Þjóðviljinn - 23.03.1980, Blaðsíða 17
Sunnudagur 23. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17
Um þessar mundir er
mikið talað um að íslensk
kvikmyndalist sé að fæð-
ast. Áhuginn virðist vera
mikill á þessari listgrein,
og má það m.a. marka af
því, að 25 umsóknir höfðu
borist um framlag úr
Kvikmyndasjóði þegar
umsóknarf resturinn rann
út fyrir nokkrum dögum.
Áhorfendur hafa líka
áhuga, einsog best sést á
þeirri góðu aðsókn sem
tvær nýjar íslenskar kvik-
myndir hafa fengið nú að
undanförnu.
En þaö eru fleiri en viö sem eru
byrjendur á þessu sviöi, og kvik-
myndalist er aö fæöast viöar en á
Islandi. 1 nýjasta hefti sænska
timaritsins Chaplin er ýtarlega
sagt frá kvikmyndagerö i löndum
Afriku. Ýmislegt sem fram kem-
ur þar bendir til þess aö afriskir
kvikmyndageröarmenn eigi viö
harla svipuö vandamál aö striöa
og starfsbræöur þeirra hér á
landi. Vissulega er mikill munur
á menningarlegum og þjóöfélags-
legum aöstæöum hér og þar, enda
er ekki ætlunin aö fara út i neinn
samanburö, Ég læt lesendum eft-
ir að dæma um það, hvaö er likt
og hvaö ólikt meö kvikmyndagerö
i Afriku og á íslandi.
Kraftaverk
I grein eftir þýska kvikmynda-
fræöinginn Gerhard
Schoenberner segir, aö afrisk
Ingibjörg
Haraldsdóttir
skrifar um
kvikmyndir
Ousmane Sembene frá
Senegal litur á kvik-
myndina sem pólitiskt
vopn
í ,,Ceddo" eftir Ousmane Sembene segir frá litt þekktum kafla i
sögu Afríku.
Kvikmyndalist á uppleið
kvikmyndagerö hafi veriö aö
fæöast undanfarna tvo áratugi, og
aö á þessum tima hafi veriö
framleiddar i álfunni allri u.þ.b.
200 stuttar kvikmyndir og um 100
af fullri lengd. Flestar löngu
myndirnar hafa verið geröar
siðan 1970.
Þegar tekiö er tillit til þeirra
aöstæöna sem kvikmyndastjór-
arnir búa viö verður að lita á
hverja fullgeröa mynd sem
kraftaverk. Fjárhagslegar,
tæknilegar og skipulagslegar
forsendur vantar. Framleiöslu-
fyrirtæki, rekstrarfé, tækniút-
búnaö og nothæft dreifingarkerfi
sömuleiöis. Þessvegna er kvik-
myndagerö persónulegt áhættu-
spil fyrir hugrakka einstaklings-
hyggjumenn sem hafa fengiö
kvikmyndabakteriuna.
Flestir afriskir kvikmynda-
stjórar neyðast til aö veröa sér
sjálfir úti um lán áöur en þeir
geta byrjaö á kvikmynd. Þeir
veröa siöan aö fara til Evrópu til
aö ganga frá myndinni, vegna
þess aö i flestum löndum Afriku
er ekki fyrir hendi nauösynleg
tækniaðstaða.
Á háu plani
Þegar þetta er haft I huga finnst
manni það lika vera kraftaverk,
hversu margar af þessum mynd-
um eru á háu plani, bæöi tækni-
lega og listrænt, og hafa hlotiö
viöurkenningu og verölaun á
alþjóölegum kvikmyndahátiöum.
Afriskir áhorfendur kunna vel aö
meta innlendar kvikmyndir, sem
samsvara þeirra lifsviöhorfum og
tilfinningum. En það er aöeins lit-
ill minnihluti almennins, sem fær
aö sjá þessar myndir. Kvik-
myndahús eru yfirleitt hvergi
nema i stærstu borgunum, og þar
ráða mestu tvö stór, erlend dreif-
ingarfyrirtæki, sem sýna svotil
eingöngu ódýrustu fjöldafram-
leiöslumyndirnar frá Hollywood,
Hongkong og Italiu (spagetti-
vestrana svokölluðu).
