Þjóðviljinn - 01.03.1980, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 01.03.1980, Qupperneq 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. mars 1980 Runólfur Björnsson: Nutóaðild þýðir bandaríska íhlutun I samstarfsyfirlýsingu fyrr- verandi vinstri stjórnar frá 1978 segir svo um utanrikismál: ,,Þar eö rikisstjórnarflokkarnir hafa ekki samið um stefnuna i utan- rikismáium, verður i þeim efnum fylgt óbreyttri grundvailarstefnu og veröur þar á eigi gerö breyting nema samþykki allra rikis- stjórnarmanna komi tii.” Umbúöalaust þýöir þetta aö stjórnarflokkarnir sömdu um óbreytta utanrlkismálastefnu á meöan stjórnin sæti, hvort sem þaö yröi lengur eöa skemur. ísland skyldi vera i Nató áfram og herstöövar óskertar. Þaö er aö segja, stjórnin var hrein og ómenguö Natóstefnu stjórn. Þeirri staöreynd er aö engu leyti haggaö þó aö einn stjórnarflokkanna (Alþbl) hafi fram tekiö i sömu yfirlýsingu aö hannsé andvigur bæöi Natóaöild og hersetu. Rétt er aö geta þess aö sakvm. samstarfsyfirlýsingunni skipaöi stjórnin öryggismálanefnd allra þingflokka. Nefndin átti aö ,,afla gagna og eiga viöræöur viö inn- lenda og erlenda aöila til undir- búnings álitsgeröum um öryggis- mál islenska lýöveldisins”. Ekki veröur séö aö nokkur maöur hafi getaö vænst nokkurs árangurs af starfi þessarar nefndar þegar þess er gætt aö allir þingflokkarn- ir nema einn (Alþbl) töldu sig hafa leyst „öryggismálin” meö Natóaöild og herstöövasamning- um. Nefndarskipunin gat þvi ekki skoöast annaö en „snuö” til aö stinga upip i þá mörgu kjósendur flokkanna — einkum Alþýðu- bandalagsins — sem eru her- stöðvastefnunni andvigir. Nefnd- in mun lika ekkert hafa afrekað og mun aldrei gera. Svo sem til frekari tryggingar Natóstefnunni voru utanrikismál- in fengin i hendur hundtryggasta Nató- og Bandarikjaþjóni sem finnanlegur var I stjórnarliöinu, Benedikt Gröndal. Svo vel vill til aö Benedikt Gröndal hefur lýst þvi sjálfur hvernig hann litur á hlutverk sitt sem utanrikisráöherra, hverjum honum beri aö þjóna, og um leiö gefiö visbendingu um meö hvaöa hætti hann var aö stööunni kom- inn. Hann lýsti þvi yfir aö hermálin séu nokkurs konar einkamál sin og annarra Natósinna og kemur ekki til kasta rikisstjórnarinnar allr.ar Hann sagöi á Varöbergs- fundi 17. febrúar: „Ráöherrar Alþýöubandalags- ins munu aldrei meöan ég er utanrikisráöherra fá aögang aö neinum þeim skjölum, er varöa Nató og varnarmál íslands” (Heimild úr Morgunblaöinu 18. febnlar) Þessi dólgslega yfirlýsing, sem er jafn sviviröileg i garö þá- verandi samstarfsmanna sem hún er ólik höfundi sinum, sem er sagöur hinn prúöasti maöur og skörungsskap öllum frásneiddur, opinberar aöeins aö bandariskir valdamenn (i nafni Nató) hafa sett „sinum mönnum” I fyrrverandi stjórnarflokkum þaö skilyröi fyrir stjórnarsamvinnu viö „kommúnistana” i Alþýöu- bandalaginu aö ráöherrum þess sé haldiö utan viö þaö sem Natósinnar kalla „varnarmál Islands”. Skjallegar sannanir fyrir þessu liggja ekki enn fyrir, en hver sem þekkir stefnu og starfshætti Nató fyrr og sföar veit aö þarna hefur komiö til bein bandarisk Nató- ihlutun, þó aö Benedikt Gröndal sé nógu einfaldur i þjónustu sinni til þess aö bera þaö á borö fyrir almenning aö útilokun „kommúnista” frá varnarmáium sé hans eigin sjálfstæöa ákvöröun. Styrkir til visindalegs sérnáms i Svíþjóð Sænsk stjórnvöld bjóöa fram styrki handa Islendingum til visindalegs sérnáms i Sviþjóö. Boönir eru fram fjórir styrkir til 8 mánaöa dvalar, en skipting i styrki til skemmri tima kemur einnig til greina. Gera má ráö fyrir aö styrkfjárhafeö veröi um 