Þjóðviljinn - 17.02.1980, Side 23

Þjóðviljinn - 17.02.1980, Side 23
Sunnudagur 17. febrúar 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 23 af görðum og gróðri Þessa dagana er sólin farin að sýna sig í rúmar sjö stundir ofan sjón- deildarhringsins. Og þar eð ferð jarðar umhverfis sól er fastari lögmálum bundin en atburðarás ís- lenskra stjórnmála hefur verið undanfariðer nokk- uð víst að sól hækkar enn á lofti og sólskinstímum f jölgar eftir því. Nú er því rétti tíminn fyrirokkur, sjálfstæða og framsækna alþýðu, að ganga í bandalag um að sinna um pálmana okkar, svo að þeir daf ni sem best og skarti sínu fegursta í sölum okkar á kom- andi voröld. Til þess að vel megi takast prentum við hér undirstöðuatriði umpottunar. Jurt I krús hefur mjög tak- markaö rými til aö vaxa i. Þrátt fyrir tiöar vökvanir meö áburö- arvatni kemur aö þvi fyrr eöa siöar að plantan fer að standa i staö og jafnvel sýna afturkipp. Við köllum þetta jarðvegs- þreytu. Þessi þreyta orsakast af þvi aö áburöarsölt og úrgangs- efni frá plöntunni sjálfri hrann- ast upp i moldinni. Einnig eru ýmsar plöntur svo hraövaxta aö oft þarf að skipta um og setja i stærri pott. Góö regla til viðmiöunar er, að þeg- ar hlaupa þarf til að vökva á hverjum degi eða oft á dag og plantan virðist standa i staö þá er timi til kominn að skipta um pott. Sömuleiöis séu rætur farn- ar aö vaxa niöur úr pottinum. Sem dæmi um hraövaxta teg- undir, sem oft þarf aö umpotta, má nefna havairós, fúksiu, benjaminfikus, pelargóniur og ýmsa burkna. Af þeim tegundum sem eru hægvaxnari og ekki krefjast umpottunar nema annað til þriöja hvert ár má telja upp flestar tegundir af ananasætt (s.s. Billbergia, Brómelia, Gúz- mannia o.fl.), flestir pálmar, kliviu, júkkapálma og drekatré sem hlotið hafa miklar vinsæld- ir á siðustu árum — og siöast en ekki sist allir kaktusar. Það sem til þarf Þaö sem til þarf viö umpottun- ina eru vel hreinir pottar úr plasti eöa brenndum leir. Pott- arnir þurfa aö hafa gat i botni til frárennslis og loftunar. Miklar umræður voru um þaö hér áöur fyrr hvort betra væri, plastiö eða leirinn. Eiginlega er þaö bara smekkur og tilfinning sem ráöa hvort þeirra maöur notar. Leirinn er þyngri og gefur meira jarösamband en plastið, ýmsum finnst sllkt færa meiri ró og viröuleik i samspil plantn- anna innbyröis. Þetta er elsku- leg ihaldsemi, sem gaman er aö halda I heiöri. Hvaö plöntunum viövikur, þá viröast þær ekki láta sig þaö nokkru skipta (meö örfáum undantekningum þó) hvort heldur þær vaxa i plasti eöa leir. Það sem viö þurfum bara aö muna er aö plöntur I leirpottum þarf mun oftar aö vökva en þær sem standa I plastpottum. Mold — i blómabúöunum eru til sölu tilbúnar moldarblöndur sem hæfa flestum pottaplönt- um. Yfirleitt er fyrirhafnar- minnst og farsælast aö kaupa þessar moldarblöndur þar en vera ekki aö blanda sjálfur nema aöstæöur leyfi ekki annað. Lesendur eru hvattir að hafa samband við síðuna varðandi hinar grænu hliðar lífsins! Góð pottamold Góö pottamold getur ekki oröiö vatnssósa sé frárennsliö i lagi. Hún skal vera fjaöurmögnuö og fyllandi og hafa góöa viðloðun. Ekki of blaut og ekki of þurr og laus viö stóra kekki, (dettur mér I hug góður hrisgrjóna- grautur!) Þeir sem sjálfir vilja blanda sina mold geta haft eftir- farandi til hliösjónar: Tveir hlutar garðmold i góöri rækt, einn hlutur gamall vel brunninn eöa veöraöur húsdýraáburöur (man nokkur eftir mosavaxinni mykjuskán lengur og er ekki sparöatiningur hugleikin Iþrótt íslendingum?), eitt hlutur veör- uö mómold af skuröbakka og einn hlutur sandur af grófleika frá sagógrónum og upp undir maisbaun. Þessi blanda batnar oftast viö aö aö láta I hana vel Undir- stöðu- atríði UMPOTTUNAR muliö eggjaskurn eöa útvatnaö- an skeljasand sem nemur u.