Þjóðviljinn - 02.03.1980, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 02.03.1980, Blaðsíða 13
Sunnudagur 2. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Framfarasinnuð pólitík Paul Miller bendir mér á þé staöreynd aö 80% af framleiösl- unni á Jamaica sé i hönd- um einkaaöila. Framleiöslusam- drátturinn orsakast af viöbrögö- um þessara aöila viö hinni fram- farasinnuöu sósialdemókratisku stefnu PNP. Undanfarin ár hefur mikið boriö á þvi aö atvinnu- rekendur hafa lagt upp laupana og komiö fjármagni slnu I erlenda banka og tekið næstu vél tik Flórida. Auk þess hefur sl- hækkandi oliureikningur leikiö landið grátt. Ég spyr Paul Miller hvort verkafólk á Jamaica sé betur statt I dag en 1972, þegar PNP tók viö stjórnartaumunum. — Já, svarar Miller, 1972 var til verkafólk sem þénaöi átta dollara (ca 1760 Isl. kr.) eöa minna. 1 dag eru lögbundin lægstu laun 26.50 dollarar og kaupmáttur er hærri en 1972. En hvað um aukiö atvinnu- leysi? Miller bendir mér á aö frá 1962 til ’72 hafi atvinnuleysi aukist úr 12% i 26%, þrátt fyrir aö meöal- aukning I þjóöarframleiöslu hafi verið 6%. Rlkisstjórn Manleys hefur ýmsar framkvæmdir i gangi til aö stemma stigu viö atvinnuleysinu. Þvi miöur hefur árangurinn ekki verið eins mikill og vænst var til. Eftir aö hafa heyrt útskýringar PNP á ástand- inu gat ég ekki stillt mig um aö sækja JLP heim og sjá hvað sá flokkur heföi um ástandiö að segja. Ameríska dollara til að rétta úr kútnum J.D.Smith er einn fulltrúa JLP á þingi og hann haföi skýringar á reiðum höndum. — Samdrátturinn I þjóðarfram- leiöslunni undanfarin ár er aö áliti JLP afleiöing óstjórnar PNP. Þegar PNP tók viö af JLP var gjaldeyrissjóöurinn 180 miljónir i plús. í dag er staðan rúmar 500 miljónir i minus. Smith leggur áherslu á aö f jár- festingarpólitik PNP hafi ekki verið aröbær og auk þess hafa ýmsar aögeröir rlkisstjórnarinn- ar valdiö þvl aö fjárfestingar inn- lendra sem erlendra aðila hafa stöbvast. Ég spyr hvers megi vænta af stjórn JLP, ef flokkurinn ynni þær kosningar sem fyrirhugaöar eru seinna á árinu. Og Smith svarar: — Þaö. fyrsta sem viö myndum gera er aö skapa erlendum aöil- um meiri fjárfestingarmöguleika á Jamaica. Hann bætir þó viö að (til að koma I veg fyrir misskilning) aö erlend fjárfesting megi ekki valda því að Jamaicabúar missi stjórn á efnahagslífi slnu. Smith segir ennfremur yfirburöi JLP liggja I þvi, að flokkurinn skilji þá einföldu staöreynd aö þaö að stjórna heilu þjóöfélagi sé ekki svo frábrugöiö þvl aö stjórna vel- reknum fyrirtækjum. Dæmigert þróunarland Ariö 1965 var meöalverö tonns af sykri, framleiddum á Jamaica, 73.7 dollarar og Ford traktor kostaöi á sama tima 1.536 dollara. 1979 selur Jamaica sykurtonniö á 534 dollara en kaupir sambæri- lega Ford-dráttarvél á 30.905 dollara. Niöurstaða þessa reiknisdæmis er að 1965 þurftu Jamaicabúar að framleiða 21 tonn af sykri til að kaupa eina dráttarvél frá Bandarikjunum, en I dag þurfa þeir heil 58 tonn til aö eiga fyrir samskonar dráttar- vél. Sambærilegum efnahags- staöreyndum verður hver rikis- stjórn á Jamaica aö mæta, hvaöa nafni sem hún nefnir sig. PNP meö Manley i fararbroddi hefur reynt aö hrinda ýmsum áætlunum I framkvæmd, sem minna um margt á stjórnarstefnu krata á Norðurlöndum.Eöa eins og Paul Miller sagöi: — PNP vill koma á fót „blönd- Pratty ásamt börnum sinum og kunningjum fyrir framan lágreist hús sitt. Húsaleigan er 50 dollarar á mánuöi. uöu efnahagskerfi” á Jamaica, svipuöu þvl sem kratastjórnir Noröurlanda hafa barist fyrir. Aögeröir rikisstjórnar Manleys, s.s. aukin lýöræöisréttindi