Þjóðviljinn - 17.02.1980, Side 6

Þjóðviljinn - 17.02.1980, Side 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. febrúar 1980. Smásaga eftir Ólaf Hauk Símonarson Lárus Björnsson reddari i Umbúöasmiöjunni er ekki sér- lega bliöur á manninn þegar hann stigur innfyrir þröskuldinn heima hjá sér. Már aö taka uppá þvi aö hella i hann áfengi, þurfti svo aö hlaupa einsog venjulega, meiri andskotans hlaupin á þeim manni. Lárus er aö þynnast upp. Kjötfars I kvöldmat, Lárus hatar kjötfars, afhverju i andskotanum alltaf kjötfars, Lóló segir aö þaö sé ekkert alltaf kjötfars, hún hafi eiginlega aldrei kjötfars, hann hafi bara hringt og sagt aö hann vissi ekki hvort hann kæmi i kvöldmat, svo hún hafi keypt kjötfars,þvi þaö sé eitt af þvi fáa sem krakkarniréti, hún hafi bara allsekki vitaö aö hann kæmi I mat. Lárus lokar sig inná klósetti meö blööin. Hann er búinn aö lesa þau öll, en nú fer hann aöra yfir- ferö. Morgunblaöiö les hann á morgnana, Dagblaöiö og Visi les hann I vinnunni, og Helgarpóstinn peninga — fyrir mat og buxum á hann Bjössa. Lárus gýtur augum á konuna yfir Helgarpóstinn. Segir ekkert. Byrjar aftur aö lesa Hákarl. Ég þarf lika aö kaupa skó á hana Stellu, segir konan, hún er oröin alveg skólaus. Ég veit ekki betur en þú hafir veriö aö kaupa skó á hana fyrir nokkrum dögum. Þaö voru stigvél og þaö veistu vel, segir konan. Hana vantar skó. Krakkagreyiö á enga kulda- skó. Hún getur bara veriö I ullar- sokkum I stlgvðlunum, segir Lárus og litur uppúr blaöinu. Einhver maöur I sjónvarpinu segir aö listin hljóti aö hafa hlut- verki aö gegna, annars væri hún ekki til. En, spyr annar, hefur ekki allt sem er til einhverju hlut- verki aö gegna? Jú, vissulega, segir sá fyrsti, en viö erum aö ræöa um þau öfl, sem móta til- vistarskilyröi mannsins, og þar veröa þau aö fingeröum salla. Vertu ekki meö þessa vitleysu Lóló, segir Lárus og horfir nú sáttfús á konuna, taktu peningana og láttu ekki svona. En konan er komin I kápuna. Huröarskellur, og Lárus Björns- son reddari situr einn i ibúö sinni fyrir framan sjónvarpiö. Þaö er veriö aö ræöa um listina. Hverj- úm hún þjóni. Listin þjónar mannkyninu, segir einn þátttak- anda I hringborösumræöunni. Listin er þaö sem skilur manninn frá dýrunum, segir annar. Listin er tilraun mannsins til iaö sam- samast Guödómnum, segir sá þriöji. Lárus Björnsson er einmana. Hann finnur einmanaleikann fleygast inni sig einsog bithvass- an hnif. Listin þjónar hinni rikjandi stétt, segireinhver i sjónvarpinu. Listin er hafin yfir þaö aö taka af- stööu til tímabundinna fyrirbæra einsog stéttaátaka, segir annar, kaupir hann um leiö og hann kemur i sjoppuna á föstudögum. Helvitis maöurinn hann Már aö fara aö hella I mann áfengi, hugs- ar Lárus, hlaupa svo burt, þaö er ekki einsog maöur hafi veriö aö biöja um snafs. Komdu inná skrifstofu Lárus minn; flaskan út- úr skáp, glös uppá borö; hvernig er hljóöiö I mönnum, heyröu, þú veist viö erum aö taka inn nýjar vélar, svona fáöu þér aftur I glas- iö, sko þaö hefur veriö hannaö fyrir okkur algjörlega nýtt vinnu- ferli, drekktu. Já, þú ert inná þessu, náttúrlega veröur engum sagt upp af ykkur karlmönnun- um, hinsvegar, já, þú veist aö til þess erum viö aö