Þjóðviljinn - 23.03.1980, Blaðsíða 5
Sunnudagur 23. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Rödd
Tíminn birti laugardag-
inn 15. mars s.l. heilsíðu-
grein eftir Gisla Harald
Kristjánsson, undir fyrir-
sögninni ,,Rödd frá Guate-
mala". Eftir lestur þessar-
ar greinar fannst mér allir
svarthöfðar þessa lands
vera orðnir að saklausum
englahausum, umvöfðum
geislabaugum. önnur eins
ritsmíð getur varla hafa
birst á prenti hérlendis áð-
ur.
Gisli þessi Haraldur er Vestur-
Islendingur og stoltur af uppruna
sinu, aðdáandi vikinga og nor-
rænnar heiðrikiu. Hann byrjar á
þvi aö rekja ættir sinar og telur
vandasamt að finna betri fulltrúa
islensku þjóðarinnar ,,að kær-
leika, heiðarleika og gáfum” en
foreldra hans. Sjálfur segist hann
ekki vera neinn ættleri: ,,Ég hef
verið heiðraöur af ýmsum aðilum
við ein og önnur tækifæri. Þar á
meðal má nefna orðuna „The
Favorite Son” i Guatemala, og
min er getið i uppsláttarritum á
borð við „Who is Who of
Iiitellectuals”, og i „International
Register of Profiles”.
Enginn slordóni
Þaö fer þvi ekkert á milli mála
að hér er enginn venjulegur slor-
dóni á ferð. Uppáhaldssonur
rikisstjórnar Guatemala hefur
verið búsettur viða: 5 ár i Nicar-
agua, 8 á Kúbu, 6 I Perú og 14 i
Guatemala. Hann þykist þvi geta
talað um þessi lönd eins og sá sem
vitið hefur. Timinn þorir ekki
annað en slá pinulitinn varnagla
i formála að greininni, og segir að
„vist muni einhverjum þykja
sjónarmiö Gisla einstrengings-
leg. En þau hafa mótast á vett-
vangi atburðanna sjálfra og sjálf-
sagt talar hann fyrir munn ým-
issa áhrifarikra hópa á þessum
suðlægu slóðum.”
Sem betur fer eru áhrif þessara
„áhrifariku hópa” alltaf að dvina
þar syðra, og til þeirrar stað-
reyndar má áreiðanlega rekja
gallsúra reiði uppáhaldssonarins.
Honum finnst vestræna lýðræðið
vera að liða undir lok. Hann talar
um „uggvænlega hrörnun lýð-
ræðisrikja þar sem byltingaröfl
hafa barið að dyrum.” Og það
versta er, að hans mati, að „ýmis
alþjóðlee samtök sem starfa und-
Eldsneyti flugvéla
æ dýrara:
Málningin
skröpuð af!
Flugkappinn Charles Lindberg
flaug yfir Atlantshafið 1927 án
senditækis og fallhiifar. Hann
reyndi að gera flugvélina sem
léttasta til að spara bensin. Hálfri
öld sfðar eru flugfélögin á sömu
brautum: þau gera allt til að hafa
flugvélar sem léttastar til að
spara eldsneyti.
A siðasta ári hækkaði gallonið
(um 4litrar) af bensini úr 40 sent-
um I 85 sent. A þessu ári munu
stærstu flugfélög Bandarikjanna
eyða um 10 miljörðum dollara eða
30% af rekstrarkostnaði I
eldsneyti. Þetta er um 20% hækk-
un frá fyrra ári. Flugvélabensin
er orðið svo dýrt aö sex af tiu
stærstu flugfélögum USA reikna
með taprekstri á þessu ári. Hin
fjögur sjá einnig fram á mikið
hrun i rekstri.
Flugfélögin hafa tekið ýmislegt
til bragðs i þvi skyni að halda
kostnaði niðri vegna aukinna
eldsneytisgjalda.
Flugvélarnar fljúga hærra en
áður, þvi efri loftlög orsaka
minna viðnám og þarafleiðandi
sparast orka. Flugfélagið
Eastern Air Lines er búið að
leggja niður allar millilendingar
á minni stöðum og flýgur nú beint
milli stærstu viðkomustaðanna.
