Þjóðviljinn - 19.02.1980, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 19. febrúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15
Risinn
Hrokkin-
skeggi
Hallveig Thorlacius byrjar I
dag að lesa sögur af Hrokkin-
skeggja i morgunstund barn-
anna. Þessar sögur voru gefn-
ar út f fslenskri þýðingu Sig-
urðar Thorlaciusar árið 1945.
— Þetta eru þjóösögur frá
Bæheimi, — sagði Hallveig, —
og fjalla um bergrisann
Hrokkinskeggja. 1 hverjum
lestri verður yfirleitt stök,
sjálfstæð saga, en sumar
skiptast þó á tvo lestra.
Það má kannski segja að
þessum sögum svipi svolitið til
okkar þjóösagna. Þær gerast i
fjallalandi, enda held ég að
risar séu vanalega upprunnir i
fjallalöndum. Hrokkinskeggi
Hallveig Thorlacius byrjar að
lesa Sögur af Hrokkinskeggja
i morgunstund barnanna f
dag.
Útvarp
kl. 9.05
er dálltiö kenjóttur risi. Hann
er ekkert bliður við illmenni,
en á það til að gerast hjálpar-
hella góðra manna, — sagði
Hallveig.
-ih
Afrískar þjóðsögur
Þorp i Afrfku. Cr þessu umhverfi eru sögurnar sprottnar
sem Eartha Kitt les I kvöld.
Þátturinn ,,A hljóðbergi” er
á dagskrá útvarps I kvöld, og
Björn Th. Björnsson list-
fræðingur er umsjónarmaður
hans að venju.
— I kvöld les Eartha Kitt,
bandariska söngkonan og leik-
arinn, nokkrar þjóösögur ætt-
flokka i Afrlku, — sagði Björn.
— Þetta eru munnmælasögur
og hafa ekki verið skráðar
fyrren nú nýlega, að Princeton
University Press gaf út bók,
þar sem ýmsir bandarlskir
þjóðfræðingar hafa safnaö
saman þjóðsögum frá ýmsum
stööum i Afriku.
Sögurnar eru mjög ólikar,
enda er Afrika ekki eitt land
heldur mörg, og þjóðimar
jafnóskyldar innbyrðis og við
erum t.d. Grikkjum eða
Tyrkjum. Þegar bókin kom út
urðu ýmsir til að benda á að
ekki hefði mátt seinna standa
að ná þessum sögum, ve^na
þess aö þegar þjóðir Afriku
smitastaf evrópskum áhrifum
fyllast þær oft vanmetakennd
og sjálfsgagnrýni, og finnst
sin menning standa hinni
evrópsku að baki.
Útvarp
kl. 22.05
Þjóðsögurnar sem Eartha
Kitt flytur eru komnar frá
Hottintottum, sem eru miklir
sagnamenn, Efik-Ibibió-
mönnum, Masaiönum og ætt-
bálki Ashantla.
-ih
Þessi mynd var tekin við þingsetningu í október s.l. Sfðan hefur
margt gerst....
Þingsjá
Eins og mönnum er áreiðan-
lega kunnugt hefur ýmislegt
verið aö gerast á Alþingi
islendinga undanfarnar vikur
og mánuöi. Nú f vikunni hefst
væntanlega 20 daga þinghlé,
en áður skal afgreiða skatta-
málin frægu.
Þessi þingmál eru áreiðan-
lega mál málanna um þessar
mundir, og hafa þvi yfirmenn
Sjónvarpsins ákveöiö aö gera
breytingu á dagskránni hjá
sér. Ný, bresk fréttamynd um
Afghanistan, sem sýna átti i
kvöld, veröur að biða til morg-
uns, en i kvöld verður sjón-
varpað þingsjá i beinni
útsendingu
Sjónvarp
kl. 21.30
Það er Ingvi Hrafn Jónsson,
sem annast þingsjána.
-ih.
Hringið í síma 8 13 33 kl. 9-5 alla virka
daga eða skrifið Þjóðviljanum
Síðumúla 6, 105 Reykjavík
Niöur á risið
oguppí
kjallarann!
Ætli það sé ekki einsdæmi, að
hús sé þannig staösett I lands-
laginu að ganga þurfi niður
tröppur til að komast i risiö, en
upp tröppur til að fara i kjallar-
ann? En þannig er háttaö með
hús eitt gamalt, sem stendur
utani bakkanum fyrirofan höfn-
ina á Húsavfk. Húsið heitir Hal-
landi og sést á meðfylgjandi
mynd, sem tekin er neðanúr
fjörunni. —Ljósm. vh.