2000 sænskar krónur á mánuöi. Styrkirnir eru að öðru jöfnu ætlaðir til notkunar á háskóla- árinu 1980-81. Umsóknum um styrki þessa, ásamt staöfestum afritum prófskirteina og meðmælum, skal komiö til menntamála- ráöuneytisins, Hverfistötu 6,101 Reykjavik, fyrir 26. mars n.k. Sérstök umsóknareyöublöð fást i ráöuneytinu. Menntamálaráöuneytiö 26. febrúar 1980 Laus staða. Dósentstaöa I liffræöi viö liffræðiskor verkfræöi- og raunvisindadeiidar Háskóia tsiands er laus til umsóknar. Kennslugreinar eru þróunarfræöi og aörar skyldar greinar. l.aun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vfsindastörf þau er þeir hafa unniö, ritsmföar og rannsóknir svo og námsferil sinn og störf. Meö umsóknum skulu send eintök af visindalegum ritum og rit- geröum umsækjenda, prentuöum og óprentuöum. Umsóknir skulu sendar menntamáiaráöuneytinu, ííverfisgötu 6, 101 Reykjavfk, fyrir 31. mars n.k. Menntamálaráöuneytið, 26. febrúar 1980 Alþýdubandalagið í Reykjavík: Viðtalstímar þingmanna og borgarfulltrúa falla niður í dag vegna forfalla Almælt er aö Lúövlk Jósepsson formaöur Alþýöubandalagsins hafi I raun og veru lagt grundvöll- inn aö myndun „vinstri” stjórnarinnar aö Benedikt Gröndal frágengnum. Menn skyldu þvi ætla aö Lúövik heföi veriö falin stjórnarmyndun og oröiö f orsætisráöherra . Samkvæmt þingræöisvenjum heföi þaö veriö eðlilegur gangur málsins. En hvaö skeöur? Formanni Framsóknarflokksins, nýslopnn- um úr fhaldsherleiöingunni, sem flestum ber saman um að hafi valdiö flokknum stórfelldu at- kvæöatapi, var falin myndun stjórnar „vinstri” flokkanna. Varla mun nokkrum manni sem veit hvers eölis samskipti Islenskra og bandariskra vald- hafa hafa veriö siöustu áratugina blandast hugur um aö hér hefur veriö um hreina ihlutun aö ræöa af hálfu bandariskra aðila. Þaö kann aö þykja lýöræðislegt og boðlegt ráðherrum iðnaöar- og viöskipta- og menntamála aö úti- loka þá frá gögnum um þýðingar- mestu þætti utanrlkismála, en tæplega sjálfum forsætisráö- herranum. Þess vegna mátti „kommúnistinn” Lúövik Jóseps- son ekki komast i þaö sæti. Þetta vita flokksforingjarnir en „hátt- virtir kjósendur” mega ekki vita þaö. Foringjar þegja þunnu hljóöi. II. Atlantshafsbandalagiö er hern- aöarbandalag (varnarbandalag auövaldshræsnaranna), stofnaö og stjórnað af Bandarikjamönn- um. En hermálin eru ekki nema annað af tveimur höfuöverkjum þess þó þaö sé eitt á oröi haft. Hitt hlutverkiö er aö hafa beina yfir- umsjón og Ihlutun um inn- anlandsmál aöildarrikjanna. Nató á aö tryggja auövaldsskipu- lagiö i þessum löndum og hindra aö „kommúnistar” komist þar til valda eöa fái aöild I rikisstjórn. En á máli Natósinna, einkum bandariskra, er hver sá maöur titlaöur kommúnisti sem ekki er fylgjandi óskoraöri auövalds- drottnum og utanrikispólitik imperialista. Þetta annaö höfuöhlutverk bandalagsins er mótaö I sáttmála þess aö visu meö mjög almennum oröum um „frelsi” og „lýöræöi”, en staðreyndir hafa sýnt hvað þau þýöa og auk þess ótviræöar yfir- lýsingar frá áhrifa- og valda- mönnum Nató. Hér eru nokkur dæmi: „Ford forseti, Kissinger utan- rikisráöherra og aörir embættis- menn hafa viö mörg tækifæri lýst þvi yfir aö þátttaka kommúnista I stjórn eöa valdataka þeirra I Natólandi sé ósamrýmanleg grundvallarreglum Nató. Nató er varnarsamtök sem eru stofnuö af frjálsum vilja til aö verja aöildar- löndin gegn hugsanlegum árásum frá Sovétrlkjunum og banda- mönnum þeirra i Varsjárbanda- laginu. Þetta hlutverk yröi tortryggi- legt gert ef kommúnistaflokkar — sem eru óleysanlega tengdir Sovétrikjunum meö fræöikenn- ingu sinni — tækju þátt