Þjóðviljinn - 10.04.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 10.04.1980, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 10. aprll 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 BQrn mánans Fimmtudagsleikrit útvarps- ins heitir aö þessu sinni „Börn mánans” (Cancer) eftir Michael Weller. Þýðinguna gerði Karl Agúst: Úlfsson, en leikstjóri er Stefán Baldursson Nemendur úr Leiklistarskóla tslands fara með öll stærstu hlutverkin. Meðal leikenda eru: Jóhann Sigurösson, Karl Agúst Úlfs- son, Guöjón Pedersen, Guð- mundur ólafsson, Hanna Marla Karlsdóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir. Tækni- maður er Friðrik Stefánsson. Flutningur leiksins tekur rúmar 100 mlnútur. Leikritið fjallar um ungt fólk i leiguibúð I New York á timum Vietnamstriösins. Þar rikja ekki viöteknar skoðanir á málum liðandi stundar, þar er frjálsræði i ástum, og sam- eiginleg er óbeitin á öilum valdsmönnum, hverju nafni sem þeir nefnast. En þrátt fyrir alvarlegan undirtón, bregður viða fyrir glettni og Stefán Baldursson leikstýrir fim m tudagsleikritinu. fe Útvarp lr kl. 20.30 léttleika, enda kallar höfundur verk sitt gamanleik. Michael Weller er banda- riskur, en verk hans vöktu fyrst athygli á sviði I Eng- landi, og þar var lika „Börn mánans” frumsýnt sumarið 1970. Af öörum leikritum hans má nefna einþáttungana „Now There’s Just the Three of us”, „The Bodybuilders” og „Grant’s Movie”. Bergþóra Pálsdóttir, höfundur sögunnar sem lesin er I Morgun- stund barnanna. Saga úr Jón Gunnarsson leikari byrjaði I gær lestur nýrrar framhaldssögu I Morgunstund barnanna. Er það sagan „A Hrauni” eftir Bergþóru Páls- dóttur frá Veturhúsum við Eskifjörð. — Bergþóra er fædd og alin upp I Veturhúsum, — sagði Jón, — og sagan er byggð á endurminningum hennar það- an, gerist á æskuárum hennar fyrir austan. Bergþóra hefur fengist talsvert við skriftir og gefið út tvær barnabækur: Dragnirnir á Gjögri og Giggi og Gunna. sveitinni Útvarp kl. 9.05 Auk þess hefur hún skrifað greinar iýmis blöö og timarit. Hún bjó lengst af fyrir aust- an, en fyrir 9 árum'lenti hún I bilslysi og flutti þá suöur. Siö- an hefur hún dvalið á Asi i Hveragerði og vinnur þar nú við dvalarheimiliö. Sagan A Hraunier ný af nál- inni og hefur enn ekki veriö gefin út i bókarformi. — ih Til umhugsunar Karl Helgason og Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson fjalla um áfengismál I þættinum „Til umhugsunar” I dag. Að þessu sinni ræða þeir við nokkra unglinga, sem starfa I sam- tökunum „Alateen”, og leið- beinanda þeirra, Sigrlði Þor- steinsdóttur kennara. Að sögn Sigriðar hafa þessi samtök starfaö hér siðan 1976. Meðlimir þeirra eru ungling- ar, sem eiga alkóhólista fyrir aðstandendur. Samtökin starfa á svipuöum grundvelli og AA-samtökin, og I nokkrum tengslum við þau. 1 Reykjavik eru u.þ.b. 15-20 krakkar I Alateen. Þau koma saman tvisvar I viku og ræða ýmis vandamál, sem koma upp beinlinis i sambandi við brenniviniö. En auk þess eru þau ævinlega reiðubúin aö Útvarp kl. 14.45 koma hvert ööru til hjálpar þegar á þarf aö halda. Kjarn- inn I þessum hópi eru krakkar sem búa I sama hverfi, en samtökin eru opin öllum ungl- ingum sem eiga við aö striöa drykkjuskap aðstand- enda sinna. Sagöi Sigríöur að markmið krakkanna væri að hjálpa sér sjálf til að lifa hamingjusömu lifi þrátt fyrir erfiðar aðstæður. — Þau eru bjartsýn og hress, — sagöi Sigriður, — og sannfærð um að ekki sé til neitt vandamál, sem ekki er hægt að yfirstiga meö góðum vilja og samhjálp. — ih Hríngið í síma 8 13 33 kl. 9-5 alla virka daga eða skrífið Þjóðviljanum Séra Jón gamli prestur til Grundar og Möðruvalla haföi góða reglu við kirkjur sinar. Hann lét alla bændur og konur hafa viss sæti i kirkjunni. Hann vildi ekki aö fullorönar og stálp- aöar bændadætur sætu hjá mæörum sinum svo þær tæki ekki sæti af öðrum konum sem áður hafði verið visað þar til sætis. Einn sunnudag fyrir messu ætlaði prestur að raða til I sætum. Kelling ein var i sókn- inni sem Helga hét, hún átti dóttur eina barna næstum full- orðna. Hún bjóst viö að hún fengi ekki að láta hana sitja lengur hjá sér. Þegar fólk var sest niöur i kirkjunni gengur prestur fram úr kórnum. Kallar kelling hátt yfir alla: ,,Ég ætla að biöja yður, séra Jón, að rifa ekki hana litlu mina undan mér.” Prestur nokkur keypti svin og hafði heim til sin; þetta fréttist brátt um sóknina og fjölmennti fólk venju framar viö kirkjuna eftir að sviniö kom. Kelling ein var I sókninni svo hrum að prestur hafði 1 nokkur ár orðiö aö ómaka sig til aö þjónusta hana heima, en nú kom hún til kirkjunnar. Prestur sér hana og segir við hana: „En hvaö þú gast fariö aö koma núna.” „Já,” segir kelling, „þaö var ekki eina erindiö að heyra til yðar i dag, mig langaöi til að sjá svlnið áður en ég dæi.” Auturtrog, notað til að ausa báta.