Þjóðviljinn - 17.02.1980, Page 15

Þjóðviljinn - 17.02.1980, Page 15
Sunnudagur 17. febrúar 1980. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 15 LAUN: Konum gefin lyf, en karlar sendir í rannsókn Rœtt við Þuríði Jónsdóttur félagsráðgjafa Byrjunar- og framtíöarlaun 16. fl. BSRB kr. 425.661.- „Ég vil fullyrða ad hverri þeirri konu sem ekki gengur inn í þad hlutverk sem þjódfélagið ætlar henni er refsað á einn eða annan hátt” ,,Drykkjusjúk kona er gjarnan talin sidlaus, spillt og óedlileg en karlmadur haldinn sömu ástridu er fremur álitinn aðeins veikgeðja og viljalaus” „M ér er stórlega til efs að staða kvenna hafi batnað hætishót umliðinn áratug” I dag veröur kynnt starf félagsráðgjafa og gerir það Þuriður Jóns- dóttir, félagsráðg jaf i sem vinnur á áfengis- deildum Kleppsspítala. — Ég læröi i Halifax i Kanada og kom heim sl. haust, segir Þuriður. Námið tekur fjögur ár og þvi lýkur meö svokallaðri B.S.W. námsgráðu, sem er hon- our gráða.enda er námið lengra en venjulegt B.S. nám. Siðan má sérhæfa sig á einhverju ákveðnu sviði innan greinar- innar. Ég var alla tið ákveðin i að starfa með og reyna að hjálpa fólki sem háð væri vimu- gjöfum svo að allt verklegt nám mitt er á þvi sviði. Sérstaklega hef ég áhuga á að vinna með konum sem háðar eru áfengi eða öðrum vimugjöfum. Karlasjúkdómur — Hvers vegna fremur kon- um er körlum? — Áfengissýki hefur hingað til verið skipað i flokk með karlasjúkdómum svo sem hjartasjúkdómum og magasári. Þess vegna hafa flestar rann- sóknir á áfengissýki og meöferð áfengissjúkra beinst að karl- mönnum. Drykkjusýki kvenna er stöðugt að aukast, og mun meira en drykkjusýki karla. Vitaskuld eru margar ástæður fyrir misnotkun áfengis og annarra vimugjafa hinar sömu hjá báðum kynjum, en oft eru þær þó aðrar hjá konum en körl- um. Auk þess er æðialgengt að áfengissýki kvenna sé sjúkdómsgreind sem tauga- veiklun eða geðrænt vandamál og drykkjukonur þvi taldar tauga- eða geðsjúklingar. Það er áætlað að um 90% áfengis- sjúkra kvenna fái enga meðferð við drykkjusýki sinni. — Þar sem ég er félagsráð- gjafi hef ég að sjálfsögðu mest- an áhuga á þeim félagslegu ástæðum sem liggja að baki áfengisofneyslu. Ég trúi þvi statt og stöðugt og styðst þar við ýmsar rannsóknir, að konum jafnt sem öðrum þjóöfélagshóp- um sem eru vanmetnir, litils- virtir og skortir vald yfir eigin lifi, sé sérstaklega hætt við þunglyndi og öörum geðrænum sjúkdómum. Þjóðfélagið — og ekki bara hið islenska heldur langflest sem eitthvað er vitað um — hafa ætið dæmt áfengis- sjúkar konur ákaflega hart. Forn-Rómverjum þótti t.d. sjálfsagt að lifláta þær á sama hátt og hórsekar konur. En þó að við förum ekki svona langt aftur i timann er grunnt á for- dómum og tviskinnungi gagn- vart konum i þessum efnum. Drykkjusjúk kona er gjarna talin siðlaus, spillt og óeðlileg, en karlmaður haldinn sömu ástriðu er fremur álitinn aðeins veikgeöja og viljalaus. Hérna er tvöfalda siðgæöið bráölifandi, það sem viðgengst og þykir fyllilega afsakanlegt fyrir karl- mann er ósæmandi fyrir konu. JJtivinna ekki hið sama og kvenfrelsi Er þetta ekki of djúpt i árinni tekið, hefur staða kvenna ekki breyst mikið til hins betra á sið- ustu árum? Hvað segirðu t.d. um allar þær konur sem komn- ar eru út á vinnumarkaðinn? Eru þær ekki jafnokar karla og þokkalega sjálfstæðar og frjáls- ar? — Konur sem farnar eru að vinna i