Þjóðviljinn - 19.02.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 19.02.1980, Blaðsíða 16
DWÐVHHNN Þriöjudagur 19. febrúar 1980 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9 — 12 f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs- menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81257 og 81285, afgreiösla 81527 og Blaöaprent 81348. C181333 Kvöldsiml er 81348 Flaustur Vilmundar: Óljós til- laga samþykkt 1 asanum á Alþingi i gær varö meirihluta þingmanna neöri deildar á aö samþykkja breyt- ingartillögu viö skattalögin frá Vilmundi Gylfasyni sem I reynd er ekki vitaö hvaöa afleiöingar hefur. Hugmynd Vilmundar mun hafa veriö sú aö tryggja aö ellilif- eyrisþegar nytu hinnar almennu 10% frádráttarheimildar sem kveðiö er á um i nýju skatta- lögunum. Hins vegar var tillaga Vilmundar svo illa undirbúin og svo ilia orðuö aö meö öllu er óljóst hvaö samþykkt hennar þýöir. Fjármálaráöherra óskaði eftir þvi að beðið yröi með að afgreiða tillöguna þar eð hún heföi ekki komiðtil umfjöllunar i þingnefnd og þingmönnum ekki gefist kostur á að athuga hvað samþykkt hennar þýddi. Vil- mundi var hins vegar svo mikið um að slá sig til riddara meö til- löguflutningi sinum að hann neitaði að verða við tilmælum ráðherra. Efri deild á nú eftir aö fjalla um máliö og verður þar reynt aö fá botn i málið. þ.m. Dr. Gunnar sat þing- flokksfund Dr. Gunnar Thoroddsen for- sætisráðherra sat i gær þing- flokksfund Sjálfstæðisflokksins. A fundi þessum var m.a. rætt um það hvernig sjálfstæðismenn skyldu standa að kosningum á Alþingi i ýmsar nefndir og ráð, en þær kosningar fara fram i dag, og veröur m.a. kosið i útvarpsráö og stjórn Framkvæmdastofnunar rikisins. Forysta þingflokks Sjálf- stæöisflokksins mun hafa lagt hart að Dr. Gunnari og stuðnings- mönnum hans að styöja lista þingflokksins við þessar kosning- ar. þ.m. Alþingi fœr bjöllu að gjof Forseti neðri deildar stýrir nú fundum deildarinnar með fundar- hamri miklum sem Alþingi var gefið af íþróttasambandi Islands 17.júni 1944. Rikharður Jónsson skar þennan hamar út. Þá hefur neöri deild borist fundarbjalla að gjöf og var hún afhent með þeim oröum aö hún væri frá hinum þögla meirihluta. Forseti deildarinnar hefur lýst þvi yfir að hann muni taka ákvöröun um notkun þessarar bjöllu eftir aö hafa ráöfært sig við aöra þing- forseta. Bjallan sem hvarf fyrir helgi hefur hins vegar enn ekki komiö I leitirnar. Mikið lif og f jör var um helgina á Kjarvalsstöðum. Opnuð var sýning á list- iðn islenskra kvenna og samtökin Lif og land héldu listaþing. Þessar skemmtilegu kerlingar eru á sýiiingunni (Ljósm.: gel) Flug- slys við Húsafell Flugmaður sem var einn i vélinni fórst Litil einkaflugvél af gerðinni Piper Super cup fórst i flugtaki við Húsafelli Borgarfiröi siðdegis á sunnudag og með henni einn maður, þritugur að aidri. Vélin sem bar einkennisstafina TF-REB var i flugtaki klukkan rúmlega fjögur, þegar húnfélltil jaröar og kviknaöi I henni. Flug- maöurinn sem var látinn þegar læknar og iögregla komu á slys- stað var þritugur að aldri og hét Þorleifur Jónsson, sölumaður. Atti hann flugvélina ásamt öðr- um. Ekki var ljóst slödegis I gær hvaö olli slysinu en menn frá Loftferðaeftirlitinu og Rann- sóknarnefnd flugslysa fóru á staðinn til að athuga aðstæður og ræða viö sjónarvotta aö slysinu. -AI Mývatnssveit Sauma- og prjónasveit Hreyfing er nú uppi um það norður I Mývatnssveit að koma þar á fót sauma- og prjónastofu. Hefur rösklega verið tekið undir þessa hugmynd og hluthafar þeg- ar orðnir yfir 50. Tilgangurinn með stofnun þessa fyrirtækis er sá, að skapa aukna og arðbæra atvinnu fyrir húsmæðuri sveitinni. Hreppurinn hefur veitt vilyröi fyrir húsnæði handa saumastofunni. Enn hefur ekki endanlega verið gengiö frá stofnun þessa fyrir- tækis en það verður væntanlega gert nú I vikunni. -mhg ----------------------| Enn lœkkar olíuverð í Rotterdam Stór farmur er væntanlegur Enn hefur oliuverð á