Þjóðviljinn - 01.03.1980, Side 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. mars 1980
Játvaröur Jökull Júliusson.
Heill vertu og sæll, Helgi Seljan.
Lengi hefir dregist þaö
vestfirska svar, sem nú loksins
ætlar aö lita dagsins ljós. Þaö
varö fljótt allfrægt þegar þú
sagðir okkur Vestfiröinga
skrjítinn þjóöflokk þegar Kjartan
okkar Ólafsson náöi ekki kosn-
ingu I vetur.
Þaö var tekiö eftir oröum þin-
um, enda voru þau þarfleg hug-
vekja. Jafnvel uröu þau jólapistill
í vestfirska sjálfstæöisblaöinu.
Sjálfur hefi ég mikiö um ummæli
þin hugsað og fyrir vikið dottiö
ofaná hitt og þetta sem mér heföi
annars sést yfir. Ég ætla aö skýra
en ekki afsaka hvernig fór.
Ég ætla aö segja þér dæmisögu.
Þaö var einu sinni bóndi sem átti
ráö á tveimur jöröum. Hann fór
til og reif hvern húskofa á annarri
jöröinni og flutti allt heim á hina,
sem hann komst meö. Hann geröi
allt sem i hans valdi stóö til aö
leggja jöröina i eyöi. Þaö var
svona niöurnitt, húsalaust eyöikot
sem Kjartan kom aö þar sem
Vestfjarðakjördæmi var eftir
1971. Ekki þarf aö útlista fyrir þér
hvaða mektarbændur frömdu
húsbrotiö eöa hvert þeir fluttu
þaö sem þeir náöu haldi á. Hitt
verö ég aö segja þér strax og svo
kem ég betur aö þvi seinna, aö ég
hugsa aö þú þekkir engar hliö-
stæöurá Austurlandi. Mér er enn
i minni eftir áratugi, þessi sjón
sem ég tek dæmiö af: ógrónar
veggjarústir, en hvert spýtusprek
sem naglahald var i flutt i burtu.
Sakaruppgjöfin
Þá kem ég beint aö kosninga-
slagnum I vetur hér á
Vestfjöröum. Þaö var eitt
afdrifarikara en nokkuö annaö:
Steingrimur Hermannsson
„komst undir vind”.
Framsóknarflokkurinn fékk
blásandi meöbyr. Þaö lá i
hlutarins eöli, aö þar gætti tölu-
vert fólks sem var aö gefa
Framsóknarflokknum upp sakir,
fólks sem haföi beinlinis refsaö
þeim flokki um voriö 1978 meö þvi
aö kjósa Kjartan Ólafsson, kjósa
Alþýöubandalagiö. Þetta er staö-
reynd. Hitt er svo ofar minum
skilningi, aö framsóknarmenn
tóku Ólaf alikálfabónda Þ.
Þórðarson framyfir Gunnlaug á
Hvilft. Þá verö ég aö segja likt og
þú, aö þaö er skrítinn bænda-
flokkur sem hafnaöi Halldóri á
Kirkjubóli og Gunnlaugi á Hvilft,
en kaus alinautafrömuöinn á
þing.
Annars eftirá aö hyggja: Fækk-
aði atkvæöum okkar alþýöu-
bandalagsmanna á Vestfjörðum
hlutfallslega miklu meira en ykk-
ar á Austurlandi?
Próventan
Ég nefndi fyrst þá sakar-
uppgjöf sem Steingrimi féll i
skaut og olli lfklega mestu um aö
Kjartan náöi ekki kosningu i
vetur. Svo má aö ósekju nefna
Karvel Pálmason og tiltæki hans
á sinum pólitisku efri árum, að
gefa Alþýijuflokknum próventu
sina. Þaö raskaöi hlutföllunum aö
fækkaöi um framboö Karvels,
sem fékk mikiö fylgi 1978.
Enn get ég nefnt eitt vestfirskt
atriöi'. Sjálfstæöismenn á Vest-
fjöröum sluppu viö prófkjör og
þaö sárafar sem þvi fylgdi hjá
þeim i öðrum kjördæmum. Engil-
bert á Tyröilmýri var klókur þá,
þó nú sé hann oröinn geirskari en
Geir og búinn aö hlaupa á sig áöur
en hann vissi af.
Hreintarfaplanið.