Félögin hafa einnig lagt stórben-
sinbrennum eins og Boeing 707 á
úr undirheimum
Frá höfuðborg sælurikisins Guatemala, þar sem lýðræðið blómstrar.
ir yfirskini mannúöar og eru ekki
annaö en úlfar i sauðagærum”
hafa gengiði lið með „alræðisrikj-
unum” sem eru að útrýma frels-
inu. Þar á hann greinilega við
kommaklikur eins og Sameinuðu
þjóðirnar og Amnesty Inter-
national.
Það er sama hvert hann litur:
allsstaöar er verið að kippa
stoðunum undan „frjálshyggju-
stjórnmálamönnum” eins og
Somoza, sem hann dáir augsýni-
lega. Og hvað fær heimurinn i
staðinn? „Harðstóra af verstu
gerð” eins og Fidel Castro. Það er
Fidel Castro, sá djöfull i manns-
mynd, sem er að eyðileggja allt
fyrir hinum „heiðarlega og
vinnusama” uppáhaldssyni lýð-
ræðisstjórnarinnar i Guatemala.
„Harðræði til varnar"
Þótt grein Gisla komi okkur
spánskt fyrir sjónir hér er hún
langt frá þvi að vera nokkurt
einsdæmi i Suður-Ameriku. Mál-
gögn rikisstj&rnanna i Guate-
mala, Honduras, Chile, Para-
guay, Uruguay og E1 Salvador
(svo nefnd séu nokkur „lýðræðis-
riki”) eru uppfull af svona
fasistavaðli. Frá sjónarhóli
þessara manna eru það alltaf
„utanaðkomandi öfl” sem standa
fyrir byltingum, hryðjuverkum,
stjórnmálaóróa og vinnudeilum.
Það eru sendiráð Rússa og Kúbu-
manna I Costa Rica, sem „mark-
visst og með miklum árangri
grafa undan rikisstjórnum Mið-
Ameriku”. Og það er ekkert til-
tökumál, finnst Gisla, þótt stjórn-
völd „þessara litlu landa” kunni
að hafa beitt „harðræði sér til
varnar” i viðureigninni við „út-
sendara framandi hugsjóna”.
Ef Gisli hefur verið búsettur i
Guatemala s.l. 14 ár, hefur hann
veriö þar i mars 1967. Það var
einmitt þá, sem hermenn úr
Guatemaiaher handtóku skáldið
og uppreisnarmanninn Otto René
Castillo ásamt vinkonu hans,
misþyrmdu þeim i nokkra sólar-
hringa og enduðu með að brenna
þau bæði lifandi. Þessir hermenn
sem þarna voru væntanlega að
beita „harðræði sér til varnar”,
voru útsendarar þeirra stjórn-
valda sem heiðruðu Gisla Harald
og nefndu hann sinn uppáhalds-
son.
óþokkinn í Havana
Ódæðisverk Fidels Castro á
Kúbu eru ekki litil: „Honum hef-
hilluna en sækjast meir eftir
sparneytari vélum sem DC-lOeða
747. Fyrrgreint flugfélag
minnkaði þunga véla sinna um 30-
125 kg. með þvi að skrapa hvitu
einkennismálninguna af farkost-
um félagsins. Vélarnar fljúga nú
aðeins i silfurgljáandi málmklæð-
um og hefur þessi aðgerö sparað
félaginu eina miljón dollara á ári
1 eldsneyti.
Flugfélög sem Pan American,
Delta og Continental Air
Micronesia vinna nú aö þvi aö
hanna plastkanta á vængi flug-
véla sinna til að minnka loftmót-
stöðu og sparar sú ráðstöfun 30
þúsund dollara árlega i eldneytis-
kostnaði.
