Þjóðviljinn - 02.03.1980, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 02.03.1980, Blaðsíða 24
DWÐVIUINN Sunnudagur 2. mars 1980 nafn* < Halldór Pálsson Halldór hefur alls ekki veriö á dagskrá hjá samtíð- inni þessa viku, sem nú er a& renna Ut og endar meira aö segja á hlaupári, þótt hann sé aö láta af störfum sem búnaöarmálastjóri, — nema þá kannski hjá nokkrum mönnum vestur í Bændahöll. Kannski er þaö aö einhverju leyti vegna þess, aö gullgraf- araþjóö lætur sig landbúnaö litlu skipta. En e.t.v. stafar þaö einnig öörum þræöi af þvi, aö viö höfum veriö svo lánssamir, aö eiga búnaöar- málastjóra, sem eru það á- fram í vitund þjóöarinnar þótt þeir flytjist á annaö til- verusviö, hvaö vonandi verö- ur einhver biö á meö Hall- dór. Siguröur var, er' og veröur búnaöarstjóri, Stein- grímur einnig og svo Hall- dór. Þessvegna taka menn minna eftir breytingunni. Hinsvegar er hægt aö skýra frá því, aö Halldór Pálsson er fæddur og uppal- inn á herragaröi noröur I Húnavatnssýslu, Gu&laugs- stööum I Blöndudal. Hann varö stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri og stundaði slöan landbúna&ar- nám einkum snertandi sauö- fjárrækt viö háskóla I breska heimsveldinu. Hann réöist sem sauðfjárræktarrá&u- nautur til Búnaðarfélags Is- lands 18. nóv 1937 og varö búnaöarmálastjóri I ársbyrj- un 1963. I báöum þessum störfum reyndist hann ein- stakur atkvæöama&ur og gat raunar ekki hjá því fariö eft- ir eöli hans og upplagi. Hann er hárglöggur sauöfjárrækt- armaöur og lagöi á þaö mikla áherslu, aö bændur héldu tölu sauöfjár á búum sínum viö hóf en fóöruöu til fyllstu afuröa. Og trúboö Halldórs varö árangursrlkt þvl bændur fundu, aö þarna var maöur, sem tala&I af viti og þekkingu og réöi þeim heilt. Hann hefur endasenst á hrútasýningar um landiö þvert og endilangt af ótrú- legum dugnaöi og áhuga eins og Hjalti Gestsson sagöi, er hann ávarpaði Halldór I lok Búnaöarþings Igær: „Þaöer mikil mannraun aö vinna meö honum Halldóri þvl dugnaöurinn og kappiö er meö þeim fádæmum”. A sama hátt hefur hann veriö athafnamikill búnaöar- málastjóri og mun lengi sjást til þeirra spora, sem hann hefur markaö I þvi starfi. ,,0g hann hefur veriö mikill og góöur húsbóndi á hinu fjölmenna heimili I Bændahöllinni, fyrir hann hafa allir viljaö vinna og vinna vel”, sagöi Guömúnd- ur I Ási. Svona menn geta aldrei oröiö nafn einnar viku. — mhg. Vikror Konsnoj og Áskorendamóríð: Heimtar skotheldan glervegg Viktor Kortsnoj, fyrrverandi heimsmeistari I skák, er oröinn frægur fyrir að gera undirbún- ingsnefndum skákmóta Hfiö leitt. Kröfur hans eru oft með þeim ein- dæmum, að margir eru farnir aö óttast um sálarheill meistarans. Nýjustu kröfur hans varöandi Áskorendaeinvfgiö I Velden I Austurriki, eru þær, aö undirbún- ingsnefndin láti byggja skotheld- an glervegg sem a&skilji hann frá áhorfendum. Ástæöan fyrir þessari bón skákkempunnar er sú, að hann óttast stórlega um lff sitt og telur aö byssuglaðir ná- ungar muni senda kúlu gegnum hausinn á honum meöan á mótinu stendur. A Askorunareinvíginu sem haldiö verður þ. 8. mars í Austur- riki og átta keppendur taka þátt I, mun Kortsnoj og fyrrverandi landi hans Tigran Petrosjan lei&a saman hesta sina. Kortsnoj hefur nú skrifað undirbúnings- nefndinni bréf og farið fram á aö hún setji upp mikinn glervegg skotheldan og veröi uppsetningin kostuö af nefndinni. Hann kveöst vera hræddur um morðtilraun, þvi margir vilji hann feigan. Kortsnoj er þekktur fyrir aö gera undirbúningsaöila gráhær&a meö hinum ýmsu kröfum slnum og er engin undantekning I þetta sinn. Auk kröfunnar um gler- vegginn, hefur hann fariö þess á leit viö undirbúningsnefndina aö hún sjái til þess að hann eigi þess kost aö búa á mörgum stööum I borginni meðan á mótiiiu stendur, svo Sovétmenn eigi erfiöara meö aö koma hlerunartækjum sinum fyrir, eins og meistarinn orðar þaö. Fulltrúi Petrosjans hefur við- urkennt Stóra sal Menningar- hússins sem keppnisstaö, en enn hefur ekki komiö svar frá Pet- rosjan hvort hann viöurkenni aör- ar kröfur Kortsnojs svo sem skot- heldan glervegg. Það má geta þess aö Kortsnoj sá sér ekki fært aö taka þátt I Reykjavíkurmótinu vegna móts- ins í Austurriki. Kortsnoj: Skotheldan vegg og engan fastan dvalarstaö. SAFNLÁNAKERFI VERZLUNARBANKANS ER EINFALT: ÞÚ SAFNAR- VH) LANUM m I 11 Safnlánakerfið byggist á því að þú leggur inn á Safnlánareikning þinn mánaðarlega ákveðna upphæð í ákveðinn tíma. Upphæðinni ræður þú sjálf(ur) upp að 100 þúsund kr. hámarkinu. Sparnaðartímanum ræður þú sjálf(ur), en hann mælist í 3ja mánaða tímabilum, er stystur 3 mán. og lengstur 48 mán. Þegar umsamið tímabil er á enda hefur þú öðlast rétt á láni jafn háu sparnaðinum. Einfaldara getur það ekki verið. ■ÞUH SAFNAR ■VIÐ LANUNI V/6RZLUNRRBRNKINN Spyrjið um Safnlánið og fáið bækling í afgreiðslum bankans: BANKASTRÆTI5, LAUGAVEGI172, ARNARBAKKA 2, UMFERÐARMIÐSTÖÐ, GRENSÁSVEGI13 og VATNSNESVEGI14, KEFL.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.