einhverjum mæli utan heimilisins munu trúlega hafa meiri fjárráð en áður var. Þær þurfa sennilega ekki lengur að biðja eiginmanninn um aura fyrir sokkum. En þaö segir ekki einu sinni hálfa sögu hvað þá meira. Mér er stórlega til efs að staða kvenna hafi batnaö hætis- hót umliðinn áratug. Þrátt fyr- ir vinnuframlag sitt á almenn- um vinnumarkaöi eru konur enn hið óæðra kyn — þ.e.a.s. óæðri hvaö varðar gildi og veröleika — og þess vegna öðlast þær enn- þá sjálfsmat sitt og verðgildi i gegnum sambönd viö annan einstakling, oftast eiginmann eða föður. A meðan störf, áhugamál og einkenni karl- manna eru hafin upp til skýj- anna er gert litiö úr störfum, áhugamálum og einkennum kvenna. — Þessi viðhorf, ásamt ótal kvöðum sem á konur eru lagðar og takmörkunum á að velja og hafna og ráöa þannig lifi sinu sjálfar, verða mörgum konum ákaflega þungbær. Og ég full- yrði að hverri þeirri konu, sem ekki gengur inn i það hlutverk sem þjóðfélagið ætlar henni er refsað & einn eða annan hátt. Einstæöar mæður, ógiftar konur eða konur sem ákveöa að eiga ekki börn eru litnar hornauga af þjóöfélaginu. — Nú. kann einhverjum að finnast ég slá fram of miklum fullyrðingum án þess að rök- styðja þær nægilega. En það er ekki aðeins að ég hafi komist að raun um bága stöðu kvenna með námi minu og starfi,heldur er til fjöldi kannana og rannsókna sem sýna að ég er ekki að fara með fleipur. Ég gæti nefnt margar, en skal aðeins nefna eina, sem gerð var fyrir tveim- ur árum i Ontario í Kanada. Fólk var beðið að lýsa einkenn- um heilbrigðs karlmanns, heil- brigðrar konu og heilbrigðs ein- staklings. Otkoman varð þessi: Einkenni heilbrigðs karlmanns eru ákveðni og festa, sjálfstæði og rökhyggja. Einkenni heil- brigörar konu eru eftirgefni og undanlátssemi, óraunsæi, skortur á rökhyggju og tilfinn- ingasemi. Einkenni heilbrigðs einstaklings eru hin sömu og einkenna heilbrigðan karlmann. Bara taugaveiklun — Þú sagðir áðan að áfengis- neysla kvenna hefði aukist meira en karla, en er drykkja samt ekki orðin meiri og al- mennari Ifka meðal karla en var fyrir svona 10—15 árum? — Jú, vissulega. Drykkju- venjur hafa breyst. Nú þykir nánast nauðsynlegt að bjóða kunningjum i glas við sem flest tækifæri og vin i einhverjum mæli er haft um hönd að stað- aldriá fjölmörgum heimilum án þess að um misnotkun þess sé aö ræöa. En stóri hópurinn sem bæst hefur i raðir drykkju- manna eru konur. Þær eru lika meiri lyfjaneytendur en karlar, fá fremur en þeir allrahanda ró- andi lyf. Hvers vegna? — Lengi vel var þvi trúað að konur færu oftar til læknis en karlar og fengju þess vegna stærri lyfjaskammta en þeir. En svo að ég vitni aftur i könnun, þá var þetta athugaö á vegum heilbrigöismálaráðuneytisins i Ontario i Kanada i hitteðfyrra. Mjög virt og þekkt rannsóknar- stofnun — The Addiction and Research Foundation of Onatario — tók verkið að sér og niðurstöður urðu þær að af hverjum 100 sem leituöu læknis voru 54 konur en 46 karlar. Þetta er ekki marktækur munur svo að þar er ekki skýringuna að finna. Hins vegar kom i ljós að konur fengu allt öðruvisi af- greiðslu hjá læknum en karl- menn. Fyndu þeir t.d. til I baki eða öxlum voru þeir allajafna rannsakaðir nánar, en konum sem kvörtuðu yfir hinu sama voru gefnar róandi töflur. Fræðsla og endurmenntun — Hvernig getur félagsráð- gjafi hjálpað áfengissjúklingi? — Ég liki gjarnan hlutverki félagsráögjafa