Ariskir kvikmyndageröarmenn
fá sjaldnast upp i kostnaöinn af
myndum sinum, og þar aö auki er
pólitlskt kvikmyndaeftirlit
mjög strangt I flestum Afríku-
löndum. Þetta hefur leitt til þess,
aö margir hinna afrisku kvik-
myndastjóra eru þekktari i
Evrópu en i sinum eigin löndum.
Mahama Johnson Traoré: „Kvik-
myndir okkar veröa aö vera
alþýölegar”.
Innihald og form
Þaö er einkum tvennt, sem ein-
kennir þær afrisku kvikmyndir,
sem mesta viöurkenningu hafa
hlotiö. I fyrsta lagi þjóöfélagslegt
innihald þeirra, og I ööru lagi list-
rænt form. Þetta eru myndir sem
vitna um pólitiska vitund og
ábyrgöartilfinningu þeirra sem
skapa þær. Efnið er oftast sótt i
daglegt lif fólksins i löndunum
eöa I sögu álfunnar. Til skamms
tima hafa hvitir menn og nýlend-
uherrar veriö einir um aö túlka
sögu Afriku, og einsog viö var aö
búast hefur sú túlkun oftar en
ekki veriö rangtúlkun og miöast
við hagsmuni nýlenduveldanna.
Slik sjónarmiö eru afriskum
kvikmyndastjórum framandi.
Þeir túlka söguna og hvers-
dagsleikann út frá sjónarhorni
fólksins, sem hefur mátt þola yf-
irgang og skepnuskap hinna hvitu
herra um aldaraðir.
Form þessara mynda er llka
mjög fjarlægt þvi sem gerist i
kvikmyndaiönaöi Vesturlanda.
Frásagnarmátinn er rólegur, ná-
kvæmur og myndrænn, laus viö
þá hroðvirkni og taugaveiklun
sem einkennir fjöldaframleiöslu
stóru fyrirtækjanna. Afriskir
kvikmyndastjórar hafa lært af
starfsbræðrum sinum i þróuöu
löndunum, en þeir stæla þá ekki.
Þeirhafa náö valdi á tækninni, og
þarmeö fengiö tækifæri til aö þróa
sinn eigin stil, persónulegan og
sannan.
Lcerdómsrík list
1 grein Schoenberners er sagt
frá nokkrum helstu kvikmynda-
stjórum Afriku. Frægastur þeirra
allra er Ousmane Sembene frá
Sfenegal,’ sem eiiinig er þekktur
•rithöfundur. Hann snéri sér aö
kvikmyö4ftgerö þegar hann geröi
Sér. kvikmynd nær til
en bók, og hún
ðpbr'gHBHil? þeirra sem kunna
hvorki að lesa né skrifa.
Kvikmyndir Sembene eru lær-
dómsrikar og listrænar i senn.
Þjóöfélagsgagnrýni þeirra er sett
fram á þann hátt aö hún kemst
vel til skila hjá þeim sem hún er
fyrstog fremst ætluö: almenningi
i Senegal. Myndir Sembene eru
einmitt lýsandi dæmi um lista-
verk, sem byggja á þjóölegum
grunni og höföa til þjóöarinnar,
en veröa alþjóölegar vegna þess
aö listræn gæöi þeirra hefja þær
upp og út fyrir þröngan, þjóöleg-
an ramma.
Fyrsta kvikmynd Sembene,
,,La noire de...” (1966) var jafn-
framt fyrsta leikna myndin, sem
gerö var i svörtu Afriku. 1 henni
sagöi frá afriskri stúlku, sem
geröist þjónustustúlka i Evrópu.
Þar liföi hún einangruð I fram-
andi umhverfi, þar sem ekki var
litið á hana sem manneskju.
