Þjóðviljinn - 31.05.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 31.05.1980, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN ; Laugardagur 31. mal 1980. um helgina (Jr myndaflokknum „Hörmungar strlösins” eftir Goya. Listasafn alþýðu: Koparstungur Goya Listasafn alþýöu lætur ekki sitt eftir liggja á þessari Lista- hátfö. A morgun kl. 16 verður opnuö i saiarkynnum safnsins aö Grensásvegi 16 sýning á kop- arstunguröö Goya, „Hörmung- ar striösins” (Los desasgres de la guerra). Sýningin er hingaö komin frá Rikislistasafni Finna, Ateneum I Helsinki. Litskyggnudagskrá um Hörmungar striðsins meö texta og tali Guðbergs Bergs- sonar veröur i gangi I safninu meöan sýninginn stendur. Þá hefur veriö gefin út vegleg sýn- ingarskrá og veggspjald. Um myndaflokkinn Hörm- ungar striösins segir Guöbergur Bergsson m.a. i sýningarskrá: aö þar segi Goya frá „stærö þjóöar sinnar i striöi. Aöur haföi hann skrifaö myndir af smán hennar, þegar hún lá sem flat- neskja I lágkúru hversdagsins, I myndaflokknum „Kenjar”. Helst litur út fyrir aö listamaö- urinn hrópi i sinni hröðu en ör- uggu myndskrift: Þjóö min, þarft þú ætiö aö vera kvalin, til þess aö þú réttir úr þinni and- legu og veraldlegu kryppu? Þrátt fyrir auöugt Imyndunar- afl viröast miklir listamenn ekki kunna annaö hróp. Þeir refsa þjóö sinni meö háöi, en beita sjálfa sig hörku, til aö foröa sér frá þeim ósóma vana- mannsins aö hefja grátbrosleg- an ástaróö til ættlands sins. Þeir breiöa yfir kviku meö kald- hæöni”. Sýningin veröur opin virka daga kl. 14-18 og sunnudaga kl. 14-22. -ih Þorlákur þreytti hvílir sig í sumar Sýning á Akranesi Leikfélag Kópavogs sýnir Þorlák þreytta i Bióhöllinni á Akranesi i kvöld kl. 20.30 ög er þab slbasta sýning á leikritinu á þessu leikári. Þar sem glfurleg aösókn hefur veriö að leikritinu allt frá frumsýningu er I ráöi aö taka aftur upp sýningar f Kópa- vogi i haust. Antonio Saura í Listasafni íslands: íslandsmyndir með meiru Framlag Listasafns Islands til Listahátíðar er sýning á 45 verkum eftir einn þekktasta núlifandi myndlistarmann Spánar, Antonio Saura. Listamað- urinn kemur hingað til lands ásamt eiginkonu sinni og umboðsmanni i tilefni sýningarinnar, semverður opnuð á morg- un kl. 14. Antonio Saura er fædd- ur 1930 I Aragon héraði á Spáni. Hann hóf listaferil sinn 17 ára að aldri og hefur síðan verið mjög mikilvirkur og haldið fjölmargar sýningar úl um allan heim. Frá 1954 hefur hann búið ýmist i Cuenca, Madrid eða París. Til gamans má geta þess, að hann er bróðír kvikmyndastjór- ans Carlos Saura, sem var ein helsta „stjarnan" á kvikmyndahátíð Lista hátíðar í febrúar s.l. Antonio Saura kom til Islands i fyrra,og málaði undir áhrifum úr þeirri ferö „Islenska mynda- flokkinn” sem nú er sýndur i fyrsta skipti. ísrek undan ströndum landsins viröist hafa haft einna mest áhrif á lista- manninn, og er á sýningunni aö finna sérkennilegar og skemmtilegar myndir af isjök- um, sem flestir minna á manns- andlit. Einnig er „dómsdagur- inn” áberandi I þessum islenska myndaflokki. Sýningin veröur opin daglega kl. 13.30 til 22.00 til 21. júli. -ih Sumarið ’80 — Nafniö á sýningunni var vei til fundiö hjá okkur, þaö hefur veriö stanslaus sumarbliöa siöan viö opnuöum, — sagöi Ámundi Amundason, aöal- maöurinn á bak viö sýninguna „Sumariö 80”, sem nd stendur yfir I sýningahöllinni á Artúns- höföa, og lýkur annaö kvöld. Amundi sagöi aö um 16.000 manns heföu þegar komiö á sýninguna, þar sem til sýniseru ýmiskonar vörur er brúklegar mega teljast i sumar: allt frá sólgleraugum til sumarbústaöa. Tískusýningar eru daglegar uppákomur kl. 17. 