Þjóðviljinn - 30.05.1980, Síða 6

Þjóðviljinn - 30.05.1980, Síða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. mal 1980. r Kveðjuræða forseta Islands á Alþingi í gær: Hér á eftir fer ræða sú er Forseti íslands, Dr. Kristján Eldjárn flutti er hann sleit Alþingi i gær. Eins og kunnugt er þá er þetta i siðasta skipti sem Dr. Kristján Eldjárn slitur Alþingi. ,,H®stvirt rikisstjórn og alþingisforsetar, Háttvirtir alþingismenn. Hratt flýgur stund, það er gamall og nýr sannleikur. A þessum þinglausnardegi er sú hugsun áleitin, þegar ég tala til yöar úr þessum ræðustóli I sið- asta sinn, að þvi er ætla verður. A þessum vettvangi er þetta kveöjustund. Ég hef sagt, að tólf ár séu drjúgur hluti úr starfsævi manns, en nú finnst mér þau stundum eins og svipur setið. Alll siðastliðið ár hef ég styrkst i þeirri vissu, aö ég ætti ekki aö vera i framboði við for- setakosningarnar i sumar. Ég finn, að persónulega er sú ákvöröun rétt, en hitt skiptir þó meira máli, að ekki verður séð, að hún gæti valdið neinu þvi sem þjóðinni stafaði hætta af. Tið forsetaskipti eru ekki æskileg, og ber margt til þess. Aldrei heföum viö hjón boðist til aö vera húsbændur á Bessastööum nema með þeim fasta ásetningi, aö skiljast ekki við þann vanda á neinn þann hátt, sem kenna mætti við brotthlaup i ótima. Nú, þegar hillir undir eðlileg leiðarlok, er mér það hugfró, að okkur hefur auönast að standa við þetta, og ég met þaö mikils, að landsmenn hafa ekki látið annað á sér skilja. Um það er að visu engin einhlit regla hversu lengi forseti gegnir embætti, en mér er nær aö halda, aö sannast muni aö fáir gerist til aö vera lengur en þrjú kjörtlmabil. ,,TIð forsetaskipti eru ekki æskileg, og ber margt til þess. Aldrei hefðum við hjón boðist til að vera hús- bændur á Bessastöðum nema með þeim fasta ásetningi, að skiljast ekki við þann vanda á neinn hátt, sem kenna mætti við brotthlaup i ótima. Nú, þegar hillir undir eölileg leiðariok, er mér það hugfró, að okkur hefur auðnast að standa við þetta, og ég met það mikils, að landsmenn hafa ekki látið annað á sér skilja.” Skil við forsetaembættið í friði við samvisku mína einn. Allir kannast við hvilikar sjónhverfingar, en almanakið segir sina sögu. Hver sá, sem býðst til að vera forseti islands ef landsmenn vildu svo hafa, mun gera sér grein fyrir þvi, að hann tekst mikla ábyrgö á hendur. 1 þeirri ábyrgð felst meðal annars þaö að stuðla að stööugleika i þjóð- félaginu með þvi að hverfa ekki á brott af neinni skyndingu, ef ekkert óviðráðanlegt knýr til þess og ástæða er til að ætla, að þorri landsmanna æski þess helst, að ekki sé breyting á gerð. Sú stund hlýtur þó alltaf að koma, að einn leysi annan af hólmi. Nú finn ég og veit með sjálfum mér að nógu lengi er I________________________________ Hér er ekki staður né stund til að fjölyröa um embætti forseta Islands, hvorki almennt né hvernig það blasir við þegar lit- iö er yfir þessi siðastliðnu tólf ár. Ég hygg þó aö hvorttveggja sé nokkuö til umræðu manna á meðal einmitt nú, og það ekki eingöngu vegna þess aö forseta- kosningarnar eru á næsta leiti. Slik umræöa er ekki nema eðli- leg, hún er eins og hvort annað lifsmark i lýöræöisriki. Ef til vill er hvati hennar nú að ein- hverju leyti sú spurning, hversu til hefur tekist um aödraganda og framvindu þeirra tiltölulega mörgu stjórnarmyndunarvið- ræðna sem oröiö hafa I minni tiö. Vafasöm háttvisi væri það af minni hálfu að fara mörgum oröum um slfkt. Vel fer á, að forseti sé opinskátt þakklátur fyrir viðurkenningarorð, en hinsvegar hafi hann sem fæst orð um ef á kreik kemst einhver slæðingur sem til gagnrýni má meta. Þegar ég lit yfir farinn veg finn ég þaö glöggt, að ég á margt aö þakka. Ég er forsjón- inni þakklátur fyrir að geta skilist við embætti forseta Islands I friði við samvisku min sjálfs. Ég þakka löndum minum fyrir alla elskusemi við okkur hjón, og alveg sérstaklega þeim mönnum sem verið hafa mér hollráöir