Þjóðviljinn - 19.02.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.02.1980, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 19. febrúar 1980 sHák Umsjón: Helgi ólafsson Deildakeppnin: Keflavík féll í aðra deild Nú um helgina var tefld siðasta umferöin i deildakeppni Skák- sambands íslands, með þeirri undantekningu að leik Mjölnis og Akureyrar er enn ólokið. Úrslit i einstökum viðureignum urðu sem hér segir: Austurland-T.R. 1-7 Austurland-Hafnarfj. 3-5 Austurland-Keflavik 3-5 Kópavogur-Seltjarnarn. 5-3 Röð er þá þessi: 1. Taflfél. Reykjav. 46.5 v. 2. Skákfél. Akureyrar 32.5 + lól. 3. Skákfél. Mjölnir 24 + 1 ól. 4. Taflf. Seltjarnarness 25.5 V. 5. Skákfél. Hafnarfj. 25 v. 6. Taflfél. Kópavogs 22 V. 7. Skáksamb. Austurl. 21 v. 8. Skákfél. Keflavikur 19.5. V. Sá fyrirvari er þó á þessari röð, að ef Mjölnir tapar nógu illa fyrir Akureyringum, þá missa þeir þriðja sætið. Óliklegt verður þó að telja að þeir nái ekki a.m.k. 2 vinningum, sem tryggir þeim 3. sætið. SKJÓL fyrir misjöfnum veðrum Tökum að okkur húsaklæðningar úr áli, stáli, bárujárni eða tré, jaf nt á gömul hús sem ný. GERUM TILBOÐ I VINNU OG EFNI. • llitakostnaður lækkar geysilega ef útveggir eru klæddir, þvi undir klæðninguna er sett þykkt einangrunarplast. • Málningarvinna veröur óþörf er notaö er ál- eöa stál- veggklæöning. Plötur nar er u til I ým'sum litum og þarfnas t ekki málningar, nema breyta eigi um lit. • Skemmdir á múr (t.d. alkalivirkni i steypu) veröa úr sögunni I eitt skipti fvrir öll. • \iöhaldskostnaöur utanhúss veröur aö sjálfsögöu hverfandi lítill, fyrir utan alla fyrirhöfnina sem sparast. Styrkir til náms við lýðháskók p’ eða menntaskóla í Noregi Styrkir til náms við lýöháskóla eöa menntaskóla I Noregi. Norsk stjórnvöld bjóða fram nokkra styrki handa erlend- um ungmennum til námsdvalar við norska lýöháskóla eða menntaskóla skólaárið 1980-81. Er hér um aö ræða styrki úr sjóði sem stofnaður var 8. maí 1970 til minningar um að 25 ár voru liðin frá þvi að Norðmenn endurheimtu frelsi sitt og eru styrkir þessir boðnir fram I mörgum löndum. — Ekki er vitað fyrirfram hvort nokkur styrkjanna kemur í hlut Islendinga. Styrkfjárhæöin á að nægja fyrir fæði, hús- næði, bókakaupum og einhverjum vasapeningum. — Um- sækjendur skulu eigi vera yngri en 18 ára og ganga þeir að öðru jöfnu fyrir sem geta lagt fram gögn um starfsreynslu á sviði félags- og menningarmála. Umsóknum um styrki þessa skal komiö til menntamála- ráöuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 20. mars nk. Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytiö 14. febrúar 1980. Styrkir til náms á Ítalíu í 1 j i Itölsk stjórnvöld bjóöa fram styrki handa Islendingum til j náms á ítallu á háskólaárinu 1980-81. Styrkfjárhæðin nem- ! ur 300.000 lírum á mánuði. Þeir ganga að öðru jöfnu fyrir j um styrkveitingu sem hafa kunnáttu I Itölsku og hyggja á framhaldsnám að loknu háskólaprófi. Umsóknum skal komiö til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 20. mars nk. — Um- sóknareyöublöö fást I ráöuneytinu. Menntamálaráöuneytiö 14. febrúar 1980. i l Umsjón: Magnús H. Gíslason Heyköggla- verksmiðjur: Stefnu- mótun og verö- t «t p jofnun A siðasta aðalfundi Búnaðar- sambands Austurlands var samþ. svohljóðandi tillaga, sem nú er til meðferðar á Búnaðar- þingi: „Fundurinn skorar á yfir- stjórn landbúnaðarins að hraða allri stefnumótun i byggingu heykögglaverksmiðja á landinu með hagkvæmissjónarmið aö leiðarljósi og aö þörf innanlands á þessari framleiðslu sér fullnægt hið allra fyrsta. Einnig leggur fundurinn mikla áherslu á, að jöfnun verðs komiö á eins fljótt og við verður heyköggla á öllu landinu verði komið.” -mhg Geiri Nefjólsson skrifar: Hláleg íhaldsúrrædi Fyrir nokkru sendi fulltrúa- ráö Sjálfstæðisflokksins frá sér ályktun, þar sem fordæmd var innrás Rússa I Afganistan, svo og fangelsanir og útlegðardóm- ar yfir þeim, sem dirfast aö hugsa á annan hátt en stjórnar- herrarnir austurþar. Og svo var klykkt út með þvl, aö timabært væri orðið að þjarma aö kommúnistum hér