En aðsjálfsögðu verða það far-
þegarnir sem fá að punga út
vegna hækkandi orkuverðs. 1
siðustu viku var flugfélögunum I
USA veitt heimild til að hækka
innanlandsfargjöldum 2,5% til að
mæta hækkandi verði á eldsneyti
og öðrum kostnaði. Samanlögð
hækkun á fargjöldum siöasta árs
nam 28,5% i Bandarfkjunum.
ur tekist aö breyta hamingju-
samri, heilbrigöri, friðsamri, vin-
gjarnlegri, virðingarverðri, góð-
hjartaðri og frjálsri þjóð i hungr-
aðan og þrælkaðan múg, sem i si-
fellu lifir við strangar reglur og
ótta.” Gisli minnist „hinna gömlu
og góðu daga á Kúbu, þegar eng-
inn svalt. Flestir Kúbumenn voru
ánægðir með lifið, sama hvar þeir
voru og hvert hlutskipti þeirra
var. Að minnsta kosti áttu þeir
sina mannlegu reisn”. Allt besta
fólkið flúð i eftir byltinguna, segir
Gísli. Og innrás „hinna hugdjörfu
hetja” i Svinaflóa 1961 mistókst
vegna „fákænsku og heimsku
Kennedys forseta og hinna
óheppilegu ráögjafa hans.”
Um hinn ægilega veruleika á
Kúbu geta allir sannfærst sem
þangað þora að fara og virða
ástandið fyrir sér, segir Gisli.
Það vill svo til að sá hópur Islend-
inga sem hefur „þorað” að fara
til Kúbu er orðinn nokkuð stór,
t.d. hafa verið skipulagðar hóp-
ferðir þangað árlega i 7 ár. Ég
þori að fullyrða að enginn þessara
íslendinga hefur séð þann
„hungraða og þrælkaða múg”
sem Gislitalar um. Sjálf dvaldist
ég á Kúbu i 6 ár og sá hann aldrei.
Ég kynntist hinsvegar mörgum
Mið-Amerikumönnum á Kúbu,
fólki sem hafði flúið undan „lýð-
ræðinu” hans Gisla og sagði af
þvi ófagrar sögur. Ég kynntist
lika Kúbumönnum sem mundu
„hina góöu gðVnlu daga” sem
Gisli talar um: daga Mafiunnar,
spillingarinnar og ofbeldisins.
Þeir daga eru góðu heilli liðnir og
koma aldrei aftur. Og dagar
Somoza eru liðnir i Nicaragua,
sonur hans getur ekki lengur
skemmt sér við það með vinum
sínum að næturlagi að skreppa i
fangelsin og taka þátt i pynting-
um og nauðga sandinistastelpum.
Aldrei aldrei koma þeir dagar
aftur. Og bráðum verður bylting I
E1 Salvador, það er alvegrétt hjá
Gisla og þarnæst kemur rööin að
Honduras og Guatemala. Þá má
nú uppáhaldssonur böðlanna i
Guatemala fara að vara sig.
Ingibjörg Haraldsdóttir
Rauðamölin-
lykillinn að betri framleiðslu
Við framleiðum útveggjasteininn, milli-
veggjaplöturnar og burðarveggjaplöturn-
ar allar úr gömlu góðu rauðamölinni. í
henni liggja yfirburðirnir. Margra ára-
tuga reynsla okkar er traustur grunnur
91 að byggja á, - og möguleikarnir í hleðslu
—ótal margir.
1/3 út og eftirstöðvar á 6 mánuðum
Byggingavörudeild
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121 Simi 10600
Aðalfundur Flugleiða hf
verður haldinn mánudaginn 28. apríl í Kristalsal Hótels Loftleiða og
hefst kl. 13:30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins.
2. Breytingar á samþykktum félagsins.
3. önnur mál.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum á aðal-
skrifstof u félagsins, Reykjavíkurf lugvelli f rá og með21. apríl n.k. og
lýkur laugardaginn 26. april. Athugið að atkvæðaseðlar verða af-
greiddir laugardaginn 26. apríl kl. 10:00 til 17:00.
Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera
komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund.
Tekið skal fram að fyrri umboð til að mæta á aðalfundi Flugleiða hf.
eru fallin úr gildi og er þvi nauðsynlegt að framvisa nýjum umboðum
hafi hluthafar hug á að láta aðra mæta fyrir sig á aðalfundinum.
Stjórn Flugleiða hf.
FLUGLEIDIR