Þjóðviljinn - 19.02.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.02.1980, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 19. febrúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Miönefnd SHA lýsir yfir: Vanþóknun á þátttöku í myndun hersetustjórnar í tilefni myndunar rikis- stjórnar og málefnasamnings hefur miBnefnd Samtaka her- stöövaandstæðinga sent frá sér eftirfarandi ályktun: „Nú hafa tveir stjórnmála- flokkar sem hafa brottför erlends hers á stefnuskrá sinni gerst aðil- ar að rlkisstjórnarsamstarfi þar sem ekki er gert ráð fyrir að hróflað sé viö erlendri hersetu. Flokkar þessir eiga 28 þing- menn á Alþingi og ganga til sam- starfs við fjóra þingmenn undir forystu Gunnars Thoroddsen, sem lýsti raunar einnig sinum tima andstöðu viðerlendan her og herstöðvar. Miðnefnd lysir yfir vanþóknun sinni á þvi að yfirlystir andstæð- ingar erlends hers I landinu skuli nú taka þátt I myndun hersetu- stjórnar. Enda þótt herstöðva- andstæðingar hafni forsjá stjórn- málaflokka og telji að sigur vinn- ist ekki nema með virkri fjölda- baráttu, firrir það ekki her- stöðvaandstæðinga á þingi ábyrgö á þvi að beita áhrifum sin- um málstaðnum til framdráttar. Ýmsirhafa viljaö útskýra þetta aðgerðarleysi herstöðvaandstæð- inga á þingi með stöðunni i al- þjóðamálum og er þá m.a. visað til Afganistan. Er ekki verið að snúa faðirvorinu upp á andskot- ann ef nota á hersetu I Afganistan til að réttlæta áframhaldandi er- lenda hersetu á íslandi?” Úr Kvikmyndinni „Prinscssan á bauninni”. Innokenti Smoktúnofski i hlutverki kóngs- ins. Þrjár nýlegar myndir sýndar í MÍR- salnum Næstu þrjá laugardaga verða sýndar i MtR-salnum, Laugavegi 178, þrjár sovéskar kvikmyndir, sem aliar voru gerðar árið 1977. Prinsessan á bauninnier breið- tjaldsmynd i litum, byggö á sam- nefndu ævintýri H.C.Andersens, og sýnd með norskum skýringar- textum. Leikstjóri er Boris Rit- sarev, og með aðalhlutverkin fara tveir af kunnustu leikurum Sovétrikjanna: Innokenti Smok- túnofski og Alisa Freindlikh. Myndin verður sýnd laugar- daginn 23. febrúar. Ástarævintýri á skrifstofunni, gamanmynd frá Mosfilm, gerð undir stjórn Eldars Rjasanofs, eins af vinsælustu kvikmynda- stjórum Sovétrikjanna i dag. Með aðalhlutverk fara Alisa Freindlikh og Andrei Mjatskov. Sýnd laugardaginn 1. mars. Enskt tal. 8. mars verður svo sýnd mynd sem hefur vakið mikla athygli á Vesturlöndum: Munaðarleys- ingjarnir eftir Nikolaj Gúbenko. Verður hún sýnd með ensku tali. 1 myndinni segir frá börnum sem misstu foreldra sina I striöinu og lentu I ýmsum hrakningum. Með helstu hlutverk fara Juosas Budraitis, Georgi Búrkov, Alexander Kaljagin og Nikolaj Gúbenko. Sýningarnar hefjast allar kl. 15.00. ABgangur er ókeypis og öll- um heimill. Leiðrétting Jafnréttissiðan I siðasta laug- ardagsblaði klúðraðist nokkuð I umbroti, og varB illskiljanleg jafnvel velviljuðustu lesendum. I miBju viBtali viB Elisabetu Bjarnadóttur kom fyrirsögn eins og skrattinn úr sauðaleggnum: Nina Björk gestur i laugardags- kaffi. Framhaldið af viBtalinu hét siðan