30 og 20.30, fræöslumyndir eru sýndar I kvikmyndasal og teiknimyndir fyrir börn. Auk þess er ókeypis barnagæsla, veitingar ( sumar ókeypis, þar sem ýmis fyrirtæki kynna framleiöslu sina meb þvi móti) og loks má nefna happ- drætti. I dag kl. 15.30 hefst sérstök dagskrá á vegum Slysavarnar- félags tslands. Aö sögn Hannesar Hafstein veröur þar sýnikennslu i lifgun úr dauöadái meö blástursaöferö og einnig veröa sýndar fræöslumyndir meö Islensku tali. SVFI er með Dás á sýningunni þar sem mest áhersla er lögö á fræöslu um þaö hvernig eigi aö koma I veg fyrir slys á börnum, bæöi heima og heiman. Þá eru þarna til sölu miöar í happdrætti SVFl. Aögangur aö sýningunni „Sumarið ’80” kostar kr. 1500- fyrir fulloröna, kr. 500- fyrir börn 7-13 ára og ekkert fyrir börn yngri en sjö ára. Sýningin veröur opin kl. 14-22 I dag og á morgun. —ih Skákmót í Kópavogi A morgun veröur haldiö skák- mót i tilefni af 25 ára afmæli Kópavogskaupstaöar, og keppa þar Kópavogsbúar og Hafn- firöingar. Mótiö fer fram I Vighólaskóla i Kópavogi og hefst kl. 14.00. Teflt veröur a.m.k. á 100 borðum og hlýtur sá bærinn sem sigrar verölaunagrip aö gjöf frá bæjarstjórn Kópavogs. Tafl- félag Kópavogs sér um alla framkvæmd mótsins. Blásið í Akureyrar- kirkju Blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri heldur sina árlegu vortónleika I Akureyrarkirkju á morgun kl. 17. A efnisskránni er samleikur og einleikur yngri og eldri nem- enda, og lögin eru úr ýmsum áttum. Stjórnendur á tón- leikunum veröa Roar Kvam og Stefán Bergþórsson. Aögangur er ókeypis á tón- leikana, sem veröa þeir 28. og um leiö þeir siöustu á 35. starfs- ári Tónlistarskólans á Akureyri, en þvi lauk meö skólaslitum I Akureyrarkirkju s.l. föstudag 23. mai. AA-kynning AA-deiidirá Suöurlandi gang- ast fyrir almennum kynningar- fuidi á AA-samtökunum i Félagsheimilinu aö Hvoli, Hvolsveiii, I dag kl. 15. Þangaö er allt áhugafólk boöiö velkomiö, segir i fréttatil- kynningu frá AA-deildunum á Suöurlandi. —ih Tuinberg Trachtenkapelle - komin I afmælisheimsókn til Lúöra- sveitar Hafnarfjaröar. 90 manna lúðrasveit spilar 1 Hafnarfirði Hvorki meira né minna en 90 manns leika saman i lúörasveit á útihátiöahöldunum I Hafnar- firöi á morgun sjómanna- daginn, en þaö eru Lúörasveit Hafnarfjaröar og gestir hennar, Þýska lúörasveitin Tuniberg Trachtenkapelle, sem hér hefur viödvöl á heimleiö úr tónleika-. för til Kanda. Þýska lúörasveitin hélt nýlega upp á 75 ára afmæli sitt og svo vill til, aö gestgjafinn, Lúöra- sveit Hafnarfjaröar, á lika merkisafmæli, 30 ára,um þessar mundir. Þá er félagiö Germania 60 ára núna og I tilefni þessara afmæla allra leikur Tuniberg sveitin I Háskólabiói I dag, laugardag, seinni hluta tón- leikanna ásamt Hafnarfjaröar- sveitinni. Tónleikarnir hefjast kl. 15. Sigriöur Hannesdóttir skemmtir krökkunum á einum gæsluvalla Reykjavikur i fyrravor. Nú er brúöublilinn aftur aö fara af staö. Brúðubíllinn fer á stjá Brúöubillinn vinsæli fer af staö á mánudaginn og feröast milli gæsluvalla Reykjavikur i sumar, einsog hann hefur gert undanfarin þrjú sumur viö mik- inn fögnuö yngstu borgaranna. Gæsluvellir borgarinnar eru 35 aö tölu og verður sýnt fimm sinnum á hverjum velli. A mánudaginn veröur hann á fjórum völlum: kl. 10 viö Faxa- skjól, kl. 11 viö Dunhaga, kl. 2 viö Hringbraut og kl. 3 viö Vesturvallagötu. Jón E. Guðmundsson, Helga Steffensen og Sigrlður Hannes- dóttir sjá um sýningarnar i sumar. Sýningarnar veröa meö svipuöu sniöi og áöur, börnin eru þátttakendur I öllu sem þar gerist. Dagskránni hefur verið dreift á alla gæsluvellina og eru foreldrar beönir ab kynna sér hana, til þess aö krakkarnir missi ekki af fjörinu. —ih Samkór Kópavogs syngur 1 dag og á morgun veröa haldnir árlegir vortónleikar Samkórs Kópavogs, og hefjast báöa dagana kl. 141 Borgarbiói I Kópavogi. A efnisskránni eru m.a. islensk þjóölög, þjóölög frá Noröurlöndum og lög eftir Sig- fús Halldórsson. Kórinn hyggur á ferö til vinabæja Kópavogs á Noröurlöndum um miðjan júni n.k. Söngstjóri Samkórs Kópa- vogs er Kristin Jóhannes dóttir. Einsönvari á tónleikunum er Ingveldur Hjaltested og undirleikari Jónina Gisladóttir. —ih

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.