Kjartan er svo rótsterkur
pólitfkus aö ég er fuliviss um aö
hann ris filefldur á ný. Það er þvi
Játmröur Jökull Júlíusson:
Skrýtinn þjóðflokkur
Bréfkorn til Helga Seljan
meira en óhætt aö segja þér i
hverju honum reyndist áfátt i
kosningaslagnum I vetur. Hann
batt sig viö stjórnmálin I ræöum
og málflutningi. Þarna var hann
á báti aö þvl leyti meö Þorvaldi
Garöari, Sigurlaugu Bjarnadótt-
ur, Finnboga Hermannssyni og
ég tala nú ekki um hans sam-
flokksmenn. Þetta fólk varö yfir-
leitt utangátta þegar þeir áttust
viö á fengitimaplaninu Matthias
Bjarnason, Karvel Pálmason og
Steingrimur Hermannsson.
Svona hefir pólitikin margar
hýrar brár eins og alþjóö veit best
úr sjónvarpinu. Nú er vaxinn upp
I þessari þjóö kynslóö mótuö af
sjónvarpi. Mér dettur ekki i hug
aö fortaka aö til séu kjósendur
sem meta stjórnmálamenn sem
eru góöir leikarar á hreintarfa-
planinu. Hvaö heldur þú, Aust-
firöingurinn?
Aðsókn að trúðleikum.
Ég verö aö játa eitt, Helgi. Ég
flaskaöi á aö halda aö Karvel
Pálmason væri stjórnmála-
maöur. Hann er þaö I þaö minnsta
ekki lengur. Hann er atvinnu-
trúöur I úrvalsflokki. Glæstur
vöxtur, mikil rödd, þjálfað lát-
bragö og frumleiki i „trixum”,
allt er þetta hinn besti hæfileika-
grunnur fyrir trúö aö byggja starf
sitt á, enda sýndu verkin merkin:
Hann „sló i gegn” hjá sjónvarps-
kynslóöinni og jafnvel fleirum.
Mér eru minnisstæö atriöin þegar
Vist er sá þjóöflokkur skrýtinn
sem aöalkaflar i pólitiskri sögu
Hannibals Va ldim arssona r
gerast hjá.
hann útmálaöi hrakleika Alþýöu-
flokksins allt fram til þess dags
þegar hann gekk sjálfur i hann.
Þá var eins og viö manninn mælt:
Um leiö uröu kratar aö engla-
hjörö. ...
Austrið er eitt,
vestrið allt annað.
Okkur þótti tapiö leitt en samt
og þó fyrst og fremst þess vegna
ansi hart aö fá ákúrur fyrir
frammistööuna. Þaö er aö
brjótast um i mér aö færa
eitthvaö fram okkur til réttlæt-
ingar, aö viö Vestfiröingar séum
ekki endilega liöleskjur, alþýöu-
bandalagsfólkiö, þó svona færi.
Á Austurlandi er þaö af stærsta
flokki landsins aö segja, aö hjá
honum er stjarnan i austri ekki
Austfiröingur, heldur Djúpverj-
inn Sverrir Hermannsson. Hann
haföi nýlega eftir einhverjum aö
hann (Sverrir) væri krati. Ekki
geri ég þau orö aö minum. Hann
væri þá helst „trónkrati”, þ.e.
hann likist I þvi krötum, aö hann
er á einum hæsta bitlingatróni
sem fyrirfinnst I kerfinu. 1 engu
vil ég gera litið úr Sverri. Þó
jafna ég ekki saman vlgstööu Abl.
Austurlands gagnvart Ihaldinu
þar, aövifandi „trónkrata” þó
voldugur sé, — eöa okkar gegn
fjórefldu Vestfjaröaihaldinu.
Vestfjaröakjördæmi varö til úr
fjórum Ihaldskjördæmum og einu
af sterkustu framsóknar-
Kjartan Óiafsson; honum var I
þvi áfátt I kosningabaráttunni, aö
hann hélt sig viö stjórnmálin.
kjördæmum landsins, Stranda-
sýslu. Þó liöin séu 20 ár hefir
margt haldist litiö breytt. Sigur-
laug stendur fyrir Vigurfylginu
i N-ls. og hefir aldrei veriö
staffirugri. Þorv. Garöar sá sami
iV.-ls., þrautþjálfaður og gamal-
reyndur. Matthias Bjarnason
upprunninn á Isafiröi, forlyftur I
ráðherradómi m.m., þó litilla
vinsælda aflaöi hann sér meöal
sjómanna á Ströndum. Svo sagöi
glöggur aökomumaöur I minni
sýslu, Baröastrandarsýslu, aö
hér séu til menn sem enn kjósi
Sjálfstæöisflokkinn útá vinsældir
Gisla heitins Jónssonar alþingis-
manns.