i stjórn rikja sem álita Sovétrikin helsta og öflugasta andstæöing sinn. Ennfremur getum viö ekki — þegar viö höfum i huga pólitisk, söguleg, menningarleg og félags- leg tengsl Bandarikjanna og ítalíu fallist á aö innleitt sé stjórnarform sem er andstætt lýöræöisvenjum Vesturlanda.” Auövitaö var þessari grófu ihlutun um innanlandsmál afar illa tekiö á Italiu og sett i sam- band viö áætlanir um her- foringjabyltingu þar I landi sem nýiega höföu veriö afhjúpaöar. Haig sá, sem til skamms tima var yfirforingi bandarisku Evrópuherjanna lét svo um mælt á ráöstefnu I V-Þýskalandi I febrúar 1976: „Spurningin um stjórnarþátt- töku marxisku flokkanna er kom- in á dagskrá. Aödráttarafl marxiska skipulagsins hefur far- iö vaxandi hin siöari ár meöal Runólfur Björnsson. alþýöunnar á Vesturlöndum. Þaö er alvarlegt vandamál I vestræn- um iönaöarþjóöfélögum”. Franska stjórnin mótmælti þessum ummælum hershöföingj- ans. Aö lokum skal hér vitnaö I ræöu sem Ford þáverandi forseti hélt I San Antóni 9. april 1976: , Bandarikin munu standa gegn þvi af alefli aö kommúnisk stjórn komist á eöa aö kommúnistar fái aöild aö stjórn I nokkru Nató- landi. Kommúnistastjórn mundi grafa undan stefnu og tilgangi Nató. Ef kommúnistar kæmust til valda I Natólandi væri þaö al- varlegur hnekkir fyrir Nató, þýöingu þess og tilgang”. Aö þvi slepptu aö Bandarikin og Nató hafa af „vestrænum lýðræöisvenjum” i skiptum sin- um viö önnur riki, heldur krafist andkommúnista af þeim, aö þau hafa aldrei búist viö árás af hendi Sovétrikjanna né Varsjárbanda- lagsins (sem reyndar var ekki stofnaö fyrr en eftir Nató) og aö hve miklu leyti aö minnsta kosti sum Natólandanna (t.d. Island) hafa gerst aöilar af „frjálsum vilja” getur veriö mjög umdeilanlegt, sýna tilvitnuö um- mæli forystumannanna aö þeir ætla Nató aö hafa ihlutun um inn- anlandsmál aöildarrikjanna, sem þaö hefur gert,eins og mörg dæmi sanna. Ihlutunarstarfsemi Nató er miklu minna á oröi höfö en hermálahlutverkiö. Þvi veldur leyndin sem höfö er yfir þessum þætti i starfsemi Nató. Forystu- menn Nató hafa óopinber sam- bönd viö vissa foringja borgara- flokkanna, sem oftast eru stjórn- endur þeirra. Þeir eru umboös- menn Nató og bandariska imperialismans gegn almenningi En þetta mega „háttvirtir kjósendur” meö engu móti vita né skilja. A þvi veltur allt pólitiskt gengi foringjanna aö lepp >- mennskan sé ekki afhjúpuö. Til þess aö dyljast nota þeir þau vopn sem ein duga, en þau eru leyndin, hræsnin og lygin. Svo vel vill til aö fyrsti áfangi I sögu bandariskrar Ihlutunar og ásælni á Islandi er samt sem áöur sæmilega i ljós, þaö er áfanginn frá Keflavikursamningi til Nató- aöildar. Þaö er einkum að þakka birtingu trúnaöar- skýrslna bandariskra erind- reka frá þeim tima. Þar kemur i ljós aö tregðan á aö Banda- rikin fengi fyllstu kröfum sin- um framgengt strandaöi ekki á vilja foringja borgaraflokkanna og þaöan af siöur sósialdemókrata. Astæöan var aö nokkru metingur flokks- foringjanna um völdin og þó eink- um gáfnatregöa þingliös þeirra og annarra flokksmanna, sem neituöu aö sjá og skilja hina bráöu hættu á sovéskri árás og hernámi Islands sem foringjarnir lýstu svo átakanlega fyrir þeim.