við hlutverk sáttasemjara. Hann reynir aö sætta tvo aðila, áfengissjúkling- inn og umhverfi hans.og verða þá vissulega að koma til ýmsar tilslakanir af beggja hálfu. Við vinnum i nánum tengslum við hjúkrunarfólk á áfengisdeildun- um og ég lit á okkur sem nauö- synlegan hlekk milli þriggja aðila: Stofnunarinnar sém sjúklingurinn er á, hans sjálfs og þjóöfélagsins. Það er oflangt mál aö nefna allar þær leiöir sem viö reynum að fara til lækningar áfengissjúkra, en ég tel að eitt af grundvallaratrið- unum sé fræösla og oft á tiöum endurmenntun — og drykkju- sjúkum konum verður fyrst og siöast að hjálpa til að lita á sig sem sjálfstæða og ábyrga ein- staklinga. — Er starfsaðstaða hér og skipulagning starfsins með svipuðum hætti og þar sem þú þekkir til erlendis? — Eins og ég sagði fyrr i spjalli okkar læröi ég i Kanada og vann allan timann með nám- inu. Þar er starf félagsráðgjafa yfirleitt i miklu fastari skorðum en hér. Þar eru komnar heföir á starfið. Hér heima er öðru máli að gegna. Hérna vantar þessar hefðir og félagsráðgjafar eru smám saman að móta þær. Það tekur sinn tima, ekki slst vegna þess að kennsla i félagsráðgjöf er talsvert mismunandi eftir löndum. Flestir Islendingar hafa lært á Norðurlöndunum en einnig nokkrir i N-Ameriku. Nú erhafin kennsla i þessari grein i félagsvisindadeild Háskóla Is- lands en óljóst er enn sem komið erhvaða réttindi þeir nemendur munu öðlast að námi loknu. Félagsráðgjafar eða læknar — Þar sem ég vann, er starfið á áfengisdeildunum skipulagt öðruvisi en hér heima. Hérna eru allar deildirnar þrjár, þ.e. afvötnunardeild, 4 vikna endur- hæfingardeild og göngudeild, zr:::::1:................i reknar af læknum,en i Kanada er það aðeins afvötnunardeild- in. Hinar tvær eru reknar af félagsráögjöfum og sálfræð- ingum. • — Njóta félagsráðgjafar við- lika virðingar og t.d. læknar? — Nei, og ég held að læknum sé enginn greiði gerður með þessari virðingu sem fólk ber fyrir þeim og vildu margir gjarnan losna við hana. Starf okkar ber sjaldnast eins áþreif- anlegan og skjótan árangur og læknisstarfið gerir oft, en skiln- ingur manna á nauösyn þess að hjálpa fólki, sem á við félagsleg vandamál aö striða, finnst mér hafa aukist mikið undanfarið. Stjórnmálamenn deila t.d. ekki lengur um það hvort nauðsyn- legt sé að félagsráðgjafar starfi við Félagsmálastofnanir. Erum móti ,kerfmu ’ — þurfum samt að verja það — Ég er á þvi að félagsráö- gjafa ætti að „nýta” — ef ég má taka svo til orða — meira en gert er. Það væri t.d. tilvalið verkefni fyrir þá að vinna með kennurum grunnskóla i þvi að þjálfa nemendur i tjáskiptum. Fjöldamargt fólk burðast alla ævi með minnimáttarkennd, feimni eða hlédrægni sem kannski er áunnin þegar i barn- æsku. Afleiöingar þessa geta orðið margvislegar m.a. mis- notkun lyfja. — Félagsráðgjafar þurfa ákaflega oft að hjálpa fólki til að bjarga sér i „kerfinu” og kunna á það. Sjaldnast er það neitt skemmtiverk, allra sist þar sem oftar en ekki erum við andstæö þessu sama kerfi, en þurfum samt að verja það gagnvart skjólstæöingum okkar. — Að lokum, hver eru laun félagsráðgjafa? — Við tökum laun samkv. 16. launafl. BSRB og úr þeim flokki hreyfumst viö ekki. Aöeins þeir sem veröa yfirfélagsráðgjafar komast hærra i launum, i 17. flokk. Launin i 16. flokki eru kr. 425.661,-. —hs Starf og kjör

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.