Þjóðviljinn - 17.02.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.02.1980, Blaðsíða 11
Sunnudagur 17. febrúar 1980. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Stúdentar fyrir utan bandariska sendirábið i Teheran, skömmu eftir töku þess. Laingen um leyfi til að fara út úr sendiráöinu og reyna að tala við mótmælendurna. Williams fannst þetta dauðadæmd hug- mynd, en stöövaöi ekki öryggis- offurstann þegar hann gekk niður hliöarganginn. Starfsmenn sendiráðsins byrj- uðu nú að flýja herbergi sin og söfnuðust saman á efstu hæð og rikti mikil ringulreið og tauga- veiklun meðal þeirra. Williams fékk skipun um að skjóta ekki á mótmælendur og beita ekki tára- gasi. Cheppni olli hins vegar þvi að tvær táragassprengjur sprungu og jarðhæðin tók aö fyll- ast táragasi. Landgönguliöarnir settu á sig gasgrimurnar og settu sig i varnarstellingar. beir bjuggust við irönskum varðsveit- um á vettvang innan tiðar, sem skakka mundu leikinn. A sama tima reyndi Williams liöþjálfi árangurslaust að ná sambandi við bandariska starfsmenn utan- rikisþjónustunnar i Teheran. Hann byrjaði aö gruna að ástand- ið væri verra en hann hafði áætlað i upphafi og að örlög starfsmanna sendiráðsins væru brátt i höndum stúdentanna. Gegnum glugga Allt var ein ringulreið. Ógjörn- ingur var að fylgjast með þvi sem gerðist fyrir utan sendiráðið; múgurinn hafði brotið sjónvarps- vélarnar sem mynduðu svæðið fyrir utan sendiráöið. Williams heyrði mótmælend- urna rifa niður virnetið frá einum af gluggum jarðhæðarinn- ar og vissi að þeir voru i þann mund að skriða inn. Hann hljóp niður ásamt þremur landgöngu- liðum og sá liðþjálfa einn ásamt landgönguliöa beina byssum sin- um að hópi iranskra mótmælenda i hliöarganginum. Iranirnir voru vopnaðir löng- um stöfum, en bandarikjamenn- irnir virtust hafa hemil á þeim eins og sakir stóðu. Tárin runnu úr augum mótmælenda, en þykk- ur táragasmökkur var i gangin- um. Þeir héldu á stórum spjöld- um með áletruðu nafni Ajatolla Kómeini og léreftboröum sem gáfu til kynna að um friðsamlega sendiráðstöku væri að ræða. Williams trúði ekki áletrunun- um. Hann fór i varnarstööu bak við skjalaskáp og hinir land- gönguliðarnir fóru að dæmi hans og tóku sér stöðu ofar i stiganum. Einn þeirra sagði Williams að hann hefði séö öryggisoffurstann fyrir utan i mannhafinu, með hendurnar bundnar á bak aftur og bundið fyrir augun. Föngum hótað lífláti A meðan þetta gerðist höfðu landgönguliðarnir, sem náöu aldrei að komast á vettvang, komið sér fyrir á efstu hæð leigu- hússins við hliðina . Þar biðu þeir, óvopnaðir ásamt eiginkonu iransks starfsmanns við sendi- ráðið. Þau heyrðu er stúdentarnir brutust inn i húsið. Þau gátu ekk- ert gert. Williams og landgönguliðarnir •voru hins vegar i spenntri stöðu i skrifstofubyggingunni. Þeir beindu haglabyssum sinum að mötmælendunum, sem höföu þrengt sér inn á ganginn á jarð- hæöinni. Liðþjálfinn sem hafði stöövað innrásina upphaflega hljóp nú á milli hæða með skipan- ir og skilaboö frá æðri starfs- mönnum á efstu hæð. Skipanirnar voru i stuttu máli þær að skjóta ekki og ekki beita táragas- sprengjum. Williams datt i hug að skipanirnar hlytu að koma gegn- um senditæki frá Bruce Laingen. Aö lokum kom liðþjálfinn niður og sagði að skipun hefði borist þess efnis að gefa jaröhæðina á vald mótmælenda. Landgöngulið- arnir fikruðu sig hægt