Þjóðviljinn - 24.02.1980, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 24.02.1980, Blaðsíða 13
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. febrúar 1980 I Sunnudagur 24. febrúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Viö vorum tíu íslendingar, sem tókum þátt I feröinni I ár. Viö þurftum aö fljúga um Kaupmannahöfn til Helsinki til aö hitta feröafélaga okkar. Þaöan var flogiö til Montreal i Kanada, og þaöan aftur meö vél kúbanska flugfélagsins til Havana. Þetta var langt flug og flókiö, og þvi fegnari vorum viö lent heil á húfi kl. 22.30 aö staöartima, hinn 15. desember á José Marti-flug- vellinum I Havana. Þóttu okkur viöbrigöi aö koma úr vélinni i u.þ.b. 20 stiga hita á Kúbu, en i Montreal var gaddfrost. Móttökurnár Tekiö var á móti okkur meö || virktum, og hittu sumir, er fariö jj höföu áöur, gamla kunningja á ;s’ flugvellinum, og uröu þar fagnaöarfundir. Eftir tollskoöun og vegabréfaeftirlit var ekiö Iu.þ.b. klukkustundarferö til búö- anna, þar sem dvelja skyldi næstu vikur. Þegar I búöirnar kom, var örstutt móttökuathöfn. siöan var visaö á svefnstaöi og okkur kennt aö nota flugnanetin- Vorum viö fegin aö komast i rúmin eftir tæp- lega sólarhringsferö frá Kaup- mannahöfn. A slaginu átta morguninn eftir vöknuöum viö af værum blundi viö tónlist, sem giumdi úr hátölurum úti fyrir. Reyndist þaö fastur liöur alla tiö aö viö vorum vakin meö músik, og féll þaö í góöan jaröveg, og var vinsælt. Aö afloknum morgunveröi var haldinn móttökufundur, þar sem viö vorum boöin velkomin, flutt voru ávörp, og~ „Nallinn” sung- inn. Eftir hádegi var skipt I vinnu- hópa, sjö alls, og voru I hverjum hóp 25-30 manns. Meö hverjum vinnuhópi voru 3 kúbanskir háskólanemar, sem skyldu veröa okkur til halds og trausts, sem þau sannarlega uröu. Voru þau meöan á feröinni stóö óþreytandi aö fræöa okkur og svara óteljandi spurningum um allt milli himins og jaröar. Viö Islendingarnir vorum I vinnuhópi, meö norska hópnum. Þau voru lítiö fleiri en viö, en i þeirra hópi var mestur aldurs- munur þátttakenda, eöa frá 15 ára til sjötugs. Vinnutilhögun og aðbúnaður 1 búöunum var okkur skipt niöur I 4 svefnskála, tvo fyrir hvort kyn. Var sofiö i kojum, tveggja hæöa. Fylgdi hverjum skála rúmgóö snyrti- og þvottaaö- staöa. Verslun og þvottahús voru á staönum, og einnig rakarastofa og banki þar sem erlendri mynt var skipt i pesos. Eldhús og mat- salur voru i sér skáia. Matur var yfirleitt góöur, samanstóö oftast af kjötmeti, grænmeti, hrisgrjón- um og súpu, nokkuö frábrugöinn i fyrstu þvi sem viö höföum vanist, en vandist fljótt. Vinnutilhögun var i stórum dráttum þessi: Vaknaö var kl. 6 á morgnana. Aö afloknum morgun- veröi var lagt af staö um kl. 6.45. Yfirleitt tók um 25 min. aö kom- ast á vinnustaö, og var þá oröiö vel bjart. Siöan var unniö til kl. 11.30 meö einu hléi úppúr 9. Feng- um viö þá ávaxtasafa og meölæti. Kúbanskur ávaxtasafi er afar bragögóöur og þótti okkur hann stórum betri en sá sem viö höfö- um vanist hér. Eftir mat var hlé til kl. 13.45. Sá timi var notaöur tii ýmissa hluta: sofa, skrifa i