Þjóðviljinn - 10.04.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.04.1980, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 10. april 1980 MOWIUINN Málgagn sósíalisma, verkalyðs- hreyfingar og þjóðfrelsis útgefandi: Ctgáfufélag ÞjóBviijans Framkvœmdastjóri: EiBur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg HarBardóttir UmsjónarmaOur SunnudagsblaBs: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: Olfar ÞormóBsson AfgreiBslustjóri: Valþór HiöBversson BlaBamenn: AlfheiBur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, GuBjón FriBriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. l.jósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson útlit hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar GuBbjörnsson Handrits- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: SigriBur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson. Skrifstofa: GuBrún GuBvarBardóttir. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára SigurBar- dóttir. Simavarsla: ölöf Halldórsdóttir, SigriBur Kristjánsdóttir. Bfistjóri: Sigrún BárBardóttir HúsmóBir: Jóna SigurBardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn GuBmundsson. Ritstjórn, afgreiOsla og auglýsingar: SIBumúIa 6, Reykjavfk.simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Sveltur sitjandi kráka... • Helgi Seljan alþingismaður hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um nýtingu kolmunna og vinnslustöð á Austurlandi. Með frystingu og þurrkun í huga. ( ýtar- legri greinargerð með tillögunni hefur flutningsmaður aðallega stuðst við skrif Magna Kristjánssonar skip- stjóra og athuganir Sigurjóns Arasonar hjá Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins. Þrátt fyrir að íslendingar hafi tekið þátt í norrænu verkefni um þróun kolmunnaveiða, tilraunir hafi verið gerðar með veiðar og verkun kol- munna til manneldis, athuganir á markaðsmöguleikum gefi ástæðu til bjartsýni, þá dróst kolmunnaafli Islend- inga saman um helming á sl. ári, úr 40 þúsund tonnum 1978 í 20 þúsund tonn 1979. Á sama tíma jukust kolmunna- veiðar í heiminum úr 560 þúsund tonnum í 1.2 miljónir tonna. • Það er kominn tími til þess að við hættum að messa og hef jumst handa, segir Magni Kristjánsson í grein í Þjóðviljanum. Sjálf ur hverfur hann nú til starfa erlendis vegna aðgerðarleysis eftir að hafa talað fyrir daufum eyrum um árabil. í greinum Magna hefur m.a. komið fram að stofnstærð kolmunnans sé áætluð 10 til 12 miljónir tonna og árlegt veiðiþol a.m.k. 1.5 miljónir tonna. Ætla má að hlutur fslendinga gæti orðið um 200 þúsund tonn í þessu veiðimagni, en margar þjóðir kepp- ast nú við ýmis konar vinnslutilraunir á kolmunna, og Ijóst er að nýting til manneldis mun vaxa mjög hratt á næstu árum, en nú fer mestallur kolmunnaafli til bræðslu. klippt j Svanasöngur j Vilmundar Vilmundur Gylfason alþingis- I maður var dagskrárstjóri I eina ■ klukkustund sl. sunnudag. 1 rauninni var þetta svanasöngur ■ Vilmundar sem menntamála- ráðherra. Þvi háttar þannig til, að fyrir þvi er orðin hefð aö ■ útvarpið byður ráöherrum I menntamála að gerast ■ dagskrárstjórar i eina klukku- stund. Þannig hafa MagnUs ■ Torfi Ólafsson, Vilhjálmur ■ Hjálmarsson og Ragnar " Amalds allir brugðiö sér i gervi dagskrárstjóra og gefið hlust- endum sýnishorn af smekk sin- ! um og áhugamálum meö efnis- I vali. Vilmundi var aö sjálfsögöu ■ boðiö að setja saman stundar- | langa dagskrá, en af útsendingu m varð ekki fyrr en setustjórn | krata hafði verið velt úr stólum. j Endurreisn j dr. Gylfa I Ekki brást Vilmundi smekk- x visin fremur venju, og notaöi ■ tækifærið i svanasöng sinum til ■ þess aö sveigja til hins itrasta ef í ekki brjóta þriöju grein I útvarpslagnna um óhlutdrægni i í MINNINGU Langt seilst til þess að endur- reisa dr.Gylfa. dómum um menn og málefni. 