Þjóðviljinn - 17.05.1980, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. mal 1980
AF PRÓFREGLUM Á
KROPP ASÝNIN GUM
Eitt er bændum mjög í mun, en það er að fá
það sem kallað er „dóm" á gripi sína. Þetta
gerist með þeim hætti, að viðeigandi ráðu-
nautur kemur í byggðarlögin í landinu, og er
þá þeim ferfætlingum smalað saman, sem
ráðunauturinn hefur þekkingu til að gefa
einkunn og dæma um útlit og aðra kosti.
Þannig dæmir hestaræktarráðunautur
hross, nautgriparæktarráðunautur kýr, svína-
og hænsnaræktarráðunautur svín og fiðurfé,
og svona mætti lengi telja. Dómar eru felldir
eftir ströngum prófreglum sem skráðar hafa
verið á bækur, svo ekkert fari nú á milli mála
um réttlæti felldra dóma.
Ein er þó sú dýrategund, sem sett er skör
lægra en annar kvikfénaður í landinu, en það
eru svonefndar fegurðardísir.
Það er nefnilega árviss uppákoma hérlendis
að óprúttnir aurasnapar smali saman sak-
lausum sveitapium bæði í öllum krummaskuð-
um strandlengjunnar, sveitum, sem og hér í
hinu menningarlega þéttbýli höfuðborgar-
svæðisins, og láti þær sýna sig dómnefnd og
almenningi líkt og væru þær mjólkurkýr, grís-
ir eða varphænsni. Síðan kemur það í hlut svo-
kallaðra dómara að skera úr því hver þessara
litlu greyja, sem várla eru mannbærar, hafi
skásta útlitið, næstskásta o.s.frv.
Þettaer kallað Fegurðarsamkeppni (slands,
með stórum staf, og vonandi græða réttu
mennirnir á þessu sérkennilega og áreiðan-
lega séríslenska fyrirbrigði.
Allt væri þetta nú gott og blessað, ef dóm-
nefndinhefði einhverjar staðlaðar reglur til að
dæma eftir og styðjast við, reglur, sem segðu
til um það hvernig og eftir hverju ætti að
dæma fegurð kvenna, vöxt og aðra kosti. Slíkt
plagg er bara ekki fyrir hendi.
Nú hef ég hins vegar ákveðið að bæta úr þvf,
svo að sama vit verði í f egurðarsamkeppnum
kvenna hérlendis og öðrum gripasýningum.
Við samningu á þessum prófreglum hef ég
haft bókina „Hestar" eftir Teodór Arnbjörns-
son f rá Ósi til hliðsjónar. Ég vona að dómarar
í fegurðarsamkeppnum notfæri sér þessar
leiðbeiningar, sem upphaflega voru ætlaðar
þarfasta þjóninum, þar til eitthvað betra birt-
ist.
1. Kona í kyrrstöðu
Kona í kyrrstöðu skal sýnd svo, að hún
standi á eðlilega sléttu. Verði einhver vafaat -
riði, leitar maður hins rétta með því að fara
með konuna afsíðis, láta hana breyta um stell-
ingar og gera hið óljósa Ijóst. I einrúmi má
þannig oft fá konuna til að sýna það sem hún
kann að vera treg til að auglýsa í margmenni.
2. Kona séð framan frá
Eyrunséuhá, oddhvöss, uppvafin, finhærð,
upprétt og nástæð, en þó sitt hvoru megin á
höfðinu. Bringan hvelfd. Síðurnar fylli vel út í
sjónhending milli bóga og læra, og sé konan
hæfilega feit og hærð á réttum stöðum.
3. Kona séð aftan frá
Þegar kona er skoðuð aftan frá er best að
standa í nokkurra skrefa fjarlægð frá henni.
Rétt er að skoða hana bæði nástæða og gleiða,
en hafa ber í huga að gleiddin markast nokkuð
af því hvort konan er bein eða bogin í hnjálið-
unum. Margir dómarar hafa það fyrir sið að
dæma konur að mestu leyti í þessari stellingu.
Þannig er best að dæma lögun lendarinnar f rá
þessu sjónarhorni og láta þá konuna standa
bæði á fram-og afturfótum. Mjög er tíðkað í
tímasparnaðar skyni að dæma andlitið I leið-
inni, en það sést í þessari stellingu glöggt milli
afturfótanna.