taka inn þessar nýju vélar aö spara vinnukraft, gjöröu svo vel, fáöu þér bara; þaö veröur ekki hjá þvi komist aö segja einhverjum upp, en þaö veröur engum karlmanni sagt upp. Svo haföi helvitis maöurinn sett tappann I flöskuna og læst hana inni skáp og byrjaö aö lita á úriö. Lárus kveikir á sjónvarpinu. Fréttir. Ekkert af viti, stjórnar- kreppa, þessir andskotar vinna ekki fyrir kaupinu sinu, Sovét- menn i Afganistan, Lárus stendur algjörlega á sama, Kambódia, þeir geta étiö skit, hann gefur ekki eyri. Svo birtist þulan, þessi meö glansandi varirnar sem aldrei hreyfast, kynnir næsta þátt. Listir og menningarmál, Lárus nennir ekki einusinni aö slökkva á svona dellu. Lárus, segir eiginkonan. Ha? segir Lárus afundinn. Mig vantar peninga, segir kon- an. Lárus læstur sem hann heyri ekki. Lárus, heyriröu ekki hvaö ég er aö segja? spyr konan. Mig vantar held ég aö listin sé I fremstu röö, þvi einmitt listin gerir okkur kleift aö upplifa sjálf okkur i lif- andi samhengi viö aöra menn og náttúruna. Lárus, afhverju þarftu alltaf aö láta svona? spyr konan. Hvernig LÆT ég? spyr Lárus. Þú veist aö þaö veröur aö kaupa föt á krakkana, segir konan. Kauptuþá föt á þau! segir Lár- us hranalega. Ég þarf peninga til þess, segir eiginkonan. Þaö er einsog ég sé ótæmandi brunnur! Ég ansa ekki svona vitleysu Lárus, segir konan. Ég er ekki ótæmandi brunnur, endurtekur Lárus. Veit ég vel Lárus, veit ég vel, segir konan. Já, þaö er einsgott þú vitir þaö, segir Lárus Björnsson reddari i Umbúöasmiöjunni h/f. Einhver skeggapi i sjónvarpinu segir aö listin sé fyrir listina, list- in lúti eigin innri lögmálum, óháö verktækni og atvinnuháttum, þó svo listin geti þegar henni býöur svo viö aö horfa tekiö upp þá tækni og verkkunnáttu sem til er I þjóöfélaginu á hverjum tima og fært sér I nyt, en slikt gerist aöeins þegar listinni þyki þaö þjóna sinni eigin þróun, sinum sjálfstæöa vexti. Vaxtarþörf list- arinnar og vaxtarmöguleikar eru þá ekki I neinu sambandi viö um- sköpun framleiösluháttanna? spyr annar hálfsköllóttur og þyk- ist greinilega hafa sagt eitthvaö fyndiö þvi hann glottir. 1 list er þaö ekki spurning um magn, heldur gæöi, segir sá fyrsti og glottir á móti. Þú skalt þá segja krökkunum aö þau fái engin föt, segir Lóló. Ég veit ekki betur en þaö séu allir skáparfullir af fötum, segir Lárus Björnsson, eru þau gufuö upp eöa hvaö? Afhver ju er aldrei hægt aö ræöa viö þig einsog mann? spyr konan. Reyndu þá aö ræöa viö ein- hvern annan, segir Lárus Björns- son. Þaö gæti komiö aö þvi Lárus, segir konan. Ég vil hafa friö þegar ég kem heim til min, segir Lárus og brýt- ur vandlega saman Helgarpóst- inn. Ég er oröinn þreyttur á þvi aö þræla einsog skepna og sjá aldrei pening. Ekki sé ég peninga Lárus, segir konan. Ég nenni bara ekki aö horfa á eftir peningunum oni botnlausa hit, segir Lárus Björnsson. Hver er þessi botnlausa hit? spyr konan. Spuröu sjálfa þig, þú ættir aö vita i hvaö peningarnir fara. 1 hvaö fara þeir? spyr konan sjálfa sig. I hvaöa óþarfa fara þeir? Þeir fara i mat og reikn- inga. Þú hefur bara ekki hug- mynd um hvaö hlutirnir kosta Lárus. Og ef þú hefur eitthvaö uppá min innkaup og mitt reikn- ingshald aö klaga þá skaltu bara koma