Þannig reyndist ekki þing- meirihluti fyrir kröfu Banda- rikjamanna um 99 ára herstöðva- samning. En andstæöan innan borgaraflokkanna hjaönaöi smám saman hvaö sem sannfær- ingunni leiö. Viö lok þessa tima- bils, þegar kom aö inngöngunni i Atlantshafsbandalagiö, réö Bandarikjastjórn lögum og lofum I skiptum sinum viö Islensk stjórnvöld eins og leyniskýrslurn- ar frægu votta. Siöan 1949 er þessi saga öll óljósari sökum þess að frum- heimildir eru ekki enn birtar, en gera má ráö fyrir aö fáar munu þær stjórnarmyndarnir á siöari áratugum sem bandariskir stjórnarerindrekar hafa ekki lát- iötilsín taka aöógleymdri „efna- hagshjálp” „til þess aö koma i veg fyrir pólitiskar hræringar okkur (þ.e. Bandarikjunum — R.B.) óhagstæöar”,eins og segir I „stjórnarstefnuskýrslu utanrikis- málaráöuneytisins i Washington” frá 31. ágúst 1949. Þessu fylgdu frómar ráðleggingar I álits- geröum bandarískra þingnefnda og fjármálasérfræöinga sem all- ar hnigu i þá átt aö halda kaupgjaldi niöri og koma á „hóf- legu atvinnuleysi”. III Natóaöildin og hermálasam- bandið viö Bandarikin er auövaldspólitik, knúin fram af til- tölulega þröngri forystusveit borgarastéttarinnar sem er I trúnaðarsambandi viö banda- riska heimsvaldasinna. Almenn- ingur var beittur bakferli og blekkingum. Heimsvaldastefnan á engan stéttarlegan hljómgrunn meðal alþýöu. Fylgiö viö Nató og hersetu byggist á vanskilningi á eöli málsins og þvi tómlæti sem myndast hefur viö þær aöstæöur aö máliö er fyrir löngu hætt að vera átakamál milli stjórnmála- flokka svo sem var á dögum Sósialistaflokksins lengi vel. And- stæöan gegn Nató og herstöðvum hefur siöan ekki veriö baráttumál neins flokks. Alþýöubandalagiö hefur aö visu Natóúrsögn og afnám herstööva á almennri stefnuskrá sinni en hef- ur annars litla og siminnkandi áherslu lagt á þessi stefnuskrá- atriöi. Tvær fyrstu rikisstjórnir sem Alþýöubandalagiö sat i höföu báöar brottför hersins i málefna- samningi. Báöar uröu skammæj- ar, en þó var ljóst aö hvorugri heföi lánast aö efna heit sin meö lengri setu. í tvennum kosningum 1978 og 1979 foröaöist Alþýöu- bandalagiö aö hafa hermálin á oddinum og gekk, aö þvi er viröist átakalaust aö myndun yfirlýstrar Nató- og herstjórnar. Alþýöubandalagiö gegnir engu forystuhlutverki i andstööunni gegn Nató og hersetu. Þetta er engin tilviljun eða stundarfyrir- bæri, heldur rökrétt afleiöing pólitiskrar þróunar sósialiskrar hreyfingar á lslandi og I Vestur- Evrópu yfirleitt. (Sbr. Evró-kommúnismann). Þegar sósialiskir flokkar hverfa frá undansláttaralusri baráttu gegn auövaldi og fyrir sósialisma en taka að stunda þess i staö stétta- samvinnu og „sögulegar mála- miölanir” dregur þaö aö sama skapi úr vilja þeirra og þrótti til aö berjast gegn Nató eða alþjóöa- pólitik auðvaldsins yfirleitt. Vitanlega er margt einlægra Nató-og herstöövaandstæöinga i Alþýöubandalaginu. En opinber stefna flokksins I málinu, eins og hún lýsir sér I framkvæmd er þvi likust sem hann telji Natóúrsögn og afnám hersetu aöeins fram- tiöarhugsjón en engan veginn þátt i daglegri stjórnarbaráttu flokksins og sé henni jafnvel til hindrunar t.d. i samvinnu við aðra flokka. Allan lýöveldistlmann hafa Islendingar búiö viö bandariska ihlutun um innanrikismál, sem studd er af Bretum og þegjandi viötekin af Islenskum stjórnvöld- um. lhlutunin hefur ekki verið bundin viö utanrikismálin ein eöa hverjir sitja i ráöherrasætum. Hún hefur náö til allra helstu málaflokka t.d. efnahagsmála og þar meö kaupgjaldsmála og menningarmála. Þetta eru staöreyndir sem ættu aö sanna öllum sósialistum, öll- um vinstrimönnum og auövalds- andstæöingum I landinu aö Natóúrsögn og slit hermála- tengsla viö Bandarikin eru ekki eingöngu fjarlæg markmiö sem skjóta megi á frest til óvissrar framtiöar. Þetta eru dagleg baráttumál sem ekki veröa fráskilin öörum pólitiskum dagskrármálum og veröur ekki skotiö á frest vegna þeirra — yfir- drepsskaparlaus. Desember 1979

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.