Þjóðviljinn - 02.03.1980, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 02.03.1980, Blaðsíða 17
Sunnudagur 2. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 17 fór það eftir húsakynnum hvar hún var. Krökkunum var þá komiö fyrir á bæjum i sveitinni. AuövitaB var þetta litil kennsla eBa þætti þaö a.m.k. nú. LágmarkiB var þaö, aö hver krakki nyti 8 vikna kennslu yfir veturinn. Okkur bræörunum var hinsvegar komið fyrir á Fögru- brekku hjá frænda okkar og fengum viö þvi nokkru meiri til- sögn en almennt geröist. Úrgerðarmaður í Búðarvogi Það var nú svo sem ekkert að gera þarna á uppvaxtarárum minum á Boröeyri. Okkur datt þvi i hug að fara að gera út. Faöir minn festi kaup á 5 tonna mótor- bát, Diönu, ásamt Daniel Jóns- syni á Tannstöðum i Hrútafiröi, Daniel haföi veriö til sjós á Isa- firöi og þar roköfluöu þeir. Aleit Daniel aö það yrði eins þarna viö Hrútafjörðinn. Viö rérum svo eitt haust frá Búöarvogi, sem er yst viö Hrúta- fjöröinn. Lágum þar i verbúö úr torfi og grjóti, sem hét Hávella. Daniel var form., Hallgr. Odds- son úr Stykkishólmi vélstjóri en hásetar voru Sveinn Eliesersson frá Óspaksstaöaseli, Tryggvi frá Tannstaöabakka og ég. Land- maður var Halldör Jónsson trá Kolbeinsá. Þarna rérum við svo frá þvi i sept. og fram á jólaföstu. En aflinn var rýr. Og viö fórum svo sem ekkert á næstu miö, Daniel fannst þaö litilfjörlegt fyrir 5 tonna mótorbát, svo viö rérum noröur á Flóann þótt afli væri þar engu betri en á nálægari miBum. Fiskinn söltuöum viö. Þaö varö stutt i útgeröinni en bát- inn notuðum viö aöallega til flutninga fyrir karlana á strönd- inni. Annars haföi ég áhuga á sjó- mennsku og heföi vel getaö hugsaö mér að stunda hana, svona eitthvað fyrsta sprettinn. En móöurbróðir minn haföi drukknaö i Faxaflóa og amma gamla tók þaö ekki i mál aö ég færi meira á sjóinn. Ég lét þaö eftir henni og sneri stefninu i aðrar áttir. Úr Sam vinnuskólan- um í bílsrjórasæri — Og var svo skólagöngu þinni lokiö meö barnafræöslunni? — Nei, ekki var þaö nú alveg. Veturinn 1928-1929 var ég i Samvinnuskólanum. Þorkell Jóhannesson var þá skólastjóri en Jónas frá Hriflu kenndi hinsvegar sin fög, samvinnusögu og félags- fræöi þótt hann væri þá ráðherra, og fór meö himinskautum i kennslunni. — Varstu aðeins einn vetur i Samvinnuskólanum? — Já, og reyndar lauk ég nú ekki prófi. Astæðan var einkum sú, aö viö fengum langt upp- lestrarfri. Eg fór þá heim og niðurstaöan varð sú, aö ég kom ekki meir i skólann. En svo kom nú raunar einnig annað til. Meöan ég var i Sam- vinnuskólanum læröiégá bíl. Þaö kostaöi mig 200 kr. og var ærinn peningur i þá daga, Ég haföi mik- inn áhuga á bilum, haföi kynnst vélinni i bátnum og var þvi ekki algjör rati á vélar. Og svo, áöur en ég fór úr Reykjavik um voriö, keypti ég mér vörubil. Auövitað átti ég ekki grænan eyri eftir skólavistina og bilstjóranámiö en einhvernveginn tókst þó að skrapa saman aura fyrir bilnum. Ég man nú bara þvi miður ekki lengur hvaö hann kostaði. Þetta var Chevrolet, model 1929, 1 1/2 tonn með rými fyrir einn farþega og fyrsti billinn i Strandasýslu. A bilinn vantaði aö sjálfsögöu bæöi hús og palLen efniö i þaö keypti ég hér og flutti ásamt bilnum meö Esjunni noröur á Boröeyri. Nóg gras í Ásgarði — Haföirðu aö einhverri visri vinnu aö hverfa meö bilinn? — Nei, engri, en ég fékk auð- vitaö flutninga sem um var aö ræöa og bil varð komiö viö, sem auövitaö var mjög takmarkaö vegna vegleysis. Enga vinnu fékk ég fyrir bilinn viö vegagerö, þar voru hestarnir og kerrurnar, en hinsvegar var Karl Friðriksson brúasmiöur þarna viö brúagerö um sumarið og hjá honum fékk ég vinnu. — Hvað var hægt aö aka langt út frá Boröeyri um þetta leyti? — Þaö var hægt aö þrælast noröur i Guölaugsvik og svo var oröið fært suöur i Borgarnes og vestur