minningabækur, liggja i sólbaöi eöa fara i blak. Siöan var haldiö til vinnu á nýjan leik, hlé var kl. 15 meö hressingu, og siöan unniö til kl. 17.20, og þá haldiö heim. Fór þá fljótlega aö dimma og var oröiö aö mestu dimmt uppúr kl. 18. IFrœðsla og skemmtanir Kvöldin voru notuö til ýmissa hiuta. Sum kvöld komu fyrirles- Með .. Brigada Nordica ' á Samyrkjubúiö Juan Gonzales I Villa Clara skoöaö. Þarna var aöallega ræktaö tóbak. Brtgada Nordica boðin velkomin til Kúbu. Myndin er tekin i búöunum þar sem hópurinn hélt til meöan unnið var aöuppskerustörfum og I byggingarvinnu. Samstarf vináttufélaganna við Kúbu á Norðurlöndum er kannski einstakt í norrænni samvinnu. I nærri áratug hafa þessi fimm félög sent saman um 200 manna hðp ár- lega til Kúbu, til þess að vinna og kynnast landi og þjóð á grundvelli hinnar andheimsvaldasinnuðu samstöðu. Það er Vináttustofnun þjóðanna á Kúbu sem hefur tekið á móti hópunum og skipulagt starf og ferðir Brigada Nordica, og án þeirrar stofnunar hefði þetta samstarf ekki verið mögulegt. arar og fræddu okkur um hin ýmsu mál, s.s. verkalýösmál, utanrikismál, menntamál, land- búnaöarmál og efnahagsmál. önnur kvöld nýttu menn sér til upplyftingar. Kúbanir eru ólatir viö aö skemmta sér og öörum. Voru þaö ófá kvöldin sem þeir stóöu fyrir spilverki og söng og annarri tilbreytingu. Nokkur kvöld voru einnig kvikmyndasýn- ingar. Unniö var mánudaga og þriöju- daga. Miövikudagar voru notaöir I skoöunarferöir. Siöan var unniö fimmtudaga, föstudaga og fram aö hádegi á laugardögum. Eftir hádegi fyrsta laugardaginn var haldinn fundur um afköst og árangur yfir vikuna og óskaö eftir gagnrýni og athugasemdum viö dvöl okkar og aöbúnaö i búöun- um, svo og viö vinnutilhögun, ef einhver heföi eitthvaö slikt fram aö færa. Fyrstu vikuna unnum viö á appelsinu- og mandarinuekrum viö uppskerustörf. A mandarínu- ekrunum voru háir stigar reistir upp viö trén og reyndist oft tefit á tæpasta vaö I hita tlnslunnar, eftir hljðöunum aö dæma, þegar fyrir kom aö stigarnir féllu og tinarinn hrapaöi niöur I þyrnótt trén. Ekki var þaö til skaöa, en lyfti aöeins húmornum og herti menn I baráttunni. Aöra vikuna var unniö viö aö mála fjölbýlishús og einnig viö uppslátt og steypuvinnu. Mátti heita aö flutt væri inn I ibúöirnar jafnóöum og búiö var aö mála þær. Þetta voru leigufbúöir í eigu rikisins. í lok seinni vinnuvikunnar var haldinn fundur um heildarafköst- in, verömætasköpun og tilgang- inn meö vinnuferöum sem þess- ari. Hópurinn reyndist til samans hafa skilaö 7% meiri vinnu en áætlaö var, og verömætum sem svaraöi 25 miljónum isl. kr. Þaö mátti skilja þaö á fundi þessum, sem og annars staöar þar sem viö fórum, aö þótt fram- lag okkar i vinnunni væri mikil- vægt, þá væri þó samstaöa okkar meö kúbönsku byltingunni þeim ennþá dýrmætari, og voru allar móttökur I samræmi viö þaö. Gunnlaugur Júlíusson skrifar Fannst okkur vinnan vera frekar litil, miöaö viö hvernig Kúbanir báru okkur á höndum sér og geröu allt sem i þeirra valdi stóö til aö gera okkur dvölina ánægju- lega, eftirminnilega og sem fróö- legasta. Engin