Þjóðviljinn - 23.03.1980, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. mars 1980
Fræösla og fjölskyldulíf
Sigrún
Júlíusdóttir
félagsrádgjafi
skrifar
Einstaklingur sem leggst
inn á almennt sjúkrahús
breytist í hlut, líkt og bíll,
sem fer á verkstæði.
Félagslegar aðstæður
skipta þar ekki máli og til-
finningar og sálarástand
eru oftast utan dagskrár —
jafnvel þegar um erfiða
sjúkdóma er að ræða eða
dauðinn knýr dyra.
Fjöldi rannsókna hefur
þegar sannað, að sjúkra-
húsdvöl án eftirmeðferðar
gefur takmarkaðan
árangur.
•
Raunveruleg fyrirbyggj-
andi starfsemi er að ná til
fólks ÁÐURen þaðer orðið
meðferðar þurfi...
•
Sérfræðingar í heilbrigðis-
og félagsmálum eiga ekki
að liggja á þekkingu sinni
og e.t.v. láta hana hrökkva
af vörum sér í formi gull-
korna á hátíðlegum stund-
um, þegar þeir eru í sviðs-
Ijósi og slikt getur orðið
þeim til persónulegs
framdráttar.
•
Það er skylda sérfræðing-
anna að miðla þekkingu
sinni þannig að hún nýtist
þar sem hún á raunveru-
lega heima.
•
I fjölskyldulífsfræðslu er
skírskotað til hins eðlilega
og heilbrigða, en sjúk-
dómshugtakið látið lönd og
leið.
Fræðsla um eðli atvika og
mannleg viðbrögð gegn
þeim hefur mikilvægu
fyrirbyggjandi hlutverki
að gegna í heilbrigöisþjón-
ustu.
•
Þekking og skilningur á
umhverfi, á eigin við-
brögðum jafnt sem ann-
arrd/ eru einu vopnin sem
einstaklingarnir i bióð*’
félagsgerðokkar geta beitt
til að verjast ofurálagi,
hraða og firringu sem
annars gerir alla menn að
viljalausum þolendum
ríkjandi ástands.
Erindi það sem hér er
birt var flutt á ráðstefnu
um heilsuvernd fjölskyld-
unnar sem haldin var á
vegum Félags háskóla-
menntaðra hjúkrunar-
fræðinga í haust.
Mér hefur veriö faliö aö fjalla
hér um fræöslu sem fyrirbyggj-
andi þátt i heilbrigöisþjónustu,
hvers vegna hún er nauösynleg og
á hvern hátt hún kemur eölilega
inn i heilbrigöisþjónustu.
Lykilhugtökin sem ég ætla aö
tala út frá eru þessi fimm:
Heilbrigði
Geöheilsa
Geövernd
Fræösla
Fjölskyldullfsfræösla
Heilbrigöi ákvarðast út frá
þessum fjórum hugtökum hér aö
ofan. Fræösla sem tekur miö af
fjölskyldunni er einn sérþáttur
fræöslu sem stuölar aö bættri
geöheilsu og um hann ætla ég aö
fjalla hér á eftir.
Heilbrigöi eöa heilsa er vitt
hugtak, en okkur hættir til aö nota
þaö i heldur þröngri merkingu og
takmörkum þaö oftast viö lfkam-
legt heilbrigöi/heilsu — enda
mestur gaumur veriö gefinn aö
þeim þætti frá upphafi. En eftir
þvi sem þjóðfélögin hafa þróast
og oröiö flóknari og aöstæöur og
tengsl manna oft firrtari, hefur
athygli okkar beinst meira aö
öörum þáttum, þ.e.a.s. þeim and-
legu og félagslegu. Þá köllum viö
reyndar oft einu nafni, geöheilsu,
en þar er þá átt viö bæöi liöan og
andlegt ástand (status) einstak-
lingsins og hvernig hann sam-
spilar viö umhverfi sitt, inn á viö i
fjölskyldunni og út á viö I þjóöfé-
laginu. Heilbrigöi er þvl þriþætt:
Likamlegt
Andlegt
Félagslegt
Þessi skipting er reyndar sam-
kvæmt skilgreiningu Alþjóöaheil-
brigöisstofnúnarinnar. Þættirnir
eru órjúfanlega samofnir hjá
hverjum einstaklingi og á þvl ætti
skipan heilbrigösþjónustu aö
byggja. En slik er þvl miöur ekki
raunin. Viö skiptum þessu öllu
niöur. Einstaklingur sem leggst
inn á almennt sjúkrahús breytist I
hlut, likt og blll, sem fer á verk-
stæöi. Félagslegar aöstæöur
skipta þar ekki máli og tilfinn-
ingar og sálarástand eru oftast
utan dagskrár — jafnvel þegar
um erfiöa sjúkdóma er aö ræöa
eöa dauðinn knýr dyra.