Laugardagskaffi, þótt Elisabet minntistalls ekki á þetta margfræga kaffi I viðtalinu. Skýringin á þessum undar- legheitum er sú, að undir fyrir- sögninni átti að koma litil klausa, alveg óskyld viðtalinu, en hún varðúti. Klausan fjalláBi um það, aB Nina Björk Arnadóttir, skáld og þýðandi ljóðabókarinnar 1 klóm öryggisins, sem sagt var frá á siðunni, verBur gestur RauB- sokkahreyfingarinnar I laugar- dagskaffi i Sokkholti, SkólavörBu- stig 12, næsta laugardag, 23. febrúar, kl. 11:30. Mún hún þar lesa úr þessari ágætu ljóðabók og segja frá höfundi hennar, dönsku skáldkonunni Vita Andersen. Lesendur, Nina Björk og Elisa- bet eru beðin velvirðingar á þess- um leiöu mistökum. -ih Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu Sími 21160 HAFSKIP HF Hlutafiárútboð Nýtt atak til sóknar Að gefnu tilefni vill stjórn Hafskips hf. vekja athygli 'þína á mikilvægi frjálsrar samkeppni í öllum flutningum til og frá landi okkar. Skipasiglingar milli íslands og annarra landa er ein mikilvægasta líf- æð þjóðarinnar og burðarstólpi frjáls at- hafnalífs í landinu. Hafskip hf. gegnir hér mikilvægu hlutverki. Við viljum benda á, að með frjálsri samkeppni í flutningum landsmanna er m. a. hægt að stuðla að lægri tilkostnaði, betri þjónustu og mark- vissari nýtingu tækniframfara, sem leiðir til samkeppnishæfara verðlags á útflutn- ings- og innflutningsvörum. Tilvera framsækinna afla á þessu sviði er ein mikilvægasta forsenda lýðræðislegrar þróunar í atvinnulífinu. Hluthafahópur Hafskips hf. er stór, en betur má ef duga skal. Nokkur hundruð einstaklingar og fyrirtæki hafa sameinast í Hafskip hf., til þess að stuðla að jafnvægi og frjálsari sam- keppni íflutningamálum lands- manna, og bættust hátt í 200 nýir aðilar í hópinn á s. I. ári. En okkur er Ijóst, að ef við ætlum að ná ár- angri í baráttu við rót- gróin einokunaröfl og verjast ofríki á flutn- ingamarkaðnum þarf að koma til ný sóknar- * * lota. Endurnýjun skipastóls Hafskips hf. hófst með tilkomu fjölhæfniskipsins Ms. ,,Borre“. En eitt nýtt skip í flota okkar dugar ekki til að losa um einokunartök. Við verðum að taka í notkun fleiri nýskip, bæta tæknilega uppbygginu og vöru- meðferð í landi, endurbæta skipaaf- greiðsluna heima og heiman, lækka til- kostnað flytjenda og tryggja enn betra áætlana- og siglingakerfi í næstu fram- tíð. Stjórn Hafskips hf. hefur því ákveðið að leggja fram á næsta aðalfundi félags- ins, 21. marz n. k„ tillögu um 250 millj. króna hlutafjáraukningu. Viljir þú leggja okkur lið, þá er stjórn og starfsfólk Haf- skips hf. reiðubúið að veita þér allar upp- lýsingar og taka við hlutafjárloforðum. Þú heldur ef til vill, að hlutafjárframlag þitt sé aðeins dropi í hafið, en hafðu það hugfast, að það kann að vera dropinn, sem tryggir okkuröllum frjálsarsiglingar um ókomin ár. Hafskip hf. heitir á allt stuðningsfólk frjálsra viðskiptahátta að standa vörð um félagið og efla það til enn virkari siglingasamkeppni. Febrúar, 1980 Stjórn Hafskips hf. HAFSKIP HF

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.