Þjóðviljinn - 10.04.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 10.04.1980, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Fimmtudagur 10. april 1980 Laus staða Staöa styrkþega viö Stofnun Arna Magmlssonar á Islandi er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsökn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau er þeir hafa unniö, ritsmíöar og rannsóknir svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 1. mai n.k.. Menntamálaráöuneytiö, 28. mars 1980. Aðalfundur Sfýrimannafélags tslands verður haldinn að Borgartúni 18 laugardaginn 12. april kl. 14.00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf skv. félagslögum. 2. Stjórnarkjöri lýst. 3. önnur mál. Stjórnin. UPPBOÐ verður haldið i félagsheimilinu Stapa i Njarðvik, laugardaginn 12. april n.k. kl. 13.30. Seldur verður upptækur vamingur, þar á meðal Land Rover bifreið, hljómburðar- tæki, útvörp, hljómplötur, fatnaður, skrautmunir og ýmislegt fleira. Greiðala fari fram i reiðufé við hamars- högg. Lögreglustjórinn á Keflavikurflugvelli. 31. mars 1980. i Starfsfólk vantar nú þegar á skóladagheimilið Auðarstræti 3 i heilt og hálft starf. Upplýsingar hjá for- stöðumanni i sima 27395. ■ ■■ Felagsmalastofnun Reykjavikurborgar DAGVISTUN BARNA, FORNHAGA 8 SIMI 27277 Ritari Óskum eftir aö ráöa ritara, nú þegar, til starfa I Fjár- máladeild vorri. Starfið krefst reynslu og færni i skrifstofustörfum. Frekari upplýsingar veitir Starfsmannahald. SAMVINNUTRYGGINGAR g.t., Armúla 3. Simi 38500. Herstöðvaandstæðingar Kópavogi halda baráttusamkomu laugardaginn 12. apríl í Þinghól Hamraborg 11 Þar verður minnst 30. mars og hernáms Breta áislandi en 10. mai næstkomandi eru 40 ár liðin síðan breskir hermenn stigu hér á land. A samkomunni mun m.a. Asgeir Svan- bergsson, kennari, flytja ávarp. Auk þess verður ljóðaupplestur og tónlistarflutningur. Fjölmennum. S.H.A. Kópavogi. Umsjón: Magnús H. Gislason Björg Þórðardóttir sendir (Jr Vatnsfiröi á Baröaströnd. Fréttabréf af Barðaströnd Eftirfarandi bréf hefur Land- pósti borist frá Björgu Þóröar- dóttur, Tungumúla á Baröa- strönd: — Þaö er aö lföa á þennan vet- ur sem hefur veriö meö ein- dæmum góöur. Heilsufar á mönnum og skepnum meö besta móti. Fé hefur veriö beitt óvanalega mikiö og kýr komu ekki á algera innistööu fyrr en um mánaöamótin okt.-nóv. s.l. 1 febrúar heimtust hér 6 kindur, sem reyndar var búiö aö veröa vart viö á milli jóla og nýárs, en náöust ekki, enda þrjár af þeim útigengnar frá i fyrra. Þessar kindur átti Einar bóndi I Ytri-Múla. Smalamennskan sitt á hvað Sú hliö, sem aö smala- mennskunni snýr hér I hreppi.er ekki fögur. Þaö horfir til vand- ræöa á hverju hausti aö ná hér saman fé og veröa margir fyrir stór tjóni af þeim sökum. Reglu- legar göngur eru engar, ekki samkomulag um sllka hluti. Segja má aö Jón smali á mánu- dag, en séra Jón á þriðjudag. Þetta ástand hefur þaö I för meö sér, aö fólk, sem komiö er á efri ár, veröur aö hrökklast frá bú- um slnum vegna þess, aö sú samhjálp, sem tíðkast hefur viö aö ná sauökindinni af fjalli, er ekki lengur fyrir hendi. Ekki virðist vera neinn vilji hjá ráöa- mönnum sveitarinnar aö laga þetta. Búskapur lagöist aö mestu niöur á fimm jöröum I Baröa- standarhreppi á sl. hausti og er þar skarö fyrir skildi, þar sem fólk af þessum jöröum hefur séö um smalamennsku á mjög erfiöu landi til smölunar. Þaö er vonandi aö þeir, sem notiö hafa verka þessa fólks, komist I skilning um þörfina á samstilltu átaki varðandi fjallskil. Tryggingafélög á villigötum Þegar veriö var aö meta þaö tjón, sem varö hér I ofsaveðrinu 25. febrúar, datt mér I hug, aö tryggingakerfiö þyrfti nú lag- færinga viö. Hér á Baröaströnd mun tjóniö hafa oröið einna til- finnanlegast á Grænhóli, en þar var ekki veöurtryggt. Aö sjálf- sögöu er hverjum og einum I sjálfsvald sett hvort hann tryggir eöa tryggir ekki. Þaö er jafnvel taliö, aö drasl frá hús- um, sem voru aö fjúka á öörum jöröum, hafi valdiö þessu tjóni á Grænhóli, en þegar þannig stendur á er enginn