Þjóðviljinn - 10.04.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.04.1980, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 10. aprll 1980 Rimini- ferðirnar vinsœlar Eins og áöur hefur veriö skýrt frá hér i biaöinu bjóöa nú Sam- vinnuferöir-Landsýn upp á feröir til nýs sólarstaöar, Rimini á Italiu. Siöan uppskátt var gert um þennan nýja sólarstað hefur ekkert lát orðið á pöntunum þangað og i marsbyrjun var upp- selt i nokkrar ferðirnar. Vegna hins mikla áhuga á Riminiferð- unum hefur skrifstofan aukið sætaframboð þangað verulega. Vonir standa til að takast megi að mæta óskum sem flestra, sem fara vilja. Einhverjir munu þó þurfa frá að hverfa. Vegna aukinna umsvifa hefur starfsfólki Samvinnuferða-Land- sýnar verið fjölgað. Þá hefur og verið lagt i verulega stækkun og breytingar á húsakynnum skrif- stofunnar i Austurstræti 12. Auk þess að skipuleggja hópferðir leggur ferðaskrifstofan áherslu á fyrirgreiðslu við þá, sem ferðast sem einstaklingar i áætlunarflugi. (Jtvegar hún ódýrustu möguleg fargjöld hjá öllum flugfélögum heims og annast auk þess án þóknunar frá viðskiptavinum hótelpantanir, útvegun leigubila og annars sliks. ________________ -mhg. Norrœn einstak- lings- keppni í skóla- skák Helgina 15.-16. mars sl., var haldin i Osló norræn æskulýðs- málaráðstefna um skák og jafn- framt stjórnarfundur i Skáksam- bandi Norðurlanda. Til að efla enn norrænt skák- samstarf var samþykkt aö gera eftirfarandi m .a.: Norræn einstakiingskeppni I skólaskák. Til viðbótar árlegri sveita- keppni i grunn- og framhaldsskól- um, verður á næsta ári hleypt af stokkunum einstaklingskeppni (Norðurlandamóti) i fimm aldursflokkum fyrir skóla- nemendur. Eða 1) fyrir skák- menn 10 ára og yngri, 2) fyrir skákmenn 11 til 12 ára, 3) fyrir skákmenn 13-14 ára, 4) fyrir 15 ára skákmenn og 5) fyrir framhaldsskólanema. Rétt til þátttöku eiga 2 nemend- ur (skákmenn) 1 hverjum aldurs- flokkifrá hverju landi, eða alls 10. Verður hér því um að ræða 50-60 manna mót hverju sinni. Mótið veröur haldiö i fyrsta sinn i Sviþjóð i lok janúar 1981, en hér á landi 1984. Dagana 21.-24. ágúst i haust fer fram hér I Reykjavik grunn- skólakeppni Norðurlanda, en þar er skáksveit Alftamýrarskóla nú N oröurlanda meista ri. Rof abarð að blása upp. Takið eftir manninum, sem stendur við barðið, jaá sjáið þið þykkt jarðvegsins, sem þarna er að fara forgörðum. _____________________► . Meðal þeirra, sem erindi fluttu á ársfundi Rannsóknarráðs rikis- ins,var dr. Björn Sigurbjörnsson, forstjóri RALA. Fjallaði erindi hans um rannsóknir vegna land- græðsluáætlunar 1975—1979, og skiptist I þrjá megin þætti: Búfjárbeit, grös til uppgræðslu- fræræktar og loks vistfræði. Viö höfum birt hér i blaðinu útdrátt úr tveim fyrri köflum erindisins. Verður nú vikið að vistfræöinni. Þriðji liðurinn, sem veitt var til fé af þjóöargjöfinni, var vist- fræðirannsóknir. Markmiö með þeim rannsóknum var að meta áhrif búsetu mannsins og búskap- ar á náttúruna og aö sumu leyti áhrif náttúrunnar, einkum veður- fars, á skilyröi til búskapar. Þessi verkefnaliður skiptist i rannsókn- ir