Þjóðviljinn - 10.04.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.04.1980, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 10. aprll 1980 Auglýsing um aðalskoðun bifreiða i Hafnarfirði, Garðakaupstað, á Seltjarnarnesi og i Kjósarsýslu i april, mai, júni og til 4. júli 1980 Skoðun fer fram sem hér segir: 14. april Mosfells-, Kjalarness- og Kjósarhreppur: Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur 14. april 15. apríl 16. april 17. april Skoðun fer fram við Hlégarð i Mosfells- hreppi. Seltjarnarnes Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur 21. april 22. april 23. april Skoðun fer fram við iþróttahúsið. Hafnarfjörður, Garðakaupstaður og Bessastaðahreppur Mánudagur 28. aprll G- 1 tilG- 150 Þriöjudagur 29. aprll G- 151 tilG- 300 Miövikudagur 30. aprll G- 301 tilG- 450 Föstudagur 2. mal G- 451 tilG- 600 Mánudagur 5. mai G- 601 UIG- 750 Þriöjudagur 6. mai G- 751 tilG- 900 Miövikudagur 7. maí G- 901 til G-1050 Fimmtudagur 8. mai G-1051 tii G-1200 Föstudagur 9. mai G-1201 til G-1350 Mánudagur ■ 12. mai G-1351 til G-1500 Þriöjudagur 13. mai G-1501 til G-1650 Miövikudagur 14. mai G-1651 til G-1800 Föstudagur 16. mai G-1801 tilG-1950 Mánudagur 19. mai G-1951 tilG-2100 Þriöjudagur 20. mai G-2101 til G-2250 Miövikudagur 21. mai G-2251 til G-2400 Fimmtudagur 22. mai G-2401 tilG-2550 Föstudagur 23. mai G-2551 til G-2700 Þriöjudagur 27. mai G-2701 til G-2850 Miövikudagur 28. mai G-2851 til G-3000 Fimmtudagur 29. mai G-3001 tilG-3150 Föstudagur 30. mal G-3151 til G-3300 Mánudagur 2. júni G-3301 til G-3450 Þriöjudagur 3. júni G-3451 tilG-3600 Miövikudagur 4. júni G-3601 til G-3750 Fimmtudagur 5. júni G-3751 tilG-3900 Föstudagur 6. júni G-3901 til G-4050 Mánudagur 9. júni G-4051 tilG-4200 Þriöjudagur lO.júnl G-4201 til G-4350 Miövikudagur 11. júni G-4351 til G-4500 Fimmtudagur 12. júni G-4501 til G-4650 Föstudagur 13. júni G-4651 tilG-4800 Mánudagur 16. júni G-4801 til G-4950 Miövikudagur 18. júnl G-4951 til G-5100 Fimmtudagur 19. júni G-5101 tilG-5250 Föstudagur 20. júni G-5251 tilG-5400 Mánudagur 23. júni G-5401 til G-5550 Þriöjudagur 24. júni G-5551 til G-5700 Miövikudagur 25. júni G-5701 tilG-5850 Fimmtudagur 26. júni G-5851 til G-6000 Föstudagur 27. júni G-6001 til G-6150 Mánudagur 30. júni G-6151 til G-6300 Þriöjudagur l.júli G-6301 tilG-6450 Miövikudagur 2. júli G-6451 til G-6600 Fimmtudagur 3. júli G-6601 til G-6750 Föstudagur 4. júll G-6751 til G-6900 SkoOun fer fram viO SuOurgötu 8, HafnarfirOi. SkoOun fer fram frá kl. 8.15-12.00 og 13.00-16.00 á öilum skoOunarstööum. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiOum tilskoöunar. Viö skoöun skulu ökumenn bifreiö- anna leggja fram fullgild ökusklrteini. Sýna ber skilrfki fyrir þvi, aö bifreiöaskattur og vátrygging fyrir hverja bifreiö sé i gildi. Athygli skal vakin á þvt aö skráningar- númer skulu vera læsileg. Vanræki einhver aö koma bifreiö sinni til skoöunar á aug- lýstum tima, veröur hann látinn sæta sektum samkvæmt umferöarlögum og bifreiöin tekin úr umferö hvar sem til hennar næst. Hlé veröur gert á bifreiöaskoöun I þessu umdæmi frá 4. júli n.k. og veröur framhald skoöunar auglýst slöar. Þetta tilkynnist öllum þeim, sem hluteiga aö máli. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði, Garðakaup- stað og á Seltjarnarnesi. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu, 8. april 1980. Einar Ingimundarson. Dagmar Sigurðardóttir, Eskifírði Fœdd 29.5. 1912 — Dáin 17.3. 