Þjóðviljinn - 24.02.1980, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 24.02.1980, Blaðsíða 18
I » ,1 % b ’ * > »1 b '* r f§ U h • 1 i *»H \ l.í •» •«*/»» í»ti 18 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 24. febrúar 1980 Hjördfs Bergsdóttir Sæl nú! 1 dag tökum viö fyrir lag sem fyrir langa langa iöngu fékk nafniö „Striössöngur jafnaöarmanna”. Lagiö sem er frá þvi um aidamótin síöustu geröi Chr. Joseph Rasmussen en Ijööiö er eftir U.P. Overby. tslensku þýöinguna geröi Þorsteinn Gislason. Lagiö er hér skrifiö út í B-dúr en þaö mun vera þægilegra aö syngja þaö i G-dúr. Stríðssöngur jafnaðarmanna G D G Sjá roðann í austri! — Hann brýtur sér braut! D A7 d Fram bræður! — Það dagar nú senn! G D7 G Þeir hæða vorn rétttil að rísa f rá þraut, D A7 - D vorn rétt til að lifa eins og menn. D G :/: Þeir skammta okkur frelsi, þeir skammta e -----------okkur brauð c a G D~-^ G DG — Hvað skóp þeirra drottnandi auð? :/: A heröar oss ok fyrir öldum var lagt, — þaö ok hefur iamaö vort fjör. En vér erum fjöldinn; þvisé þaö nú sagt: Vér sverjum aö rétta vor kjör. Og vakniö nú bræöur til varnar I nauö! — Vor vinna — hún skóp þeirra auö. A heimilum vorum er hungur og sorg, fóik horaö og nakiö og kalt. t auömannsins gluggum, sem glitra viö torg, er glóbjart og skinandi allt. En hatriö skal vaxa meö vaxandi nauö! — Vor vinna — hún skóp þeirra auö. Vér lifum í ánauö og eigum ei völ á ööru en þrældómi hér. Og prestarnir hóta meö hegnandi kvöl i heivitis brennisteins-hver. En bugum þá haröstjórn, sem hneppti oss I nauö, og heimtum vort daglega brauö! Til grunna skal bráölega hrynja sú höll, sem hróflaði upp gullkálfsins þý! Nú hönd þina, bróöir! — því heimssagan öil skal héöan af byrja sen ný! Vér vöknum I eining til varnar gegn nauö, og vinnan skal gefa okkur brauö. t y Lm 13? LJ r G-hljómur ir t D-hljómur A7-hljómur Háskólabió: Humprey Bogart á mánudögum Háskólabió tekur upp á þeirri skemmtilegu ný- breytni næstu mánudaga, aö sýna þrjár gamlar og góöar Humphrey-Bogart-myndir. Sýndar veröa myndirnar The Big Shot (1942), The Enforcer (1951) og The Big Sleep (1946). Þessi syrpa byrjar nú á mánudaginn, meö sýningu á The Big Sleep, sem er frægust þessara þriggja mynda. Leikstjóri er How- ard Hawks, sem var á sinum tima einn af fremstu leikstjórum Hollywood og geröi margar þekktar myndir: gamanmyndir, vestra og glæpamyndir, en af þeim siöasttöldu er The Big Sleep ein sú fræg- asta. 1 henni leikur Humphrey Bogart einkaspæja- ra, og kona hans Laureen Bacall leikur aöalkven- hlutverkiö. Er ekki aö efa aö margir munu fagna þessu tækifæri til aö endurnýja kunningsskapinn viö þau ágætu hjón. Háskólabió: Vígamenn (The Warriors) Bandarlsk, árgerö 1979. Aö sögn framkvæmdastjóra Háskólabiós er þessi mynd frægust fyrir aö hafa veriö bönnuö I Sviþjóð. Astæöan fyrir þvf banni er eflast sú, aö myndin er frá upphafi til enda dýrðaróður um ofbeldi og sem slik ágætlega til þess fallin aö gefa ungu fólki nei- kvæöar hugmyndir. 1 Bandarikjunum var myndin bönnuö innan 17 ára, en yngra fólk má þó sjá hana þar I fylgd meö fullorönum. En þar vestra er þaö ekki ofbeldiö sjálft sem menn setja fyrir sig, heldur málfariö! Þaö er nefnilega talaö götustrákamál i myndinni. 1 stuttu máli sagt fjallar myndin um slagsmál og uppgjör milli óaldarflokka i New York. Einn flokkurinn heitir Vigamenn og eru þaö aöalhetjur myndarinnar. Þeir eru raunverulegar hetjur: fáir en knáir, kýla alla I klessu og eru svo sætir og rómantiskir inn á milli. Allt er stflað upp á samúö áhorfenda meö þessum strákum, en engin tilraun gerö til að útskýra þá nánar, t.d. segja frá heimilis- aðstæöum þeirra, þjóðfélagsstööu eða ástæöunum fyrir þvi aö þeir lentu úti á þessari braut. 