Þjóðviljinn - 23.03.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.03.1980, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. mars 1980 Hin Ijúfa lögga Þegar ég var lltil þá var allt svo miklu minna. Ekki bara ég 'heldur allt. Til dæmis var löggan fáeinir virBulegir heldri menn sem stundum sáust ganga fram hjá. Þeir voru númer eitt til fjórtán. Þaö nægði. Þrir og sex voru á dagvaktinni, og þar sem ég var svo vel upp alið barn, þá vissi ég aldrei hverjir voru á kvöld- og næturvaktinni. Mér er meira að segja til efs aö þaö hafi veriö næturvakt nema á gamlárskvöld. Þeir gengu Laugaveginn taktföstum yfirvofandi skrefum sem fengu gangstéttarflisarnar til aö nötra undir manni. Og þaö er engin lygi, þar sem maöur sat á þrlhjólinu fann maöur á skjálftabylgjunum sem lagði upp gegnum stýriö aö nú sneru þeir viö á Hlemmi og tóku stefnuna niöur Laugaveginn aftur. Þegar þeir nálguöust, hjólaði maöur eins og llfiö leyfði inn I næsta port og fylgdist meö þeim skrefa fram hjá. Okkur var kunnugt um aö farartæki voru ekki leyfö á gangstéttunum og um leiö vissum viö aö fimm ára og yngri var ekki ætlaö aö þríhjóla á akbrautinni. Einu sinni hjólaöi ég á konu. Hún varö æf og hótaöi aö kalla á lögregluna. Ég hjólaöi heim svo rauk úr dekkjum, lagöi hjólinu bak viö blómaker og faldi mig i buxnaskálmum pabba. Neitaði aö trúa þvi aö ég yröi ekki tekin föst og sett i fangelsi fyrir aö hjóla á konu. Konan hefur eflaust veriö aö glápa i búöarglugga I einlægri viöleitni viö aö eyöa launum mannsins slns og sennilega hrokkiö aftur á bak undan verömiöa á dragt, og fyrir hjóliö. Þvl hvaö sem sagt varö um hjólandi börn á aöalgötu bæjarins, þá vorum við meövituö um hraöatakmörk og umferöareglur. Þessi litla minning heföi eflaust legiö kyrr í slnu heilahólfi ef löggan heföiekki skilaö dóttur minni heim eitt kvöldiö. Þetta stúlkubarn er, mér af ókunnum ástæöum, ekki eins vel upp aliö og ég var. Ég veit fyrir vfst aö ég heföi aldrei veriö grip- in á Hlemmi um áttaleytið, alein aö blöa eftir einhverjum skemmtilegum strætó, fimm ára aö aldri. Ungur lögregluþjónn ýtti þessu fúla barni upp stigann, leit djúpt og mátulega ásakandi I augu móöurinnar og nefndi myfk- ur og umferö og soleiöis. Ég leit þétt á móti og baö hann aö ræöa máliö viö sakborninginn, ég heföi þegar reynt þaö en mætt fullu viröingarleysi. Hún tæki kannski meira mark á hans oröum en mlnum. Hann sagöist hafa fjallaö um máliö og fór. Ég dró strætóaödáandann inn i eldhús og spuröi hvort henni fyndist eftirsóknarvert að koma heim I lögreglufylgd eins og hver önnur persona non grata. Fýlan sviptist burt og augun tindruöu. Hún haföi veriö stödd á Hlemmi I þeim erindagjöröum aö fara I ævintýraleit meö Nonna Ifimmunni. Svo heföi Nonni séö lögguna, stokkiö um borö, fimm- an ekiö brott og hún var sem sagt aö blöa eftir næstu fimmu þeg- ar löggan kom og eyöilagöi kvöldiö fyrir henni. En löggan, sagöi hún og varö öll mildari, veistu aö I löggubilnúm er svona talstöö og meira aö segja börn mega tala I hana? Maöur stendur I framsætinu, löggan ýtir á takkann fyrir mann og svo talar maöur. Ofsagaman. Mér féllust hendur. 