Hlutverk geðheil-
brigðisþjónustu
Geöheilbrigöisþjónusta, sem til
skamms tlma hefur verið lögö
áhersla á aö væri jafnvel land-
fræöilega afmörkuö frá annarri
heilbrigöisþjónustu, hefur aö
mestu takmarkast viö aö meö-
höndla svokallaö geösjúkt fólk, en
lltill gaumur veriö gefinn aö geö-
vernd og áhrifum félagslegra
þátta, hvort eö heldur sem orsök
eöa afleiöingu. Þessi sjúkdóms-
miöaöa geöheilbrigöisþjónusta
byggir oftast á sjúkrahús- eöa
stofnunardvöl. Einstaklingurinn
fær þjónustuna eftir aö hann er
oröinn óstarfhæfur og ófær um aö
hafast viö I umhverfi slnu. Þaö
veröur því aö fjarlægja hann
þaöan. Þaö er I sjálfu sér áfaii
fyrir hann, auk þess mikla kostn-
aöar, sem þaö felur i sér fyrir
sjúkrahúsiö og svo maöur tali nú
ekki um aðlögunartimann á eftir.
Hér gæti virk göngudeildarþjón-
usta bætt mikiö úr, en hún hefur
þvi miður fram undir þetta tak-
markast viö eftirmeöferö þeirra,
sem dvaliö hafa á stofnun. Ég
held mér sé óhætt aö segja, aö viö
höfum sinnt þeim takmarkaöa
þætti allvel hér i Reykjavik og ég
vil ekki gera lítiö úr mikilvægi
hans. Fjöldi rannsókna hefur
þegar sannaö, aö sjúkrahúsdvöl
án eftirmeöferðar gefur tak-
markaöan árangur. En þetta er
bara ekki nóg. Starfsviö göngu-
deildarþjónustu er a.m.k. þri-
þætt:
— Eftirmeöferöarþjónusta
— Meöferöarþjónusta
— Geöverndarþjónusta
Hér er um aö ræöa I fyrsta lagi
eftirmeöferöarþjónustu viö þá,
sem dvaliö hafa á sjúkrahúsi og I
ööru lagi meöferöarþjónustu viö
þá, sem ekki hafa dvalið á sjúkra-
húsi og I þriöja lagi geöverndar-
þjónustu viö ákveöna áhættu-
hópa, þ.e.a.s. fyrirbyggjandi
þjónusta. En þaö er sá þáttur
þjónustunnar sem ég vil gera aö
umræöuefni hér. Göngudeildar-
þjónusta er I eðli slnu fyrirbyggj-
andi. En þessi skipting tengist
skilgreiningunni I fyrsta, annars
og þriöja stigs fyrirbyggjandi
starf, sem aörir hafa rætt um hér.
Þannig er eftirmeðferöin, sem
miöast viö að viðhalda árangri
stofnunarmeöferöarinnar, þriöja
stigs fyrirbygging. Meöferðin
sjálf fyrirbyggir stofnunardvöl,
meö því aö meðhöndla erfiöleik-
aná og aöstoöa sjúkllnginn áöur
en hann er oröinn óstarfhæfur og
innlagnar þurfi. En, raunveruleg
fyrirbyggjandi starfsemi er aö ná
til fólks áðuren þaö er oröið meö-
feröarþurfi, meöan þaö sjálft
getur nýtt sér fljótvirkari og
ódýrari aöferöir, sem um leiö
sklrskota til sjálfshjálpar og
stuöla aö þvi, aö einstaklingurinn
nái tökum á aöstæöum sinum og
efli um leið sjálfsviröingu sína.
Ahrifamest og fullkomnast væri,
aö sjalfsögöu, aö ná aö fyrir-
byggja alveg aö vissir erfiöleikar
komi yfirleitt upp og slikt er e.t.v.
hægt á ákveðnum sviöum. Þaö er
til dæmis hægt aö skipuleggja
hverfi og haga umferöarreglum
þannig, aö þaö komi alls ekki til
óhappa. En þaö eru ákveönir
þættir I lifi fólks, sem eru óhjá-
kvæmilegir, og sem þaö er mis-
jafnlega I stakk búiö aö mæta og
takast á viö. Þessir þættir eru oft
afleiöingar ýmissa þjóöfélagsaö-
stæöna, og félagslegs raunveru-
leika einstaklinganna, sem þeir
geta ekki umflúiö, en geta hins
vegar komist Igegnum, eins og ég
sagöi, meö misjafnlega miklum
skemmdum og sársauka, allt
eftir forsendum þeirra sjálfra og
þeirri aöstoö sem er aö fá.