Myndinni lauk meö sjálfsmoröi
stúlkunnar.
„Póstávisunin” (La Mandat,
1968) segir frá baráttu atvinnu-
leysingja i úthverfi Dakar viö
spillta skriffinna á staönum til aö
fá útleysta litla peningaupphæö,
sem frændi hans hefur sent
honum frá Paris. Sembene hefur
gert fleiri myndir þar sem hann
beinir nöpru háöi að spilltri yfir-
stéttlands sins og gagnrýnir jafn-
framt undirlægjuhátt alþýö-
unnar.
I myndinni „Ceddo” (1977)
fjallar Sembene um litt þekktan
kafla i sögu Afriku, þegar Islam-
trúnni var þröngvaö upp á ibúa
álfunnar með valdi. Þar koma
lika viö sögu hvitir þrælasalar,
sem einnig eru vopnasalar.
Arftakar
Sembene er meö réttu álitinn
vera frumherji senegalskrar
kvikmyndalistar, og hann hefur
þegar eignast nokkra arftaka,
sem vakið hafa verðskuldaöa at-
hygli. Einn þeirra er Mahama
Johnson Traoré, sem m.a. hefur
gert senegalska útgáfu af Eftir-
litsmanninum eftir Gogol
(„Lambaaye”, 1972). t annarri
mynd gerir hann sér litið fyrir og
ræöst á tslamiö sjálft. Þar segir
frá ungum strák sem er sendur á
skóla þar sem nemendurnir eru
baröir og sveltir og læra ekki
annaö en islamskt guðsorö.
Hér er ekki pláss til aö telja upp
alla þá kvikmyndastjóra sem
Schoiienberner nefnir i grein
sinni, en þeir eru frá löndum
einsog Maritániu, Nigeriu,
Karerún, Mali, Eþiópiu ofl.
t lokin segir hann frá heimilda-
myndum, sem geröar hafa verið i
Suöur-Afriku á undanförnum ár-
um og lýsa ástandinu þar, i landi
aöskilnaðarstefnunnar illræmdu.
Nær undantekningarlaust hafa
þessar myndir verið geröar á
ólöglegan hátt og þeim siöan
smyglað úr landi.
Lokaorð
Hér hefur veriö stiklaö á stóru i
þessari löngu yfirlitsgrein um af-
riska kvikmyndagerð. Mér finnst
viö hæfi aö klykkja út meö tilvitn-
un i senegalska kvikmyndastjór-
ann Mahama Johnson Traoré.
Þessi orö finnst mér eiga fullt er-
indi til islenskra kvikmynda-
geröarmanna:
„Kvikmyndir okkar veröa aö
vera alþýðlegar, en þær mega
hvorki vera grófar né gerðar ein-
göngu I gróöaskyni. Þaö þýðir, að
þær veröa að tala sama mál og
fólkið og endurspegla þaö sem
fólkiö hefur fyrir stafni, til þess
aö þaö geti þekkt sig I kvikmynd-
unum. Til þess aö ná þessu marki
þurfa afriskir kvikmyndageröar-
menn aö þróa afriskt mynd -
mál”.
-------L
jfc LAUS STAÐA
M YFIRLÆKNIS
Laus er til umsóknar staða yfirlæknis við -
heyrnar- og talmeinastöð íslxnds. Sam-
kvæmt 1. gr. laga nr. 74/1978 um heyrnar-
og talmeinastöð íslands skal yfirlæknir
vera sérmenntaður i heyrnarfræði.
Umsóknir ásamt upplýsingum um læknis-
menntun og störf sendist ráðuneytinu
fyrir 21. april 1980. Staðan veitist frá 1. júli
1980 að telja.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
21. marz 1980
Skrifstofustarf
Sakadómur Reykjavikur auglýsir laust
skrifstofustarf. Leikni i vélritun og góð
rithönd áskilin. Umsóknir sendist fyrir 10.
april n.k. til Sakadóms Reykjavikur,
Borgartúni 7, Reykjavik.