Þjóðviljinn - 30.03.1980, Blaðsíða 13
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 30. mars 1980
Sunnudagur 30. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
Sunnudagsbladid I
Af hverju „Maís-eyjan"
hlaut nafn sitt (Corn-
Island, — Isla de Maiz) hef
ég enga hugmynd um. Ef
svo hefði viljað til að eyjan
héti Pálmaeyjan, lægi
skýringin í augum uppi.
Hér eru kókospálmar svo
þúsundum skiptir, hvert
sem litið er.
Auðvitað færa eyjar-
skeggjar sér þessa kókos-
pálma í nyt. Menn, svín,
hænur og múlasnar nærast
á kókoshnetum. Hrísgrjón-
in og baunirnar eru soðir.
í kókoshnetumjólk, fiskur-
inn steiktur I kókoshnetu-
olíu, maturinn hitaður yfir
kókóshnetueldi, o.s.f.. Allt
sem í magann fer ber ein-
hvern keim af kókóshnet-
um.
Ekki bara kókospálmar
Ég hélt frá Managua örla
morguns til aö kynnast fólki, sjó,
sól og byltingu á Maiseyju á
Atlantshafsströnd Nicaragua.
Feröin hófst i þröngri rútu þar
sem þéttara var á milli sætanna
en svo aö langleggja tslendingur
gæti látiö fara vel um sig. Eftir
fimm tima ferö gegnum gróöur-
sæl nautgriparæktunarhéruö var
vegurinn á enda. Ég var kominn
til Rama og framundan var breitt
og lyngt fljót, Rio Estrondidos.
Viö bryggju lá litill bátur, drekk-
hlaöinn vörum og fólki. Ég steig
um borö og skömmu siöar heyrö-
ust háværir vélarskellir. Bátur-
inn hélt frá landi og stefnt var til
sjávar. 50 milur austur af strönd
Nicaragua fann ég Maiseyjuna.
Eyjarskeggjar eru ekki marg-
ir. Eftir þvi sem ég fæ best vitaö_
u.þ.b. fjögur þúsund. Eyjan er
reyndar ekki stór, ekki stærri en
svo aö eftir fjögurra tima göngu-
túr var ég búinn aö ganga kring-
um hana.
Þaö fyrsta sem vekur athygli
aðkomumanns er mörg og lág-
reist hús á stólpum, flest veöur-
bitin og illa viö haldiö, svo og öll
þau farartæki sem um eyjuna
fara. Einn strætó, ótal hávær
mótorhjól og skellinöörur,
ryögaöir jeppar og beyglaöar
drossíur og svo einn og einn
múlasni, drekkhlaðinn kókos-
hnetum, setja mikinn svip á
bæinn.
tbúar hér eru flestir af afrisku
bergi brotnir og tala ensku. Vin-
gjarnlegir mjög I öllu viömóti en
veröa oft svarafáir ef spurt er um
sögu þeirra og uppruna. Þar til
um miöja siðustu öld var eyja
þessi ásamt vesturströnd
Kókoshnetur,
humar
og bylting
Nicaragua og Honduras og Belice
hiö svokallaða Miskitóriki. Riki
þetta samanstóö af nokkrum ætt-
flokkum indjána og laut bresku
krúnunni.
Bylting
Heimamönnum liöur vel á
þessari eyju. Aö sjálfsögöu er
fátæktin daglegt brauö margra,
en hafiö og kókoshneturnar sjá
fyrir þvi að eyjarskeggjar þurfa
ekki aö svelta. A sólheitum dög-
um ber mest á börnum sem sulla i
volgum sjónum og karlmönnum
sem dotta i hengirúmi eöa ruggu-
stól á veröndinni. Allir viröast
hafa nægan tima til að ræöa mál-
in og njóta veöurbliöunnar. Bylt-
ing og striö er eitthvaö fjarlægt og
fjarstæöukennt.
En einn dag I september á s.l.
ári birtust Sandinistahermenn-
irnir og fluttu boöskap byltingar-
inar um réttlátara þjóöfélag.
Stuöningsmenn Somoza voru þá
löngu sigldir úr höfn og komnir til
Honduras eöa Miami.