á vinnustööum, lög um lágmarks- laun og uppskiptingu á ónotuöu landi, hafa valdiö fjársýslumönn- um miklum ugg. Rlkisstjórnin reyndi að sannfæra miöstéttar- fólk og fjársýslumenn heima og erlendis um aö ekki væri fyrir- huguö nein bylting á kúbanska vlsu. Straumur fjármagns og menntafólks frá Jamaica hefur veriö efnahagsllfi landsins mikill fjötur um fót og veriö megn á- stæöa fyrir minnkandi fram- leiðslu. En hefur þá hin framfarásinn- aða stefna PNP borið einhvern ávöxt? Manley forsætisráöherra sagöi i ræöu nýlega að þau skref sem viö höföum stigiö I átt aö jafnari skiptingu tekna i Jamaica hafi takmarkast af hinum mikla sam- drætti þjóöarframleiðslunnar. Astand efnahagsmála Jamaica er mjög erfitt þessa stundina. Undanfarnar vikur hefur veriö skortur á ýmsum nauösynjavör- um svo sem hveiti, hris, sápu og ýmsum varahlutum. Gjaldeyris- sjóöur eyjunnar er uppurínn og vel þaö. Landiö nýtur ekki lengur lánstrausts erlendis og hefur s.l. vikur átt I viðræðum viö Alþjóö- lega gjaldeyrissjóöinn um aöstoö. Sjóöurinn hefur sett ýmsar kröfur um samdrátt i rikisrekstri sem rikisstjórn PNP hefur ekki getaö fallist á. Ef Jamaica fær ekki aö- stoö eöa lán erlendis- frá, mun iðnaðarframleiðsla%sem byggist að mestu á innfluttum hráefnum, stöövast og atvinnuleysingjum fer fjölgandi. Víst er aö PNP hefur náð árangri á ýmsum sviðum eins og landbúnaöi. En árangur átta ára stjórnar sem kennir sig viö sósialisma hefur aö litlu leyti Strætisvagnabiöskýli I Kingstonj Strætisvagninn er einng sölustaður og bænahús. í strætó I Kingston er strætó meira en vagn sem flytur fólk frá einum stað til ann- ars. Fyrir íbúa Kingston er strætó/ auk þess að vera nauðsynlegt flutningstæki í örstækkandi höfuðborg Jamaica, mikilvægur sölu- staður og bænahús. Fyrir langförulfrá Islandi, meö sólbrennt nef, er ein strætóferö heil kennslustund um hagi og hætti fólks á Jamaica. Þessar línur voru skrifaöar eftir eina lit- rika strætóferöin frá miðborg Kingston. Klukkan átta að staðartíma Ég er sestur inn I strætó. Þar sem hvorki sést til bilstjórans né miöasalans spyr ég einn samfar- þega minn hvenær vagninn fari af staö. Hún er ung og brosmild stúlka, litur á mig furðulostin. Hún áttar sig þó fljótt, sér að ég er ekki heimamaður, og segir mér kurteislega aö um það hafi hún enga hugmynd. Af þolinmæðinni hafa Jamaica- búar fengiö vel útilátinn skammt. Klukkan stjórnar ekki jafnmikið geröum og feröum hér á þessari sólriku eyju eins og á „Isaköldu landi”. Af þessu leiðir aö mikill timi fer I biö, biö eftir strætó, biö eftir afgreiöslu, biö eftir hverju sem er. Og ef svo einhver ókunn- ugur er gripinn óþolinmæöi og æsir sig yfir seinaganginum setja heimamenn upp alvörusvip og svara stutt „Soon come” (sem á Islensku útleggst „Þetta kemur allt með kalda vatninu”), Jamaicabúar gerá grin að óstundvlsi og segja útlendingum frá kl. átta aö staöartima (8 o’clock Jamaican time). Ég spuröi einn kunningja hvaö 8 aö staöartima þýddi og hann svar- aði: „Any time after eight” (hve- nær sem er eftir klukkan 8 — en alls ekki kl. 8). Ef strætó fylgir einhverri tima- áætlun þá hafa hvorki farþegar né bilstjóri hugmynd um hana, þaö henti mig einu sinni aö biöa i tvo tima eftir strætó númer 7. Þá birtust skyndilega sjö vagnar i röö... Þeir þrir fyrstu aö sjálf- sögöu troöfullir af fólki, en þeir tveir siöustu tómir. En þolinmæöi þrautir vinnur allar. Eftir smá biö birtist bll- stjórinn og miðasalinn. Vagninn leitar hægt og sigandi út úr um- ferðarþvögu miöborgarinnar. A tvinnuleysi En margt haföi boriö á góma áður en vagninn hélt af