jól X Greinarhöfundur viö mandarínu- tinslu á Kúbu. Ekki uröum viö vör viö jól á Kúbu, og virtist þaö ekki koma aö sök, en þess betur var haldiö upp á áramótin, enda er þá byltingar- afmæliö. Hátiöin hófst kl. 8 á gamlaárskvöld meö þvi aö hald- inn var fundur þar sem fultyrúar Noröurlanda og Kúbu fluttu ræöur. Aö þvi loknu var „Nall- inn” sunginn á a.m.k. 6 tungu- málum i einu. Hittist svo skemmtilega á aö einmitt þá voru áramótin hér heima, og þótti okk- ur Islendingum þaö skemmtileg tilviljun. ' Siöan var matarveisla, þar sem var um aö velja a.m.k. 40 rétti, ásamt bjór, og rommi aö vild. Maturinn samanstóö af fjöl- breytilegum kjötréttum og margskonar gómsætum ávaxta- réttum ásamt fleiru sem of langt mál er aö telja upp. Þjóödansaflokkur kom frá Havana og sýndi viö góöar undir- tektir. Þeir voru klæddir marglit- um og mjög skrautlegum búning- um, sem höföu sin áhrif til aö gera sýninguna skemmtilega. Aö lokum var dansaö og skemmt sér fram eftir nóttu. Norræn skemmtun Aö kvöldi nýársdags var haidiö skemmtikvöld, þar sem Noröurlandaþjóöirnar sáu um skemmtiatriöin. Var hvert land meö um hálftima dagskrá, nema viö og Norömennirnir, sem lögö- um I púkk saman sökum mann- fæöar. Fluttum viö bæöi sér- Islensk og sérnorsk atriöi, auk þess sem nokkur voru sameigin- leg. Viö sungum t.d. baráttusöngva gegn hernum og Nató, og ófum saman viö þaö táknrænt látbragö. Einnig kvaö einn úr hópnum rimur. Mörg góö atriöi voru flutt þarna, bæöi söngur og leikþættir. Danir fluttu m.a. látbragösþátt um lífiö I búöunum, lagt út á spaugsaman hátt. Hann vakti mikla kátinu og ekki siöur meöal Kúbana. Sá timi sem viö dvöldum I búöunum, bæöi meöan á vinnunni stóö, svo og I hléinu kringum ára- mótin, var óspart notaöur til aö fara I skoöunarferöir á hina ýmsu staöi: verksmiöjur, skóla og sjúkrahús, og einnig fengum viö þrjá eftirmiödaga frjálsg I Havana. Notuöum viö þann tima til aö fara á söfn, skoöa mannlifiö og fara I verslanir. Santa Clara 4. janúar hleyptum viö heim- draganum og héldum suöur á bóginn til borgarinnar Santa Clara. Tók feröin um 5 klst. meö rútum. Kom sykurreyrinn viö veginn oft I góöar þarfir þegar mönnum var oröiö illa mál eftir allan hristinginn. Næstu fimm daga héldum viö til I splunkunýjum kennara- háskóla, sem var tekinn i notkun strax eftir aö viö fórum. Þessir dagar voru nýttir á hinn fjöl- breytilegasta hátt. Viö heimsótt- um m.a. áveituiöjuver, sykur- verksmiöju, sykurútflutnings- miöstöö, samyrkjubú þar sem unniö er tóbak og fullunniö i vindla, vefnaöarverksmiöju sem Kristin Bergsteinsdóttir, Sigurbjörg Geirsdóttir og Guörún Kristinsdóttir, ásamt tveimur öörum liös- mönnum Brigada Nordica, heiisa uppá nýfæddan Kúbana á fæðingarheimili I Santa Clara. ^ Brigööufélagar I steypuvinnu. Greinarhöfundur meöhúfu og skegg á fiiiöri mynd. MBHUMmmmmmsmKm mm wsm wmmmmmmmmsMwmmmmmm&mwmmMmmia Kúbu framleiöir árlega dúk sem mundi ná ca. 40 sinnum eftir hringvegin- um, Iþróttaháskóla, háskóla héraösins og framhaldsskóla sem nefndur er eftir Che Guevara, en hann stjórnaöi innrásinni I þetta fylki i byltingunni. Eitt