Rotter- dammarkaði lækkað nokkuð og með hóflegri bjartsýni ætti að vera óhætt að reikna með að næsti farmur sem hingað er vænntan- legur um mánaðamótin verði á skikkaniegu veröi. Að sögn Árna Þorsteinssonar innkaupastjóra Oliufélagsins er hér um að ræða 16000 tonn af gas- oliu en auk þess bflabensin og ' fuel-ollu. Veröur þessi farmur losaður á Seyðisfirði og i Reykja- vik I kringum næstu mánaöamót. Siöustu tölur, sem Arni hafði frá Rotterdam bentutil þess að verö- ið væri enn á niðurleið, en það hækkaði sem kunnugt er nokkuö fyrstu vikuna I febrúar. Gengið hefur veriö frá pöntun- um i aprilmánuöi og pantanir fyrir mai og júni eru I undirbún- ingi. Ekki voru geröar neinar breytingar á magni þvi sem við kaupum af Sovétrikjunum á öðr- um ársfjórðungi þessa árs, en frestur til þess rann út 15. þ.m. Hins vegar má búast við þvi aö minna magn veröi keypt af Rúss- um á þriðja ársfjórðungi, þegar breska olian er föl I júli. -AI Höfðabakkabrúin: segja 3 verkfrœðingar „Eftir að ijóst er aö Fossvogs- braut kemur ekki á næstu árum, ef til viil aldrei, hætt er við hraðbrautina upp Elliðaárdal og loks yfirgnæfandi likur til aö Höfðabakkinn áfram suður að Breiðhoitsbraut, I brekkunni milli Efra- og neðra Breiðholts komi aidrei, m.a. vegna ákveð- inna mótmæla Ibúa þarna, stendur Höföabakkabrúin ein eftir eins og einhvers konar nátttröll, liðins tlma, hönnuð með háum hraðbrautar- standard, en endar I „kaosi” niður við Vesturlandsveg, við umferðarljós, sem gera ekki betur en að anna morguntoppi núverandi umferðar á skapleg- an hátt þótt tölvustýrð séu”. Þetta er m.a. álit 3.ja verkfræð- inga af 4 sem eiga sæti I svokallaðri „þjóðveganefnd” á vegum borgarverkfræðings. „Þjóöveganefndin” er starfs- hópur sem skipaður var til aö gera tillögur um það hvernig nota ætti svokallaö „þjóövega- fé” næstu 5 árin og skilaði hann tillögum s.l. haust. Nefndin öll komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri næg ástæða til að leggja Höföabakkann á næsta 5 ára timabili og taidi meiri hluti hennar raunar mjög vafasamt að leggja ætti veginn yfirleitt. 1 meirihlutanum áttu sæti þeir Gunnar Ragnarsson, Heiöar Þ. Hallgrimsson og Kristján Haraldsson en minnihlutanum Baldvin Baldvinsson. Eins og áður hefur komiö fram i fréttum hefur Þóröur Þ. Þorbjarnarson borgarverkfræðingur lagt til að vegurinn verði á framkvæmda- áætlun næstu 5 ára. Meiri hluti nefndarmanna tel- ur það út I hött I borgarskipulagi að nota sparnað vegfarenda sem eina mælikvaröann á mis- munandi gildi gatnafram- kvæmda þar sem landnýtingar og umhverfissjónarmið vegi áreiðanlega þyngra. Höfðabakkatengingin var upphaflega liöur i viðamiklu hraðbrautakerfi aðalskipulags- ins, nokkurs konar endapunktur Fossvogsbrautar og ein megin- röksemdin var að þær mundu beina umferö aö og frá borginni frá Miklubraut en þremenn- ingarnir benda á að umferð á aðalvegum „niöur i bæ” hefur aukist miklu minna en Aðal- Starfsmenn borgarverkfræðings, verkfræðingarnir Kristján Haraldsson og Heiöar Þ. Hallgrlmsson, eru hér við kort af Breið- holts- og Árbæjarhverfum þar sem gert er ráð fyrir að Elliöaár- ■ svæðið ásamt Arbæjarsafni veröi samfellt útivistarsvæði fyrir þessi tvö hverfi sem tengist með göngustlgum. Þeir vara eindregið við ® lagningu Höfðabakkahraöbrautar en mæla frekar með Ofan- g byggðarvegi (Ljósm.: gel) skipulag geröi ráö fyrir og margt bendi þvi til þess að Elliöavogur/Sætún geti tekið alla viöbótarumferð „niður i bæ”, sem ekki er æskilegt að fá á Miklubraut, enda hefur sú leið fullbyggð mjög mikla afkastagetu. Nefndin leggur til að Ofan- byggðarvegur frá Fellahverfi I Breiöholti yfir á Suðurlands- braut við Rauðavatn veröi lagð- ur enda sýni útreikningar aö hann „borgi” sig álika hratt Z niður og Höföabakkavegurinn eða jafnvel fyrr ef malar- ■ veginum I Elliðaárdai veröi | lokað við Arbæjarskóla. -GFr ■ Yrdi eins og nátttröll j lidins tíma

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.