1 staöinn eru þeir rómantiseraöir upp úr öllu valdi. Myndin ^erist aö mestu leyti á neðanjárnbrautarstöövum aö nóttu til. Frá listrænu sjónarmiöi býður myndin ekki upp á neitt nýtt, hún er þokkalega gerö á mæli- kvaröa fjöldaframleiðslunnar. Spurningin er bara sú, hvaöa erindi þessi framleiösla á i Háskólabió, og hvort ekki heföi veriö nær að fara aö dæmi Svia. Austurbæjarbió: Land og synir tslensk. Argerö 1980. Leikstjóri Agúst Guðmundsson. Þessi þekkta saga er nú komin á ræmu Agústar eins og alþjóö veit. Loksins er hægt að horfa á Is- lenska kvikmynd án þess aö skammast sin. Þetta er ein besta umsögn um Kvikmyndasjóð sem hægt er að fá. Myndin lýsir á hlutlausan hátt flutningi úr sveit I borg, en myndrænar lausnir segja sögu þar sem handritið hættir. Leikendur skila hlutverkum sinum vel, en án þess aö á annan sé hallað, veröur aö segja aö Jón Sigurbjörnsson sker sig úr hvaö leik varöar. I heild er þetta besta kvikmynd sem Islend- ingar hafa gert. Til hamingju Agúst! Og skemmtið ykkur vel! Stjörnubíó: The China Syndrome Bandarisk. Argerö 1979. Handrit og ieikstjórn: James Bridges. Jane Fonda leikur sjónvarpsfréttamann sem smám saman kemst aö raun um aö yfirstjórn kjarnorkuvers vill halda sannleikanum frá almenningi varöandi starfsemi versins. Stórslys er i uppsiglingu og fréttamaöurinn kemst I sálar- kreppu: A hún að segja sannleikann i málinu eöa ekki? Myndin var gerö áöur en kjarnorkuslysiö fræga geröist I Harrisburg, en þaö slys ýtti mjög undir sannleiksgildi myndarinnar og gerði skyndilega þá ógn sem mannkyninu stafar af kjarnorkuverum ljósa fyrir almenningi. Þetta er mynd sem fyllilega má mæla meö. i rosa Æfingin skapar meistarann Jón Sólnes gerist uppboös- haldari á Akureyri. Fyrirsögn I VIsi Hrun skynsemistrúarinnar Leiftursóknin, sem Sjálfstæöis- flokkurinn boöaöi gegn verö- bólgu, var skynsemisrödd, sem engan varöaöi um og gekk þvert á lifsstíl Islendinga. Orslit kosning- anna uröu samkvæmt þvl. Og þegar flokkar eru farnir aö tapa kosningum á skynsemi, þá þarf varla aö búast viö aö þeir haldi henni til streitu. Indriöi G. Þorsteinsson IVIsi Hættur framabrautarinnar Geir viröist vera fyrir löngu búinn aö tapa vinsældum slnum, enda kannski ekki undarlegt. Hann heföi aldrei átt aö hætta i sinni tryggu borgarstjórastööu. Þar var'hann alveg ágætur, enda lék líka allt i lyndi i þá daga, veröbólgan ekki komin upp úr öllu valdi, — flokkur hans átti meirihluta I borgarstjórninni. En siöan hann fór I landsmálapólitik- ina hefur frekar sigið á ógæfu- hliöina, bæöi fyrir honum og þjóð- inni allri. Lesandabréf I Dagblaöinu Húsráð við kvefi Nakin kona með skuröarhníf minnkar hættuna á sýkingu. Fyrirsögn i Morgunblaöinu. Hæfileikar arkitektanna Háteigsvegur, 160 fermetra ibúö ásamt risi meö bilskúr. Auglýsing i Morgunblaöinu. Framfarir í fréttaf lutningi Stjórnvöldin treysta einhliöa á upplýsingar Bandarlkjamanna Fyrirsögn I Helgarpósti. Tilgangurinn helgar meðalið Um þaö hvort hann teldi sig vera aö þjóna tveim herrum, svaraði séra Frank þvi neitandi, þar sem tilgangurinn væri fyrst og fremst aö koma fólki á slóðir Bibliunnar á viöunandi veröi. Heigarpósturinn Barnið flogið úr hreiðrinu? Tveir páfagaukar og búr til sölu. Einnig barnarúm meö dýnu (koja). Auglýsing I Dagblaöinu Spyr sá sem ekki veit Telst klám menning? Fyrirsögn I Velvakanda Ekki er ráð nema í tíma sé tekið Sveigjanlegri reglur um aldurshámark rikisstarfsmanna. Fyrirsögn á grein eftir Birgir Isl. Gunnarsson Járnsæng? Skipafyrirtæki i eina sæng. Fyrirsögn I Morgunblaöinu Varð hún dimmrödduð? Faðir haföi dóttur slna á brjósti. Fyrirsögn I Morgunblaöinu Uppástunga Óska eftir aö komast I kynni viö lækni eöa Kinverja sem fram- kvæmir akupunktur. Auglýsingi Dagblaöinu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.