Þjóðviljinn - 17.02.1980, Page 9
Sunnudagur 17. febrúar 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Skíðakennsla
Sunnudagsblaðsins
----------------1
Halldór
Matthíasson og
Ingólfur
Hannesson
tóku saman
2. HLUTI
BREYTILEG GÖNGUTÆKNI
r.-:;.
Breytileg göngutækni
er t.d. þegar skipt er úr
venjulegri göngu yfir í
„tvöfalt staftak" (sjá
myndir). Breytingar á
göngutækni og hreyfinga-
mynstri nýta góðir skíða-
menn til þess að:
• Notfæra sér sem best breyti-
lega gönguslóð.
• Hindra að þeir stifni i ákveð-
inni stöðu eöa verði of þreyttir I
ákv. vöðvum.
• Samræma aiiar hreyfingar
hraðanum.
Göngumenn skipta um „stil”
og breyta göngutækni eftir þvi
sem slóðin/landslagið breytist.
Um grunntæknina eða venju-
lega göngu var fjallað I siðasta
Sunnudagsblaði, en þar lærðuð
þið um þá göngutækni sem lang-
mest er notuð. Þó er mjög gott
að byrja að breyta um stil og
takt mjög snemma, það gerir
gönguna liðugri. Þið eigið að að-
laga ykkur gönguslóðinni, en
hún getur ekki lagað sig að ykk-
ar kunnáttu.
Reynið að breyta göngutakt-
inum úr venjulegri göngu yfir I
tvöfalt staftak og öfugt. A flöt-
um getur verið nauðsynlegt að
bæta við fráspyrnu i tvöfalda
staftakinu eða beita skautataki i
beygjum.
Á meðfylgjandi
myndaröð er sýnt þegar
göngumaður breytir úr
venjulegri göngu yfir í
tvöfalt staftak með frá-
spyrnu. Einnig er hægt að
beita tvöföldu staftaki án
fráspyrnu og er þá staðið
jafnt í báða fætur.
Fyrir byrjendur þarf
brekka ekki að vera ýkja
brött til þess að skíðin
„sleppi" eða renni aftur-
ábak. E.t.v. skortir einnig
á handstyrk eða ná-
kvæmni í síðasta hluta
f ráspyrnunnar, sem
getur leitt til þess að
spyrnan nýtist ekki. Fari
svo er ráðlegra að beita
„skæragangi" heldur en
að eyða kröftum í spyrn-
ur út í loftið.
Skæragangur er genginn með
venjulegri gönguhreyfingu
beint upp brekkuna þannig að
skiðin visi á ská útávið (sjá
myndir). Skiðunum er lyft upp
til skiptis og þeim beitt með þvi
að færa hnén örlitið saman.
Kantar skiðanna nýtast þannig
til þess að góð spyrna náist.
Vænlegt til árangurs er að
ganga upp afliðandi brekku með
venjulegri göngutækni og beita skæraganginum.
þegar þið finniö að spyrnan er Stafirnir eru notaðir eins við
að verða gagnslaus, þá er að venjulegar gönguhreyfingar.
Athugið að eftir þvi sem bratt-
inn eykst verður bilið á milli
framhluta skiðanna að aukast.
SKÆRAGANGUR
RENNSLI NIÐUR BREKKU
EINFÖLD UNDSRSTÖÐUATRIÐI
Þeir sem ganga a skíð-
um geta, undir vissum
kringumstæðum, notfært
sér tækni alpagreinanna.
Ef þið búið yfir nokkurri
kunnáttu á svigskíðum er
hægtað yfirfæra þá kunn-
áttu á gönguskíðin. Þetta
á einkum við þegar skíð-
að er niður brekku.
I_________________________
Staða á skíðunum
Likamsþyngdin verður að
dreifast jafnt á báða fætur og
jafnt á alla ilina. Reyndar er ó-
hætt að standa örlitið meira i
hælana. Athugið að 20—30 sm.
eiga að vera á milli skiðanna. I
rennsli á ská niður brekku eigiö
þiö að hafa meiri þyngd á þvi
skiðinu sem neðar er.
Upphafsstaða
Upphafsstaðan er stöðug og
notaleg, en loftmótstaðan mikil.
Þessi staöa er stundum notuð
þegar ferðln er mjög mikil,
ásamt ójöfnum og beygjum i
slóðinni, og einnig af byrjendum
i litlu undanhaldi.
Varist aö vera stif i öxlum,
slakið á og hafið mjúka fjöðrun i
hnjám og mjöömum.
Ef færiö er breytilegt getur
borgað sig að hafa annað skiðið
örlltið framar (sjá myndir).
Staða í hröðu rennsli
Gott er að reyna þessa stöðu i
kyrrstöðu i upphafi. Byrjið i
upphafsstööunni. Beygið ykkur
siðan saman.einkum i mjaðm-
arliöum og skjótiö upp krypp-
unni (sjá myndir). Beygiö oln-
boga,hendur komi nálægt andliti
og stafar visi beint aftur. Athug-
iö aö hnén bogni ekki of mikið.
Meöan staðið er i þessari
stöðu er gott að þreifa sig áfram
meö þvi að færa likamsþyngd-
la fram og aftur til þess að ná
)ðu jafnvægi. Siðan skuliö þið
;yna þetta niöur brekku, en
arist að fara of geyst af staö.
Gott jafnvægi veitir bestu
vildina, en með þvi að færa lík-
msþyngdina meira aftur á
ælana eykst ferðin.
Góöa ferð!