á áhrifum af: — Framræslu mýra. — Áburði til uppgræðslu. — Gæsa- og álftabeit. — Þróun rofabarða. Rofabörð eru það, sem oftast vekur menn til umhugsunar um að meira þurfi að gera 1 land- græðslumálum. Halda rofabörðin áfram að blása upp og hve hratt. Stundum er gripiö til þeirra ráða að græöa sárin og forða frá frek- ari uppblæstri, oft með góöum árangri. Stundum er deilt um það hver langtimaárangurinn veröur af sáningum og áburði á illa farið eða örfoka land. Þvi hefur verið slegiö fram án nokkurra raka, að það sé llkast þvi að mála uröina með grænum vatnslit. Staðreynd- ir tala best i þessu máli sem öðrum. Hvaö sýnir Ketlusandur? Rétt eftir 1950 var hafinn búskapur á svokölluðum Ketlusandi, suövestur af Gunnarsholti. Þar var þá svartur sandur, sem rauk i moldarbál i norðan belgingum. Þarna var sáð túngrösum, borið á og landið nýtt til heyskapar 13—4 ár en eftir það stóð landið áburöarlaust og ófrið- að þar til 1976, — 20 árum siðar, — að gerð var úttekt á gróðri og dýralffi þessa svæðis, ásamt samhliða úttekt á svörtum sandi I nágrenninu, sem aldrei haföi fengið fræ né áburð. Þessi timabundna ræktun og áburðar- gjöf hefur leitt til þess að landið breytti um svip til langframa, þvi þarna er nú hinn viökunnanleg- asti mosa-, gras-, runna- og lyng- gróöur, fullur af smádýrum og varpfuglum. Stór- hættu- legt segir Heilsu- hringurinn um fluor i neysluvatni Heilsuhringurinn er mjög and- vigur hugmyndum um að blanda fluor i neysluvatn og teiur þaö til- tæki mannréttindabrot. Var eftir- farandi áiyktun samþykkt á fundi hjá Heilsuhringnum þann 29. mars s.l.: „Heilsuhringurinn mótmælir harðlega hugmyndum, sem nú eru uppi, um að blanda fluor i neysluvatn landsmanna, og telur slikt alvarlegt brot á almennum mannréttindum. Samkvæmt gögnum, sem liggja fyrir, frá ýmsum löndum, byggöum á visindalegum rann- sóknum, gæti slik framkvæmd orðið stórhættuleg lifi og heilsu manna, að menga þannig neyslu- vatnið. Heilsuhringurinn skorar á landsmenn að kynna sér vel allar röksemdir, sem það félag hefur komið á framfæri, fyrr og nú, varöandi flúorblöndum i neyslu- vatn.” -mhg. Rannsóknir á mýrum Stærsti liðurinn I stækkun túna á tslandi siðustu áratugina hefur verið framræsla mýra, en taliö er að búið sé að ræsa fram um 10% af mýrum landsins. Þurrkun mýranna breytir gróðurfarinu og hefur áhrif á fuglalif og annað dýralif þeirra. Til þess að rannsaka þessar breytingar var valin óframræst mýri I landi Tilraunastöðvar- innar á Hesti. Var öll náttúra hennar rannsökuð vendilega áöur en settir voru I hana framræslu- skurðir. Er nú fylgst með þeim breytingum, sem verða fyrir áhrif framræslunnar, og hefur auk þess verið tekin til saman- burðar fjallamýri (á Mosfells- heiöi, i landi Heiðarbæjar). Nokkuð hefur verið fylgst með áhrifum gæsa- og álftabeitar i túnum og bithögum. Sömuleiðis hafa verið aldar upp villigæsir og svanir á tilraunastöðinni að Þormóðsdal og mælt hversu mikið fóðurmagn þær láta i sig. Gróðurkort Af rannsóknarliö landgræöslu- áætlunar var varið um 1/4 til að hraða gróðurkortagerð og er frá mörgu að segja um framgang