Sandinistarnir sem komu þenn-
án septemberdag voru flestir
spænskumælandi, frá Managua
eða fjöllunum i noröur-Nicara-
gua. Þeir þekktu ekki eyjuna
nema af afspurn og tungumál
eyjarskeggja var þeim jafn fjar-
lægt og islenska. Þaö má þvi með
réttu segja aö byltingin sé inn-
flutningsvara á Maiseyju.
6 miljón kókoshnetur
Gregory Jackson, heimamaður
meö þunnt yfirvararskegg og
rúmlega tvitugur aö aldri, hefur
veriö skipaöur „Comandante” á
Maiseyju. Hann er flugmælskur á
enska og spænska tungu og tjáir
mér aö hann sé fyrirliði „Junt-
unnar” og um leiö yfirmaöur
hersins á eyjunni. Gregory slær
um sig með slagoröum byltingar-
innar og segir mér aö æskan á
Maiseyju hafi rekið alla aröræn-
ingja á brott.
Ég biö Comandante Jackson aö
gera grein fyrir helstu áætlunum
yfirboðara eyjunnar.Hann svarar
og segir, aö I undirbúningi sé
stofnun samvinnufélags fiski-
manna og kókóshneturæktenda.
Samvinnufélagiö á aö auka tekjur
og rétt þeirra sem minnst mega
sin. Þá sé hafin herferö til aö
kenna þeim 10% ibúanna, sem
ekki kunna aö lesa, aö draga til
stafs og lesa á bók.
Gregory segir mér, aö fiskveiö-
ar og kókosrækt séu hornsteinar i
efnahagslifieyjarskeggja. Arlega
séu um 6 miljón kókoshnetur
þurrkaöar og úr þeim pressuö
olia. Kaup verkamanna i þessum
iönaöi sé lágt, ekki meira en
u.þ.b. þúsund krónur 'islenskar á
dag. Framfærslukostnaöur á eyj-
unni sé mjög hár þar sem mikinn
hluta nauösynjavara þurfi aö
flytja viö erfiöar aöstæöur frá
meginlandinu. Fiskimenn eyjar-
innar eru betur settir. Humar er
helsti nytjafiskurinn og fyrir
hvert kiló fá sjómennirnir sem
svarar 3200 krónum Islenskum.
Meöaldagsafli hjá fiskimönnum
er um fimm kiló. Humarinn er
seldur til Bandarikjanna. Stóru
bátarnir sem tilheyra hinum
tveim verksmiöjum eyjarinnar
veiöa i kassa. Margir fiskimenn
róa á miöin f litlum kænum og
stinga sér i sjóinn meö súrefnis-
kúta á bakinu og tina siöan
humarinn upp I poka á hafsbotni.
Risinn sem stjórnvöld vilja
vekja
Nicaragua er stærsta rikiö af
hinum svokölluöu lýöveldum
Miöameriku, 148.000 ferkm..
Stærsti hluti ibúanna (alls 2.5
miljónir) býr á sléttunum I
vesturhluta landsins. Atlants-
hafsströndin er þvi mjög strjálbýl
og aö mörgu leyti ólik vesturhluta
landsins. Rakt hitabeltisloftslag,
auöug fiskimiö og gullnámur á
Atlantshafsströndinni hafa vakib
áhuga stjórnvalda I Managua.
Geröar hafa veriö áætlanir sem
hafa þaö markmið aö gera
fámenn og strjálbýl héruö á
Atlantshafsströndinni aö einum
af hornsteinum efnahagslifs
Nicaragua. A stóru vegg-
spjöldunum sem viöa hefur veriö
komiö fyrir um landiö, má lesa
boöskap stjórnvalda: ATLANTS-
HAFSSTRONDIN, RISINN SEM
VAKNAR. („La Costa Atlantica,
el gigante que despierta.”).
Maiseyja fer ekki varhluta af
þessum ráöageröum stjórnvalda.
Fiskiönaöurinn skal margfaldast
og til að koma þessu I fram-
kvæmd hefur Kúba gefið Nicara-
gua 23 fiskibáta. Kúbönsku
bátarnir eru mjög vandaðir og
eiga eflaust eftir aö bæta afla
heimamanna og auka gjaldeyris-
tekjur Nicaragua.
En ibúar Maiseyju eru ekki
ánægðir. Hinn fjölmenni her
Sandinista raskar heföbundnu og
friösælu lifi eyjarskeggja. Her-
mennirnir sem ekki valda tungu
heimamanna, eru tortryggnir, og
eyjarskeggjar sætta sig ekki við
allar breytingar sem byltingin
hefur valdiö.
