Þjóðviljinn - 24.02.1980, Blaðsíða 19
Sunnudagur 24. febrdar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19<
visna-
mál 4t
Umsjón:
Adolf J.
Petersen
Hún var fyrrum falleg bj örk
Marga álitsgerð er aB finna
i vel geröum vlsum um dægur-
mál og stundarfyrirbæri, þar
sem lýst er viðhorfum til þess
sem fyrir eyru og augu ber
hversdagslega. Menn hafa til-
hneigingu til að kalla þær vis-
ur dægurflugur, tækifærisvis-
ur um skammtima fyrirbæri,
þeim er sjaldan spáð löngum
lifdögum I minningunni, en að
þær muni hverfa af vettvangi
sinum sinum næstum eins
fljótt og þær urðu til.
Gott dæmi um slikt eru þær
vlsur sem nii um þessar
mundir verða til vegna stjórn-
málaumstangsins, þeim er
mörgum spáð gleymsku þegar
frá liöur, en þá kemur bara
annað stjórnmálaástand, önn-
ur en þó svipuð viöhorf til
vandamálanna og þeirra
manna sem með þau mál fara.
Um menn og málefni verður
ort þá eigi siður en nú, svo
óhætt mun vera að spá dægur-
flugunum i visnagerð langlifi.
Tækisfærisvisurnar, eða
dægurflugurnar eins og sumir
vilja kalla þær, eru oft mjög
snjallar og vel kveðnar, bera
það með sér að höfundar
þeirra kunna vel að koma orð-
um aö þvi sem þeir eru að
kveöa um.
Nú, hvað sem um þetta má
segja skal taka hér visur"bæði
frá fyrri og siðari timum,
velja þær af handahófi sem
einskonar þverskurð af tæki-
færisvísum, og láta svo
lesendur dæma um hvað
þeim finnist, hvað muni verða
sigilt og lifa lengi, og hvaö
þeim þyki miður gert og verði
þvi skammlift.
1 tilefni af auglýsingu eftir
vlsum um siglingar, sendir
einn sem, kallar sig Á., eftir-
farandi:
Landsfeður á lekum knör
lenda ei. að slnni,
negla sig i Natós vör
njóðs á siglingunni.
Annar höfundur sem nefnir
sig L.L. segir um stjórnar-
amstriö:
Falsar mengi flaustri skráð
frestar hengingunum,
— togast lengi um lög og ráð
með leiðu flengingunum
Ennþá berast botnar við vis-
una, „Fellur gengi” osfrv.
Það kann að vera að þessi
ofanritaöa vísa hafi átt að
vera tveir botnar við þá vísu,
en síðari hlutinn var skrifaður
með þvi rúnaletri sem ritari
Vísnamála átti erfitt meö aö
lesa.
Fellur gengi, felast ráð
Fróns I þrengingunum.
Einar Eyjólfsson Mjóuhliö
10 botnar þannig:
Kalla drengir kaupin skráð
krata i sprengingunum»
Mörgum finnst ólafur
Jóhannesson vera mjög virðu-
legur stjórnmálamaður, eins
og fram kemur I þessari vlsu:
Allir virði ólaf Jó,
afa rikisstjórnar,
fyrir lýðinn, land og sjó,
lifi sinu fórnar. zx,
Viöhorfum sinum til stjórn-
málaþrefsins lýsir Jóhannes
Benjaminsson i þessum
tveimur visum:
Hcyrir spár um frama fár.
feyra dárann bitur.
Meira en sár, I geði grár,
Geir I tárum flýtur.
Fölnar foringinn tæpi,
fegurstu vonirnar brunnar.
Ef að augnaráð dræpi,
örendur lægi Gunnar.
Þá fá kratarnir sendingu frá
G.E. sem segir:
Falskir krata forkólfar
fjöðrum Ihalds, stélið
skreyta.
Möppudýra múlálfar
mjög nú þjóðarsómann
reyta.
í Kanada var kosninga-
barátta nú fyrir skemmstu. í
bréfi sem hingaö kom nú á
meðan á þeim slag stóð, segir:
,,Nú er kosningaundirbúning-
ur I algleymingi hér, og aldrei
hefur veriö logið af meiri list”.
Litið lagast liöiö hér,
þeir rússa raga rauða.
Sama sagan sögð nú er
kanar klaga kauða.
Jói jagast, japlar Pierre,
þeir nöldra, naga.nauða,
enginn aga af þeim ber
sem drauga draga dauða.
Þetta er næsta óþekktur
bragarhátturhér á landi, það
eru þrír stuðlar I hverri hend-
ingu, þó ekki samstuðla við
hver annan en rimi er haldið.
Sinn er siður i landi hvoru,
getum viö sagt. Það er Brand-
ur Finnsson I Arborg Mani-
toba sem svona kveöur og
bætir svo viö: „Það er skiljan-
legt aö margur þingmaðurinn
leggi niður rófuna og hlaupi i
felur til að foröast ástandiö,
þessvegna botna ég vísuhelm-
ing þinn:
Fellur gengi, felast ráö
Fróns I þrengingunum,
Velludreng er varla láö
aö verjast flengingunum.”
Vestur-Islendingar hafa ort
um fleira en pólitik, t.d. yrkir
Einar Páll Jónsson fyrrum
ritstjóri Lögbergs i Winnepeg
um prest:
t blindni hann gekk sinn
vigsluveg
sem vixlaður, þvældur
hestur.
Er nokkur andstyggð
eins ömurleg
og Islenskur þokuprestur.
Einar Páll orti ekki ætið eins
eöa með liku hugarfari. A leiði
góðs drengs kvað hann:
Yfir þér er enginn krans
og illa hlabið leibi,
þvi fyrir heill þins
föðurlands
féllstu á besta skeibi.
Um gamla konu kvað Einar
Páll:
Hún var fyrrum fjalleg
björk,
frjáls sem æskutrúin,
Nú er hún eins og eyðimörk
öllum gróðri rúin.
Um efnabóndann sem kom i
kaupstaö kvaö Jón Þorsteinss.
frá Arnarvatni:
Hér er öll min ull I poka
og ögn I belg.
Svo er ögn I öðrum poka
og ögn I litlum belg.
Skrifað stendur: Dæmið
ekki svo þér veröiö ekki
dæmdir. Gott væri nú að visir
menn hefðu þetta i huga áður
en þeir láta dóma falla yfir
ungu og óhamingjusömu fólki.
Þér munuö lifa, en ég fer til aö
deyja, sagði einn sakborning-
urinn. Sá sem dæmir lætur
dóminn einnig óbeinlinis falla
yfir saklausa ættingja hinna
seku. Ef til vill er það i þessu
tilfelli, sem G.E. i Reykjavlk
kvað:
Vonin bjarta veröur tál
varla skarta dómar,
klökkt er hjarta, kalin sál,
klukkan svarta hljómar.
Eygöi móðir ungan hlyn
upp er spratt á vori.
Þó vermi sálar vonar skin,
varla brosa þori.
G.E.
Nú eru komnir svo margir
botnar við, Fellur gengi osfrv.
að sjálfsagt er kominn timi til
að biöja lesendur um fyrrhlut-
ann aö þessum botni:
Alvarlegum augum leit
afrek verka sinna.
Komi nú allir kvæöamenn
og kveði fyrrihlutann!