Þjóðviljinn - 19.02.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.02.1980, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 19. febrúar 1980 Hörkukosningar i Þrótti Allt sett af stad hjá Geiís- arminum Ekki viröist hátt risiö á Geirs- liöinu i verkalýösfélögunum ef dæma má af stjórnarkosningu i Vörubilstjórafélaginu Þrótti um sl. helgi. Þar fór ihaldiö ham- förum og beitti gamalkunnum vinnuaöferöum sfnum I þvi félagi. Allt var sett i gang, hverfaskrif- stofa ihaldsins I Langholtshverfi lögö undir, smaiaö grimmt á bilum osfrv. Afrakstur alls þessa var aö listi Geirsarmsins fékk 48 atkvæöi, en listi stjórnar og trúnaöarmanna- ráös 91 atkvæöi og er áfram sama stjórn og setiö hefur i félag- inu undanfarin ár. Formaöur er Herluf Clausen. Jón Asgeirsson fréttamaöur. Snýr aftur til Kanada. Úttekt á þjóðrækn- ismálum Jón Asgeirsson hættir hjá útvarpinu og heldur vestur um haf á ný Jón Asgeirsson hefur sagt starfi sinu lausu á fréttastofu útvarps- ins frá næstu mánaöamótum. Hann heldur þá tii Vesturheims á vegum nefndar þeirrar sem skipuö var áriö 1976 I þvi skyni aö auka samskipti á miili Islendinga og Vestur-tslendinga I Kanada og Bandarikjunum. 1 byrjun marsmánaöar fer Jón og heimsækir Islendingafélögin i Kanada og Bandarikjunum. ,,Ég mun gera úttekt á þjóöræknis- málunum á breiöum grundvelli og gefa skýrslu þar aö lútandi” sagöi hann Þjóöviljanum i gær. ,,Sú skýrsla veröur siöan notuö sem meginuppistaöa I annarri og meiri skýrslu sem nefndin gerir nú I haust um þessi mál. Siöan veröur væntanlega mörkuö fram- tiöarstefna meö hliösjón af þeirri skýrslu.” Jón veröur ekki einn slns liös, þvi i förina meö honum slást þeir Sigfús Halldórsson, Guömundur Guöjónsson og Bill Holm, sem veriö hefur sendikennari hér á landi. Þeir þremenningar koma fram á skemmtunum hjá Islendinga- félögunum vestanhafs. Fyrsti áfangastaöur er Chicago og siöan veröur haldiö á vesturströndina og svo aftur austur á bóginn. Staða fréttamanns hjá hljóö- varpi hefur veriö auglýst laus til umsóknar og er umsóknarfrestur til 27. febrúar nk. —eös Frá anddyri sýningarsalarins viö opnunina I gær. — Ljósm.: eik iHraMri am, IBm \w& f-1 j. HgK i/ ‘fwmQ 1 HHBbHP LWwggjs ' 1 '^7■ - 4%,. ÆBf J JMJ Plu Hr/ |iSSH Islensk föt á LoftMðum Björn Guömundsson varafor- maöur Féiags fsl. iönrekenda 1 gær var opnuö á Hótel Loft- leiöum kaupstefnan „tslensk föt 1980” en slikar kaupstefnur eru haldnar tvisvar á ári til aö kynna kaupmönnum islenska fatafram- leiöslu og er þetta I 22. skipti sem Félag Islenskra iönrekenda stendur fyrir siikri kynningu. Á sýningunni, sem stendur fram á miövikudag sýna 15 is- lenskir fataframleiöendur vöru sina og kennir þar ýmissa grasa. Sýningaraöilar eru: Artemis sf, sýnir náttkjóla, náttföt, undir- kjóla, undirpils og buxur, Skóverksmiöjan Iöunnsýnir allar tegundir af skófatnaöi, Max hf sýnir kvenkápur, jakka, sport- fatnaö og undirfatnaö, Henson Sportfatnaöur hf sýnir alhliöa Iþróttafatnaöfyrir flestar greinar iþrótta, Vinnufatagerö tslands hf sýnir vinnufatnaö, sportfatnað skyrtur og úlpur á börn og full- oröna, Prjónastofan Iöunn hf sýnir alls kyns prjónavörur, Kiæöi hf ytri fatnaö á börn og fulloröna, Nærfatageröin Ceres hf náttföt, náttkjóla, náttsloppa, serki, samfestinga, undirkjóla og barnanáttfatnaö, Skinfaxi alls kyns kven- og barnafatnaö, Sportver hf herrafatnaö og galla- fatnaö frá Lee Cooper, Verk- smiöjan Dúkur hf Slimma kven- fatnaö, Kanters lifstykkjavörur, Falkon-karlmanna, unglingja- og drengjabuxur, Fataverksmiöjan Heklapeysur, sokkaleista, úlpur, sloppa, buxur, deminfatnað og mokkaflikur, Sjóklæöageröin hf sjófatnaö og vinyl-glófann, regn- fatnaö fyrir alla fjölskylduna, Sokkaverksmiöjan Papey sýnir sokka og R. Guömundsson sýnir Elle-buxur. 