„Kúbönsku bátarnir hafa þann
galla aö þeir koma frá
kommúnisku landi og hverjum
báti fylgja þrir kúbanskir leiö-
beinendur”, sagöi einn fiski-
maöur við mig.
Minar bestu óskir
Eftir vikudvöl á Maiseyju er ég
staddur niöri á bryggju meö mitt
hafurtask. Fiskibáturinn Captain
Morgan er aö leggja frá landi og
ég fæ aö sigla meö.
, Sjórinn er frekar úfinn þennan
dag og brátt tekur hann aö rigna.
Ég sest inn I messa og sé út um
gluggann hvar Maiseyja hverfur
á bak við sjóndeildarhringinn.
Framundan er þægileg sjóferö,
þröng yfirfull rúta og hjarta bylt-
ingarinnar, Managua. Og um leið
og þokan umlykur bátinn sendi ég
byltingunni á Maiseyju mlnar
bestu óskir — en hún þarf víst
meira til en þær.
Eitt farartækjanna á Malseyju. Billinn er reyröur saman og bflstjórinn
hinn stoltasti.
NICARAGUA
sköpum, þar eö endurreisn lands-
ins byggist á aukningu landbún-
aöarf ramleiöslunnar.
Ný Kúba?
Bjartsýnir byltingarmenn i
Nicaragua segja viö mig, þegar
ég spyr þá, hvort landiö veröi ný
Kúba: „Nei, Nicaragua veröur
nýtt Nicaragua.”. En yfirlýsing
sem þessi hefur hvorki nægt til aö
sannfæra bandarisk stjórnvöld né
þá Ibúa Nicaragua, sem hræöast
eldrauöa marxista I veigamestu
ráöuneytum landsins.
Þaö fer heldur ekki á milli
mála, aö marxistar ráöa miklu
innan FSLN. En innan hreyf-
ingarinnar eru einnig þeir sem
ekki lita björtum augum á sömu
þróun landsins og á Kúbu. í áætl-
unum FSLN um endurreisn
Nicaragua eru margar róttækar
hugmyndir, en þó ekki meira en
svo aö kratar og frjálslyndir geta
komist aö samkomulagi viö rót-
tækari arm hreyfingarinnar.
Þrátt fyrir tryggingu FSLN á
eignarrétti borgarastéttarinnar
eru USA og sjálf borgarastéttin
full tortryggni. Reyndar er ekki
hægt aö búast viö öðrum viöbrögö-
um frá Washington, bandarisk
stjórnvöld studdu Somoza fram
aö falli hans og hafa aldrei treyst
FSLN til aö gæta' bandariskra
hagsmuna I landinu.
Þessi kommahræðsla hefur
siöur en svo ýtt undir endurbygg-
ingu landsins. Fjárfestingar
borgarastéttarinnar hafa dregist
saman og marglofuö fjárhags-
aðstoö frá USA hefur veriö oröin
innantóm. Og hvaö er þá til ráöa
hjá þjóö meö 40% atvinnuleysi og
stórar vonir um bjartari framtiö?
Fái stjórnvöld ekki nægan stuön-
ing erlendis frá og vissa velvild
borgaralegra afla heima fyrir má
búast viö, aö ekki veröi hægt aö
standa viö fyrirheitin um sóstal-
demókratiska stjórnarhætti og
lýöræöislegar kosningar.
Bjartsýni - en engar
gyllivonir
Hjarta byltingarinnar slær I
höfuðborginni Managua. Þar búa
um 300 þúsund manns og hefur
borgin þurft að ganga gegnum
miklar eldraunir á þessum
áratug. Ariö 1972 var svo til hver
einasta bygging I borginni eyöi-
lögö I miklum jaröskjálftum og
um 10 þúsund manns létu lifiö. I
bardögunum ollu sprengjuflug-
vélar og skriödrekar Somoza
ólýsanlegum hörmungum.
En þrátt fyrir mikla eyöilegg-
ingu, fátækt og hörmungar bera
Managuabúar meö sér bjartsýni
byltingarinnar. Fólk sem ég hitti
á götu hefur miklar vonir um
glæstari framtið, og fagurlega
skreyttir boröar og veggspjöld
meö slagoröum byltingarinnar
setja mikinn svip á bæinn.