1 sem stystu máli varöi Vilmundur klukkutima i sina eigin túlkun á nokkrum áföng- um I sjálfstæöisbaráttu þjóöar- innar og miðaði allur sá barn- ingur að þvi að varpa mildari ljósi en gert hefur veriö á hlut Stefáns Jóhanns Stefánssonar og Gylfa Þ. Gislasonar i Islandssögunni á fimmta tug aldarinnar og siöar. 1 leiðinni þurftisvoað verja nokkru máli I aö endurreisa Pál Briem úr miðlunarfeni og Valtý -------------.99 Guömundsson úr uppkasts- J flækju. En megnið af dagskrár- I tima Vilmundar fór I það að ata J auri ýmsa þá menn sem hvað | einarðastir hafa verið i sjálf- ■ stæðisbaráttu íslendinga. Miklu I er kostað til I þeim tilgangi að „ fegra fööurmyndina. Sérstaklega kveinkaði I Vilmundur sér undan landráða- ? tali þeirra sem heitir hafa veriö | I sjálfstæðismálum, en gætti ■ þess vandlega að nefna það ekki | einu orði að þeir kynnu sjálfir að " hafa orðið fyrir ýmsum svivirð- ■ ingum og brigslum i samtlma ■ umræöu. Loksins fundinn Miklar umræður hafa orðið aö ■ tilstilli nokkurra frjálshyggju- | manna og Morgunblaðsins um ■ pólitiska innrætingu I skólum. I Illa hefur þó gengið að finna m þann kennara sem gæti veriö ■ dæmi um þessa skelfilegu inn- I rætingu. Þvi var það aö einn af | menntaskólakennurum i höfuð- ■ borginni, sem hlýtt hafði á | boðskap Vilmundar, lét sér m eftirfarandibrð um munn fara á | kennarastofu: „Ef Vilmundur j Gylfason heldur fram þessari , söguskoöun i M.R. þá er loksins I fundinn menntaskólakennarinn ■ sem heldur uppi pólitiskri | innrætingu i timum simun.” ■ — ekh | shoríð • Rökin fyrir því að haf ist sé handa af alvöru við kol- munnaveiðarnar hérlendis eru þau að innan tveggja ára má ætla að af li verði kvótaskiptur milli veiðiþjóða, og í slíkum samningum hlýtur að verða tekið tillit til afla hverrar þjóðar á síðustu árum. óverjandi er að nýta ekki vannýtta fiskistofna við landið, afkoma þjóðarbúsins leyf ir ekki aðtækifæri til aukinnar gjaldeyrisöf lunar séu látin ónotuð og nokkur hluti f iskiskipaf lotans er verk- efnalaus einmitt á þeim árstima sem hentar til kol- munnaveiða frá (slandi. Magni telur að nýta megi nú- verandi fiskiskipaflota til þess að setja markið hátt og veiða 100 þúsund lestir af kolmunna á þessu ári og 200 þúsund lestir á því næsta. • 'f fróðlegu erindi á aðalfundi Rannsóknaráðs rfkis- ins rakti Sigurjón Arason kolmunnarannsóknir, vinnslu- tilraunir, markaðsverð og markaðsmöguleika. ( dæmi sem sett var upp kemur fram að verðmætasköpun við kolmunnaveiðar sem næmu 200 þúsund lestum og af linn verkaður í skreið og mjöl gæti orðið 7.6 miljarðar ís- lenskra króna. Hér er því um miljarða að ræða sem hægt er að sækja ísjávardjúp ef rétt er að staðið. • Helgi Seljan leggur áherslu á að vinnslustöð með fullkomnum búnaði sé brýn nauðsyn og með afstöðu til miða sé rétt að hún rísi á Austurlandi. Miðað við þau verðmæti sem í húfi eru og nauðsyn til þess að tryggja fslendingum aflakvóta til frambúðar sýnist augljóst að hagkvæmt geti verið að opinberir aðilar geri út á til- raunaveiðar og verðuppbót verði greidd á kolmunna meðan verið er að þróa veiði- og vinnsluaðferðir, þannig að útgerðar- og vinnsluaðilar fáist til þess að f itja upp á nýjungum. • A síðasta ári veiddu Sovétmenn um 760 þúsund lestir af kolmunna í Norðausturdjúpi rétt utan við íslensku 200 mílna mörkin. A sama tíma minnkuðu kolmunnaveiðar Islendinga um helming og afturkippur kom í allt þróun- arstarf á þessu sviði í ráðherratíð Kjartans Jóhannsson- ar sem sjávarútvegsráðherra. I vetur hafa tvö full- komnustu fiskiskip Færeyinga verið að kolmunnaveið- um með „nýju tæknina" á vegum opinberra aðila. A (s- landi eru menn að missa af tækifæri til þess að beina sókn úr of nýttum stofnum í vannýttan. „Sveltur sitjandi kráka en f Ijúgandi fær", er málsháttur sem á við um