1980 Dagmar Siguröardóttir var fædd á Borgarfiröi eystra, dóttir hjónanna Jónu Hallgrlmsdóttur og Siguröar Árnes Jónssonar fræöimanns, sem ættaöur var úr Hrunamannahreppi I Arnessýslu. Dagga, eins og hún var alltaf kölluö af kunningjum, missti móöur sína um fermingu. Fór hún þá að heiman aö vinna fyrir sér, eins og titt var um unglinga á þeim árum. Aöallega fóru ungar stúlkur I vistir og voru húsbændur misjafnir eins og gengur I þessu jaröneska lifi. Ég get tekið undir orö Hjalta Gunnarssonar, útgeröarmanns, á Reyöarfiröi, en hann sagöi einu sinni viö mig aö „Dagga væri mikilhæf manneskja”. Dagga bjargaöimargrinanneskjunni frá frá drukknun, sem aldrei veröur minnst I bókum, svo sem öldinni okkar, og sennilega ekki i nokkurri bók. Það er litið um þaö hér á landi aö fátæk börn, sem fóru ung frá sinni heimabyggð aö vinna fyrir sér, skrifi ævisögu sina þegar á elliárin kemur, en ef einhver vogaöi sér aö gera sllkt á sannan hátt er hætt við þvi aö unglingarn- ir I dag myndu ekki trúa þvl hve lifsbaráttan var þungbær hjá þvi fólki sem nú er smátt og smátt að kveöja þennan heim. Þá þekktist ekki að fólk fengi útborgaö viku- lega eins og nú, heldur varð þaö aö vinna myrkranna á milli fyrir litlu sem engu kaupi og viö misjafnan aöbúnaö, bæöi i mat, húsnæði og framkomu húsbænda sinna, sem ekki tóku alltaf tillit til þess hvort fólk væri hraust. En Dagmar var afar óhraust kona allt sitt llf, þrátt fyrir þaö að hún lægi ekki langdvölum á sjúkra- húsum nema þá daga sem hún var skorin upp. Dagmar og Ingvar Gunnars- son, vélstjóri, byrjuöu búskap sinn I Sandgerði árið 1943. Fluttu þau fljótlega til Grindavikur og bjuggu þar til ársins 1958 en þá fluttu þau hingað til Eskifjaröar. Eins og um svo marga aöra sem hingaö flytja, þá byggöi Ingvar hér hús og er það aö Strandgötu 29. Fluttu þau I þaö 2 árum eftir komuna hingaö til Eskifjaröar. Dagga og Ingvar áttu 2 syni. Sigurður er giftur Guörúnu Gunn- laugsdóttur frá Heiöarseli Noröur-Múlasýslu, og eiga þau 2 börn. Gunnar er giftur Hólmfríöi Friöriksdóttur frá Keflavik og eiga þau dóttur, sem á aö fermast I vor. Auk þess átti Dagga 1 dreng áöur en hún giftist Ingvari en missti hann fljótlega eftir fæöingu. Dagga var tengda- dætrum sinum afar góö, enda voru þær ungar þegar þær giftust sonum hennar, og einnig barna- börnunum sinum. Hús hennar stóð ávallt opiö fyrir þeim og ætíö haföi hún tlma til aö sinna þeim. Ég man alltaf eftir aö einu sinni sem oftar, sem ég heimsótti Döggu, þá voru margir gestir komnir til hennar langt aö og voru hún og gestir hennar aö rif ja upp minningar frá þvl I gamla daga. Vay góö stemmning yfir samræöunum. Þá komu 2 barna- börn hennr heim úr skólanum og báöu ömmu sina aö kenna sér aö reikna dæmi, sem þau skildu ekkert i. Dagga fór meö barna- börnin strax frá hinum skemmti- legu samræöum til að útskýra reiknidæmin. Já þaö væri betur ef fleira af fullorðna fólkinu geröi slikt hiö sama, að gefa sér alltaf tima til aö sinna börnunum. En I nútlmahraðþjóöfélagi mega svo fáir vera aö því aö hugsa um blessuö börnin; þvi fer nú sem fer. Ingvar og Dagga voru aö mörgu leyti óllk hjón. En þau settu sér það mark aö skilja hvort annaö, enda var sambúö þeirra góö. Ingvar er þúsundþjala smiöur og mikill grúskari. Enda hló Dagga oft aö þvi hve vel hún væri oröin að sér varðandi vélar þvi Ingvar þyrfti svo oft aö segja sér og útskýra ýmsa vélahluti. Fyrir 5 árum flutti Sigurður sonur þeirra með fjölskyldu sina I sitt eigiö hús. Þá breytti Ingvar sinni ibúð i haginn fyrir þau hjónin I ellinni og var ekkert I þaö sparaö. Sér sjónvarpsherbergi með húsgögnum og klukku, sem Ingvar smlðaði sjálfur. Auk þess setti hann upp arin I herbergiö og þaö sagöi Dagga oft aö sér þætti vænst um, þaö væri svo hlýtt og heimilislegt. Fyrir nokkrum árum setti