Engu aö siöur er erfitt aö gera
sér gyllivonir um framtiö
Nicaragua. Vissulega hefur gjör-
spilltum yfirvöldum veriö komiö
fyrir kattarnef, en mörg
vandamál eru enn óleyst.
Nicaragua er ásamt Honduras
eitt fátækasta land Miö-Ameriku.
U.þ.b. 60% ibúanna eru ólæsir og
þjóöarframleiösla mjög lltil.
Framundan er þvi ekki beinn og
breiður vegur, heldur miskunnar-
laus barátta viö fáfræöi og aftur-
haldsöfl.
Innan FSLN er mikið af hug-
sjónafólki. En reynsluleysiö og
þekkingarskorturinn er hreyfing-
unni fjötur um fót. Þaö er heldur
ekki auðvelt aö breyta aldagöml-
um hugsunarhætti, þar sem spill-
ing og óstjórn teljast sjálfsagt
fyrirbæri. En þrátt fyrir
vandamálin hefur Sandinistum
og alþýöu Nicaragua siöur en svo
fallist hendur. Eöa eins og stend-
ur svo skáldlega skráö á Torgi
Byltingarinnar i miöri Managua:
„Nú er dögunin veruleiki.”.
„Nú er dögunin veruleiki”
Bjartsýnin og vingjarn-
leikinn mætir mér> landa-
mærunum. Ungur her-
maður með alpahúfu, sítt,
svart hár og skegghýjung
réttir mér höndina og
býður mig velkominn til
hins frjálsa Nicaragua.
Þeir eru ekki aldnir að
árum landamæra- og toll-
verðirnir, en ákveðnir og
vingjarnlegir, með vopn i
bak og fyrir.
Hér er æskan viö völd I orösins
fyllstu merkingu. Meöalaldur
hermanna FSLN er um 20 ár og
stjórenenda landsins um 30 ár.
45 ára valdaferli
Somoza lokið
A árunum 1926-33 var Nicara-
gua hernumiö af landgönguliöi úr
j bandariska flotanum. A sama
tima skipulagöi ungur Nicara-
guamaöur, Agustino C. Sandino,
skæruliðasamtök sem böröust
gegn hernámsliöinu. Eftir sex ára
hersetu sáu Bandarikjamenn sér
hag I aö fara frá Nicaragua en
lögöu hliðhollum heimamanni,
Anastastio Somoza, til hergögn og
aöstööu til aö halda völdum i
landinu. Somoza bauö skæru-
liöum sættir, bjó Sandino laun-
sátur og tókst á nokkrum árum aö
tryggja sér öll völd I landinu.
15. júll 1979 lauk 45 ára valda-
ferli Somoza-fjölskyldunnar,
þegar sonur Somoza, S. Debayle,
flúöi land eftir eins og hálfs árs
blóöugt striö viö alþýöu Nicara-
gua. A þessum 45 árum haföi
Somoza-fjölskyldunni tekist aö
sölsa undir sig 40-60% af öllu
ræktunarhæfu landi og átti um 140
Þjóöarhöllin — nú Höli Byltingarinnar.
fyrirtæki. 15 þús. vel vopnaðir
hermenn sáu um aö tryggja fjöl-
skylduna I sessi.
FSLN - Sandinista-
hreyfingin
Þaö voru hermenn FSNL
(Fronte Sandinisto de Liberatión
National) sem ráku endahnútinn
á valdaferil Somoza. FSLN haföi
þá haldið uppi vopnaöri baráttu I
20 ár. Lokaskrefið hófst 22. ágúst
1978 þegar 25 skæruliðar hreyf-
ingarinnar réöust á þjóöarhöllina
I Managua og tóku 1500 gisla,
Somoza lét undan kröfum skæru-
’iöanna, borgaöi þeim 500 þúsund
dollara og sleppti 59 skæruliöum
úr haldi. I septembermánuöi
sama ár tóku Sandinistar sjö bæi
og héldu þeim I þrjár vikur en
uröu þó aö láta undan flugvélum
og hermönnum Somoza.
En I mai 1979 voru skæruliöar
og alþýöa Nicaragua tilbúin til aö
brjóta striösvél Somoza á bak
aftur. 1 öllum helstu bæjum
landsins kom til átaka og þegar
kom fram I júlimánuð sá Somoza
sér ekki annaö fært en flýja land.
