Þjóðviljinn - 01.03.1980, Page 6

Þjóðviljinn - 01.03.1980, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. mars 1980 S.l. þribjudagskvöld var hald- inn þribji fundurinn f fundaröb Alþýbubandalagsins um konur og sósfalisma, og var aö þessu sinni fjallaö um konur og listir. Fundurinn var fjölsóttur og um- ræbur fjörugar, þótt karlsósfal- istar og karllistamenn hafi ekki beinlinis fjölmennt á staöinn. Gubmundur Hallvarbsson Katrin Didriksen Eirikur Gubjónsson Hildur Jónsdóttir Ingibjörg Ilar aldsdóttir. Umsjón af hálfu Þjóðviljans: Ingibjörg Haralds- dóttir Helga: staöa konunnar óbreytt, en kynór- ar karla minna bældir en ábur. Edda: starfandi myndlistarkonum fer fjölgandi. Gubriin: erfiöur róbur hjá konum I leik- stjórn. Fundur A. B. R. um konur og listir: „Englapíkur, sem erfitt er að gefa jarðsamband” Aöeins örfáir karlar hafa yfir- leitt sýnt þessum fundum nokk- urn áhuga og segir þab auövitaö sina sögu. En nóg um þaö. Framsögumenn voru þrir og vöktuerindi þeirra mikla hri&i- ingu fundargesta. Þessi erindi voru mjög ólik, en hvert á sinn hátt fræöandi og gott innlegg i umræöuna um stööu kvenna I is- lensku menningarlifi. Hér á siö- unni er ekki rúm til aö rekja efni þessara erinda aö fullu, né held- ur gang umræöna, en okkur þykir ómaksins vert aö gefa les- endum nokkra hugmynd um þaö sem sagt var á fundinum. Myndlist Edda öskarsdóttir mynd- listarkennari haföi framsögu um Konur og myndlist. Hún rakti I stuttu máli hlut kvenna i islenskri myndlist frá upphafi og stööuna i dag, og kom margt merkilegt fram i erindi hennar. Hún sagðist hafa gert lauslega könnun á ritverki Björns Th. Björnssonar tslensk myndlist og fundiö þar upplýsingar um 69 listamenn. Af þeim voru 60 karl- ar og 9 konur. Fimm af þessum konum voru islenskar, en fjórar af erlendu bergi brotnar. Ritiö nær yfir fyrri helming þessarar aldar og sagöi Edda, aö á siöustu þremur áratugum, þ.e. á þeim tima sem ritiö nær ekki yfir, heföi oröiö bylting á sviöi myndlistar hérlendis, hvaö snerti framlag kvenna. Þá talaöi hún um myndlistar- skólana i Reykjavfk, þar sem konur hafa jafnan veriö i meiri- hluta meöal nemenda og eins hafa konur veriö skólastjórar beggja þessara skóla. Edda benti á, aö mun fleiri konur færu i kennslu eöa önnur praktisk störf aö námi loknu en karlar. Karlar væru hinsvegar mun fjölmennari I frjálsri myndlist. Þetta sést lika betur ef athugað er hvernig kynin skiptast I Félagi islenskra myndlistar- kennara, þar sem 60 konur og 30 karlar eru félagar, og i FÍM, þar sem aöeins eru 19 konur af 90 félögum. Aö lokum gat Edda þess, aö gagnrýnendum hætti tilað fjalla ööruvisi um sýningar kvenna en karla. Þeir töluöu gjarnan um „frúna” og um fjölskylduhagi myndlistarkvenna. Hinsvegar væru karlmenn aldrei titlaöir „herrar” og enginn spyröi þá um barnafjölda eöa heimilis- hagi. En þaö er fagnaöarefni, — sagöi Edda, — aö i dag eigum viö fjölda af starfandi listakon- um. Hópurinn fer æ stækkandi og munu þær hvergi láta deigan siga. Leiklist Næst talaöi Guörún Asmunds- dóttir um Konur og leiklist. Hún sagöi, aö I leikhúsum nytu karl- ar og konur launajafnréttis, en karlar heföu miklu fleiri tæki- færi, vegna þess að I leikbók- menntum væru miklu fleiri hlutverk fyrir karla en konur. Leikritahöfundar væru lika flestir karlkyns, og þeir skrif- uöu um þaö þjóöfélag sem þeir liföu i, þar sem karlar gegndu öllum lykilstööum. Sá höfundur þætti liklega i meira lagi per- sónulegur, sem geröi konu aö sýslumanni I leikriti sinu, þar sem vitaö er aö aöeins ein kona hefur veriö sýslumaöur á Is- landi. Og svo eru þaö kvenhlutverk- in, sem leikkonur fá til aö túlka. Þaö eru konur, séöar meö aug- um karlmanns (höfundar). „Satt aö segja eru þetta oft ótta- legar englaplkur, og erfitt aö gefa þeim jarösamband!” sagöi Guörún. Ogekkibætirúrskák, aö leikkonan þarf oftast aö glima viö þessi hlutverk undir leiösögn karlmanns (leik- stjóra). Guörún ræddi einnig um þær furöulegu feguröarkröfur, sem geröar væru til leikkvenna. Fegurö