Þaö sem ég hef hér I huga, eru
hin svokölluöu eölilegu áföll
(normal crisis), sem við öll
veröum fyrir einhvern timann á
llfsleiöinni I einhverri mynd. Meö
þvi aö ná til fólks nógu snemma,
undirbúa þaö eöa hjálpa þvl i
gegnum krlsuna, getum viö fyrir-
byggt þyngri afleiöingar. En þaö
er einmitt hér, sem upplýsing,
þjálfun og fræösla i ýmsu formi
kemur til sögunnar og hún á e.t.v.
best heima I geöverndarþjón-
ustunni. Sérfræöingar I heilbrigö
is- og félagsmálum eiga ekki aö
liggja á þekkingu sinni og e.t.v.
láta hana hrökkva af vörum sér i
formi gullkorna á hátlölegum
stundum, þegar þeir eru i sviös-
ljósi og slikt getur oröiö þeim til
persónulegs framdráttar. Sú
menntun og þekking á félags-
legum aöstæöum-, mannlegu aí-
ferli og viöbrögöum, sem sér-
fræðingar hafa aflaö sér I löngu
námi, er ekki þeirra persónulega
einkaeign. Sérfræðiþekking er
eign fólksins, sem þarfnast
hennar og hefur átt sinn þátt I aö
skapa hana. Það er þvi skylda
sérfræöinganna að miöla þessari
þekkingu, þannig aö hún nýtist
þar sem hún á raunverulega
heima.
Nú kann einhver aö spyrja:
„Hvers vegna er þetta allt svona
mikilvægt allt I einu? Aöur fyrr
kláraöi fólk sig ágætlega án allra
sérfræöinga, geöverndar, vanda-
málaþvaöurs og fræösluþrugls! ”
Þaö gleymist, aö áöur liföum viö
llka viö aörar aöstæöur. Umfram
allt var þjóöfélagsgeröin ein-
faldari og fjölskyldustofnunin
sterkari. Einstaklingarnir nærö-
ust tilfinningalega og studdu
hver annan innan fjölskyld-
unnar, þjóöfélagsáhrifin uröu
hlutfallslega minni. Hlutirnir
geröust innan fjölskyldunnar,
fólk var I tengslum viö uppruna
sinn og eölilegar mannlegar at-
hafnir, ferli og viöburöi, hvort
sem þaö nú voru fæöingar, veik-
indi, slys, öldrun eöa dauöi. Til
þess aö mæta þessum breytingum
hafa oröiö aö þróast nýjar
lausnir, hinar vel þekktu félags-
legu lausnir (vistheimili, dag-
heimili, skólar, sjúkrahús og
almenn þjónusta af ýmsu tagi) og
líka nýjar aöferöir. Ein þessara
nýju aöferöa er einmitt fjöl-
skyldulífsfræösla (stiröleg þýöing
á enska hugtakinu „family life
education”) en hún er einmitt
dæmi um nýja aöferö til aö kenna
fólki aö takast á viö eölilega erfiö-
leika. Þjóöfélagsgerö okkar
magnar þessa erfiöleika en felur
ekki i sér úrlausnarleiöir. Þess
vegna veröur nú sérfræðings-
aöstoö aö koma til þar sem áöur
voru persónulegar lausnir, m.a. I
fjölskyldugeröinni.
Fjölskyldulífs-
fræðsla
Fjölskyldulífsfræðsla sem
aöferö er á vissan hátt tengd
hópm eöferöartækni og
námskeiöum I ákveöni og félags-
þjálfun, sem viö notum svo mjög I
meöferö á göngudeild. 1
fjölskyldullfsfræöslu er sklrskot-
aÖ til hins eölilega og heilbrigöa,
en sjúkdómshugtakiö látiö lönd
og leiö. Markmiöið er aö fyrir-
byggja erfiöleika meö þvl aö auka
skilning og þekkingu á hinum
svokölluðu eölilegu þroskakris-
um, sem einstaklingurinn og/eöa
fjölskyldan fer i -gegnum á
þróunarferlj sinu.