Þá lágu 40-50 þúsund manns i
valnum (af 2,5 miljónum ibúa) og
i sumum borgum voru yfir 80%
allra bygginga eyðilagðar.
Estelí - 5 þúsund
féllu
Esteli liggur i noröurhluta
Nicaragua og er einn af þeim
bæjum, þar sem harka bardag-
anna var hvaö mest, á skrifstofu
Juntunnar” („Junta” eru stjórn-
völd kölluö). I Esteli hitti ég
Ramon Gamez aöalritara. Hann
tjáir mér, aö striöið hafi eyöilagt
um 80% bygginga i bænum og
milli fjögur til fimm þúsund
manns hafi fallið (af rúmlega 40
þúsund ibúum i Esteli og nær-
liggjandi héruöum). Þrisvar
sinnum geröu íbúar bæjarins
uppreisn meö dyggilegum stuön-
ingi FSLN. Fyrst I september ’78
og i aprfl ’79 og aö lokum I júni
sama ár. Her Somoza notaöi
sprengjuvélar og skriðdreka til
aö gereyöa uppreisn ibúanna.
Ramon kvað „Juntuna” I Esteli
eiga I fullu fangi meö aö sjá fyrir
Texti og
myndir:
Tryggvi Felixson
frumþörfum ibúanna, sem fæöi,
klæöum og húsaskjóli. Endur-
byggingin veröur aö biöa betri
tima og mun eflaust taka 10—15
ár. Fyrsta skrefið er aö mennta
fólkiö, en ólæsi i Esteli er 30—40%
og i sveitum um 70—80%.
Ramon er traustvekjandi I öllu
viömóti og ber meö sér atorku og
bjartsýni byltingarinnar I
Nicaragua. Þegar ég spyr hann
viö hverju borgarastéttin megi
búast af FSLN, svarar hann:
„Borgarastéttin veröur aö aölag-
ast nýjum stjórnarháttum. Viö
þurfum á borgarastéttinni aö
halda viö uppbyggingu efnahags-
lifs Nicaragua. Borgarastéttin
mun njóta allra sinna fyrri
réttinda, nema aö aröræna
alþýöu Nicaragua. Viö komum
aöeins til aö þjóönýta eignir
Somoza og fylgismanna hans.”
Byggir afkomu sína
á landbúnaði
Sandinistahreyfingm (FSLN),
sem nú fer meö völd, saman-
stendur af ýmsum hópum:
Moskvukommum, sósialistum,
krötum og frjálslyndum. I
baráttunni' gegn Somoza var
mögulegt aö leggja til hliöar öll
þrætumál og sameinast gegn
óvininum. I endurreisnarstarfinu
hefur hreyfingunni tekist aö
halda saman og hrinda i fram-
kvæmd ýmsum róttækum áætl-
unum. Allar eigur Somoza og
fylgisfiska hans hafa veriö þjóö-
nýttar, allir bankar og utanrikis-
verslun sömuleiöis og stór hluti af
Aöalskrifstofa „Júntunnar” I Estell. Sundurskotin og tætt, en bylting-
arfáninn dreginn aö hún.
Ein sprengjan sem Somoza sendi Estell. „Gjöf frá Somoza”, sögöu strákarnir, „viö gáfum honum
nokkrar minni kúlur I stabinn og þaö nægöi tii aö koma honum úr landi.”
öllu ræktanlegu landi hefur falliö i
hendur rikisstjórnarinnar.
Nicaragua er fyrst og fremst
landbúnaöarland. Kaffi, bómull
og nautgriparækt er uppistaöan i
efnahagslifi landsins. Um 42%
ibúanna lifa af landbúnaöi. Smá-
bændur og landbúnaöarverka- 1
menn voru verst settir undir
Somoza. Atvinna var stopul og
réttur bænda fótum troöinn.
Þegar rætt er um framvindu bylt-
ingarinnar i Nicaragua hlýtur
þessi vettvangur’aö teljast mikil-
vægastur.
Enn er of snemmt aö spá
hvernig til tekst aö rétta hlut
bænda. Uppskipting á landi er
þegar hafin og i sumum héruöum
er unniö aö stofnun samyrkjubúa.
En bændur þurfa meira en
land. Fáfræöin og skortur á nauö-
sýniegum verkfærum er þeim
þrándur I götu. Allt skiptir þetta