Andlitið samanstendur af enni, snoppu, nös-
um, kjálkum, vöngum, munni og eyrum.
Ef ekki er laut í nefbeininu, skammt fyrir
neðan augun (en það kallast merarskál), þá
telst konan snoppufríð.
Nasir eiga að vera flenntar, slímhúðin inn-
an í nösunum rauð. Sá kostur fylgir flenntum
nösum, að síður kemur slaki í efri vörina
þegar konan eldist.
Munnurinn liggur á milli eyrnanna fyrir
neðan nasirnar. Fegurstur er munnurinn
þegar konan þegir, og varast skyldi hún að
brosa, nema hún sé með sínar eigin tennur.
Hálsinn er fyrir ofan höfuðið (Við munum
að við erum að skoða konuna aftanfrá á milli
afturfótanna), og á hann helst ekki að vera
grennri og lengri en það að konan geti með
góðu móti haldið höfði.
Nú verða dómarar að snúa konunni aftur
við, skoða hana á ný framan frá og dæma frá
því sjónhorni axlir, bringu, þind, skaut,
mjaðmir (lendin hef ur verið dæmd aftanfrá),
læri, hné, leggi og fót.
Bringan skiptist í tvennt, hægra og vinstra
brjóstið. Gott er að brjóst séu það stór að hægt
sé að sletta þeim aftur fyrir öxl og er það
kallað að „axla sín skinn".
Og svo haldið sé niður eftir líkamanum eins
stjórnar)...en þar taka lærin við. Þykkt lær-
annaerbestað skoða úr dálítilli fjarlægð, fyr-
iraftan konung,og meta þau bæði í senn. Þau
kallast vel þykk (konan í góðum brókum),
þegar konan er samvöðva niður á móts við
hnéliði.
Hnéð er venjulega metið eftir útliti, en ekki
mælt. Sama má segja um leggi og suma aðra
líkamshluta, sem ekki þykir hæfa að nefna
hér.
Og að síðustu ber dómurum að taka í dóm-
um sínum í fegurðarsamkeppnum verulegt
tillit til geðslags keppenda. Leggja ber áherslu
á að konan sé léttlynd. Slíkar konur hafa
venjulega heldur lág eyru, nokkuð þykk og
breið, ekki uppmjó, en þó með fínum brodd-
um, þétthærð og gljáandi. Oft eru smákippir í
eyrunum og einkennilegir glampar í augun-
um, eins og þeim detti eitthvað kátbroslegt í
hug, eins og til dæmis tískusýningin „Sturlast
á steppunni", sem Hótelsamtökin stóðu fyrir
um daginn.
Eða svarið sem fegurðardísin gaf í yfir-
heyrslunni, þegar hún var spurð, hvort hún
praktíseraði í Hollywood:
Ég er bara saklaus fatafella,
fyrirsæta og heiðvirð tískudrós.
Svo halda þessir menn að ég sé mella.
Mín er sökin, komi slíkt í Ijós.
Flosi
Tvær kennarastöður við
Kleppjámsreykjaskóla
Borgarfirði
Auk almennra kennslugreina er um að
ræða kennslu i handmennt stúlkna, tón-
mennt og myndið. Umsóknarfrestur er til
27. mai n.k. Upplýsingar um stöðuna veit-
ir Guðlaugur óskarsson skólastjóri. Simi
um Reykholt.
Skólanefnd
Kleppjárnsreykjaskólahverfis
Útboð leiguíbúða
Skagaströnd
Tilboð óskast i byggingu fjölbýlishúss með
4 ibúðum við Túnbraut 9, Skagaströnd.
Útboðsgögn eru afhent gegn 50.000 kr.
skilatryggingu á skrifstofu sveitarstjóra
s. 95-4707 og á Teiknistofunni Þverholti,
Mosfellssveit s. 66110 og 66999.
Tilboð verða opnuð mánudaginn 2. júni nk.
kl. 11.00 fh. á báðum ofangreindum stöð-
um samtimis að viðstöddum þeim bjóð-
endum sem þess kunna að óska.
