Þjóðviljinn - 17.02.1980, Page 2

Þjóðviljinn - 17.02.1980, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. febrúar 1980. Ég hringdi I ritstjóra sunnudagsblaösins til aö reyna aö merja Ut lir honum frumeintak bókar minnar, en þessi ham- ingjusami maöur geymir handritiö mitt uppi á hillu hjá sér og biöur eftir aö ég gleymi þvi. Þá ætlar hann aö selja þaö og veröa rikur. En þar sem ég hef eftir áreiöanlegum heimildum aö kollega minn Halldór gefi jafnharöan sin handrit til Landsbókasafnsins, þá þarf ég auövitaö aö gera betur og hef ánafnaö British Museum min handrit. Eftir þúsund ár mun þjóöin risa upp og heimta þau heim. Þá kemur herskipafloti og einn-tveir prinsar og slatti af myndarlegum herforingjum, allt til aö fylgja heim gulnuöum afritunarpappir og tollskýrsluhandritum. Ég gæti lika látiö stoppa mig upp og þá yröi safnaö fyrir mér eins og geirfuglinum. Þessi útúrdúr vegna þess aö ritstjórinn sneri út úr meö þvi aö hann sæti i vanþakklátasta starfi á jarðrfki. Aö eigin sögn hefur hann ekki friö til aö berja saman þessu blaöi fyrir fólki sem liggur á linunni og spyr hvaö hafi oröiö um þessa skeleggu konu sem lá I bleyti I edikinu. Fyrst haföi hann engan vinnufriö fyrir fólki sem vildi láta útrýma mér og hótaöi aö segja upp blaöinu, nú hringir sama fólkiö og ætlar aö segja upp aftur ef ég skila mér ekki. Hann þoröi ekki fyrir sitt litla lif aö segja aö ég væri hætt. Ég stakk upp á betri lausnum, hann gæti sagt aö Mogginn heföi gert brauöstritaranum betra tilboö eöa aö ég heföi gifst góöum sjálfstæöismanni sem ætlaöi i framboö. En nei, þjóöin vildi fleiri pistla. Ég féll alveg fyrir þessu smjaöri. Aö visu hefur maöurinn sem neitaöi aö láta birta skrif sin samsföa mér ekki haft uppi ögrandi tilburöi bara af þvi aö ég hvarf. A sinum tima sárnaöi mér ögn aö vera kölluö Þórbergur og vil taka fram aö þaö er alveg óþarfi aö hrópa „Daviö er kominn aftur” bara af því aö ég ætla aö skjóta hér inn huggunaroröum i ljóöformi. Hættu aö gráta og lúllfló mamma skal gefa þér kúlutyggjó Auöur er komin aftur alltaf þessi kjaftur (þaö má alltaf stofna klofning frá Þjóöviljanum). Játning Mér finnst þetta nokkuö gott og af þvi aö grátt og svart fer svo vel saman ætla ég aö bæta viö: Ég vil endilega aö herinn veröi kyrr. Þvi: Hvaögerir ritstjórinn þegar grundvöllurinn fyrir siöunni frá herstöövarandstæöingum er brott fallinn? Þetta var i gamni. Ritstjórinn lætur aö þvi liggja aö Sunnu- dagsblaöiö sé prentaö i 236 þús. eintökum og aö ég skuldi þessum fáu útvöldu skýringu á hvarfi minu. Þær eru þættar, eins og gott prjónagarn. 1 fyrsta lagi er ég aö hnoöa saman bók. Svo ég hafi fyrir sköttunum af fyrstu bók, þvi, þvert á viö þaö sem slúöurdálkarnir segja, þá hef ég ekki mót- tekiö fjörutiuogsex milljónir i fyrirframgreiöslu frá forlaginu, ég hef ekkert móttekiö nema launaseöil fyrir siöasta ár. 1 ööru sæti er linnulitiö renneri milli kvenfélagsfunda og skóla og þorrablóta. Allt undir flagginu „bókmenntakynning”. Sannleikurinn er sá aö mest utan skólanna fellur undir „nýi agnartrúöurinn svarar hispurslaust öllum spurningum”. „Guö”, sagöi ein kvenfélagskonan þegar hún greiddi mér fyrir þriggja tíma prógram, „þú er betri en Halli og Laddi og miklu ódýrari”. Þetta er hvorki sjálfsauglýsing né atvinnurógur. Þessi „spurningar og svör” hafa veriö einstaklega fróöleg fyrir báöa aöila. Þaö endar alltaf meö, þegar ég hef ausiö af nægtarbrunnum hreinskilni minnar, aö ég fæ aö heyra allar nýjustu slúöursögurnar. Og þær eru gasalega spennandi. Aö minnsta kosti tiu tannlæknafrúr hafa þekkt aftur manninn sinn, svo þetta hlýtur aö vera breizk stétt. Geöheilsa fjölskyldu minnar hefur veriö til umræöu og ég hef getaö upplýst aö allir eru heima hjá sér en ekki aö þrengja aö yfirfullum geödeildum. Hvort tannlæknirinn minn þjáist? Nei, hann þjáist ekki. Ég spuröi hann. Eftir mjög nánar umræöur á einum staönum