á landi, t.d. með þvl aö útiloka þá fra trúnaðarstöðum o.s.frv. Þykir mér sitt-hvað benda til þess, að seinni hluti ályktunarinnar sé saminn af Nato-grátkerlingum Ihaldsins. En um hvað er ihaldiö aö biðja I þessari ályktun? Jú, að þeir, sem ekki hugsa eftir kokkabókum íhaldsins, verði teknir sömu tökum og andófs- menn I Rússlandi. Hefur ihalds- liðið aldrei heyrt getið um mannréttindayfirlýsinguna frá ! Freyr Fyrsta tbl. Freys, þessa árs, I er nýkomiö út. Ritstjóri Freys ■ er sem fyrr Jónas Jónsson en I aöstoöarritstjóri Július J. Danlelsson. Blaðiö hefst á forystugrein- • inni Á nýju ári. Ingólfur Daviðs- I son, grasafræðingur, skrifar um I Fjalldrápa og fé á beit. Birt er I skýrsla um búvélaprófanir á s.l. * ári. H. ritar greinina Mykjan I ,,er látin hníga fyrir bakkann”. I GIsli Kristjánsson ritar um I rjúpuna. Greint er frá ■ námskeiðahaldi á Hólum I I Hjaltadal. Agnar Guðnason, [ blaðafulltrúi ritar grein um I Mjólkurbú Flóamanna fimmtíu I' ára. „Sólfar og sunnanmara sendu skjótt” nefndist ljóö eftir Harald Zóphoníasson, Dalvtk. Loks eru I ritinu fréttapistlarnir J Molar. -mhg 1977? Það má teljast mikil hæverska og mildi aö fulltrúa- ráðið skyldi ekki krefjast þess, aö kommarnir yröu sendir I út- legð eða lokaðir inni á Kleppi. En þetta stendur kannski til bóta ef Ihaldið verður duglegt að læra mannréttindafræöin á skólabekknum hjá Rússum. Kommúnistar hér á landi eru nú orðnir mjög fáir og flestir aldnir að árum, og get ég ekki komið auga á að þeir séu til neinna stórræða, og þaöan af slður að Ihaldinu stafi hætta af þeim. A árunum 1930-1940 var hér mjög öflug kommúnistahreyf- ing.Þá var I tisku að sendinefnd- ir fóru til Moskvu að kynna sér sælurikið eystra. Þessir sendi- menn fóru fyrirfram sannfæröir um ágæti þjóðskipulagsins aust- ur þar, og þeir komu enn sann- færðari um ágætið heim aftur. Þeim var kannski nokkur vorkunn. Hér var þá fátækt og atvinnuleysi og þegar austur kom var þeim sýnt hið gyllta yfirborð, en fúann I innviðum kerfisins og fangelsin hjá Berla fengu þeir ekki að sjá, og hefðu llklega ekki trúað þótt séð hefðu. Svipaða sögu má raunar segja um þá, sem fóru til Hitlers-Þýskalands á þessum árum og komu heim aftur sann- trúaðir nasistar. En svo liðu ár fram og smátt og smátt kom I ljós að ekki var allt I sómanum I sælurikinu eystra, og lltiö fór fyrir frelsi, jafnrétti og bræöralagi. Fylking svonefndra „linukomma” hér á landi er orðin mjög fámenn, eins og ég gat um hér að fram- an. Allir þekkja dæmi þess að blint trúarofstæki getur gripið einstaka fólk. og þá jafnframt skefjalaust hatur á öðrum trú- flokkum. En ég hvorki vil né get ætlað „eftirlifandi” kommum að þeir séu slegnir sllkri blindu. Þeir hafa einfaldlega ekki kjark til aö viöurkenna, að þeir hafi látið hrapallega blekkjast. Það kostar að sjálfsögðu átök að viðurkenna aö veðjað hafi verið á vitlausan hest áratugum sam- an. En sllk viðurkenning er þó skárri kostur og miklu stór- mannlegri en að berja höfðinu endalaust við steininn. Ihaldið ætti að gera sér ljóst, að ályktun þess um aðför að þessum fáu kommúnistum fær engan hljómgrunn með þjóð- inni. Það ætti að vera minnugt þess, að það þótti ekkert þjóð- þrifaverk þegar slöustu geir- fuglunum var útrýmt á landi hér. Það óþurftarverk leiddi svo til þess að viö þurftum, mörgum áratugum siðar, að kaupa upp- stoppaöan geirfugl frá útlönd- ,um á uppsprengdu verði. Geiri Nefjólfsson. Hitaveita Suðurnesja kaup ir 6 MWtúrbínu Gengið hefur nú verið frá samningi um kaup á túrblnu frá Fuji Electric I Japan, fyrir Hitaveitu Suðurnesja. Verö túrbinunnar mun vera um 400 milj. kr. og eru varahlutir þá meðtaldir, — en afl hennar er 6 MW. Von er á túrbinunni til lands- ins i ágúst og er þá reiknaö með að hún verði komin I gagnið um mánaðamótin okt.-nóv. Samningsgerðina viö Japani önnuðust þeir Ingólfur Aöal- steinsson, framkvæmdastjóri HitaveituSuðurnesja, Þóroddur Sigurðsson, sem er i stjórn hita- veitunnar og Albert Albertsson, verkfræðingur hennar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.