Já, beröu svo bara saman þessi
fornu virki hérna við Sverri á sin-
um tróni eystra hjá ykkur.
Faðir, sonur og
óhreinn andi
Einu sinni endur fyrir löngu
voru á Vestfjöröum þrjú
kjördæmi krata, kjördæmi
Alþýöuflokks. Aö vlsu er svo óra-
langt siöan, aö þá héldu menn
ennþá aö blóöiö I krötum væri
rautt. (Hugsaöu þér þá bjart-
sýni). Ekki treysti ég mér til aö
sanna pólitlskan skyldleika
Sighvats Björgvinssonar viö
vestfirska krata á fyrri hluta
aldarinnar, en ættfræöilegur
skyldleiki viö þá veröur ekki af
honum skafinn. Þaö er þó
hvorttveggja annaö og meira en
sagt veröur um kratann sem þiö
eigiö vopnaviöskipti viö eystra.
Meö allri viröingu fyrir Bjarna
Guönasyni innan Háskóla
Karvei; atvinnutrúöur i úrvals-
flokki.
Islands, þá er hann I senn
aðskotahlutur og pólitiskt
viöundur þegar austur er komiö,
enda reyndist ykkur hann ekki
ómeöfærilegur.
En svo kemur enn og aftur aö
örðugasta hjallanum hjá okkur i
Alþýðubandalagi Vestfjarða. Það
er fortiöin á leikfléttutlmabili
Hannibals Valdimarssonar fyrst
og siöar Jóns Baldvins og
Karvels. Ógerlegt er aö sverja
fyrir orsakasambandiö milli
stööu Alþýöubandalagsins núna
hér vestra og timaskeiösins, sem
hófst 1959 meö sigurför Hanni-
bals, inni þáverandi flokk okkar
hérna, en endaöi meö próventu
Karvels hjá krötum 1979.
Kannske er það ekki ofmælt hjá
þér, Helgi, aö sá þjóöflokkur sé
skrýtinn, sem aöalkaflar i
pólitiskri sögu Hannibals Valdi-
marssonar hafa gerst hjá. Sú
saga geröist á Vestfjöröum, ekki
á Austfjöröum. Hún er I blóöi okk-
ar sem vorum sitt á hvaö sigur-
vegarar i fagnaðarvimu eöa ger-
sigraöir allsleysingjar meö von-
leysiö eitt til skjóls. Ekki var
ósigurinn I vetur neitt hjá hinu
sem viö vorum búin aö reyna
áöur. Nú bara glottum viö um öxl
og litum svo brosandi fram. Þaö
hlægir okkur nú, aö andi Karvels
er ekki lengur „I þeim söfnuði”,
Alþýöubandalaginu, eins og hann
oröaöi sjálfur pólitiskan vistferil
sinn á siöastliðnu hausti.
Þakka þér svo aö endingu fyrir
oröiö, kveikjuna aö bréfi þessu.
19. febrúar
Játvaröur Jökull Júliusson
Miöjanesi.
Matthias Bjarnason; forlyftur I
ráöherradómi og hélt sig á fengi-
timaplaninu.
Utboð —
Akraneskaupstaður
óskar eftir tilboði i að gera Grundaskóla á
Akranesi fokheldan og ganga frá honum
að utan. útboðsgagna má vitja á Verk-
fræði og teiknistofunni s.f. Heiðarbraut 40
Akranesi, gegn 50. þús kr. skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðju-
daginn 18. mars kl. 11.30.
Bæjarstjórinn.
Framtalsaðstoð —
Bókhaldsaðstoð
Lögfræðingur getur tekið að sér
skattframtöl og aðstoð við ársuppgjör ein-
staklinga og smærri fyrirtækja.
Upplýsingar i sima 12983 alla daga milli
kl. 17.00 og 20.00.
Kennsla
Kenni stærðfræði, islensku, ensku,
dönsku, og bókfærslu.
Upplýsingar i sima 12983 alla daga milli
kl. 17.00 og 20.00.
ÚTBOÐ
Hitaveita Súðurnesja óskar eftir tilboðum
i festingar, brautir og uppsetningu
stöðvarhúskrana i stöðvarhús 2 og raf-
orkuver 2 i Svartsengi.
útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
Hitaveitu Suðurnesja Vesturbraut 10 A
Keflavik og verkfræðistofunni Fjarhitun
h.f. Álftamýri 9 Reykjavik gegn 50.000,-
kr. skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á byggingadeild
Fjarhitunar h.f. Lágmúla 9 Reykjavik,
þriðjudaginn 11. mars 1980 kl. 11 f.h.