Framkvæmdanefndin
Snœbjörn Jónasson, vegamálastjón:
Ómakleg árás
Snæbjörn Jónasson, vegamála-
stjóri, skrifar Þjóöviljanum á
þessa leiö:
Herra ritstjóri.
Vegna blaöagreinar, sem birt
var i blaöi yöar þann 3. mai s.l.
undir fyrirsögninni „Vegastrlö á
Vestfjöröum”, langar mig til aö
biöja yöur um aö birta eftirfar-
andi.
Ariö 1975, þegar þingmenn
Vestfjaröakjördæmis sáu hilla
undir möguleika á aö hægt væri
aö veita fé til tengingar Inn-
Djtlps, fólu þeir Vegagerö ríkisins
aö gera tiUögu um hvar sU teng-
ing skyldi vera viö aöalvegakerfi
landsins. Þá var Björn Ólafsson
umdæmisverkfræöingur I Vest-
fjaröakjördæmi, og var honum
faliö verkiö. Hann skilaöi álits-
gerö voriö 1976, sem lögö var fyrir
þingmenn og tekiö fram, aö hér
væri um frumathugun aö ræöa. 1
álitsgerö þessari er gerö grein
fyrir þeim valkostum, sem álit-
legastir eru, og tlundaöir þeir
þættir sem Urslitum ráöa um leiö-
arvaliö, svo sem kostnaöur, vega-
lengdir, hæöir fjallvega, veöurfar
eftir þvi sem um er vitaö o.s.frv.
Niöurstööur þeirrar skýrslu
voruaöeinna álitlegast virtist aö
fara um Þorskafjaröarheiöi og
Þorgeirsdal niöur I Þorskafjörö.
Þar sem hér var ekki um end-
anlega niöurstööu aö ræöa gafst
tóm til aö halda áfram athugun-
um og gagnasöfnun, meöan beöiö
var eftir aö tímabært væri aö
veita fé til vegageröarinnar.
Þegar Björn hætti sem um-
dæmisverkfræöingur tók Eirlkur
Bjarnason viö starfi hans og féll
þaö I hans hlut aö halda áfram at-
hugunum á leiöarvalinu.
Eftir áramót I vetur sendi hann
uppkast aö nýrri álitsgerö til yfir-
manna sinna I Reykjavik til yfir-
lestrar. Niöurstaöa þessarar
skýrslu var aö Kollafjaröarheiöi
væri besti kosturinn, en munur
lltill á henni og fyrrnefndri leiö
um Þorgeirsdal.
Viö yfirmenn Eirlks féllumst á
röksemdir hans, geröum smá-
vægilegar breytingar á álitsgerö-
inni, sem viö töldum eölilegar, og
var hún aö þvl bvlnu lögö fyrir
þingmenn Vestfjaröakjördæmis
sem endanleg tillaga Vegagerö-
arinnar.
Þaö hefur lengi legiö I loftinu,
aö ekki bæri öllum Vestfiröingum
saman um hvar tenging Inn-
Djilps ætti aö vera. Viö áttum þvl
von á blaöaskrifum og fundasam-
þykktum, sem féllu aö eöa gengu
á móti tillögu okkar, en enginn
okkar átti von á grein eins og
þeirri sem birtist I blaöi yöar
þann 3. mal.
Snæbjörn Jónasson
1 staö þess aö láta sér nægja aö
gagnrýna niöurstööu Vegagerö-
arinnar fyrir mat þaö, sem lagt er
á þá þætti sem Urslitum ráöa um
valiö, er ráöist meö skömmum og
svlviröingum á þann starfsmann
Vegageröarinnar sem faliö var aö
vinna verkiö.
Honum er borin á brýn fölsun
staöreynda, hlutdrægni I starfi og
vansæmandi vinnubrögö.
Aburöur af þessu tagi er I hæsta
máta fjárst æöukenndur I augum
þeirra sem þekkja til starfa Ei ~
rlks. Hann á engra hagsmuna aö
gæta varöandi tengingu Inn-
DjUps annarra en hagsmuna al-
mennings, og ég er þess fullviss
aö hann hefir unniö aö þessu verki
af óhlutdrægni, samviskusemi og
alUÖ.
Meö þökk fyrir birtinguna.