Þjóðviljinn - 24.02.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.02.1980, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. febrúar 1980 i Breiöholtshverfum hefur veriö tekist á viö geigvænlegan húsnæðis- vanda. Verkalýðshreyf- ingin hefur með samn- ingum við ríkisvald og bæjarfélag unnið stór- virki. í upphafi var spáð illa fyrir Breiðholti I og framkvæmdanefndar- áætlunum allt fundið tii foráttu/ enda fundust þeir aðilar í stétt bygg- ingarmanna sem fannst að sér vegið með þessu félagslega átaki. Hverfið hlaut uppnefnið Skotholt í munni gárunga og þótti KRAKKARNIR vondur kostur að þurfa að búa þar. Þetta hverfi hef- ur heldur betur rétt úr kútnum og er að verða i röð hinna snyrtilegri i borginni. I Fellunum hefur risiö byggö blokka sem eru bæöi langar og stórar. Hér er um aö ræöa bæöi leigublokkir borgarinnar og aðrar sem beinllnis eru byggðar sem verkamannabústaöir. beim sem ekki er haldinn geig- vænlegu timburhúsasnobbi finnst þessar blokkir I sjálfu sér ekki ljótar, en hér virðist öll snyrtimennska víðs fjarri. Malbikiöá plönunum er illa lagt og hallar viöa frá niöurföllum. Allir veggir þessara gulu blokka eru útkrotaöir, giröingar brotn- ar og grasflatir troðnar i svaö. Þegar leitað er álits ibúanna á þessu samfélagi er tvennt áberandi. Krakkarnir og ung- lingarnir eru ánægö meö tilver- una, en fulloröna fólkiö ekki. Krakkarnir láta vel af félagslif- inu I hverfinu, á plönunum, i Fellahelli og hjá iþróttafélag- inu. Fulloröna fólkiö ber hins vegar flestu saman um að illt sé að hópa svo margar barna- fjölskyldur saman á litiö byggöasvæöi. Fólkinu þykir ónæöi aö krakkaskaranum, enda ber svolitiö á rúðubrotum og öörum skemmdarverkum. Einn maöur nýfluttur i hverfiö kvartaöi undan foreldrunum, þeir brygðust ókvæöa viö, ef kvartaö væri undan krökkun- um, i stað þess aö taka ábend- ingar til greina og aga börnin. Sem ljósmyndara kemur mér hverfið fyrir sjónir sem lifandi, margbreytileg þyrping. Auðvelt er aö finna skemmtileg mótlv, þótt byssugleöi einkenni dapur- lega mikiö leiki barnanna. Hins vegar er hverfiö ekki snyrtilegt. Fyrrum leysti bæjarfélagiö skyldan vanda meö Bjarnaborg og ámóta snarreddingum. Mjög áberandi var hve slikir sam- félagshættir höföu neikvæö áhrif á börn sem ólust þar upp. Ég ætla ekki beinlinis aö llkja Fellunum viö Bjarnaborg en eigi að siöur finnst mér meira en vafasamt aö verkalýöshreyf- ingin leysi húsnæöisvanda sins fólks meö þvi aö smala þvi sam- an I favcllur.Best væri ef hægt er að halda þeirri stefnu, sem lengst af einkenndi byggöina i borginni, aö fólk af hinum ýmsu stéttum búi saman i hverfunum. I FELLUNUM

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.