Fyrirspurn
j azzunnanda
utan af landi
Margir góðir gestir heimsóttu
okkur islendinga á sfðustu
Listahátíð. Meðal þeirra voru
tveir alskemmtilegustu núspil-
andi jazzleikarar, þeir Oscar
Peterson og Niels Henning
örsted Pedersen. Sjónvarpað
var sveiflu þeirra beint. Var það
vissulega frábær þjónusta
þeirra sjónvarpsmanna.
Með tilliti til þess, að þetta
var á laugardagskveldi, kveldi
sem margir tónlistarmenn og
annað fólk tengt tónlist er að
vinna og missti þarafleiöandi af
þessum tónlistarviðbúröi,
langar mig til að spyrja (og veit
ég, aö þar tala ég fyrir munn
margra jazzunnenda) hvort
ekki væri hægt að endursýna
þessa dagskrá.
Mánudags-, þriöjudags- eða
miövikudagskvöld væru þau
bestu. Veit ég að þetta myndi
gleöja margt hjartað I skamm-
deginu, ekki sist úti á landi, þar
sem fólk á ekki eins auövelt með
að sækja svona tónleika og fólk
á Stór-Reykjavikursvæðinu.
Með fyrirfram sveifluþökk!
Jazzunnandi.
Við grennsluðumst fyrir um
það hjá Sjónvarpinu, hvort hægt
væri að veröa við beiðni
„Jazzunnanda” um að endur-
sýna sveiflu þeirra Peterson og
Pedersen. Björn Baldursson
varð fyrir svörum, og sagði
hann að það væri þvi miður ekki
hægt. Tónleikunum var sjón-
varpað beint, og þeir eru ekki til
á myndsegulbandi eða filmu.
Hins vegar sagði Björn það
e.t.v. getaoröiö Jazzunnanda og
fleirum nokkur huggun harmi
gegn, að alveg á næstunni er
væntanlegur þáttur frá breska
sjónvarpinu þar sem sveiflu-
meistarinn Dizzy Gillespie
lætur til sin taka svo um munar.
-ih
ffra
lesendum
Hvar er
veskið
hennar
ömmu?
HUsmóðir I Austurbænum
hringdi:
— t siðasta Sunnudagsblaði
Þjóðviljans voru birtar „Sex
myndir úr veskinu hans afa”.
Mig langar til að biöja ritst jóra
nefnds blaðs, um að róta svolitiö
I veskinu hennar ömmu sinnar
og vita hvað hann finnur þar, og
birta það.
Svo langar mig til að biðja um
skýringu á fyrirbærinu „hnelln-
ar ljósmyndir”, sem kemur
fyrir i texta með þessum sex
myndum afa. Hvað þýðir það?
Dizzy Gillespie: væntanlegur á skjáinn.
Pennavinir
Okkur hefur borist bréf frá
Bandarikjamanni, sem vill fyrir
hvern mun komast i vinsamlegt
bréfasamband viö íslendinga, á
ensku. Aldurs er ekki getiö, en
eitt af áhugamálum hans er að
skrifast á við fólk I öðrum lönd-
um. Hann heitir:
Milton Finkelstein
15 Vincent Street
Newark, New Jersey 07105
USA.
At ján ára frönsk stúlka hefur
skrifað okkur og beöið um að út-
vega sér pennavin á Islandi.
Hún hefur i hyggju aö koma
hingað til lands i september og
vera I tvær vikur og vill gjarnan
vera búin að kynnast einhverju
fólki áður. Hún heitir Nathalie
Tison, og heimilisfangið er: 38
Rue R. Schuman, 95400 —
Arnouville, France.
Pjódsagan
Prestur tók eftir þvi að kerl-
ing ein i sókn hans kom fremur
öðrum oft til altarisgöngu. Eitt
sinn spyr hann hana hvað þvl
valdi, hvort það sé af trúrækni
hennareða öðrum hvötum. „Og
það er af þvi,” mælti kerling,
„að mér þykir viniö svo gott.”
Prestur innir hana eftir hvort
það sé einungis af þvi. Kerling
segir að þaö sé ekki af öðru, hún
segi það satt. Prestur spyr hana
hvort henni geti þá ekki veriö
sama að koma rétt inn til sin og
hann gefi henni þar að súpa á
vininu. „Ójú,” segir kerling,
„ég vil það miklu heldur þvi ég
kann að fá drýgri sopann þegar
aörir drekka ekki i blóra við
mig.”