spuröi ég, hvort einhver vissi hver ætti barniö sem ég ku ganga meö. Nei, þaö vissi enginn. Og mér finnst lágkúrulegt af þjóöinni aö gera mér barn en feöra þaö ekki. I þriöja lagi hef ég verið aö sinna ástalifi minu. Eöa r.s. aö reyna aö koma þvi á. Þaö hefur ekki tekist, en þó skyldi þessi aumkunarveröa staöreynd ekki skoöast sem áskorun. Fyrst lagöi ég til atlögu viö mann sem haföi hina mestu unun af aö ryksuga. Ég spuröi hvort hann vildi ekki býtta á ryksugu og kústi, þvi ég á engin teppi. Hann féllst á þaö. Þá baö ég hans. Þar viö hrökk hannIbaklásog ég leitaöiIönnurullarhús. Datt yfir .litla lambakótelettu sem haföi véfréttarhrukku á enninu og mjúk aúgu. En ef hann er ekki aö leika viö strákana þá er hann úti aö labba með gullfiskana sina. Svo var þaö þögula sterka manngeröin á Óöali. Hann hélt áfram aö vera þögula sterka manngeröin. Þaö er ekkert sem ég dái einsog siögæöisþrek, en ég kýs aö gera þaö úr fjarlægö. Siðast sökk ég i þaufegurstu brúnu augu sem ég hef nokkurn tima litiö i. Eigandi þeirra bauö mér á Vélskólaballiö meö þvi aö reyna aö selja mér miöa. Ég var aö reikna út hvaö þaö væru margir áratugir siöan ég heföi veriö svona skelfilega unaöslega máttlaus I hnjánum, þegar sál þessara fögru sálarspegla missti út úr sér aö Fósturskólinn yröi I meirihluta á ballinu. „Haföu þlnar fóstrur,” frussaöi ég og þeyttist burt. Svona tilfæringar eru timafrekar og hafa truflandi áhrif á vinnuafköstin. En nú er löggilti viöurkenndi karlmannshatarinn hættur þessu tilstandi og setztur viö ritvélina. Og mun, samkvæmt fornum lagaheimildum,brátt teljast björt mey og hrein. Níu-bíó og nostalgían Aldrei þessu vant fór ég einn I 9-bió um daginn. Það er ágætt aö fara einn i bió kl. 5 og 7 en slæmt kl. 9. Þá er venjulega margt I bió og fólk er fyrst og fremst til aö njóta samveru viö aöra. Mest ber á unglingum sem eiga fátt annað athvarf. Ungir og veröandi elskendur og kærustupör eru á hverju strái og einnig hjón sem nota tækifæriö til aö flýja hversdagsamstriö um stund. Maöur veröur þvi óttalega einmana innan um allar þessar samfélagsverur og fer jafnvel aö kenna svolltið I brjósti um sjálfan sig fyrir einstæöings- skapinn þó aö engin ástæöa sé til. Ég foröast þvi yfirleitt aö fara einn i 9-bIó. Myndin fjallaöi um ástir ame- riskra unglinga I sumarleyfi sem komu sér ekki aö þvi aö ganga kynlifsveginn á enda eins og islenskir unglingar heföu sennilega gert I þeirra sporum. Sumariö endaöi þvi meö nauögun. Vegna feimni nennti ég ekki niöur I hléi en sat sem fastast og virti fyrir mér allt þetta unga og gjörvulega fólk sem var saman- komiö I bióinu. Smátt og smátt fór ég aö rifja upp eigin skólaár og komst eiginlega i hálfgeröa „nostalgiu” en þaö útleggst vist sem fortiöarþrá eöa fortiöar- eftirsjá i Islensku máli. Þegar ég fór aö rifja þetta upp komst ég aö þvi mér til skelfingar aö I vor veröa 15 ár frá þvl aö ég lauk stúdentsprófi. Skelfilega hlýt ég aö vera gamall I augum núverandi menntskælinga, sem greinilega voru I meirihluta I blóinu. Gamall og daunillur karl sem fer einn í bló. Oj, barasta. Alveg glataö ma’r. Ég sökk lengra niöur I sætiö og tuggöi tópas sem ákafast. Fyrir framan mig voru nokk- ur ungmenni sem mikill sláttur var á. Þau töluöu greinilega saman af spaklegu viti en litu ööru hverju I kringum sig meö auðsæjum þótta. Þau áttu heim- inn. ö, hve sagan endurtekur sig. Þarna var slánalegur og hroka- fullur strákur i síöum frakka af afa slnum meö langan prjóna- trefil sem hékk hiröuleysislega um hálsinn,sennilega anarkisti. Og þarna dökkur hávaxinn ná- ungi með sléttgreitt hár, svarta skeggbrodda og fjarrænt augnatillit. Areiðanlega stærö- fræöiséni af flnum ættum. Og þarna var rauöhæröur, opin- mynntur og bjálfalegur lltill ná- ungi meö sixpensara. Ofvitinn holdi klæddur. Tvær stúlkur voru I hópnum og var önnur greinilega fegursta stúlka skól- ans og vissi af