Þjóðviljinn - 24.02.1980, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 24.02.1980, Blaðsíða 23
Sunnudagur 24. febrúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23 Frá mannúð- arstefnu til ' vísinda From Humanism to Science 1480-1700. Robert Mandrou. Translated by Brian Pearce. Pelican History of European Thought. Vol III. Pcnguin Books 1978. Bókin kom fyrst út i Parfs 1973 og þótti meö betri bókum um efnið, sem hún spannar. Höf- undur setti einnig saman ágæta bók um galdramál á Frakklandi á 17. öld, sú.kom út 1968. •I þessari bók er fjallað um arf- leifð miðalda og þær breytingar sem urðu i andlegu lifi og smekk manna vitt um Evrópu meö uppkomu endurreisnarstefn- unnar, við landafundina og nýjar rannsóknir á fornum höfundum og bibliuþýöingar. Höfundur rekur þetta allt af miklum lær- dómi og sýnir fram á hversu upp- koma prentlistarinnar átti mikinn þátt i þvi að breiða út hinar nýju kenningar og veita fleirum tækifæri til að sinna and- legum málefnum. Trúardeilurnar urðu þess vald- andi að umræður um trúarefni urðu mál málanna og við þær hræringar, sem upp úr þeim spruttu, komu fram nýjar viðmiðanir og nýtt mat. Lærdómsiðkanir urðu fjölbreyti- legri. I listum komu fram nýjar kenningar, sem rufu hina hefð- bundnu þjónustu listanna við kirkjuna,og rannsóknir á fyrir- bærum náttúrunnar hefjast. Bók þessi er ágætt inngangsrit að timabilinu. Höfundurinn leggur mikla áherslu á þátt intellectúala i þeim breytingum sem verða, hinir nýju „klerkar” Erasmus, Budé, Bodin, Leibniz ofl.ofl. koma hér mjög við sögu. Jesúita- reglan átti mikinn þátt að bættu skólakerfi vitt um lönd og þaðan komu margir ágætir fræðimenn og höfundar. Höfundinum tekst að gera frásögn sina læsilega og mynd hans af timabilinu eykur skilning á ástæðunum að þeirri grósku i andlegum efnum sem einkenndi 17. öld öðrum i öldum fremur, en þá komu fram þeir höfundar sem hæst ber i evrópskri menningarsögu. Mandrou sýnir fram á hin öru andlegu samskipti sem fræði- menn i Evrópu áttu sin i milli, þrátt fyrir erfiöar samgöngur og ýmiskonar ytri hamlanir. Og hér á landi var sama gróskan, einkum i ljóöa*og sálma- gerð, sjaldan hefur betur verið ort hér á landi en á 17. öld. Tengsl lærðramannaviðumheiminn hér- lendis hafa sjaldan verið meiri og og islensk samtimakennd jafn ná- in evrópskri. Provisialisminn tók ekki að móta islenska menningu fyrr en siðar og þá einkum eftir að samgöngur tóku að glæöast, og þá dofnaði jafnframt yfir sam- timakennd islenskra fyrir evrópskri menningu, einkenni samfélagsins sem jaðarssam- félags ágerðust og verstu einkenni provinsialismans jukust, sem birtist i þvi aö það lakasta frá öðrum samfélögum er lapið upp og þykir ágætt, en raun- veruleg menningarverömæti eru litt eftirsótt. Þetta einkenni er orðiö sérlega áberandi i þvi þétt- býli, sem ætti að vera gluggi að umheiminum og helst sem opnastur fyrir hræringum samtimans, en þar virðist þess vera vendilega gætt að hleypa aöeins i gegn þvi auðkeyptasta og þá helst útsöluvarningi. Hólar og Skálholt voru á 17. öld merkir miðlar heimsmenningarinnar en á þeirri 20. er arftaki þeirra staða mesta próvins-borg á Norður- löndum. af gördum gróðri og Lesendur eru hvattir að hafa samband við síðuna varðandi hinar grænu hliðar lífsins! Umsjón: Hafsteinn Hafliðason. HNÝÐI og