út- haldsleysi fslendinga við þróun kolmunnaveiða. — ekh. Ásgeirs verkfræöings Fœddur 13. jan. 1927 Dáinn 2. april 1980 Asgeir Hjálmar Karlsson er fæddur I Bakkageröi á Borgar- firöi eystra. Foreldrar hans voru þau Karl Hjálmarsson, kaup- félagsstjóri á Þórshöfn og siöar á Hvammstanga og Halldóra Asgrimsdóttir. Ásgeir lauk stúdentsprófi frá Akureyri 1947, og prófi I byggingarverkfræði frá Kaupmannahöfn 1954. Ariö 1965 stundaði hann framhaldsnám 1 heilnæmisvörnum á vatni I Gautaborg. Hann var verkfr. hjá Landnámi rikisins 1954—60 og hjá Glostrup kommune i Danmörku frá 1960. 1954 kvæntist Asgeir Ingi- björgu, sem fædd er aö Skála á Færeyjum, dóttir Johans Johannesens kennara og Inge- borgar Johannesen, f. Djuurhus. Börn þeirra eru Jón Ásgrlmur Halldóra og Ingibjörg. Þaö er annar I páskum. Hugan- um rennt yfir allt það sem ætlað var að afreka um þessar hátiðir. Meðal annars að fara í nokkrar spitalaheimsóknir. Enn er stund til að efna það heit. Ég tek upp slmtólið aö fregna af einum sjúklingnum. Konan hanskemur I simann. Vissirðu ekki að Asgeir dó á miðvikudaginn! Ég reyndi að ná i þig, segir hún mildri röddu. Of seint, of seint. Ég hrökk ögn viö. Við erum svo önnum kaf- in við að njóta lifsins og gefa eins litið af sjálfum okkur til annars og viö framast komumst af með. Viö ætlumsttil mikils af öörum en gleymum of oft að gera kröfur til sjálfra okkar þegar aðrir þurfa á að halda. Eitthvaö á þessa leiö varð mér hugsað þegar ég ætlaöi aö láta veröa af þvi aftur að llta til vinar mlns Asgeirs H. Karls- H. Karlssonar sonar, sem lést miðvikudaginn 2. aprilslðastliöinn. Bjartar minningar um glaðar stundir æskuáranna hrannast að mér. Det var pS Frederiksberg, det var i maj. Já, það var vor I Kaupinhafn eins og fegurst getur oröið, þegar viö Asgeir fundumst fyrst. Hávaxinn, grannur og bjartur. Bláu augun hans og bros- ið vöktu fyrst athygli mína. Þá hæglátt fasið i öllum gáska okkar og þvi betur sem við kynntumst hlýjan hans, glettnin án græsku og kannski ekki slst gáfurnar þar sem sanngirnin réö rlkjum. Hann var hlédrægur, um of fannst galgopa eins og mér. Viö urðum ferðafélagar um Evrópu endilanga og betri vinir á eftir. Fundum okkar bar of sjaldan saman eftir að hann kom heim frá námi með indæla konu með sér, Ingibjörgu af færeysku bergi. Þar var mikiö jafnræði með valmenn- um. Þá sjaldan við fundumst réði gleðin ein ofar hverri kröfu. Þaö voru ánægjustundir sem best er lýst I ljóöum og söngvum. Mitt I þeim söngleik dynur ólánið yfir. Asgeir missir heils- una og er vart hugaö Hf eftir áfallið. Þá sýndi Ingibjörg, að hún kunni margt fleira en dansa færeyskan dans betur en flestir. Með hennar hjálp og barnanna náöi Asgeir furðu góöum bata. Það var eitt af kraftaverkum mannkærleikans, þar réöu úrslit- um umönnun og ástúð hans nánustu. Það sem engum hafði komiö til hugar kom á daginn. Asgeir var oröinn vinnufær. Hann starfaði slöan um árabil á tæknideild Kópavogsbæjar. Þá vann stærsta sigur sú sem hefði mátt eiga meiri stuöning okkar hinna á stundum. Um slðustu áramót dró nokkuð snöggt til tlðinda um heilsu Asgeirs og lauk þvl strlði nú rétt fyrir páskahátlöina. Enn sem fyrr stóð Ingibjörg sem klettur og börnin þeirra. Um léiö og ég votta þeim samúð mina og aðdáun og minnist Asgeirs með trega, þessa glaða ljúflings sem átti betri, margfallt betri örlög skiliö — langar mig að minna okkur sem eftir stöndum á, að við mættum ef til vill hugleiða betur til hvers við lifum. Hjálmar Ólafsson. Húsbruni á Akureyri 1 fyrrakvöld varö húsbruni á Akureyri þegar kviknaði I húsinu Lundargötu 3, sem er gamalt timburhús. Verulegt tjón varð ekki i bruna þessum, en þó nokkurt. Veriö var að flytja húsmuni burt úr húsinu þegar eldurinn varö laus. Eldsupptök eru ókunn. -úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.