Þjóðviljinn - 10.04.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 10.04.1980, Blaðsíða 16
DJOÐVIUINN Fimmtudagur 10. april 1980 ABalsimi ÞjóBviljans er 81333 kl. 9-20 mánudaga fostu- daga. Utan þess tima er hægt aB ná I blaöamenn og aBra starfsmenn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 813S2, Aðalsíml Kvöldsími Helgarsími X1482 og 81527, umbrot 81285. ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aB ná i afgreiBslu blaBsins I sima 81663. BlaBaprent hefur slma81348 og eru blaBamenn þar á vakt öll kvöid. 81333 81348 afgreiðslu 81663 Atvinnurekendur: Neita að leggja fram gagn- tilboð Atvinnurekendur voru spuröir aö þvi hvort þeir heföu eitthvaö fram aö leggj^en þeir neituöu þvi og eru þvf samningamálin enn i biöstööu, sagöi Haukur Már Haraldsson blaöafulltrúi ASl um samningafund ASÍ og VSÍ hjá sáttasemjara I gær. A fundinum voru auk Guölaugs Þorvaldssonar rikissáttasemjara og Guömundar Vignis Jósefsson- ar varasáttasemjara, þeir Snorri Jónsson og Asmundur Stefánsson frá ASl og Páll Sigurjónsson og Þorsteinn Pálsson frá VSl. Næsti fundur hefur verið boöaö- ur föstudaginn 18. april og er aöalsamninganefnd ASl sem I eiga sæti 43 menn i fyrsta skipti boöuö á þann fund. — GFr Þröstur ólafsson, aöstoöarmaöur f jár m álaráöherra. Þröstur Ólafsson aðstoðar- ráðherra Ragnar Arnalds, fjár- málaráðherra, hefur ráðið Þröst Ölafsson, hagfræð- ing, sem aðstoðarráðherra og mun Þröstur taka við því starfi fyrir þessi mán- aðarlok. Þröstur er hagfræöingur frá V- Þýskalandi. Hann gegndi ýmsum störfum á vegum Alþýöubanda- lagsins og alþýöusamtakanna á árunum 1969-1971, en 1972 réöst hann til starfa fyrir Magnús Kjartansson, sem þá gegndi störfum iðnaðarráöherra. Frá stjórnarslitum 1974 hefur Þröstur veitt bókaforiagi Máls og menningar forstööu. I stuttu spjalli viö Þjóöviljann i gær sagöi Þröstur aö hann færi nú i leyfi frá Máli og menningu um tima, en ekki heföi veriö endan- lega gengiö frá þvi hver tæki þar viö störfum hans. Þvi yrði skipt upp á milli manna til aö byrja meö. Sagöi Þröstur aö þaö skýrö- ist ekki fyrr en meö haustinu hver tæki við starfi framkvæmtastjóra Máls og menningar. — úb. Rannsókn á notkunar- heimildum mynd- segulbanda ,,Ég hef ekkert kært, en hins vegar beöiö um rannsókn á máli þessu” sagði útvarpsstjóri Andrés Björnsson, er Þjóöviljinn spuröi hann eftir þvl I gær hvort rétt væri, aö hann heföi kært upp- töku á sjónvarpsefni á mynd- segulbönd. Otvarpsstjóri sagöist hafa beö- iö um rannsókn á réttinum til þess að taka upp sllkt efni sem um ræöir og dreifa þvi, og á meö- an þeirri rannsókn væri ekki lokiö yröi hvorki einn né neinn kæröur. Myndsegulbandstæki þau sem notuö eru til þess aö taka upp sjónvarpsefni eru ekki skrán- ingarskyld likt og útvörp og sjón- vörp og þvi hverjum sem er heimilt aö kaupa slik tæki þótt vafi leiki á um, á hvern hátt sá hinn sami megi nota þau. -úþ Alþýðusamband Vestfjarða hvetur til verkfalls Stjórn Alþýöusambands Vest- fjaröa samþykkti á fundi I fyrra- dag aö hvetja þau félög á Vest- f jöröum sem aflaö hafa sér verk- fallsheimilda, að boöa til verk- falla frá og meö sunnudeginum 