kvöld fórum viö á fund CDR-nefnda (nefndir til varnar byltingunni). Þessar nefndir eru starfandi um allt land, i borgum og sveitum. I upphafi voru þessar nefndir, einsog nafniö gefur til kynna, skipulagöar sjálfboöaliös- sveitir til varnar byltingunni, en á seinni árum hefur starfiö snúist I ýmiskonar sjálfboöaliösstörf á svæöi hverrar nefndar. Svo til all- ir yfir 14 ára aldri eru virkir i þessum nefndum á einn eöa ann- an hátt. Þær sjá t.d. um um- hverfishreinsun og -vernd, skipuleggja og standa fyrir full- oröinsfræöslu og aöstoöa ellilif- eyrisþega og öryrkja eins og þarf. Meö þessu ágætisfólki dvöldum viö I góöu yfirlæti fram undir miönætti, þágum veitingar og vorum leyst út meö gjöfum. Tvo eftirmiödaga tókum viö ró- lega og sleiktum sólskiniö á baö- ströndum.Fannst okkur þaö eftir- læti hiö mesta, en hinsvegar fara Kúbanir litiö á baöstrendur á veturna, og þótti mörgum þeirra þetta norræna fólk skritiö aö busla I sjónum og vera nær nakiö i ekki hlýrra veöri (u.þ.b. 25 gráöa heitt). Aö kvöldi 8. janúar var haldin i skólanum skilnaöar- og kveöju- hátíö. Var þaö mikil matarveisla meö rikulegum veitingum af fljótandi meölæti. Flutt voru kveöjuávörp á báöa bóga og siöan dansaö fram eftir nóttu. Var langt liöiö nætur þegar fariö var aö sofa, enda hver siöastur aö skemmta sér meö góöum kunn- ingjum. Kveðjustundin Daginn eftir var haldiö heim úppúr hádegi. Þennan dag var mjög heitt og fækkuöu menn þvi fötum I rútunni, einsog frekast þótti sæmandi, en þó svo aö bil- stjóranum þótti nóg um. Til búöanna var komiö undir kvöld. Ekki var langur timi til stefnu, þvi halda skyldi til Havana kl. 4 um nóttina. Var tim- inn notaöur til aö taka saman dót- iö, kveöja kúbanska vinnufélaga og aöra kunningja sem viö höfö- um eignast meöan á dvölinni stóö og spjalla saman. Var þvi litiö um svefn þessa nótt, enda fannst flestum ekki ástæöa til aö eyöa siöustu stundunum á Kúbu i svefni. Til Havana var svo haldiö á til- settum tima. Fylgdi okkur þang- aö hópur af kúbanska fólkinu sem haföi unniö og feröast meö okkur. Höföu myndast sterk vináttubönd millum okkar á þessum tima og var þvi kveöjustundin trega blandin, svo ekki sé fastar aö oröi kveöiö. Kvöddum viö meö eftirsjá þetta ásætis fólk, sem haföi gert hvaö þaö gat til aö gera okkur dvölina sem ánægjulegasta. Þar og hér Þegar litiö er til baka, er margt sem upp i hugann kemur, ef leggja á mat á þaö sem fyrir augu og eyru bar. Kúba er um flest ólik þvi sem maöur hefur átt aö venjast. Ljóst er, aö þótt þróun atvinnuveganna hafi veriö hröö og markviss I rétta átteftir byitingu, og afkoma fólksins hafi batnaö, þá er margt eftir ógert, en þaö er nú reyndar viöar en á Kúbu. Þaö er erfitt aö bera saman lifskjör á Kúbu og lslandi og fer sá samanburöur sjálfsagt eftir viömiöun hvers og eins. Sumir reikna út lifskjör eftir fjölda bila, sjónvarpstækja og sima. Kúban- ir eiga fáa bila, notast mikiö viö almenningssima, en eiga sjón- varpstæki á hverju heimili. Laun á Kúbu þættu lág hér, en ýmislegt er þar ódýrara, t.d. nemur húsaleiga aldrei nema 10% af launum(algengustu launin 