1 dag og á morgun kl. 14 veröa tiskusýningar. í setningarræðu sinni gat Björn Guðmundsson, varaformaöur Félags isl. iönrekenda þess, aö nú er lokið aölögunartima Islands aö EFTA og EBE, og frá 1. janúar s.l. á islenskur iönaöur I fullri og óheftri samkeppni viö erlendar iönaöarvörur. Sagöi hann aö islenskur iönaöur væri illa i stakk Framhald á bls. 13 Dagblaöskönnunin styrkir stöðu Gunnars Thoroddsens Geir hefur flokkinn en Gunnar kjós- endur hans Skoöanakönnun sem Dagblaöiö geröi I gær samkvæmt 600 manna úrtaki meö jafnri skiptingu kynja og yfir allt landiö staöfestir aö yfirgnæfandi meirihluti kjósenda og stuöningsmanna Sjálfstæöis- flokksins tekur Gunnar Thorodd- sen fram yfir Geir Hallgrlmsson og styöur athafnir þess fyrr- nefnda. Almennt er viöurkennt aö skoöanakannanir siödegisbiaö- anna gefi ákveönar vlsbendingar um hug fólks til flokka og persóna I stjórnmálum, enda þótt þær séu ekki nákvæmar. Hinsvegar er niöurstaöan I þessari vinsælda- könnun um Geir og Gunnar svo eindregin og einhiit aö öllum má vera ljóst aö þingliö Sjálfstæöis- flokksins. formaöur flokksins og aöalmálgagnið Morgunblaöiö hafa einangrast frá skoöunum og vilja kjósenda Sjálfstæöisflokks- ins. Spurtvar I Dagblaöskönnuninni hvorn stjórnmálamanninn styöur þú frekar, Geir Hallgrfmsson eöa Gunnar Thoroddsen. Af þeim sem sögöust styðja Sjálfstæðisflokkinn fékk Geir stuöning 38 eöa 20.8%, Gunnar 122 eöa 66,7%. 23 eöa 12,5% voru óákveðnir. Ef aöeins eru teknir þeir Sjálf- stæöismenn sem tóku afstöðu þá hefur Gunnar stuöning 76,25% og Geir stuöning 23.75% fylgis- manna flokksins. Af þvi fólki sem sagöist ekki vita hvaöa stjórnmálaflokk þaö styddi fékk Geir stuöning 4 eöa 2.2%, Gunnar fékk stuöning 118 manna eöa 66,3% og 56 sögöust ó- ákveönir i afstööu til þessara stjórnmálaleiðtoga tveggja, eöa 31,5%. Meöal þeirra sem sögöust hafa kosiö annað en Sjálfstæöisflokk- inn er Gunnar iika vinsæll, hefur stuöning 80,3%, Geir 5,4% og 14.3% voru óákveðnir. I heildina tekiö haföi dr. Gunn- ar stuöning 72% þeirra 600 sem spuröir voru, Geir rúmlega 9% og 19% voru óákveönir. Sé ekki reiknaö meö hinum óákveönu er Gunnar meö 88,7% og Geir 11,3%. -ekh t Könnun í tölum Meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins urðu niðurstöður þessar: Geir 38 eöa 20,8% Gunnar 122 eöa 66,7% Óákveön. 23 eöa 12,5% Meðal stuðningsmanna annarra flokka urðu niðurstöðurnar þessar: Geir 13 eöa 5,4% Gunnar 192 eöa 80,3% Óákveön. 34 eöa 14,3% Meðal þeirra sem voru óákveðnir um flokk urðu niðurstöðurnar þessar: Geir 4 eöa 2,2% Gunnar 118 eöa 66,3% Óákveön. 56 eöa 31,5% j j Að öllu samanlögðu urðu niðurstöðurnar j i þessar: * j Geir 55 eöa 9 1/6% Gunnar 432 eöa 72% J Óákveön. 113 eöa 18 5/6% Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu verða niðurstöðurnar þessar: Geir 11,3% Gunnar 88,7% Samtök áhugamanna um kvikmyndagerö: Kvikmyndahátíð og þing samtakanna Um næstu helgi veröur haldin kvikmyndahátiö I tengslum viö annaö þing Samtaka áhuga- manna um kvikmyndagerö. Veröur keppt til verölauna um bestu myndirnar I tveim flokkum, yngri en 20 ára og 20 ára og eldri. Þing samtakanna veröur haldiö á sunnudaginn 24. febrúar I Tjarnarbiói og hefst kl. 10 f.h., en kvikmyndasýn- ingarnar hefjast kl. 14 á laugar- dag 23. feb. og heldur hátiöin áfram kl. 14 daginn eftir. Veröa þá veitt verölaun og viöurkenn- ingar fyrir bestu myndirnar og þær sýndar aftur og er þvl lýkur veröa sýndar nokkrar islenskar áhugamannamyndir. Þátttaka i keppni kvikmynda- hátiöarinnar er öllum heimil og sýningar opnar öllum meöan húsrúm leyföir, kemur fram I frétt frá SAK, en þingiö sjálft er fyrir félagsmenn og fer fram samkvæmt lögum samtakanna. Þeir sem ætla aö senda myndir á hátiöina eru beönir aö senda annaö hvort myndirnar eöa allar upplýsingarumþærtil annars hvors eftirtalinna aöila: Kristbergs Óskarssonar, Mos- geröi 23, 108 Reykjavik (simi 33970), eöa Marteins Sigurgeirs- sonar, Skólageröi 14, 200 Kópavogi (simi 40056), fyrir miövikudaginn 20. febrúar. Þær upplýsingar sem þurfa aö sendast um myndirnar eru heiti myndarinnar, framieiöandi hennar, lengd, hvort hún er i litum eöa svart-hvitu.hvort hún er þögul eöa meö hljóöi og þá hvort hljóöið er á filmunni sjálfri eöa kasettu, sýningar- hraöiog framleiösluár myndar- innar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.