i Dali um Laxárdalsheiöi, viö illan leik þó. Ég fór nú samt eina ferö noröur i Saurbæ um sumariö. Þá var Karl aö smiöa brú á Laxána. Héraösmót var haldiö vestur i Hvitadal I Saurbæ og brúargeröarmenn vildu óöir og uppvægir drifa sig þangaö. Ég tókst á hendur feröina. Skýli átti ég ekkert á bilinn en hinsvegar þrjá trébekki, sem ég skrúfaöi á pallinn. Og svo breiddu karlarnir yfir sig segl. Þetta var harösnúiö liö og ágætlega útbúiö meö skóflur, járnkarla og kaöla þvi aö sumsstaðar var svo mikili hliöar- halli aö viö uröum aö setja kaðla á bilinn svo allt færi nú ekki á hliöina. Ég held, aö Laxárdals- heiöi hafi aöeins einu sinni áöur veriö farin i bil. Mun þaö hafa verið sumariö áður og var þar á ferö Jónatan heitinn Þorsteins- son, kaupmaöur. Auövitað voru allar ár á leiöinni óbrúaðar. Viö lögöum af staö á laugar- dagskvöld og tjölduöum viö túniö t Asgaröi. Nú hagaöi svo til, aö annað hvort uröúm viö aö aka yfir túniö i Asgaröi, svo heppilegt sem þaö var svona i sláttarbyrjun, eöa láta þarna staöar numiö. En viöbrögö Bjarna I Asgaröi voru einkennandi fyrir hann. Er viö sögöum honum af feröum okkar sagöi hann: „Blessaðir veriö þiö strákar, fariö þiö bara yfir túniö, þaö er nóg gras i Ásgaröi”. Og þar meö dreif karl okkur heim i bæ, — „þvi þaö sneiöa engir hjá Asgaröi nema hundar” — og blátt áfram hellti ofan i okkur mjólk. bilnum, Guölaugur Jónsson, tók viö honum, en ég ók fólksbflnum en átti áfram minn hlut I vöru- bilnum. Buickinn kostaöi 3 þús. kr. og keypti ég hann af manni á Blönduósi. Hann var ekki nýr, mig minnir model 1926 eöa '27, blæjubill. Meira próf haföi ég tekiö á Akureyri haustiö áöur, hjá Snæ- birni Þorleifssyni. Það ætlaði aö ganga I hálfgeröum brösum. öku- skirteiniö sýndi, aö ég var ekki búinn aö aka nógu lengi til þess aö eiga fullan rétt á meira prófi. Þó haföist þetta nú i gegn og ég sneri aftur til Boröeyrar sem fullgildur meiraprófsmaöur. Astæöan til þess aö ég fékk mér fólksbil og réttindi til þess aö aka honum var sú, aö reglubundnar feröir voru nú hafnar milli Reykjavikur og Akureyrar einu sinni i viku aö sumarlagi. Ógreiö- færteöa raunar ófært var þá fyrir Hvalfjörðinn en Suöurlandiö sigldi upp I Borgarnes og farþeg- arnir voru svo fluttir þangaö og þaöan i bilum. Ég tók að mér þessar ferðir frá Boröeyri en svo var bilstjóri frá Hvammstanga, Blönduósi og þeir Páll og Pétur úr Skagafirðinum. Ekki man ég nú lengur hvaö fargjaldið var milli Boröeyrar og Borgarness á þessum árum, en maöur gat þó haft ofan af fyrir sér með þessum flutningum. A Alþingisháriðina — Fórstu kannski meö farþega á Alþingishátiðina 1930? — Já, ég brá mér þangað. Far- þegar meö mér á hátlöina voru Gunnar I Grænumýrartungu, Olafur bróöir minn, Skúli á Ljót- unnarstöðum, sr. Jón Guönason á Prestsbakka og Lára Helgadóttir, kona Halldórs Júliussonar, sýslu- manns. Ég man nú ekki eftir fleirum. Viö fórum Kaldadal. Hann reyndist ekkert verri þá en Holtavöröuheiöin. Upphaflega var ekki ætlunin aö fara alla leiö I bil þvi viö óttuöumst Kalda- dalinn. En i Fornahvammi fréttum við aö þar heföi fariö um bilafloti frá Akureyri, sem ætlaöi aö leggja á Kaldadal og okkur þótti skitt aö komast þaö þá ekki lika. Þetta var ákaflega eftirminni- leg för, ekki vegna þess aö neitt kæmi fyrir á leiöinni, heldur var þaö hátiöin sjálf. Viö lentum svo þarna i aukaveislu, sem haldin var svona fyrir alþýöu manna. Tryggvi Þórhallsson, forsætis- ráöherra og þingmaður okkar, sá um aö viö lentum þar ekki utan- garös. Engan mat höföum viö meö- feröis, enda ekki þörf á þvi. Viö versluöum viö Vigfús „vert”, sem þarna var meö veitingasöiu og seldi ágætar veitingar á lágu veröi. Óvænr uppákoma Þeim er nú eölilega fariö aö fækka, sem voru á Alþingishátiö- inni 1930. En ég á ekki von á aö hún liði neinum úr