staö. Fyrst höfðu þrir sölumenn boöið mér frostpinna. Tvær konur gengu um vagninn og buöu far- þegum salthnetur. og rétt áöur en vagninn rann úr hlaöi reyndi lítill strákur aö fá mig til aö kaupa tyggjugúmml. uppfyllt hinar veikustu vonir hér á Jamaica. Hverju þetta er að kenna er erfitt aö svara eftir þriggja vikna dvöl á eyjunni. Eitt er þó vist: spilling er mikil innán stjórnarinnar og stöðugur flótti fésýSlumanna frá Jamaica hefur komiö i veg fyrir framfarir. Ég held að Andrew Young hafi haft mikiö til slns máls, er hann sagöi i grein i New York Times nýlega, aö „rikisstjórn Jamaica hefur viöhaldiö trausti alls staöar Iheiminum, nema þar sem þaö er mikilvægast: heima meöal miö- stéttarfólks, sem þurft hefur aö gjalda umbótastefnu stjórnarinn- ar, og i Bandarikjunum.”, í leit að nýjum leiðum Ég hitti prédikarann A1 Miller i yfirfullum strætó á leiö til Cross Road I Kingston. Miller er stuðn- ingsmaöur Manleys, en segir spillinguna vera rikisstjórninni fjötur um fót. Ég spyr hann hvaö hafi fariö úrskeiöis og Miller svarar: — Þaö sem viö viljum gera er gott. En vegna þess aö viö förum ekki rétt aö, þá gerum við meira tjón en gagn. Viö vinnum á móti okkar málstaö. Þaö sem viö þurfum er aöferö til aö koma okk- ar hugmyndum i framkvæmd. Aðferö, sem viö enn höfum ekki fundið. Og Manley hefur sagt nei viö tilboöi Alþjóöa gjaldeyrissjóösins og boöað sjálfstæöa efnahags- stefnu. Allt viröist þó benda til þess aö JLP og loforö þess um aö hverfa aftur til velsældarára sjöunda áratugsins hljóti meiri- hluta atkvæöa i kosningunum slöar á þessu ári. Og þá á eftir aö sjá hvort Pratty Capmbell og vinum hennar eigi eftir að liöa betur I þvl þjóöfélagi. Af 2 miljón ibúa á Jamaica eru a.m.k. 300.000 atvinnulausir. örþrifaráö margra er aö hefja sölumennsku á einhverju smádóti svo sem sígarettum, munnþurrk- um, tyggjó, klósettpappir, sápu eöa gosdrykkjum. Allar götur eru fullar af sölumönnum. Stundum reisa þeir smá skúra, en oftast er varningurinn ekki fyrirferöar- meiri en þaö aö hann kemst fyrir i höndunum á kaupmanninum. Salan getur varla veriö mikil og sumir Jamaicabúar halda þvi fram að i dag séu fleiri seljendur en kaupendur á götum Kingston. Lítið pláss Jamaica er lOsinnum minna en tsland, en auk þess 10 sinnum fjölmennara. Sérstaklega verður vart viö þrengslin i Kingston þar sem u.þ.b. 700.000 ibúanna hafa komiö sér fyrir, oft viö hinar frumlegustu aðstæöur. Strætó ber einkenni plássleysis- ins á Jamaica betur en nokkuö annaö. A skilti á vagninum marg- nefnda stóö 42 i sæti og 38 stand- andi. Þegar vagninn ók af staö höföu svo sem 120 manns troðið sér ir.n i vagninn, og þá eru ekki meötaldir þeir fimm eða átta sem héngu utan á. Prédikun og sálmasöngur 1 landi þar sem fátækt og ör- birgö eru daglegt brauö mikils hluta þegnanna hefur trúin miklu hlutverki aö gegna. Aö sjálfsögöu fer ekki strætó á mis viö trúariök- anir. Vagninn var varla farinn af stað frá miöborginni þegar prédikari nokkur hóf upp dimma titrandi raust sina. Skilaboö pré- dikarans voru skýr og einföld — „Leggiö allt I hendur Jesú og all- ar dyr standa ykkur opnar”. Allt böl hvað prédikarinn trúleysinu aö kenna. Og eftir langa og áhrifamikla prédikun hófst sálmasöngur. Mibaldra siitnar svertingjakonur, sorgmæddir atvinnuleysingjar og fáklædd hungruö börn tóku hressilega undir: „Drottinn okk- ar bjargvættur”. Strætó skreið út úr miöborginni fullur af fátæku fólki sem ákallaði drottin sinn af heilum hug. Langförull frá Islandi, meö sól- brennt nef, gat ekki annað en hrærst.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.