aftur á bak upp tröppurnar. Allt starfsfólk sendiráösins var nú samankomið á efstu hæðinni i herberginu þar sem skjölin, eyðileggingarvélar fyrir leyniskjöl og sjálft skjala- hólfið var til staðar. Williams liðsforingi mundi skyndilega eftir aukavopnunum sem geymd voru i kistu I lager- herberginu á miöhæðinni. Hann hljóp af staö ásamt landgönguliða til aö ná i kistuna áður en mót- mælendurnir kæmust of langt upp i bygginguna. Kistan var þung og þar að auki læst. Þeir hófust handa við að brjóta hana upp. Þeir voru nú einu Bandarikja- mennirnir sem eftir voru á miö- hæöinni. Félagi Williams fann virtöng og þeim tókst að fá upp kistulokiö með sameiginlegum kröftum. I kistunni voru tiu rifflar af sömu gerð og bandariski flugherinn notar, létt vopn, 22 kalibera, og margar 38 kalibera skammbyssur Hermennirnir gripu eins mörg vopn og þeir réðu viö að bera og þutu af stað upp tröppurnar i þann mund sem mótmælendurnir birtust æpandi og öskrandi. A efstu hæð stóö brynhurðin i hálfa gátt og hermennirnir tveir bókstaflega duttu inn i herbergið með fangið fullt af vopnum. Sendiráðsstarfsmennirnir voru i óða önn að eyðileggja og brenna leyniskjöl og dulmálslykla. Bréfabunkum var kastað i pappirskvörnina og dulmálstölv- an var brotin. Nokkrir starfs- menn reyndu að ná sambandi við irönsk yfirvöld eða kölluðu gegn- um hátalara til mótmælendanna fyrir utan og báöu þá um að stilla sig. Dyrunum var lokað og hitinn geröist óbærilegur i herberginu. Brátt tók einnig reykurinn frá báli mótmælenda á ganginum fyrir utan aö liöast undir huröina. Stúdentarnir höfðu náö sam- bandi við starfsmenn utanrikis- þjónustunnar og sögðu berum oröum að þeir myndu drepa Bandarikjamennina sem þeir höföu ihaldi ef brynhurðin á efstu hæö yröi ekki opnuö tafarlaust. Landgönguliðarnir fengu skip- un um að gefast upp. En áður en hurðin var opnuö köstuöu þeir öll- um vopnunum inn i skjalahólfið ásamt afgangnum af leyniskjöl- unum. Þrir sendiráðsstarfsmenn læstu sig einnig inn i hólfinu til aö halda eyðileggingu skjalanna áfram. Þeir gátu fylgst með þvi sem gerðist fyrir utan á sjón- varpsskermi i hólfinu. Lögreglan virt að vettugi Landgönguliöarnir opnuöu brynhurðina. Þeir grilltu i mót- mælendur á reykmettuðum gang- inum og sáu að þeir héldu föngn- um Bandarikjamönnum fyrir framan sig likt og lifandi skjöld- um. A sömu stundu brutust stúdent- arnir inn i efstu hæð leiguhússins við hlið sendiráðsins, þar sem Quarles liðþjálfi og þrir land- gönguliðar höfðu komið sér fyrir. Maður á þrítugsaldri beindi að þeim skammbyssu og hrópaði: „Upp meö hendur!”.Hann leitaði og á Quarles liðþjálfa og glotti þegar hann fann skothelda vestið sem liðþjálfinn bar. — Agætisgripur, sagði hann stuttlega.Siðan reif hann veskið af irönsku konunni, leitaði i þvi, lét hana fá það aftur og rak fangana á undan sér niður á götu. Flestir stúdentanna voru vopn- aðir löngum stöfum en nokkrir báru skotvopn. Liðþjálfans var gætt sérstaklega, enda höfðinu hærri en flestir mótmælendur. Nokkrir Iranskir lögreglumenn birtust i tröppunni. Mikil orða- senna hófst milli þeirra og stú- dentanna, og þótt Quarles skildi ekki persnesku grunaði hann að þeir deildu um hvort halda bæri Bandarikjamönnunum sem gisl- um eða ekki. Einn lögreglumann- anna greip hendur liðþjálfans sem hann hélt yfir höfði sér sem merkium uppgjöf og þrýsti þeim niður