Þjóðviljinn - 17.05.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.05.1980, Blaðsíða 5
Laugardagur 17. mal 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 um helaina Afmælishátíð á Siglufirði Siglfirðingar halda um þessar mundir upp á tvöfalt afmæli: 20. maf 1818 var Siglufjöröur meö konungstilskipun löggiltur sem verslunarstaður, og á 100 ára af- mælishátið sem haldin var af þvi tilefni 20.mai 1918 var bæjarbúum birt tilkynning þess efnis að alþingi hefði samþykkt kaup- staðarréttindi, bænum til handa. Venja hefur verið að minnast þessa tvöfalda afmælis með ein- hverri tilbreytni i bænum og er svo einnig gert nú. Hátíðahöldin hófust I gærkvöldi með dansleik og kynningu á nýjum lögum eftir Gylfa Ægisson sem er Siglfirðing- ur að uppruna. 1 dag verður opn- uð málverkasýning hans i Alþýðuhúsinu. A þriðjudaginn, 20. mai.verður haldinn hátiðafundur I Nýja biói. Aðalræðumaður þar verður Jóhann S. Hannesson kennari. Þórarinn Eldjárn mun kynna verk sin, og söngtrióið Þjóðþrif mun syngja lög við ljóð Þórarins. Ennfremur veröur kórsöngur og hljóðfæraleikur undir stjórn Atla Guðlaugssonar og Eliasar Þor- valdssonar. -ih Hópurinn sem leikur I „Litlu ljót” á tröppum Austurbæjarskólans. Blásið í Bústaðakirkju A morgun verða árlegir tón- leikar blásarakennaradeildar Tónlistarskólans I Reykjavik haldnir I Bústaðakirkju kl. 5 síð- degis. A efnisskránni eru tónsmiðar og Utsetningar nemenda deildar- innarýmist skrifaðar fyrir lúðra- sveiteða blásara kammersveit og stjórna nemendur sjálfir öllum flutningi. Að þessu sinni útskrif- ast fimm nemendur. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Kennaraefnin sem blása sig út úr Tónsistarskólanum á morgun. Franskir tónleikar hjá Sinfóníuhljómsveitinni Jean-Pierra Jacquillat ráðinn aðalstjórnandi Eingöngu verk eftir franska tónskáldið Ravel verða á efnis- skrá tónleika Sinfóniuhljómsveit- ar tslands I Háskólabiói I dag kl. 14, sem eru áskriftartónleikar i staö þeirra sem féllu niöur i byrj- un starfsárs hljómsveitarinnar 11. okt. 1979. Stjórnandi og einleikari eru einnig franskir, Jean-Pierre Jac- quillat, sem margoft hefur stjórn- aö hljómsveitinni við góðan orð- stir og Pascal Rogé planóleikari, sem unniö hefur margvlsleg verðlaun I alþjóðakeppni og leikið með helstu hljómsveitum heims. Hann leikur með hljómsveitinni Planókonsert fyrir vinstri hönd eftir Ravel. Jacquillat hefur nú veriö ráðinn aðalhljómsveitarstjóri Sinfónlu- hljómsveitarinnar næstu þrjú ár- in. -vh til þriggja ára Franski hljómsveitarstjórinn Jean-Pierre Jacquillat. Stundarfriöur enn Mikil aðsókn varð á tvær slð- ustu sýningarnar á STUNDAR- FRIÐI I Þjóðleikhúsinu og hefur þvl orðið að ráöi að hafa enn tvær aukasýningar á þessum vinsæla leik. Aukasýningar þessar verða sunnudaginn 18. mal og föstudag- inn 23. mal. Má nú gera ráð fyrir að ekki gefist önnur tækifæri til að sjá leikinn, þvl brátt fer Listahá- tiö aö hefjast og verða þá aðrar leiksýningar á dagskrá I leikhús- inu. Þess má geta að hróöur STUNDARFRIÐAR berst vlöa þessa dagana og eru nú aðilar I Finnlandi að vinna að þvl að fá sýninguna þangað um leið og far- ið veröur á BITEF-leiklistarhá- tlðina í Júgóslaviu I haust. Hart