75-100.000 kr. á mánuöi). Nemendur fá ekki bara fria kennslu, heldur einnig mat, bæk- ur, föt og oft einnig vasapening frá skólanum. Heilbrigöisþjón- usta er ókeypis. Ekki eru greiddir skattar af launum. Vöruúrvaliö þar þætti eflaust klént I okkar neysluþjóöfélagi. Rafknúin . heimilistæki eru sjald- séö. Fatnaöur þætti sjálfsagt fá- breyttur, en hann er snyrtilegur: En fólkiö viröisthafa þaö sem þaö þarf: fæöu, húsnæöi og klæöi. Verölag á helstu nauösynjum hef- ur haldist óbreytt aö mestu s.l. 15 ár, og hefur hver og einn rétt til aö kaupa ákveöiö magn, en veröur aö greiöa dýrara veröi ef hann vill meira. Glingur, glys og óþarfi er ekki til i verslunum, og auglýsingar og áróöur um meiri og meiri neyslu þekkist ekki. Einu auglýsingarnar sem viö sáum á Kúbu voru hvatningar til fólksins um aö sýna árvekni, auka framleiösluna og sýna sam- stööu meö kúguöum þjóöum þriöja heimsins. Tvær áróöursherferöir eru nú I gangi á Kúbu. önnur beinist aö þvi aö fólk skuli sýna meiri aga og vinnusemi á vinnustaö. Hin beinist aö fulloröinsfræöslunni: allir eiga aö vera búnir aö ijúka 6. stigi fyrir árslok 1980. Athyglisvert fannst okkur hve hinn almenni borgari var upplýstur pólitiskt og virtist 1 nánum tengslum viö þaö sem var aö ske i landsmálum Enda er stjórnkerfiö byggt upp meö virkri þátttöku almennings. T.d. var ný- lokiö umræöu um félagsmálalög- gjöf, er lögö var fram á þjóöþing- inu. Endanleg gerö hennar mótaöist af þeirri umræöu sem sett var i gang um land allt og þeirri gagnrýni sem kom þar fram. Þannig eru öll stærri mál unnin upp áöur en þau eru lögö fyrir þingiö. Litlir grœnir froskar Nokkuö viöa sáum viö húnæöi sem okkur fannst heldur nötur- legt til ibúöar, en unniö er mark- visst aö útrýmingu lélegs hús- næöis, meö miklum bygginga- framkvæmdum. Afar mikil áhersla er lögö á landbúnaöarframleiösluna. Syk- urinn er sem fyrr grundvöllur efnahags Kúbu, en aukin áhersla er lögö á kjötframleiöslu, holda- naut og kjúklinga, svo á margs- konar ávaxtarækt. Komum viö m.a. á rikisbú þar sem slik rækt- un var á um 4000 ha lands. Einnig sáum viö viöa mikil flæmi undir tóbaksrækt. Þeir þurfa aö þekja tóbaksakrana meö dúk sem manngengt er undir. Þaö er gert til varnar ásókn skordýra I jurt- ina. Viö uröum ekki fyrir teljandi óþægindum af skordýrum. Moskitóflugurnar voru aö visu ætiö tilbúnar á nóttunni ef menn voru óvarkárir meö flugnanetin sem viö sváfum undir. Virtust þær leggja suma I einelti en sáu ekki aöra. Kvenfólkiö kvartaöi reyndar ekki siöur undan ágengni lltilla grænna froska, sem sáust stundum hoppandi um. Þeir hyllt- ust til aö koma sér fyrir á veggj- um kvennaklósettanna og stökkva siöan niöur á bakiö á stelpunum, þegar verst lét. Þar sem fólk gekk yfirleitt léttklætt, gat þeim brugöiö illa viö svo óvænta árás. Veröur nú látiö staöar numiö I þessum hugrenningum frá Kúbu? margt er enn sem ógetiö er, en ekki er hægt aö gera öllu skil, Eftir lifir minningin um ánægju- lega ferö, gott fólk og framandi land, þar sem manni leiö einsog best veröur á kosiö.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.