sem tákn þess að hann væri ekki lengur fangi. En fyrirliði stú- dentanna hratt höndum liðþjálf- ans upp aftur og mótmælendurnir ráku Bandarikjamennina f jóra og irönsku konuna á undan sér út á götuna og ruddu þeim leiö gegn- um æpandi múginn. „Opnið eða við skerum á háls!” A efstu hæð sendiráðsbygg- ingarinnar voru landgönguliðarn- ir dregnir einn á fætur öðrum út úr herberginu og leitað á þeim. Samtimis ruddust stúdentarnir inn i herbergið og hófu að leita á sendiráðsstarfsmönnum og binda hendur þeirra. Einnig var bundið fyrir augu þeirra allra. En brátt uppgötvuðu franirnir að það voru Bandarikjamenn læstir inni I skjalahólfinu. Einn mótmælend- anna greip sendiráðsstarfsmann og dró hann að sjónvarpsvélinni sem sendi myndir inn i hólfið. Hann dró upp hnif og setti hann á barka Bandaríkjamannsins. Mönnunum i hólfinu var skipaö aö opna tafarlaust, annars yrði fé- lagi þeirra skorinn á háls. Hurö hólfsins opnaðist. franirn- ir urðu óðir af bræði, þegar þeir sáu að mesti hluti leyniskjalanna var eyöilagöur. Fyrsti sendiráös- starfsmaðurinn sem staulaöist út úr hólfinu var sleginn umsvifa- laust niður. Hinir tveir voru barð- ir og siöan bundnir og klút brugð- iö fyrir augu þeirra. Williams liðþjálfi streittist i fyrstu á móti þvi að láta binda fyrir augun, en varð að láta i minni pokann og var dreginn nið- ur tröppurnar ásamt hinum föng- unum. Bandarikjamennirnir voru dregnir út á svæöiö fyrir framan sendiráðið og þeir heyröu hrópin og slagorðin frá fólksfjöldanum: „Allah akbar” (Guð er mikill) og „Lifi Kómeini”. Smám saman var þeim mjakaö að bústað bandariska sendiherrans við hlið skrifstofubyggingarinnar. Þar var Williams og hinum föngunum komið fyrir i herbergi og þeir bundnir niður i stóla. Hjálpin sem aldrei barst Eftir dágóða stund voru dulurn- ar teknar frá augum fanganna en ekki frá augum Williams. Hann mótmælti og tókst að lokum að losna við klútinn með þvi aö hnykkja höföinu fram og til baka. Hann var þá dreginn einn inn i herbergi við hliðina á og settur vörður, vopnaður bandariskri haglabyssu, til að gæta hans. Irani settist þar aö auki við hlið- ina á Williams og ógnaði honum með hnúajárnum. Quarles liöþjálfa og félögum hans var ýtt yfir götuna og i átt að sendiráðssvæðinu. Liðþjálfinn var svo langur að iranimir þurftu að hrinda honum á hnén til að binda fyrir augu hans. Hann tók eftir þvi að maðurinn,sem virtist vera leiðtogi stúdentanna, sýndi félögum sinum hvernig ljósmynda ætti alla fangana. Far- iö var með Quarles inn i eitt ein- býlishúsanna á sendiráðssvæð- inu, honum hrint niöur i stól og hendur hans bundnar það ræki- lega meö nælonreipi að blóðrásin stöðvaðist. Liðþjálfinn gat greint fangana sem komið var með inn i herbergið, klúturinn fyrir augum hans var þaö þunnur. Enginn Bandarikjamannanna fékk leyfi aö mæla orö frá munni. Liðþjálf- inn fékk hinsvegar sigarettu þeg- ar hann baö um eina og sfðar var honum gefin samloka að borða. Hann sat bundinn I stól i sjö tima, og hendur hans voru orönar algerlega dofnar. Hann beið eftir að iranskar hersveitir kæmu á vettvang og frelsuöu hann og hina Bandarikjamennina. En þvi lengur sem hann beiö þvi minni varð von hans um að irönsk yfir- völd gripu I taumana. (Þýð. -im. Byggt á Dagens Nyheter). erlendar bækur A History of Britain Medieval and Tudor Britain. Valerie E. Chancelior. — The Making of