Þjóðviljinn - 30.03.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.03.1980, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 30. mars 1980 Kristján J. Kristjánsson: Hljómleikar í Lundi til heiöurs Django Reinhardt Niels Henning örsted. — Varla mennskur bassaleikari. Stephane Grappelli sýndi og sannaði að allt er sjö- tugum fært, á hljómleikum sem haldnir voru til minn- ingar og heiðurs gítarleik- aranum Django Reinhardt (1910-1953) en þessir tveir leiddu hina frægu ,,Quintett du Hot Club de France" á árunum 1934-39. Stephane Grappelli er 71 árs, en jafn athyglis- verður nú og fyrir 40 árum síðan. Hann sýnir svo mik- ið hugmyndaflug og til- finningu á fiðlu að annað eins er fáheyrf. Hann hef- ur bara orðið betri með ár- unum. A þessum hljómleikum voru aöallega spiluð lög sem Django og Grappelli spiluðu hér áður fyrr: I’ve got rythm; I’ve found a new babyt Seet Georgia Brown; Jeep- ers creepers; Nuages, o.fl. Gamli Hot Club kvintettinn hafði þrjá gitara, en þessi útgáfa lét sér nægja tvo. Annar þeirra var hinn bandariski Larry Corry- ell, hávaðaseggur mikill, og er það mér óskiljanlegt hvernig hann hefur hafnaö með þessum annars frábæru músiköntum. Sem betur fór þá hafði hann sig litt i frammi Hinn gitarleikarinn heitir Philip Catherine og er fæddur I Belgiu. Hann virtist svo sannarlega vita hvað hann spilaöi, mjög hugmyndarikur tónfremjandi. Hann er tiltölulega nýtt blóö i jazzheiminum, en er þegar búinn aö spila inn á plötur með m.a. ,,Jean Luc Ponty/Stephane Grappelli” og NHÖP’s „Jaywalkin”. Á þeirri siðarnefndu sýnir hann mjög góða takta. Niels Henning örsted Pedersen lék á kontrabassa eða töfrasprota i laginu eins og kontrabassa. Sá maður er varla mennskur. Tæknisnilldin og timaskynið, sem hann hefur, er ótrúlegt. Kontra- bassistinn Red Mitchell hefur sagt um hann: „Það er bara ekki hægt að spila á kontrabassa á þennan máta.” En hann gerir það og heldur áfram að gera það. Þetta voru einir skemmtileg- ustu hljómleikar sem ég hef farið á. Það má ekki gleyma upphit- unarbandinu, Jukka Tolonen & Costa Apetrea (fv. sologitarl. sænsku grúppunnar Samla Mammas Manna), en þeir spiluöu dúó á kassagitara og var leiknum mjög vei tekiö, enda vei fram- fært. Sem sagt vel heppnaðir tón- leikar. Stephane Grappelli, 71. — Fáheyrt hugmyndaflugog tilfinning á fiölu. Larry Corryell I baksýn. Costa Apetrea og Jukka Tolonen hituðu upp hljom- leikana með samleik á gítara. [w Umsjón: Jón Axel Egilsson\ MYNDMAL rsL. DANSKA ENSKA Andlits ultranær/ Tight head shot iil y rI'U TÆT Big close up Nærmynd NÆR Extreme close up Innklippa INDKLIP Insert Brjóst- mynd BRYST Medium close up mynd HALUNÆR liJaist ahot Hiömynd NEDIUn nedium shot Hnémynd HALUTOTAL Knee shot Medium long shot Fullmynd TOTAL Full shot ! Skuröur mynda Einn flötur myndmáls er skurður mynda. Með skurði er átt viö þaö sem sést innan rammans. Fjarlægð myndefnis frá tökuvél getur verið mjög misjöfn, allt frá nokkrum senti- metrum og f það óendanlega. Meö tfmanum fóru menn aö gera sér grein fyrir þvi,að skil- greiningar var þörf á þessu sviði. Reynslan kenndi mönnum að eiginlega var um fimm mis- munandi fjarlægöir að ræða. Þær hafa veriö kallaðar ýmsum nöfnum á islensku, en þó ætla ég að gera tilraun til að þýða þau. Til viðmiöunar eru heitin á ensku sem gjarnan eru notuð: Þéttmynd eöa andlitsmynd (close up, eöa big close up) nærmynd (close shot, eöa medium close up) miðmynd (medium shot) fullmynd (full shot) almynd (long shot) Þessi hugtök eöa skilgreining á ekki viö ákveöna, mælda fjar- j^/. grein lægð. Hugtökin eru mjög teygj- anleg og komin undir skynjun manna. Það er t.d. auðsætt að fjarlægö vélar frá myndefni er mismunandi ef talaö er úm NÆRMYND af húsi eða NÆR- MYND af manni. Reynslan hefur enn fremur leitt til uppgötvunar á svoköll- uöum skurðarpunktum manns- likamans sem falla vel að* myndbyggingu, hvort sem ein eða fleiri mannverur eru innan rammans. Þessir skurðar- punktar eru sýndir á stóru myndinni hérna fyrir ofan en þeir eru: Undir handarkrika undir brjósti undir mitti undir nára, og undir hnjám Ef tekin er FULLMYND verða fætur að vera innan rammans. Sé skorið um ökkla, verður myndbygg- ingin óþolandi. Einnig þarf að hafa I huga að ekki má vera of mikið tómarúm fyrir höfði. Almynd

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.