1 æsku bar ég óttablandna viröingu fyrir lögvaldinu. Viö vorum svo hrædd, aö hversu týnd og hversu bágt sem við heföum átt, þá hefðum viö aldrei leitaö á náöir lögregl- unnar. Fyrir nokkru uppgötvaöi lögreglan aö þetta viðhorf barna var ekki nógu æskilegt og ákváöu aö leggja sig fram um aö breyta þvl. Ég hef fregnir af þeim I heimsókn á leikskólum þar sem þeir liggja á öllum fjórum á gólfinu I fullum einkennisklæö- um og purra frainan í börnin til aö sannfæra ungmennin aö þeir séu hvorki vondir viö börn né sitji um aö koma þeim inn fyrir rimlana. Þaö veröur ekki annaö sagt en aö áróöursherferö þeirra hafi boriö árangur.Dóttir min blöur eftir aö finnast einhvers staöar og komast i aöra skemmtiferð I svörtu Mariu. Hún hóar og vink- ar hverjum einasta lögregluþjóni og hættir ekki fyrr en hann vinkar og brosir tilbaka. Hún er meövituö um skyldu þeirra gagnvart borgaranum og veifar stlft sama manninum marg- sinnis þar til hann er kominn meö þreytudrætti kringum munn- inn af aö brosa. Þá fyrst er hún ánægö, sjáöu hvaö hann er stressaöur. I ■ L Yngri sonur minn veit aö þaö besta I heiminum er aö týnast. Þá fær maöur aö koma inn I þaö allraheilagasta, löggustööina. Þar er dekraö viö mann og dælt I mann nammi og allir rabba hupplega viö mann. Maöur veröur bara aö passa sig á aö láta ekki lokka sig til aö segja til nafns. Elsta barniö svlfur enn á draumskýjum minningarinnar frá þvi er löggan neyddist til aö fjarlægja hann af skrifstofu sem hann neitaöi aö yfirgefa. Maöurinn á skrifstofunni glaptist til aö lána þessu skemmtilega barni heftara og pappir. Seint og síðar meir gafst maöurinn upp og þá kom löggan. Til aö teygja tlmann I þessum æöisgengna jeppa meö talstöö, neitaöi hann aö gefa upp' heimilisfang. Löggan mátti aka meö hann vltt og breitt um bæ- inn meöan hann hóaöi alls kyns annarlegar athugasemdir út I gufuhvolfiö. Hann haföi nefnilega lofaö aö ef þeir slysuöust fram hjá húsinu hans, þá myndi hann segja þeim af þvl. Þeir voru svo heppnir aö tilviljunin bar þá fram hjá sturlaöri móöur barnsins hálftima seinna. En Nonni er hressandi tilbreyting. Hann er mlgandi hræddur viö mennina I svörtu fötunum. Því geröist þaö aö ég varö aönjótandi óskráös Iþróttaafreks um daginn. Löggan ekur um hverfið um áttaleytiö svona til aö stugga börnunum inn til sin, og þarna var Nonni aðybba sig á einu horn- inu þegar þeir komu aövífandi. Fyrst tók hann á æðisgenginn sprett upp holtiö, en löggan elti, svo Nonni kúventi gegnum port og var kominn niöureftir áöur en hann var farinn uppeftir. Ekki var hann búinn aö ná stefnu þegar löggan beygöi og hann skutl- aöist upp holtiö aftur. Ekki andardrætti síðar sást hann bruna niður holtiö og mér varö hugsaö, skyldi hann ná beygjunni inn til sln eöa enda niöri I sjó? Og margar næstu nætur var Nonni, Ifyrsta sinn síðan hann var I reifum, kominn f náttfötin klukkan átta. Þaö liggur viö aö ég aöhyllist þessa góðu, gömlu óttablöndnu virðingu. í REYNIHLÍÐ Fjarlægöin gerir fjöllin blá og mennina mikla, segir máltækiö. Viö höfum líka tilhneigingu til aö óttast þaö sem viö heyrum um í fjarlægö en þekkjum ekki. íslendingar eru hræddir viö útlenskar pöddur, jafnvel þó aö þær séu sauömeinlausar, þeir þora ekki aö ganga um götur Manhattan I New York af ótta viö aö vera myrtir eöa rændir, nema þá aöhvort tveggja sé, og þeir eru hræddir viö náttúru- hamfarir sem eru óþekktar hér. Einu sinni var ég samfara ameriskum hjónum austur fyrir fjall, og þegar þau sáu reyk liö- ast upp I loftiö viö skföaskálann i Hveradölum gátu þau vart vatni haldiö fyrir ótta sakir. Þau héldu aö þaö gæti fariö aö gjósa þá og þegar. Spuröu þau mjög grannt Ut I möguleika á eldgosi. Um siöustu helgi varö eldgos nærri Mývatnssveit og fóru blaöamenn meö miklu Irafári noröur til aö veröa vitni aö þess- um hamförum. Ég haföi verið gestkomandi I húsi um daginn r A aöalfundi Hafskips er haldinn var s.l. föstudagskvöld var samþykkt 100% aukning á hlutafé. Nú síöustu vikur hefur staöiö yfir sala á hlutabréfum og hafa þau selst grimmt.... Albert Guömundsson var endurkjörinn stjórnarformaöur Hafskips á sama fundi. Víkur nú málinu til Bandarikjanna. Þar er mikill og Rolf: — I