þ.b. einni matskeið i tvo lltra mold- ar. Þessu öllu er blandaö vel saman, vökvaö aöeins ef þurfa þykir og látiö siga og jafna sig á frostlausum staö i nokkra daga eöa vikur. Annaö sem þarf innan seiling- ar við umpottunina eru beittur hnifur og skæri viö aö laga meö og hreinsa skemmdar rætur. Leirpottsbrot eöa flata smá- steina til aö setja i botn á blómapottunum, þaö eflir stöð- ugleik plastpottanna og tryggir frárennsliö. Nú — ekki má gleyma aö hafa vatnskönnu og úðasprautu viö höndina, notiö ætiö volgt vatn (stofuhiti). Blómapinnar geta komið sér vel og sömuleiöis gömul dagblöö. Aður en viö hefjumst handa viö umpottunina sjálfa þarf aö gegnbleyta allar þær plöntur sem potta skal um. Best er, aö fara meö þær fram á baö eöa niöur i þvottahús og sprauta rækilega yfir þær meö þægilega volgu vatni. Lofiö þeim aö láta siga af sér I a.m.k. hálftima á eftir. Leggið dagblöö i botninn i baðkarinu áöur en þiö setjiö plönturnar i baö, þaö kemur I veg fyrir rispur og aö sandur og drasl teppi niöurfallið. Með pottavali Meö pottavaligetum viö sjálf á- kveöiö nokkuö um hversu potta- plönturnar okkar vaxa og verða. Viljum viö aö planta haldi sömu stærö og lögun not- um viö sama pottinn aftur — pottinn þar auðvitaö aö þvo vel áöur og leirpotta þarf helst aö sjóöa eða láta þá i sjóöheitt græn sápuvatn og láta standa yfir nótt. Skola þá svo vel i hreinu vatni á eftir. Reyndar skyldi þessi grænsápuaðferð notuð viö alla leirpotta, nýja sem notaöa — hún leysir upp og gerir óskaö- leg ýmis sölt og efnasambönd sem geta verið i leirnum. Noti maöur sama pott eöa pottastærð eftir þarf aö grisja rótarkerfiö. Einkum eru gamlar rætur og I öllum tilvikum skemmdar rætur skornar eöa klipptar burt. Umsjón: Hafsteinn Haflidason =3 Vilji maður hinsvegar aö plantan vaxi og stækki flytjum viö hana yfir i tveim til þrem númerum stærri pott. Notiö aldrei stærri potta. Of stórir- pottar geta valdiö þvi, aö rætur rotni eöa þá aö ekkert vaxi nema ræturnar. Það var nú eig- inlega ekki meiningin, eöa hvað? Að losa plöntuna Aö losa plöntuna úr pottinum er oftast auövelt hafi rótarkökkur- inn blotnaö almennilega I gegn. Best er aö leggja lófann yfir pottinn þannig aö fingur eöa greip styðji vel viö rótarháls plöntunnar, hvolfa siðan pottin- um við og slá pottbarminum lauslega viö boröbrún. Losni ekki úr við þriöja slag verður aö skera kökkinn varlega úr pott- inum meö hnifnum beitta. Hafi rætur vaxiö niður úr potti skyldi pottinum fórnaö frekar en rót- unum. Þessar rætur eru nýjar og friskar og borga fyrir sig komist þær i góöa mold. Þegar plantan er komin úr pottinum þarf aö ná sem mestu af gömlu moldinni burt án þess aö skemma ræturnar. Best er aö skola kökkinn svolitiö upp og niður i vatnsfötu. Þannig losnar boldin vel án þess aö ræturnar skaði. — Nú skal þaö tekiö fram hér aö kaktusa skal bara setja i stærri pott þegar þurfa þykir án þess aö hrófla nokkuð viö gamla hnausnum. Sömuleiöis plöntur i blóma. Sjálf pottunin Sjálf pottunin hefst meö þvi aö við veljum hæfilega stóran pott, tökum leirpottsbrot eða stein- flögur og setjum i botninn án þess aö teppa gatiö. Sumir nota gimburskel eöa hörpudisk i sama tilgangi og gefst vel. Svo setjum viö moldarlúku þar ofan á og mátum plöntuna i. Við skulum gera ráö fyrir u.þ.b. eins sentimetra plássi efst i pottinum — það kemur sér vel viö vökvun siöar — og plantan skal ekki standa dýpra nú en hún stóö fyrr. Þegar öll máí og miö eru rétt fyllum viö I með handhlýrri moldinni. Varast skal aö troöa eöa böggla moldinni einhvern- veginn og einhvernveginn ofan á ræturnar. Viö förum pent i þetta og potum moldinni létti- lega stinningsfast meö fimum fingri eöa blómapinna inn i rótaflétturnar. Til að þetta gangi greiöar fyr- ir sig má skaka pottinn svolitiö til og vökva i umferöum svo að allt renni nú á réttan staö. Hvað gerum við svo Hvaö gerum viö svo þegar plantan er komin i pottinn og allt er eins og vera skal? — Viö vökvum vel og komi i ljós katlar ofan á hnausinn fyllum við þá meö meiri mold. Siöan setjum viö potta og plöntur afsiöis á bjartan staö. Ef við höfum ekki upp á annað aö hlaupa en suöur- glugga yfir miðstöövarofni, veröum viö helst aö skrúfa fyrir ofninn og auövitaö skýla plönt- unum fyrir sterku sólskini. Þaö er afbragösgóö aöferö aö skyggja meö hvitu gluggapússi- kremi eöa þéttu stórrisefni. Viö reynum aö halda háu rakastigi og ýrum gjarna yfir með úöa- sprautunni þegar viö munum eftir þvi. Auövitaö vökvum viö lika eftir þörfum, moldin i pottunum á aö vera rök — ekki blaut, öllu vatni sem er á undir- skálinni eftir hálftima skal hella burt. Annað gerum viö ekki uns plönturnar fara aö sýna vöxt á ný — en þaö er efni i næsta þátt. 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.