20. april n.k. Ennfremur voru itrekuð tilmæli til þeirra sjó- mannafélaga, sem ekki hafa afl- aö sér verkfallsheimilda. Þau félög sem ekki hafa enn fengiö heimild eru á Súöavik, Tálkna- firöi og Þingeyri en þaö síðast- nefnda hefur ekki sagt upp samningum. — GFr Frank Ponzi listfræöingur (t.h.) er frumkvööull sýningarinnar. — Ljósm.: — eik. Verk heimsfrœgra málara komin til landsins „Svona sýning kemur varla aftur hingað," sagði Frank Ponzi listfræðingur i gær, er hann vann að því að koma málverkum heimsfrægra listamanna fyrir á veggjum í kjallara Norræna hússins. Lista- og menningarsjóður stendur fyrir sýningunni, sem verður opnuð á sunnudag- inn og stendur til 27. apríl. A sýningunni i Norræna húsinu gefur aö lita verk meistara eins og Picasso, Matisse, Munch, Klee, Bonrad, Gris, Ernst, Miro, Dubuffet, Villon, Hartung og fleiri. Myndir langflestra þeirra hafa aldrei sést hér á landi áöur. Alls eru 40 málverk á sýningunni, en þau eru frá Sonja Henie-Niels Onstad safninu I Osló. Málverkin eru tryggö fyrir miljaröa ísl. króna. „Þaö er erfitt aö fá lánaöar hingaö góöar myndir þegar viö eigum ekki sambærilegt listasafn til aö lána úr á móti” sagöi Frank Ponzi, en hann er frumkvöðull þessarar einstæöu listsýningar. „Hér eru verk sem hafa veitt listamönnum um allan heim inn- blástur um og eftir heims- styrjöldina siöari.” Salnum I kjallara Norræna hússins hefur veriö breytt mjög meö skilveggjum vegna þessarar sýningar. — eös Söguleg listsýning í Norræna húsinu í kvöld Alþýdubandalagið í Reykjavík í kvöld Sigurjón Pétursson Adda Bára Sigfúsdóttir Guörún Helgadóttir Félagsfundur með nýju sniði Alþýöubandalagiö i Reykjavlk efnir til félagsfundar meö nýju sniöi um borgarmálin I kvöld kl. 20.30 aö Hótel Esju. t staö hins venjulega funda- forms veröur aö lokinni stuttri framsögu Sigurjóns Péturssonar forseta borgarstjórnar, rætt um einstök málefni I sex umræöuhópum án þess þó aö' hver hópur sé bundinn af afmörkuöum umræöuefnum. Meö hverjum hópi starfar umræöustjóri, borgarfulltrúi og fuiltrúar Alþýöubandalagsins í borgarnefndum sem fjalla um viö- komandi málefnasviö. 1. hópur: Skipulagsmál og fram- kvæmdamál. Umræöustjóri: Gunnar H. Gunn- arsson. Borgarfulltrúi: Sigurjón Pétursson. 2. hópur: Hcilbrigöis- iþrótta- og æskulýösmál. Umræöustjóri: Asmundur Hilm- arsson, Borgarfulltrúi: Adda Bára Sigfúsdóttir. 3. Hópur: Félags- og húsnæöismál. Umræðustjóri: Kristin Guöbjörns- dóttir. Borgarfulltrúi: Guörún Helgadóttir. 4. hópur: Fræöslu- og skólamál. Umræðustjóri: Arhur Morthens. Borgarfulltrúi: Siguröur Tómas- son. 5. hópur: Atvinnumál. Umræðustjóri: Þórarinn Magnús- son. Borgarfulltrúi: Guömundur Þ. Jónsson. 6. hópur: Umhverfis- og umferöar- mál, málefni SVR. Umræöustjóri: Guörún Hallgrlms- dóttir. Varaborgarfulltrúi: Guörún Agústsdóttir. i upphafi félagsfundarins I kvöld veröur kosin kjörnefnd (uppstill- inganefnd) fyrir aöalfund Alþýöu- bandalagsins I Reykjavik I vor. Til- laga stjórnar liggur frammi aö Grettisgötu 3. Rætt um borgarmálin í sex umræðuhópum Sigurður Tómasson Guömundur Þ • Jónsson Guörún Ágústsdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.