I vanda. I ávarpi minu við fyrstu þing- setninguna 1968 komst ég þann- ig að orði, aö ég vænti mér góðs af samstarfi viö alþingismenn, enda væru þeir mér allir að góðu kunnir. Sú von min hefur ræst, og mér er ljúft aö minnast þess nú aö tólf árum liðnum. Hún hefur ræst, og þaö eins fyrir þvi þótt mikil mannaskipti hafi orðið i þingliöi á þessum tima, þvi tiltölulega fáir af þeim sem þá voru á þingi eiga þar sæti enn, en nýir menn komnir i stað þeirra sem horfið hafa. Ég minnist samskipta minna viö alla þessa menn meö óblandinni gleöi. Um rikisstjórnir hef ég sömu sögu að segja, enda ráöherrar allir alþingismenn. A minni tið hafa alls 35 menn setiö I rikis- stjórn, þar af sex veriö forsætis- ráðherrar. Samstarf mitt við þá alla hafa verið ánægjuleg og kynni min viö þá persónulegur ávinningur. A þessari stundu hugsa ég til allra þessara manna, lifs og liðinna, meö vinarþeli. Aö svo mæltu færi ég yöur öll- um, alþingismenn þakkir fyrir hollustu og vinsemd i minn garð. Ég óska yöur farsældar I mikilvægum störfum yðar. Megi hamingjan fylgja Alþingi Islendinga I öllum þess athöfn- um. Landsmönnum öllum sendi ég þakkarkveöju og árnaðarósk- ir.” Fulltrúar úr 43 manna nefnd ASI teknir tali: Mikil óánægja er meö seinaganginn Rétt fyrir fund 43 manna samninganefndar ASi i gærdag náði Þjóðviljinn tali af fjórum fulltrúum sem eiga sæti i henni og spurði þá um ástand og horfur. Allir lýstu þeir óánægju með þann seina- gang og deyfð sem ein- kennt hefur viðræður aðila til þessa. Kolbeinn Friðbjarnarson, for- maður Vöku á Siglufirði sagðist vera þeirrar skoöunar að rikis- stjórnin ætti aö lögfesta verðbóta- kröfur ASl þvi að hann væri klár á þvi að atvinnurekendur gengjust aldrei inn á þær. Ef svo væri gert mundi það leiöa til grunnkaups- hækkana á lægstu laun sem væru i samræmi við þá stefnu sem rikisstjórnin segist hafa. Annars list mérilla á stööuna, sagði Kol- beinn. Hákon Hákonarson, formaöur Alþýðusambands Noröurlands, sagðist hafa litiö um stööuna að segja en leitt væri til þess aö vita hversu litiö hefur gerst i málun- um. Menn eru afar óánægöir meö þróun mála. Hákon sagði að þver- móöskufull afstaða atvinnu- rekenda kallaði beinlinis á að- gerðir ef ekki færu að komast á alvarlegar viðræður. Jón Kjartansson formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja, sagði aö þaö væri greinilega ekki mikill hugur i andskotum verka- lýðshreyfingarinnar að semja og væri það afar ómerkilegt miðað Jón Hákon Kjartansson Hákonarson Magnús Kolbeinn Stephensen Friðbjarnarson við það hversu kröfur ASI eru litl- ar og lélegar. ,,Ég skil ekkert i at- vinnurekendum aö skrifa ekki undir samninga strax” sagði Jón að lokum. Að lokum náöum við tali af Magnúsi Stephensen, formanni Málarafélags Reykjavikur. Hann sagði að sannleikurinn væri sá að hingaö til hefðu kjaramálin ekki veriö rædd i neinni alvöru og ver- iö ákaflega mikil deyfð yfir samningamálunum. Þaö sem hefur einkennt þau eru geysilega mikið alvöruleysi, sagði hann. -GFr Opið hús stuðnings- manna Vigdísar Stuðningsmenn Vigdisar Finn- bogadóttur i Reykjavik hafa ákveðiö að hafa opið húsi Lindar- bæ á sjómannadaginn 1. júni og næstu sunnudaga á eftir milli klukkan 3 og 6 siödegis. Þar gefst tækifæri til að hittast^kynnast, og ræða saman. Greint verður frá kosningastarfinu og fulltrúar starfshópa veita upplýsingar og skrá sjálfboðaliða til ýmissa starfa. Veitingar verða á staðn- um. Hœkkun á áskriftaveröi Askriftar,- og lausasölu- verö og auglýsingaverð Þjóðviljans mun hækka frá og með lsta júni nk. Eftirleiöis veröur mánaðaráskrift seld á krón- ur 5.000.-, hækkar úr 4.800 kr, lausasöluverö blaösins hækkar úr 240 kr. I 250 krón- ur og verö á dálkasentimeter I auglýsingum hækkar úr 2.700 krónum I 2.900 krónur. Blikkiðjan Ásgaröi 7, Garðabæ Onnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöí. Gerum föst verðtilboð SÍMI 53468

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.