leikarans hlyti aö vera sú útgeislun, sem hann gæfi i túlkun sinni, og þar giltu ekki sömu lögmál og hjá Ingólfi Guö- brandssyni og þeim félögum. Aö lokum minntist Guörún á þá erfiöleika sem konur mæta þegar þær fara aö fást viö ledk- stjórn. Ef kona beljar skipanir utan úr sal — eins og karlleik- stjórar gera — fær hún aöeins umburöarlynd bros og ekkert gerist. Ef hún hinsvegar setur upp hjálparvana bros, gerir augun rök og spyr feimnislega hvort þaö væri nokkur leiö aö fá t.d. örHtiö meiri lýsingu hægra megin á sviðinu — þá færi allt karlkyns i kringum hana af staö til aö „hjálpa stelpugreyinu.” Bókmenntir Helga Kress haföi framsögu um Konur og bókmenntir. Reyndar byrjaöi hún á þvi aö biöjast afsökunar á þvi aö hún ætlaöi alls ekki aö fjalla um þetta efni. Hinsvegar ætlaöi hún aö fjalla um konuna I bók- menntum sósialiskra höfunda (karla) samtimans, og tók sem dæmi þrjár bækur: Gunnar og Kjartan, eftir Véstein Lúövfks- son, Vatn á myllu kölska, eftir Olaf Hauk Sfmonarson, og Eld- hiismellur, eftir Guölaug Ara- son. Bók Vésteins sem gefin var út fyrir tæpum áratug, notaöi Helga reyndar sem utgangs- punkt til samanburöar viö nýrri bækurnar tvær, og komst aö þeirri niöurstööu aö á þeim ár- um sem liöu milli útkomu bók- anna heföi staöa konunnar ekk- ert breyst. Þaö sem heföi breyst væri hinsvegar þaö, aö kynórar karlrithöfunda væri ekki lengur eins bældir og áöur. Þessa niöurstööu sina rök- studdi Helga meö dæmum úr bókunum Vatn á myllu kölska og Eldhúsmellur. Hún vitnaöi I breska rithöfundinn Juliet Mitchell, sem er einn helsti hug- myndafræðingur kvennahreyf- ingarinnar nýju, og sem hefur m.a. bent á, aö til þess aö greina stööu konunnar veröi aö hafa i huga fjóra þætti: framleiösluna, æxlunina, kynferöiö og félags- mótunina. Karlrithöfundum hætti hinsvegar til aö skoöa kon- una eingöngu i afstööu viö karla, þ.e. meta stööu þeirra eingöngu út frá kynferöisþætt- inum. Juliet Mitchell sér frelsunar- möguleika konunnar i kynfrelsi, en hún bendir jafnframt á aö þetta kynfrelsi geti lent á villi- götum og oröiö aö pornóbylgju, og þaö taldi Helga hafa gerst i bókum þeirra Olafs Hauks og Guölaugs. Hún sagöist viss um aö þessum höfundum gengi aö- eins gott til, og þeir vildu i raun og veru lýsa konum, en þá skorti þekkingu á kvenlegri reynslu og kvenlegri vitund, og þessvegna yröi Ur þessu kynórar og klám. — Aöur voru konur hreinlega ekki til staöar i bókum karlrit- höfunda, en nú eru þær i rúminu — sagöi Helga. Aö lokum benti hún á, aö enginn sósialiskur kvenrithöfundur heföi komiö fram á Islandi siöan Svava Jakobsdóttir og Jakobina Siguröardóttir gáfu út sinar fyrstu bækur, og spuröi: af hverju? Sem fyrr segir var mjög góö- ur rómur geröur aö öllum þess- um framsöguerindum, og margt fróölegt kom einnig fram { umræöunum á eftir, en þvi miöur er ekki rúm á siöunni fyrir þær. — ih 8. mars er um næstu helgi! Einsog allir vita, sem aðgang hafa að alman- aki, er 8. mars á laugardaginn kemur. Þá er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Rauðsokkar hafa nú um nokkurt skeið hald- ið upp á daginn á myndarlegan hátt, ým- ist einir sér eða i sam- vinnu við aðra. í ár verður lika látið að sér kveða. 8. mars-aögeröirnar hér I Reykjavik veröa væntanlega auglýstar i fjölmiölum I vik- unni og nánar veröur sagt frá þeim á jafnréttissiöunni næstu. En viöar munu konur hugsa til hreyfings en i henni Stór-Reykjavík. Viö höfum frétt af hópi einum ötulum á Egilsstööum, sem undirbýr nú 8. mars-fund, af miklu kappi. Hópurinn hefur m.a. gefiö út dreifi- bréf, sem boriö hefur veriö I hús þar á staönum. Þar er aö finna upplýsingar um fyrirbær- iö 8. mars og hugleiöingar um stööuna i jafnréttismálum á Islandi I dag. Loks eru Egils- staöabúar hvattir til að leggja hönd á plóg og ganga til liös viö hópinn. Viö tökum undir þá hvatn- ingu, og sendum jafnréttissinn- um á Egilsstööum og annars staöar á landinu baráttukveöjur og óskir um viöburöarlkan 8. mars.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.