mála þessi fimm ár, en þar sem gróðurkortagerð og ákvörðun beitarþols var gerð nákvæm skil af mag. Ingva Þorsteinssyni á siðasta ársfundi Rannsóknarráös 1978 verður ekki fjölyrt um þann liö nú. Lokaorð Aö lokum sagöi dr. Björn Sigur- björnsson: Ég hef nú greint frá framkvæmd einnar stærstu og margbrotnustu rannsóknar- áætlunar, sem gerð hefur verið hér á landi, og timans vegna aöeins getað nefnt nokkur helstu atriðin. Þvi meir sem leið á áætlunartimann þvi ljósari hefur orðið stærð og vandi verkefnisins, sem leysa þarf. Við höfum stigiö nokkur skref I sókninni gegn landeyðingu og höfum um leið vakið miklu fleiri spurningar en þau svör, sem fengist hafa við lok þessa 5 ára timabils. Slik leiftursókn getur komið áhlaup- inu af stað en við eigum enn eftir að vinna striðið. Við búum i þessu landi og höfum nytjar af þvi; en framtiðarbúseta I landinu verður ekki tryggö nema við hindrum frekari eyðingu jarðar og gróðurs og finnum leiðir til að lifa i sátt við náttúruna. Landgræðsluáætlunin verður að halda áfram — það er litið gjald fyrir 1105 ára búsetu I landinu. Nú er verið aö undirbúa landgræðsluáætlun II — 1981-1986 þar sem gert er ráö fyrir aö halda áfram á þeirri braut, sem mörkuð var 1974. Ég vil skora á alla áheyrendur að styöja áframhald nýrrar landgræðsluáætlunar, sem ljúki ekki fyrr en við getum sagt með stolti: „A tslandi er ekki lengur gróður- og landeyðing af völdum búsetu landsmanna, sem mannlegur máttur getur komið I veg fyrir.” -bs/mhg. Uppgrætt rofabarð. Svona er unntaðsigrastá eyðingaröf lunum. rannsóknir Gengissvig og genglsbrun Jafnframt þvf sem gengisfell- ingar hafa orðið meira og meira feimnismál i kerfinu, hefur orðaforðinn sem lýsir þessu fyrirbæri aukist. Nú kemur aö jafnaði fram eitt nýyrði I hvert sinn sem þessi myrkraverk eru framin, en nýyrðunum er ætlað aö milda þau og mýkja i hugum almúgans. í gamla daga var talaö opin- skátt um gengisfellingu eða gengisfall, gengislækkun, gengishrap og gengishrun. Svo og gengisstökk af 100 króna palli fóru nýyrðin á stjá eitt af öðru, örvæntingarfullar tilraunir til að hilma yfir svikin kosninga- loforð, — gengisbreyting (sem þýddi þó aldrei gengishækkun), gengissig og gengisflot (eða fljótandi gengi) og fleira i þeim dúr. Nú siöast harðneitaöi Tómas á teppinu þvi að gengisfelling væri á döfinni, en þegar hún var samþykkt þann sama dag sagði ráðherrann að þetta hefði alls' ekki verið gengisfelling, sei sei. nei, heldur gengissig i einu stökki! Já sigandi gengislukka er best.sagði skáldiö. Þetta leiðir hugann að þvi hvort ekki beri sem fyrst aö taka upp skiðamál i gengismál- um og bjarga ráðherrum þannig fyrir horn næst þegar dlukkans gengið tekur upp á þvi að siga I einu stökki. Þá yrði talað um gengis- göngu, gengissvig, gengisstökk (af 50 eöa 100 krónu palli) og gengisbrun. Gengismunarsjóö- ur fengi þá nafnið gengisbruna- sjóður. Annars hefur heyrst að ný- yrðanefnd hafi þegar á taktein- um feluorðið, sem á að nota opinberlega næst þegar gengið tekur undir sig stökk, — nefni- lega gengis khan.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.