(Þjóöminjasafniö — Ljósm.: gel) ar, sem enda meö þvl að V biöur vinkonu sina aö sækja dyravörö, þvi hún ætli aö kæra manninn. Meöan vinkonan var frammi dró maöurinn V út i horn og sneri upp á handleggina á henni og skipaöi henni að láta máliö kyrrt liggja. Fólkið á dansgólf- inu sýndi engin viðbrögð, horfði bara á og hélt áfram að dansa. Loks gat V losaö sig frá mannin- um og komist fram til dyra- varðanna. Bað hún þá um að kalla á lögregluna til þess að hún gæt kært manninn. Dyra- verðirnir vildu sem minnst úr þessu gera, en létu að lokum til- leiðast og kölluðu á lögregluna. Þegar lögreglan kom á vett- vang hafði maöurinn safnað saman hópi af kunningjum sin- um og hugöist nota þá sem vitni, þótt enginn þeirra hefði i raun séð hvað gerðist, nema eigin- kona mannsins. Lögreglan vildi helst ekkert gera i málinu, enda þótt V væri stokkbólgin i framan eftir höggin. Aö lokum var samt fariö meö þau á lögreglustööina. Þar var V visað til varöstjórans, en hann tók henni fálega og fannst áverkar hennar ekki nógu miklir. Varðstjórinn tók skýrslu og sagði V að fara á slysavarðstof- una (Og fá áverkavottorö, sem hún og geröi daginn eftir. Fyrir utan bólguna haföi skemmst i henni tönn, sem veröur áreiðan- lega dýrt að gera við. Varðstjórinn spuröi V þessar- ar fleygu spurningar: Hvar var maðurinn þinn? Þegar hann frétti að hann heföi ekki veriö viðstaddur gaf varöstjórinn i skyn að hún gæti svosem sjálfri sér um kennt, að vera aö þvæl- ast ein á danshúsum. Maðurinn bar auðvitað af sér allar sakir, þegar hann var kallaður fyrir, og hélt þvi fram að V hefði ráðist á sig á dans- gólfinu. Spurningin er, sagði V að lok- um: Er leyfilegt að ráðast á konu upp úr þurru og berja hana sundur og saman, ef hún hefur ekki karlmann sér við hliö? Fyrirspurn til forráða- manna Dagsbrúnar Markús B. Þorgeirsson hefur beðiö fyrir birtingu eftirfarandi fyrirspurnar, sem beint er til Eðvarðs Sigurðssonar for- manns Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og Guömunar J. Guömundssonar varaformanns þess, formanns Verkamanna- sambands tslands og alþingis- manns. Hvaö lengi og hversu mörg ár þurfiö þið að stjóma Dagsbrún I viðbót og Verkamannasam- bandinu svo að fastir vaktmenn i skipum á Dagsbrúnarsvæðinu hafi biöpeninga þegar skip eru ekki i höfnum og vaktir ekki staönar. Kaup mitt I marsmánuði fyrir staðnar vaktir hjá Skipadeild Sambandsins er sem hér segir: Fyrir eina vakt 27.843 krónur, fyrir eina og hálfa vakt 41.766 krónur. Þetta eru ekki mikil laun eins og allir hljóta að sjá og égspyr, —er ekki hægt að taka tillit til þessa hóps við gerð kjarasamninganna núna? Markús B.Þorgeirsson frá [^lcscndum „Hyar er maðurinn þinn?” Fyrir skömmu hafði tal af okkur ung stúlka sem sagði okk- ur ófagra sögu af ferð sinni á eitt af danshúsum höfuöborgar- innar. Hún fór þangað með vin- konu sinni, og þær fóru að dansa saman úti á gólfi. 1 dansinum rakst stúlkan óvart og lauslega utan i mann nokkurn, sem var aö dansa við konuna sina. Maðurinn brást ókvæöa viö og fór aö hella skömmum yfir stelpurnar. Þá stjakaöi V (sögumaöur okkar) aöeins við honum og bað hann að láta þær i friöi. Skipti þá eng- um togum, að maðurinn kýldi V I andlitiö með krepptum hnefa. Af þessu uröu nokkrar rysking- Pennavinur Okkur hefur borist fagurlega myndskreytt bréf frá 17 ára pólskri stúlku, sem vill skrifast á við islenska krakka á svip- uðum aldri. Hún kann ensku, rússnesku og latinu, og hefur áhuga á tónlist, dansi, fri- merkjum, liffræði og gömlum peningum. Utanáskriftin er: Danuta Klus 47-400 Raciborz ul. Zborowa 6E/10 Woz. Katowice Polska Pjódsaga Karl bjó i koti hjá Útskálum i Garði. Einu sinni sem oftar gekk hann á reka. Þá fann hann trédrumb á Útskálarekanum og bar hann heim til sin I laumi. Næsta sunnudag eftir fór hann til kirkju. Þegar hann kom inn I kirkjuna var prestur kominn upp I stólinn, og það hittist á aö þegar karl rak inn höfuöið sagði prestur: ,,... rak út djöful þann sem dumbi var.” Karli heyrðist hann segja: „djöful þann sem drumbinn bar,” og hugsar hann hafi meint til sin og verið að skipa að reka sig út. Þá varð kallinn illur i skapi og kallaði upp: „Það hafa fleiri stoliö af rekunum þinum heldur en ég.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.