afleit þróun. 1 viðtali við Dagens Nyheter segir ritari Alþjóðasambandsins, Sviinn Bent Carlsson, að afvopn- unarmál veröi efst á dagskrá á þessari alþjóðlegu ráðstefnu leið- toga sósialdemókrata, enda hafi samtök þeirra ákveðið á þingi sinu 1976, að þau mál hefðu algjöran forgang. Bent Carlsson rifjaði það upp, að árið sem leið hefði verið ár mikilla vona I þessum efnum — en þær hefðu þvi miður ekki ræst. Samningar um takmarkanir á gjöreyðingar- vopnum.Salt II, komust aö visu á blað, en þeir hafa ekki verið sam- þykktir af bandariska þinginu. 1 Evrópu sjálfri var hert á kjarn- orkuvigbúnaðarkapphlaupinu — rétt eins og þau 12.000 kjarnorku- skeyti og sprengjur sem eru til- búin til brúks væru ekki nægilega há tromp i valdataflinu. Bent Carlsson sagði einnig, að Alþjóðasamtök sósialdemókrata hefðu að sönnu ekki vald til að breyta ástandinu — en þau vildu gera sitt besta til að veröa sem öflugastur þrýstihópur i Moskvu og Washington. Evrópsk viðhorf. Bent Carlsson neitaði þvi, að sænskir sósialdemókratar hefðu sýnt hlédrægni i þessum málum, þeir hefðu, þvert á móti, haft frumkvæði um að halda umræðunni lifandi. Reyndar má sjá margt likt i afstöðu sósial- demókrataforingja eins og Olofs Palme og italskra kommúnista og kom það reyndar fram ekki alls fyrir löngu i viðtali sem viku- rit italskra kommúnista, Rinascita, átti við Palme. Báðir leggja áherslu á að reyna að skapa i Evrópu samstöðu, sem byggi ekki sist á verkalýðsflokk- um og miöi að þvi að Evrópa sé ekki leikvangur hernaðarsér- fræðinga risanna, heldur tali eig- in röddu gegn vitahring vig- búnaðarkapphlaupsins, komi i veg fyrir aö glima risaveldanna hleypi öllum heimi i bál og brand. Afvopnun er spurning um lif og dauða, sagði ritari Alþjóðasam- bands sósialdemókrata i fvrr- greindu viðtali. -áb. Afganistan er aðalviðfangs- efni pólitiskra teiknara um allan heim. Hér birtast tvö sýnishorn af afurðum þeirra. önnur er úr bandariska blaðinu Washington Star og sýnir rússneska björn- inn hlamma sér suður á bóginn, meðan Khomeini er upptekinn við að syngja svartagaldur yfir brúðu af Sámi frænda. Hin myndin er úr sovéska blaðinu Pravda. Hún sýnir ótótlega náunga laumast inn i DRA (Afganistan) eftir brú sem illmenni halda uppi og eru þeir úr TsRU, sem er rússneska skammstöfunin yfir bandarisku leyniþjónustuna, CIA. Bent Carlsson ritari Alþjóða- sambands sdsiaIdemókrata ræöir við formann þess, Wflly Brandt. Hlutabréf í hergagnaframleiðslu hækka Þeir sem kaupa hluta- bréf hafa dregið sínar ályktanir af þeim kalda- striðsgný sem nú leggur um heiminn. Frá því í árs- byrjun hefur svonefnd Dow Jones vísitala yfir verðlag á verðbréfamark- aði í Bandaríkjunum hækkað um 30 stig, hvorki meira né minna. Menn hafa ekki tekið eftir þess u s em s kyldi vegna þes s hve mjög menn hafa verið uppteknir af rokufregnum um lýgilegar verðhækkanir á gulli, silfri og demöntum. Þessi fjörkippur i kauphöllum er fyrst og fremst rakinn til þess að nú verða útgjöld til her- mála i Bandarikjunum að öllum likindum aukin um 20 miljarða til viðbótar og munu þá fara upp i 157 miljarði árið 1981. Og til eru áhrifamenn sem segja að þetta sé ekki nóg. Hvað um það ; þau hlutabréf sem einkum hækka ! verði eru einkum i fyrirtækjum sem framleiða hergögn, eða þá það sem til hergagnasmiða þarf — svo sem stál. Auknar hergagnapantanir munu koma i veg fyrir samdrátt i iðnaði aö nokkru leyti og þar með draga úr vexti atvinnu- leysis. En þegar á heildina er lit- ið, segir í breska vikuritinu Guardian, eru áhrif þessarar sveiflu á bandariskt efnahagslif i meira lagi hæpin. „Haukar” ýmislegir halda þvi reyndar fram að útgjöld til hermála séu „aðeins” 5% af þjóðartekjum nú, en hafi numið um 8% i tið Lyndons B. Johnsons. Þvi sé nóg svigrúm til að efla hernaðar- máttinn án þess að steypa efna- hagslifinu úr jafnvægi. Verðbólgan En ef færa á hernaðarút- gjöld upp i t.d. 8% þjóöartekna, þá verður það ekki gert,nema að skera niður önnur rikisútgjöld eða auka þau beinlinis. Það er ekki liklegt, að á þvi kosningaári sem nú er byrjað muni Carter- stjórnin treysta sér til að skera niður útgjöld til ýmissa félags- legra þarfa. Af þeim sökum má búast við þvi að rikisfjármálin skili auknum halla? verði sá halli nú á þessu ári ekki 33 miljarðar dollara eins og spáð er, heldur 45 miljarðir — og 50 miljarðir 1981 i stað þeirra 16 miljarða sem stjórnin ætlaði sér að komast af með. Og þar með má búast við auk- inn verðbólgu. Vietnamstriöið sannfærði bandariska þegna mjög rækilega um það að það væri beint samband milli greiðsluhalla og verðbólgu. Halli á fjárlögum jafngildir þvi að menn búist við verðbólgu, ef ekki verðbólgunni sjálfri. En eins og reynsla fyrri ára sýnir getur það i sjálfu sér haft jafn slæm áhrif á efnahagslifið, að allir eru að vænta aukinnar verðbólgu, eins og verðbólgan sjálf. Við bandariskar aðstæður, segir Guardian, leiðir þetta til þess að handbært sparifé brenn- ur upp i neyslu, vanhugsuðum lántökum og hlægilegu braski. Þetta ástand eyðir þeim sparn- aðisem fjárfestingar framtiðar- innar ættu að byggja ár. (Eftir Guardian). Kampúfseu- hljómleikar Forsala aðgöngumiða í Fálkanum Verð aðgöngumiða kr. 5000. Hjálparstofnun -VA kirkjunnar J fr í Austurbæjarbíói 9. febrúar kl.14:00 Kjarabot Snillingarnir Fræbbblarnir Gestir hljómleikanna: félagar úr Alþýöuleikhusinu. Tómas Tómasson Egill Olafsson Asgeir Oskarsson Björgvin Gíslason Karl Sighvatsson og ? leika af fingrum fram.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.