LAUKAR í dag er konudagurinn og allir karlar hlaupatilog kaupa blóm handa konum sínum og mæðrum. Og úr því að þið eruð í blóma- búðinni á annað borð, þá vil ég benda ykkur á tæki- færið að spyrja blómasal- ann hvort hann hafi ekki á boðstólum amaryllis- lauka eða gloxiniu- og be- góníuhnýði. Allar þessar plöntur er auðvelt að rækta og þær launa svo sannarlega eldið sitt með blómunum. Amaryllis eða riddarastjarnan —Hippe- astrum hortorum (af hippos = hross, astrum = stjarna, hort- us = garður) er státin laukjurt frá Perú ættuð. Reyndar er hún ekki hrein tegund grasafræði- lega séð eins og svo margar aðr- ar skrautjurtir, heldur tilbún- ingur garðyrkjumanna sem kominn er fram við markvissa erfðablöndun margra skyldra tegunda. Gróðursetjið laukinn i 15 sm leirpott þannig að um það bil þriðjungur standi upp úr mold- inni. Sé plastpottur notaður þarf að setja nokkuð þykkt lag (2 sm) af smásteinum i botninn á honum þvi að blómklukkurnar eru nokkuð þungar og hætta er á að allt velti annars þegar hæst ber leikinn. Vökvið vel eftir pottunina og siðan ekki fyrr en blómahnapp- urinn er kominn vel upp úr lauknum. En þá er potturinn tekinn fram I dagsljósið, litiö vökvað en nóg. Ofvökvun getur valdið þvi að blómgun stoppi og blaövöxturinn taki yfirhönd- ina. Blómin standa lengijr ef tekið sem launa eldi sitt er framan af frævunni, það kemur i veg fyrir sjálfsfrjóvg- un. Að blómgun lokinni skerum við blómstöngulinn burt og auk- um vökvunina. Áburöarvatn a.m.k. hálfsmánaðarlega og Amaryllis Gloxinía gjarna finmulið eggjaskurn einu sinni yfir vaxtartimann. Um mánaöamót ágústs og sept- ember skal vökvun hætt, planta pottur og allt saman sett niður I svalan kjallara og látið standa skraufþurrt fram i febrúar - mars en þá tökum viö allt upp aftur og endurtökum allan pró- sedúrinn. Um það bil fimm-sex vikur liða frá þvi að við pottum lauk- inn þar til hann stendur I blóma. Gloxínan og hnúðbegónian þurfa hérumbil sömu meðferð og riddarastjarnan. Við hyljum hnýðin lauslega moldu, vökvum og setjum pottana hálfrokkið uns spirurnar koma vel i ljós. Við verðum að gæta þess vel að rétt hlið á hnýðinu snúi upp, venjulega er það ekki erfitt en biöjiö samt blómasalann til von- ar og vara að sýna ykkur hvað snýr upp og hvað niöur. Begóniuhnýðin eru venjulega aðeins ibjúg og grópin skal visa upp. Gloxiniuhnýðin geta veriö svolitið erfiðari, oftast má þó merkja ör ofan á þeim eftir fyrra ársins vöxt. Þegarspirurnarfara að vaxa, setjum við pottana á bjartan stað. Gloxinian þolir illa sterkt sólskin og ofvökvun. Begónian er aftur á móti harðari af sér og getur vel staðið úti i garði eftir að frostnáttum lýkur. Gefiö á- burð eins og amaryllis og þegar við höfum þurrkað upp hnýðin i september er best aö hrista af þeim alla mold og geyma þau i staðinn i sagi. Tveggja litra mjólkurferna rúmar vel fjögur til fimm hnýöi sem sett eru meö góöu millibili i sagið. Þjappið saginu vel að á milli hnýðanna og i fernuna og sagiö verður að vera þurrt. Þannig geymist þetta fram i mars. Klippt og skorið Af ýmsum ástæðum þurfum við oftast að klippa meira eða minna af pottaplöntunum okkar, hvortsem okkur líkar það betur eða verr. Sumar riflega á hverju ári til að fá fram nýja sprota með ríkulegri blómgun. Aðrar þarf aö klippa til aö fá þéttari og jafnari