í bak á Patreksfirði Litli leikklúbburinn á Isafirði frumsýndi fyrir skömmu leikritið „Hart I bak” eftir Jökul Jakobs- son. Leikklúbburinn er 15 ára um þessar mundir, og er þvl um af- mælissýningu að ræöa. Leikritið hefur þegar verið sýnt fjórum sinnum á lsafirði við frábærar undirtektir og mjög góða aðsókn. Nú um helgina bregöa Isfirsku leikararnir sér til Patreksf jarðar og sýna I félagsheimilinu þar kl. 9.001 kvöld og kl. 3.00 e.h. á morg- un, sunnudag. Leikstjóri er Mar- grét Oskarsdóttir. — ih Austurbœjarskólinn jimmtugur Austurbæjarskólinn I Reykja- vlk heldur upp á 50 ára afmæli sitt um helgina og verður þar ýmislegt til fróðleiks og skemmt- unar. Undanfarnar vikur hefur skólinn verið undirlagöur vegna undirbúnings afmælisins og slðustu vikuna hefur eiginlegt bekkjakerfi verið leyst upp og nemendur og kennarar unnið I hópum við undirbúninginn. Austurbæjarskólinn var i fyrstu kallaður Nýi barnaskólinn og var hann alllengi I byggingu þar sem mikiö og seinlegt verk var að sprengja klöppina sem skólinn stendur á. 1 skólanum hafa mest verið 2105 börn, en I dag eru þar aðeins á fimmta hundrað. Kl. 14.00 á laugardag hefst hátlða-samkoma I tilefni afmælisins, en kl. 15.00 veröur skólinn opnaður fyrir almenning. Kl. 18.00 hefst skemmtun þar sem m.a. verður flutt leikritið „Grámann I Garöshorni, eftir Stefán Jónsson „Alli Nalli og Tungliö” eftir Vilborgu Dagbjartsdóttir og „Litla Ljót”, söngleikur eftir Hauk Agústsson. Kl. 20.00 hefst svo aftur skemmtun, þar sem flutt verður leikritiö „Hans Vöggur” I leikstjórn Guðrúnar Gisladóttur og sýnd verður kvikmynd frá skóiastarfinu 1955. A sunnudag hefst skemmtun kl. 13.15 og verður kvikmyndin þá sýnd og flutt efni eftir kennara skólans fyrr og nú auk þess sem kór skólans syngur. Stefánsvaka hefst kl. 15 og er það dagskrá úr verkum Stefáns Jónssonar. Kl. 20.00 verður svo flutt „Litla ljót”, „Hans Vöggur” og kvikmyndin frá 1955. Fimleikasýning verður báða dagana kl. 16.1% kennt verður I kennslueldhúsi og sýningar eru á göngum og I stofum á teikningum, handa- vinnu, leikbrúðum og ýmsu fleiru. -þs Hér er verið að undirbúa sýningu i einni skólastofunni á teikningum og ýmiss konar handverki nemenda. Ljósm.- gel - Hátíðahöld um helgina Agnar Agnarsson hjá tveimur verka sinna, þurrkrltarmynd- um. Ljósm.-gel Víðátta tilverunnar Agnar Agnarsson opnar i dag sýningu á 40 myndverkum I Nýja gallerQ, Laugavegi 12. Þetta er þriðja einkasýning Agnars. Myndirnar eru flestar vatns- litamyndir. Með þeim segist Agn- ar vilja tjá hlutlægan og huglæg- an veruleika, víöáttu tilverunnar. Sýningin er opin kl. 2 -9.daglega, til 26. mal. Aðgangur er ókeypis. — ih Fimleikar í Hafnarfirdi Fimleikafélagið Björk I Hafnarfirði heldur sina árlegu nemendasýningu á morgun, sunnudag, kl. 15.001 Iþróttahúsinu við Strandgötu. -ih Hlutavelta í Fáksheimilinu A morgun, sunnudag, gengst Kiwanisklúbburinn Elliöi fyrir hlutaveltu I félagsheimili Fáks. Agóðanum verður varið til liknarmála. I fréttatilkynningu frá Elliöa segir að meöal vinninga á hluta- veltunni verði nokkur útvarps- tæki og vasatölvur og að gamla krónan veröi I fullu gildi. -ih

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.