þvl en hin var ekki eins fögur en lagöi sig I framkróka viö aö tala gáfulega milli þess sem hún þagöi meö montsvip. Þetta kompaní gat ekki verið úr öörum skóla en gamla skólanum mlnum viö Lækjar- götu og gat svo sem passaö inn I hvaöa tlmabil sem var. Það minnti á Holbergskómedíu frá síðustu öld, lýsingar Þórbergs Þóröarsonar frá þvl um 1910 og minn eigin tima frá fyrri hluta 7. áratugsins. O tempora! Skyndilega hrökk ég upp úr nostalgíunni. Hvers konar minnimáttarkennd er þetta eiginlega? Ég leit djarfmann- lega I kringum mig. 1 þvl voru Ijósin dempuð og allir uröu jafn- gamlir — I myrkrinu. Guöjón Gísli Sigurgeirsson sem veriö hefur ritstjóri Islendings fyrir noröan i nokkur ár, mun nú láta af störfum. Astæöan fyrir uppsögn hans var aö mati „Dags”, blaöi Framsóknar á Akureyri aö Gisli ætlaöi nú aö snúa sér alfariö aö blaöastörfum. Nokkuö er til I þvi. Gisli hefur nefnilega gefiö út útvarps- og sjónvarpsdagskrá, sem hann dreifir á hvert heimili Akureyr- arbæjar. Snepilinn hefur hann fjármagnaö á þann hátt að hann hefur tekiö auglýsingar úr bæj- arblöðunum og undirboöiö þær i dagskrárbleölinum. Þetta hefur haft þau áhrif aö fyrirtæki hafa nær hætt aö auglýsa I bæjar- blööunum en keppst viö aö fylla siður dagskrárbiaös Gisla. Ver- andi ritstjóri Islendings hefur Gisli i raun undirboöiö sjálfan sig, en nú hefur ritstjórinn sagt starfi sinu lausu til að helga sér útgáfu dagskrárblaösins al- fariö — og aö sjálfsögðu án vit- undar Rikisútvarpsins. Kvikmynda- gerðarmenn islenskir hafa mjög eflst við til- komu Kvikmyndasjóös. Engu aö siður hefur aukin gerð is- lenskra kvikmynda orðiö til þess aö skerpa samkeppni I þessu fagi, og þá ekki sist meö tilliti til þeirrar staöreyndar aö sú kvikmynd sem fyrst er á markaðinn hlýtur sennilega mesta umfjöllun. Hrafn Gunnlaugsson, hlaut styrk úr fyrrgreindum sjóði ásamt samstarfsmönnum sinum I kvikmyndinni „Óöal feöranna”, þeim Jóni Þór Hannessyni og Snorra Þór- Gisli: Allt fyrir dagskrána. Vilmundur: Svarbréfiö undir stól. issyni. Kvikmyndin, sem að sjálfsögöu er i anda Hrafns lýsir ýmsum viöburöum sem höföa til tilfinningaátaka manna, og sem talist getur meira en góðborgarar kyngja dagsdaglega. Til aö mynda var mikil sena i myndinni, þar serti hross var gelt. Jón Þór hélt á kvikmyndavél- inni, þó hljóðupptökumaður sé, en varö aö leggja frá sér tækin vegna sárrar tilfinningar i óum- ræddu liffæri. Hljóp þá Snorri til og bjargaöi atburöinum, sem festur var á filmu, og var eink- um lögö áhersla á nærmynda- töku. Hins vegar hafa miklar deilur vaknaö núna milli aöstandenda kvikmyndarinnar, Jóns, Snorra og Hrafns, sem allir eru meö- eigendur I Saga film. Hrafn vill halda list kvikmyndarinnar til streitu, meöan Jón og Snorri sem hugsa ákaft um fjárafkomu myndarinnar vilja klippa burt geldingarsenuna og aörar viö- kvæmar senur, þvi slik atriöi þýöa að myndin veröi bönnuö, og bönnuö mynd þýöir minni aö- Sókn... Heimspekideild Háskóla íslands eöa öllu heldur kennaralið hennar hefur löng- um verið talin eins og ljóna- gryfja. Þar hafa á liðnum árum komiö upp heiftúöug deilumál milli prófessora um aöskiljan- leg efni. Eitt slikt mál er nú á feröinni. Þaö er veiting prófess- orsembættis i almennri sagn- fræði. Eins og alþjóð er kunnugt skrifaöi Vilmundur Gylfason deildinni bréf meöan hann var enn menntamálaráðherra og bað um skýringar á dómnefnd- aráliti um hæfni umsækjenda og kvaö sérálit Björns Þorsteins- sonar formanns dómnefndar vera umbúðarlaus áróður sem ekki ætti skylt viö hlutlaust fræðimannaálit. Þetta voru aö sjálfsögðu þungar ásakanir og skrifaöi Björn ýtarlegt bréf til Alans Bouchers forseta heim- spekideildar þar sem hann svaraöi ásökunum Vilmundar Alan Boucher stakk bréfinu hins vegar undir stól og hvorki lagöi það fram né gat þess er máliö var tekið fyrir á fundi heim- spekideildar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.