Ingvar upp 10 fer- metra gróðurhús, mjög full- komiö, meö rafmagnskapal i jöröu, til aö hita upp moldina. Ræktuöu þau mikiö af grænmeti s.s. agúrkur og tómata. Boröuöu þau litiö af þvi sjálf, en gáfu vinum og kunningjum uppskeruna. S.l. sumar buöu þau hjónin fóstursystur Ingvars Hildi og manni hennar Stefáni A Pálssyni til sin I vikudvöl. Var Dagga afar ánægð yfir hve þau hjón, Hildur og Stefán, kunnu aö meta grænmetiö úr nýja gróöur- húsinu sökum ferskleika, annaö heldur en aö kaupa misjafnt grænmetiö I búöum i Reykjavik. Eins og áður segir þá bjargaði Dagga mörgum manninum og kom þeim á réttan kjöl i þessu lifi, með þeim meöfæddu hæfileikum sinum, sem hún hlaut I vöggugjöf. Dagga var mikilhæf kona, þótt lítil væri fyrir mann aö sjá, eöa réttara sagt fáir vissu hve miklum hæfileikum hún bjó yfir og kunni aö láta allsstaöar gott af Framhald á bls. 13 r i Landsliðskeppni að hefjast Landsliðskeppni Forseti Bridgesamandsins, Alfreö G. Alfreösson, notaöi tækifæriö viö setningu undan- keppni tslandsmótsins I sveita- keppni aö tilkynna landsliös- keppnina. HUn veröur um helgina 19.—21. aprll nk..Keppt veröur I 16 para riöli (ef næg þátttaka fæst) meö Butler-sniöi, þarsem 2 efstu pörin fá rétt til aö velja meö sérpar til keppni um lands- liö. SU sveit er sigrar er landsliö auk þriöja pars, er bridgesam- bandsstjórn velur. Þátttöku þarf aö tilkynna fyrir 10. april nk.. Bridgesambandsstjórn áskil- ur sér rétt til aö velja og hafna þeim pörum er sækja um þátt- töku. Greina skal frá árangri parsins oJl., er sótt er um. I sambandi viö keppni þessa, getur þátturinn ekki oröa bundist yfir sinnuleysi stjómar Bri dg esa m ba nds in s. 11. lagi aö draga þessa keppni úr hófifram, og siöan setja hana á meö svona skömmum fyrir- vara. 1 2. lagi, aö á sama tlma og þessi keppni fer fram halda 4 félög slna árlegu keppni, sem ákveðin hefur veriö með mjög löngum fyrirvara. Er þaö keppniTBK, Akureyrar, Horna- fjaröar, og Austfiröinga. Virðingarleysi stjórnar fyrir' þessum félögum er dæmalaust, þvl þátturinn er persónulega því kunnugir aö nokkrir aöildarmenn stjórnar BSÍ vissu vel um 4 félaga keppnina . Þaö skiptir ekki nokkru máli, hvort ekkert par eöa einhver fari eöa fariekkil þessa 4félaga keppni, sem annars heföu leyft sér aö sækja um þátttöku I landsliös- keppnina, eiga hér hlut aö máli, heldur hitt sem margoft hefur verið bent á, aö Bridgesam- bandsstjórn á aö vita betur en svo, aö setja mót á, þegar illa hentar. Sllkt kann ekki góöri lukku aö stýra til lengdar. Forseti er þó afsakaöur I þessu máli, vegna anna, þvi hanndvaldi erlendis um langan tima eftir áramót og er raunar nýkominn til landsins. Núverandi stjórn veröur aö taka sig á, ef hún hyggst koma góöum hlutum til leiöar I framtiöinni. Enginn einn maöur vinnur slikt verk, þar ræöur heildin. Frá Bridgefélagi Kópavogs Fyrir skömmu var haldið áfram barometer-tvimennings- keppninni og hafa nú veriö spil- aöar 20 umferöir af 29. Besta árangri kvöldsins náöu: Ragnar Björnsson — stig Sævin Bjarnason 149 öli M. Andreasson — Guömundur Gunnlaugsson 107 Guömundur Arnarson — Sverrir Armannsson Sigrún Pétursdóttir — 78 Valdimar Asmundsson Garöar Þóröarson — 56 Leif ur Jóhannsson Baldur Bjartmarsson —■ 49 HelgiSkúlason 49 Eftir 20 umferöir eru þessir efstir: Guöm. Amarson — Sverrir Armannsson. 249 Vilhjálmur Sigurösson — Sig. Vilhjálmss. Ragnar Björnsson — 189 Sævin Bjamason Sigrún Pétursd. — 188 Valdimar Asmundss. Karl Stefánsson': — 155 Birgir lsleifcs< Jón Andrésson — 114 Valdimar Þóröarsson 101 Keppninni veröur haldiö áfram ámorgun,fimmtudag. J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.