fram meö þaö! Já, er þaö ekki, á ég ekki bæöi aö vinna fyrir peningum og sjá um heimiliö, segir Lárus Björns- son. Annars mundi ég treysta mér til.aö sjá um þetta heimili meö annarri hendinni, og þaö mundi varla taka mig nema tvo tima á dag. Þaö er varla aö þaö sé drullast úti búö fyrir lokun. Ég á ekki orö yfir þig! segir konan. Þú ert ekki vön aö vera orölaus, segir Lárus Björnsson. Konan andvarpár djúpt. Þetta getur ekki gengiö svona Lárus, segir hún, ég sætti mig ekki viö þetta lengur. Hvaö sættiröu þig ekki viö? spyr Lárus og örlar á þvi I rödd- inni aö hann vilji draga I land. Ég sætti mig ekki viö aö láta lita á mig einsog druslu, segir eiginkonan. Ég vil frekar vera ein meö krakkana, en aö bfla viö þetta lengur. Lárus Björnsson dregur upp tékkhefti. Hvaö vantar þig mikiö? spyr hann. Ég sætti mig ekki viö þetta lengur Lárus! Ég var aö spyrja hvaö þú þyrftir mikiö? Og þannig á aö útkljá máliö — meö nokkrum slitnum krónum, segir konan og finnur aö nú hefur hún örugglega undirtökin. Snýst ekki máliö um skitnar krónur, segir Lárus, þaö heyröist mér. Nei, Lárus, segir konan, ekki lengur. Viltu peninga eöa viltu ekki peninga? Ég vil peninga, segir konan, en þaö er ekki allt sumt. Lárus skrifar ávisunina oná samanbrotnum Helgarpóstinum. Svitinn á andliti hans glansar i bláleitu ljósinu frá sjónvarpinu. Ég læt þig hafa fimmtiu þúsund, segir hann göfugmann- lega, þú kaupirþaö sem þig vant- ar. Mig vantar ekki neitt, segir konan. Taktu viö þessu og vertu ekki meö nein fiflalæti! segir Lárus og byrstir sig. Hefuröu séö óbrjótandi glas brotna Lárus? spyr konan. Þaö er hægt aö niöast á þessum glösum lengi lengi, en aö lokum sundrast þau einsog önnur glös, og þá listin fæst um varanleg um- þenkingarefni: ástina, dauöann og hafiö. Afhverju þarf þetta aö fara svona, segir Lárus Björnsson upphátt. Afhverju þarf mann- eskjan alltaf aö láta svona. Hvern fjandann er hún nú aö æöa? Ég veit ekki betur en hún hafi fengiö þá peninga sem hún þarf. Lárus ris á fætur, grípur simann. Já, sæl, segir hann. Lárus já, heyröu er Lóló hjá þér? Nei, ég hélt þaö kannski. Heyröu, ef hún kemur, viltuþá biöja hana um aö hringja heim. Nei, þaö er ekkert áriöandi, bara ef hún kemur. Nei, krakkarnir eru hjá kunningjum sinum. Já, hún fór út. Þaö var einhver luröa I henni. Nei, ekkert alvarlegt. Já, viöförum aökoma i heimsókn. Þaö er nú ekki satt aö viö komum aldrei. Viö vorum hjá ykkur á gamlaárskvöld i fyrra. Viö förum aö láta sjá okkur. Já, viltu biöja Lóló aö hringja heim. Þakka þér fyrir. Vertu blessuö, já, blessuö. Lárus leggur á, bölvar tengda- móöur sinni innilega. Lóló hagar sér nákvæmlega einsog kerling- arhelvitiö hagaöi sér viö Finn- boga þartil hann var fluttur uppá Vifilsstaöi. Lárus sest I sjónvarpsstólinn, sem hann fékk frá systkinum sinum á fertugsafmælinu I vor. Lárus er einn I Ibúöinni. Krakkarnir tolla aldrei heima. Þeir eru aö ræöa um list I sjón- varpinu. Listin tjáir einmanaleik mannsins, segireinn vitringanna, þvi þegar allt kemur til alls er maöurinn alltaf einn, aleinn, lok- aöur inni sinni skel. Lárus Björnsson reddari dottar I sjónvarpsstólnum I bláu drauga- legu ljósinu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.