minni, sem þar var. Þangaö komu, eins og kunn- ugt er, margir Vestur-lslend- ingar. Þeir dvöldu hér fram eftir sumrinu, sumir hverjir, fóru um landið og heimsóttu frændur og vini. Skömmu eftir að ég kom heim var hringt i mig og ég beðinn aö sækja nokkra þeirra suöur á Holtavöröuheiöi. Þeir ætluöu til Akureyrar en billinn bilaði á heiö- inni og var ég nú beöinn ásjár. Varö ég aö sjálfsögðu viö þvi. En i þessari ferö kom þaö fyrir, sem ekki hefur ööru sinni hent mig á ævinni. Kvöldsett var auðvitað oröiö er viö komum aö Bólstað- arhliö og var ákveöiö aö leita þar gistingar. Af einhverjúm ástæöum reyndist þaö ekki unnt og var okkur úthýst. Sjálfsagt hafa gildar ástæöur legiö til þessa og mér gerði þetta ekkert til»en þótti atvikiö á hinn bóginn leiöin- legt vegna Vestur-lslendinganna. Viö uröum þvi aö leggja I Ból- staöarhllöarbrekkuna, sem ekki var nú beint aölaöandi i þá daga, og bárum næst niöurá Stóra - Vatnsskaröi. Þar var okkur tekiö tveim höndum, þótt áliöið væri oröiö. Haldið í höfuðsraðinn — Hélstu lengi út viö þennan akstur? — Nei, ég hætti nú þessari bila- útgerö 1932 eöa 33. Bæöi var aö billinn bilaði hjá mér, varö raunar hálf ónýtur og svo opnaðist vegurinn alveg til Reykjavikur og stórir langfer'öa- bflar tóku upp beinar ferðir milli Reykjavikur og Akureyrar. Þeir voru komnir i spiliö Steindór og Kristján á BSA og þá vorum viö nú fljótlega úr leik, þessir sveita- menn. — Og hvaö tók þá viö? — Þá kvaddi ég kóng og prest og flutti til Reykjavikur. Stundaöi þar bæöi byggingavinnu og svo akstur hjá Steindóri. Var ýmist i bæjarakstri eöa langferöum. Það valt nú á ýmsu meö samkomu- lagiö hjá okkur Steindóri, en þó var ég hjá honum allmörg sumur og einnig nokkuö aö vetrinum. Versru ,, leggjabrjórarn ir ’ ’ — Þú sagöir áöan, Björn, að þeim væri nú fariö aö fækka, sem heföu veriö á Alþingishátiöinni 1930. Svo er þaö einnig um þá, sem muna eftir hvernig vegirnir voru um þaö leyti, sem þú byrjaö- ir aö aka bfl. Hverjar voru nú helstu torfærurnar á veginum milli Borgarness og Akureyrar? — Ja, ég býst ekki viö að þeir, sem þekkja vegina nú, heföu taliö að um neina vegi hafi veriö aö ræöa. Þetta voru á löngum köflum aöeins niðurgrafnir troön- ingar, meira og minna malar- lausir, en einhvernveginn þvæld- umst viö þetta nú samt. En verstu torfærurnar og nættu- staöirnir, — ja, svo viö byrjum þá sunnafrá, þá var þaö nú fyrst Gljúfuráin i Borgarfiröi. Hún var stórvarasöm fyrir ókunnuga vegna þess hvernig vegurinn lá. Ef maður sá bara vegarendana sitt hvoru megin viö giliö, þá virt- ist vegurinn þráðbeinn, en hann snarbeygði þegar komið var fram aö gilbörmunum, og hengiflug fyrir neöan. Þó varö þarna aldrei slys á þessum árum. Þá var þaö Kattarhryggurinn, Framhald á bls. 21. „Landinn” eyðilagði ballið Aö Hvitadal munum viö svo hafa komið skömmu eftir hádegi. Þetta hefur sjálfsagt veriö ágætis skemmtun en hún varö endaslepp fyrir okkur. Einn félagi okkar geröist nokkuö góöglaöur og tók þá aö gripa fram i fyrir ræðu- manni, sem þarna talaöi. Kom þá til okkar einhver eftirlitsmaöur og mæltist til þess, aö svona óróa- seggir yfirgæfu staöinn. Varö þaö úr, þvi ekki vildum viö valda frekari veisluspjöllum. Mér þótti súrt i broti þvi ég var byrjaður aö dansa og haföi hug á aö skemmta mér meö Dalameyjunum enn um sinn. Og þannig endaöi nú þessi ferö en viö höföum þó komist á bil i Saurbæinn og fannst okkur þaö út af fyrir sig nokkurt afrek aö hafa oröiö til þess aö brjótast þaö. Keyprur fólksbíll Ariö 1930 keypti ég mér fólksbil, 7 manna Buick, ágætan bfl, og var þaö annar billinn, sem kom i Strandasýslu en fyrsti fólks- billinn. Meðeigandi minn aö vöru- Við kynnum ný húsgagnaáklæði frá Gefjun Cp<ll hf. Síðumúla 20 sími 36677 y

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.