a Nation 1603-1789. A.J. Patrick. Penguin Education. Penguin Books 1979. Penguin útgáfan hefur gefið út fimm bindi breskrar sögu ætluð þeim sem litt hafa kynnt sér þau fræði. Bækur þessar má nota til kennslu og eru m.a. til þess ætlaðar, einnig til lestrar þeim öðrum sem vilja kynna sér þetta efni. Þessi tvö bindi spanna tima- bilið frá dögum engil-saxa fram aö frönsku stjörnarbyltingunni. Bæði þessi bindi eru lipurlega skrifuð, myndefni er prýðilega valiðog ilok hverskafla erbent á nokkur ítarefni, heppileg rit til lestrar og lykilártöl. Höfundar nota báðir samtima- heimildir og einnig samti'ma myndefni þegar það er fyrir hendi. Útlistun þeirra á heimild- um er knöpp og skilmerkileg. Þeir tengja breska sögu sögu Evrópu á sama ti'ma og frásögnin hefur þvi' meiri vidd en tiðkast svo oft i lélegum kennslubókum i sögu landa og þjóða. The Crisis of Psychoanalysis. Essays on Freud, Marx and Social Psychology. Eric Fromm. Penguin Books 1978. Þetta greinasafn er frá árunum 1939 til 1969 og snertir fyrst og fremst aðferðir Freuds og læri- sveina hans. Fromm telur að kenningar Freuds hafi ekki þróast með breyttum viðmiðun- um, sem koma upp af vaxandi þekkingu manna á ýmsum grein- um liffræði, læknisfræði og sál- fræði og að bókstafstrúin á kenn- ingar frumkvöðulsins Freuds hafi orðið nokkur hemill á framvindu kenninga hans við nýjar og breyttar aðstæður. The Man Without Quali- ties I-III. Robert Musil. Translatcd from the German and with a foreword by Eithne Wilkins and Ernst Kaiser. Secker & Warburg 1979. Bókin kom út á ensku hjá Secker & Warburg 1953 i þremur bindum eins og nú; fjórða bindið verðurgefið útsiðar. Fyrsta bindi bókarinnar á þýsku, Der Mann ohne Eigenschaften, kom Ut 1930, annað bindið 1932, þriðja bindið, ólokiö, kom út i Sviss 1943 og með þeirri útgáfu birtust frumdrættir að lokabindinu. Siðan kom allt þetta verk i heildarútgáfu höf- undar 1978. Robert Musil fæddist i Klagen- furt 1880, hann var af austurrisk- um og að nokkru leyti af tékkneskum ættum. Foreldrar hans voru Alfred Edler von Musil og Hermine née Bergauer. Sonur- inn notaði aldrei titilinn. Musil var ætlaður starfi i hern- um og lagði stund á verkfræði, en það nám fullnægði honum engan veginn og tók að stunda heimspeki og sálfræði við Berlinarháskóla. A þeim árum hóf hannritstörfog virðist hafa á- kveðið að helga sig þeim starfa. Hann tók þátt I styrjöldinni með austurri'sk-ungverska hernum 1914-18 og eftir styrjöldina hóf hann samantekt þessarar bókar, sem ýmsir vilja telja merkustu skáldsögu 20. aldar. Hún var lengi kunn fáum, bæði i þýska heimin- um og annars staðar. Musil var sjálfur ákaflega frábitinn auglýs- ingamennsku og bókin þótti mörgum full erfið aflestrar, sem er reyndar fjarri sanni. Höf- undurinn fjallar um niðurkoðnun austurriska-ungverska keisara- dæmisins, sem höfundur tjáir m.a. i aðalpersónu sögunnar, sem manninn án eiginleika, mann sem gæti orðið, en varð aldrei. Fjölmargar aðrar persónur koma hér við sögu og tekst höfundi aö draga upp mynd af heimsmynd og heimi, sem á ekki lifshvötina, heimi gildisleysis og glataðra verðmæta. Mótmælendur ruddust inn 1 skrifstofubygginguna tu hægn a mynainm og þar söfnúðust starfsmenn sendiráðsins fyrir á efstu hæö. Slöar var farið meö þá sem fanga i lágreista húsiö til vinstri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.