bótaskyld- ur. Ber tryggingafélagi ekki aö bæta þaö tjón sem veöurtryggö hús valda á eignum annarra? Þá fannst mér nú keyra um þverbak þegar fariö var aö meta tjóniö á fjárhúsagörmun- um og hlöðunni hér I Tungu- múla'. Þessi hús hafa staöiö I mestu óhirðu, vægast sagt, I fleiri ár, eöa slöan Landnámi rikisins þóknaöist aö leggja jöröina Tungumúla undir höfuö- ból sveitarinnar. Er hægt meö sanngirni aö fá pening út á hús, sem eru algerlega óvarin fyrir veörum? Hlaöan opin I annan endann og veggirnir gengnir undan húsunum. Eg hélt, aö þaö sem tryggt væri yröi aö vera I sæmilegu ástandi. Astæöan til þess aö ég er aö minnast á þetta er, aö I haust ætlaöi ég aö veöurtryggja gróöurhús, sem ég byggöi hér I Tungumúla s.l. sumar, og þess- vegna hringdi ég I Samvinnu- tryggingar, en þaö umboö fer meö mikinn hluta trygginga hér á Barðaströnd. Eg fékk svar, seint og um siðir, eöa nánar til- tekiö tveim dögum áöur en hús- iö fauk, aö gróöurhús væru ekki tryggingarhæf, vegna skemmdarverka, sem 1 þeim væru unnin. Ég trúöi þessu og fékk þar af leiöandi ekkert fyrir húsiö þegar þaö fauk. Þetta er ekki I fyrsta skiptiö, sem sá, er minna má sln og kann ekki á kerfiö, veröur undir I lifsbarátt- unni. Tungumúla 8/3 1980 Björg Þórðardóttir Héraðsbókasafn Árnessýslu Bókasafn Arnesinga er til húsa aö Tryggvagötu á Selfossi, á annarri hæö safnhúss sýslunn- ar. A efri hæö er Byggöasafn Arnessýslu staösett. Bókasafniö er ágætlega staösett en húsa- kynni of Iltil. Einkum er þörf á rými fyrir skjalasafn. Bókagjafir Arlega berast safninu bóka- gjafir, sem auka mjög gildi þess. Er ánægjulegt til þess aö vita aö til séu Arnesingar, sem sýna safninu slíka ræktarsemi. I júnl barst mjög höfðingleg gjöf frá erfingjum séra Kjartans Helgasonar og frú Sigriöar Jóhannesdóttur frá Hruna. Var það einkabókasafn þeirra hjóna, 540 bindi. Er þaö mjög fjölbreytilegt aö efni og margt dýrmætra bóka og innbundinna timarita, aðallega frá árunum 1850-1920. Stór hluti safnsins er á erlendum tungumálum. — Bókasafniö færir gefendum innilegustu þakkir. Kvenfélag Hraungeröis- hrepps gaf safninu 10 hljóöbæk- ur fyrir sjóndapra. Agúst Þor- valdsson á Brúnastööum las inn á 6 þeirra, m.a. minningabrot Ketils Arnoddssonar og ýmis- legt fleira. Bókaeign: 1 árslok var bóka- eign safnsins 15201 bindi. Keypt- ar bækur á árinu voru 897. Gefn- ar bækur á árinu voru 555. Timarit: Timaritasafnið er mjög gott. Safniö kaupir flest Is- lensk timarit sem út koma og einnig á þaö safn eldri tfmarita. Timaritasafniö kemur safngest- um ekki aö notum þar sem þaö er óinnbundið. Eldri tlmaritin eru þó innbundin. Handbókasafn: A lesstofu er gott safn Islenskra handbóka. Afnot lesstofu eru of litil. Gera þarfþar breytingu á starfsaö- stööu fyrir nemendur og fræöi- menn. Hljóöbókaþjónusta: Safniö hefur annast hljóöbókaþjónustu fyrir sjóndapra, mest sem milli- safnalán frá hljóðbókaþjónustu Borgarbókasafns. Þó á safniö talsvert af hljóöbókum (kasett- um), sem velunnarar safnsins hafa gefiö. Lánaöar voru 536 kasettur á árinu eöa um 240 færrien s.l. ár. Sjöndöprum lán- þegum fækkaöi á árinu. útlán: Lánuö voru út úr safn- inu 50.283 bindi á árinu eöa 9 þús. fleiri bindi en á s.l. ári. Miöaö viö aörar sýslur landsins eru þetta mikil útlán. Lánþegar: Skráöir lánþegar voru 1009. Bókakassar til sveitaheimila voru 227. útlán voru einnig til Litla-Hrauns, virkjana og ellillfeyrisþega. Fjárframlög: Framlag Sýslu- sjóös Arnessýslu kr. 3.200.000. Framlag Bæjarsjóös Selfoss kr. 17.500.000. Afnotagjöld og dráttareyrir kr. 1.336.780. Spjaldskrá: Spjaldskrá er lykill bókasafns. A árinu var áhersla lögö á kaup á spjald- skrárskáp og spjöld yfir bækur, útgefnar eftir 1944. Spjaldskrár- gerö er mjög timafrek og er óhætt aö fullyröa aö þaö taki sérhæft fólk nokkur ár aö koma upp spjaldskrá fyrir svo stórt safn sem Héraösbókasafn Arnessýslu er. Opnunartimi: Mánudaga — föstudaga frá kl. 15 — 19. Fimmtudaga kl. 15 — 20. Lokað var I ágúst vegna sumarleyfa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.