Þjóðviljinn - 23.03.1980, Blaðsíða 11
Sunnudagur 23. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
Blár
rnánu-
dagur
Graham Smith
Það gerðist hér á
dögunum að ég álpaðist
niðrí Þjóðleikhúskjallara í
leit að jasstónleikum. Þar
stóð til að halda svonefnd-
an „Bláan mánudag" og
var ýmislegt forvitnilegt á
dagskrá. Var þar enda
þröngt á þingi. Eftir all-
nokkrartilraunir tókst mér
lokst að króa yfir
þjóninn af og, með því að
skírskota til stöðu minnar
sem blaðamanns, að fá
hann til að útvega okkur
Ketilbirni sæti á hentugum
stað. Var þó greinilegt að
sá áæti maður átti frekar
von á sendisveit frá
„Fólki" eða „Lífi". Hvað
með það, við fengum mjög
góð sæti í annars þaul-
setnum salnum, og fór ég
því næst að huga að tónlist-
inni sem hljómaði þar í
hálfrökkrinu
STOR-
STJÖRNU-
KVÖLD
Fyrir tónlistinni stóð
Jasstrló/kvartett Guðmundar
Ingólfssonar, þeir Gvendur
Ingólfs (planó), Gvendur Stein-
grims (trommur). Gunnar
Hrafnsson (bassi)og Arni Schev-
'ing (víbrafónn).
Ég hef vist áður lýst áliti minu
á þeim félögum og er þar litlu við
að bæta nema þá helst að þeir
voru i toppformi að venju.
Reyndar var þetta (furðulegt
nokk) ifyrsta skipti sem ég heyri
Gunna Hrafns jassa, og var ég
mjög ánægður með frammistöðu
hans. Annars var jassinn yfirleitt
af rólegra taginu hjá þeim
félögum þetta kvöld, enda féll
slikt vist best inn i mjög svo
„kúltiverað” andrómsloftið á
staðnum.
Eftir að „Trióið” hafði leikiö
drjúga stund kviknuðu skyndi-
lega ljós í salnum og fram þeystu
þrir félagar Ur Islenska Dans-
flokknum, þau Asdís MagnUs-
dóttir, örn Guðmundsson og
Helga Bemharð. Fluttu þau jass-
dans við hið alkunna lag Paul
heitins Desmonds (fyrrum
saxófónleikara Dave Brubeck
kvartettsins) „Take 5”. Þessi
þrjú mynda mjög samrýnda
einingu innan Dansflokksins að
sögn viömælanda mins, Þórdlsar
Bachmann, aðstandanda „Blás
mánudags”. Jafnframt tjáði hún
mér að þessi þrjú hefðu áður flutt
jassdans fyrir um ári, og þá við
lag eftir Billy Joel. Vegna tak-
markaðs tima þeirra gátu þau
ekki flutt nema þennan eina dans
þetta kvöld og þótti mér það leitt,
en vonandi fær maður að sjá
meira I þessum dúr sfðar.
Aö danssýningunni lokinni stigu
Texti:
Þorvarður
s
Arnason
Myndir:
Ketiibjörn R.
Tryggvason
Arni Scheving
þeir Graham Smith (fiöla),
Richard Corn (bassi), Gestur
Guðnason (gitar) og Jónas
Björnsson (trommur) á svið og
fór þá heldur að hitna i kolunum.
Reyndar var mesta vitleysa að
kalla tónlist þeirra jassy þvi hér
var um nær ómegnaö rokk að
ræða, en það rýrði siður en svo
gildi hennar. Fluttu þeir efni sitt
af mikilli kostgæfni og ferskleika
og get ég aöeins fundið að þvi hve
Iitið heyrðist i bassanum—fiðlan
og gitarinn einokuðu alveg „só-
ló” spottin. Finnst mér.Richard
eiga stærri hlut skiliö. Annars
voru þeir allir góðir, en sérstak-
lega fannst mér þó fiðluleikur
Grahams áhugaverður — ekki
sist fyrir það hve sjaldan maður
heyrir i „rokkaðri” eða „jass-
aðri” fiölu á Islandi. Siðast er
ég vissi til voru þeir Richard og
Graham báðir starfandi með
Sinfóníuhljómsveit Islands og
hijóta þeir að teljast mjög verð-
mætur og eftirsóknarverður
„innflutningur” — a.m.k. er
þetta einn virkilega ljós punktur á
Guömundur Ingólfsson og Gunnar Hrafnsson.
Frá vinstri: Gestur Guðnason, Eyjólfur Björnsson, Graham Smith og Richard Corn.
Sinfóniuhljómsveitinni. Voru þeir
félagarnir enn að spila er ég
kvaddi staðinn um tólfleytið.
Ég get þó ekki látið þessari
umfjöllun lokið án þess að
minnast litillega á andrúmsloftið
á tónleikunum. Eins og fram kom
hér að framan stóö einkaaðili
Þórdís nokkur Bachmann, að
tónieikunum og sagðist hún mjög
ánægð með aðsóknina og
„públikúmiö”. En hvort sem það
var með ráðum gert eða ekki, þá
úöi hreinlega og grúði af allskyns
stórstjörnuum, smástirnum og
minni postulum á tónleikunum og
sýndistmér fólkið yfirleitt vera af
„frumsýningartaginu”, „sam-
kvæmisfólk” sem yfirleitt
sækir menningaratburði meir
uppá eigin imynd en menninguna.
Var og einnig sem margt af þessu
liði væri aðeins að „millilenda”
,,en route” til Hollivúdd, enda
sjálfsagt ægilega fint að renna
smáskammti af „kúltúr” niöur
með rauðvi'ninu og ostapinnunum
(sem var innifalið i miðaverðinu)
áður en mar skellir sér i
búggiið á dansgólfinu. Og undir
gáfuhjalsyfirborði seldust slúöur-
sögurnar svo grimmt að enginn
virtist mega vera að þvi að taka
eftir tónlistinni.
Aðeins örfáir einstaklingar
virtust hafa villst þangað inn
eingöngu vegna tónlistar-
innar. og voru þeir auðþekkjan-
legir þó ekki væri nema á klæða-
burðinum (en á aðgöngu-
miðanum stóö að koma ætti I betri
buxunum, þótt ekki væri það á
neinni auglýsingunni, og fengu
gallabuxurnar mínar frekar
óhýrt augnaráð frá dyraverð-
inum). Slikt þykir mér óvirðing
við góöa tónlist og tónlistarmenn,
auk þess sem það gerði stemn-
inguna afar þvingaða og leiðin-
lega.
Nú er vist komið heillangt mál
út af hálfgerðum smámunum en
þannig var nú umhorfs á þessum
tónleikum frá minum bæjar-
dyrum séð. Að þvi slepptu átti ég
þar mjög ánægjulega kvöldstund
og vil ég hiklaust þakka Þórdisi
Bachmann þetta framlag hennar
til menningarlífs borgarinnar.
Vona ég að „Bláir mánudagar”
veröi fleiri á almanakinu,
sérstaklega ef dagskráin verður
jafn vönduð og síðast. Vona ég þó
jafnframt að næsti blái mánu-
dagurinn verði tónleikar en ekki
kokkteilparti.
TIL í
FERMINGARGJAFA
5 MANNA TJÖLD
3 MANNA TJÖLD
Tjaldhimnar á flestar gerðir tjalda.
Tjalddýnur, bakpokar og allt annað
í útileguna. Þýskir svefnpokar,
rojög góðir og vandaðir.
PÓSTSENDUM
SEGLAGERÐIN ÆGIR
Eyjagötu 7 — Örfirisey — Reykjavik
Simar: 14093 og 13320