have McDonald. og haföi þá gripiö bókina um Geysisslysiö á Báröarbungu ár- iö 1951 og lesiö þar æsandi frá- sögn óvitandi um aö nokkrum klukkustundum siöar ætti ég eftir aö stiga upp i' litla rellu og fljúga I kolsvarta myrkri yfir eldstöövar. Mér var þvl ekki vel rótt um borö þó aö flugmennirn- ir litu á þetta eins og gönguferö milli húsa. Viö lentum á Húsavlk og vor- um ekki komnir I Mývatnssveit fyrr en kl. hálftvö um nóttina. Þá voru allir farnir aö sofa I sveitinni. Farnir aö sofavitandi um eldgos i nokkurra kllómetra fjarlægö og meö rúmin titrandi vegna jaröhræringa. Ég sem hélt aö ég væri aö upplifa eitt- hvaö alveg sérstakt. Eftir aö hafa spigsporaö um Hótel Reynihlíð um nokkra hrlö, fundiö allsnarpa kippi og horft spekingslega út lmyrkriö, sáum viö ljósmyndarinn aö viö yrðum llklega bara að fara aö sofa eins og aörir. Þaö geröum viö og var vaggaö I svefn af vægum jaröskjálftakippum. Albert: — You have a friend. mektugur banki er Chase Man- hattan Bank heitir. ABalslagorö hans er „You have a friend” (Þú átt þér vin). Þetta slagorö notaöi Albert Guömundsson á umræddum aöalfundi og heim- færöi upp á björgunarstörf Otvegsbankans viö Hafskip þegar þaö var „næstum oröiö gjaldþrota” eins og Albert orö- aöi það. Slysavarnarstarfsemi (Jtvegsbankans er einkum at- hyglisverö þar eö bankinn riöar á barmi gjaldþrots ... Rolf Johansen er framtakssamur maöur. Siðustu fréttir herma aö Rolf hafi feröast nýveriö til Bandarikjanna I því skyni aö ná McDonalds umboöinu, en eins og menn eflaust vita versla McDonalds meö hamborgara og annaö meölæti sem þeim göfuga mat fylgir og er keöjan útbreidd um öll Bandarikin og viöar um heim, m.a. á Noröurlöndum. Kannski rhá Islenska þjóöin Um miöja nótt heyröi ég skelfingaróp, og uröu viöbrögö mln þau aö stökkva hæö mina i loft upp I nærbuxunum einum fata, hlaupa fram og aftur I her- berginú og reyna aö finna fötin min sannfæröur um aö hraun- elfan væri aö renna yfir hótellö. Þegar ég áttaöi mig, kom ég auga á ljósmyndarann og perl- aöi svitinn á enni hans. Sagöist hann hafa heyrt ægilegan skruöning og slöan einhver hvæsandi hljóö eins og hver væri aö koma upp um gólfiö. Viö rannsókn kom I ljós aö allt virtist vera meö kyrrum kjör- um. Eftir aö hafa lagt saman tvo og tvo komust viö aö þeirri niöurstööu aö skruöningurinn mundi hafa veriö I rörum hótelsins og hvæsið hrotur úr mér, enda hætti þaö um leiö og ég vaknaöi. Viö fórum á fætur I býtiB um morguninn, og hitti ég þá Illuga á Bjargi I anddyri hótelsins. Hann sagöi aö Mývetningar litu ekki á eldgos sem neitt sérstakt. Þaö væru aöallega fjölmiöl- arfyrir sunnan sem væru eitt- hvaö aö reyna aö blása þau út. Guöjón búast viö McDonalds hamborg- ara-sjoppum á hverju homi ... Þrátt fyrir minnkandi veisluhöld I sambandi viö þing Noröur- landaráös, hafa þó ýmsar sam- kundur farið fram. 1 vikunni sem leiö bauö utanrlkisráöu- neytiö norrænum blaöamönnum I kokkteil á Hótel Borg. Fengu blaöamennirnir ágætis tækifæri til aö bera saman bækur sinar um afrakstur þingsins. Margt bar á góm a og var meöal annars rætt um úthlutun tónlistarverö- launanna, og flutning tónverks- ins fræga sem byggir einkum á notkun bilflautna. Einum fréttamanni norska útvarpsins varö aö oröi: ,,Já, næst veröur tónlistarverölaunum Noröur- landaráös úthlutaö af Bifreiöa- eftirliti rikisins!” Það hefur vakið nokkra athygli meöal boösgesta sovéska sendi ráösins aö starfsmenn þess nota ekki þær rússnesku eldspýtur sem hér eru seldar, heldur kveikja I vindlum gestanna meö sænskum eldspýtum er nefnast „Tre Stj'drnor”. Sænskar eldspýtur f sovéska sendiráðinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.