vöxt. Einnig þarf að tukta til blaðplöntur sem orðið hafa alltof stórar og eins er hægt aö endurnýja rytjulegar plöntur með þvi að taka ræki- lega af þeim. Besti tíminn til aö klippa er um leið og plönt- urnar fara að taka við sér á vor- in. Skoðanir fagmanna eru nokk- uð á reiki um það, hvort klippa skuli fyrir eða eftir umpottun. Flestir munu þó vera sammála um að ekki skuli klippt um leið og umpottað er. t flestum tilvik- um eru það of snögg viöbrigði fyrir plöntuna. Ef grisja þarf stórar blaö- miklar plöntur er best að gera það viku til hálfum mánuði áöur. Þá fá þær tima til að jafna sig og taka 'betur við sér i nýrri mold. En flestar blaðplöntur missa jafnan mikiö af blöðum yfir vetr- armánuðina og þær er betra að klippa u.þ.b. tveim vikum eftir umpottun. Þá sjást betur þau brum sem við viljum að sé upphaf hins nýja vaxtar. Áhöld sem við þurfum að nota við klippinguna eru góðar kvista- klippur (oröið limskæri er svo- litið hryllilegt!) og/eða beittur vasahnifur. Notið aldrei venjuleg skæri — þótt sarga megi af með þeim stórar greinar þá merja þau og skilja eftir sig treglæknuð sár. Hinsvegar getur rakblað dugaö ef taka þarf burt ungar, litt trénaðar greinar. Klippið þvert af rétt ofan við útvisandi grein eða brum. Sé klippt á ská fáum við stærri sár sem gróa verr og innvisandi brum leiða af sér leiðinlegt og eölilegt vaxtarlag og krosslæg- ar greinar. Oll sár eftir klippinguna skulu vera svo hrein og litil sem hægt er. Stærri sár gróa fyrr og betur sé boriö á þau ríbóflavin (B-2 vitamin) — ein tafla B-combi vltaminum er leyst upp i mat- skeiöaf volgu vatni, bómull vaf- ið um enda á eldspýtu, bleytt i og borið á. Þið getiö óhrædd vökvaö með afgangnum- B-1 er nefnilega gott fyrir ræturnar og eykur mótstööuafl plöntunnar; lifrænn áburður er auöugur af B-1 vitamini. Allar plöntur sem blómstra best á nýjum greinum s.s. þri- burablóm, havairósir, fúksiur, pelargóniur o.fl. þarf að klippa allmikið inn árlega. Postulins- blóm blómstrar við gömlu blómstæðin ár eftir ár og verður tilkomumeira meö aldrinum, best er að grisja það bara stór- um og sjaldan. A likan hátt meöhöndlum við neriur, þær blómstra á ársgamlar greinar — og þurfa reyndar svala vetr- arhvild til þess — viö reynum aö fá þær þéttar frá byrjun og vilj- um viðhalda þeim lágum klipp- um við þær niður annaö til þriðja hvert ár strax eftir blómgun. Jurtkenndar blómplöntur má klippa eftir þörfum en hafa ber I huga aö klippingin tefur blómg- unina i þrjár til fjórar vikur. Plöntur sem hafa bara blaö- hvirfingu niður við rót þarf að sjálfsögöu ekkiaö klippa, held- ur eru skemmd blöð tekin burt og þeim skipt séu þær of um- fangsmiklar. Gúmmitré, benjaminfikus, appelsinutré og aðrar þesháttar plöntur sem viö ölum grænkun- ar vegna, klippum við sjaldan og einungis tilneydd. Diffenbakkiu, monsteru og skyldar tegundir er dálitið sér- stakt með. Heilsiðuþáttur um þá ættkvisl alla er i undirbúningi og kemur bráðum. En i næsta þætti tökum við saman sitthvað um birtu og rakastig. Kaktusar eru lika á dagskrá og reynt verður að svara spurningum. Þið megið annars vera dug- legri að skrifa mér, gaman væri að geta birt lista (með tilhlýö- anlegu lesmáli) yfir tiu vinsæl- ustu pottaplönturnar I lok mars cða byrjun april.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.