Þjóðviljinn - 31.05.1980, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 31. maí 1980.
Utankj örfundar-
atkvæöagreiðsla
vegna forsetakosninga 29. júni 1980 hefst i
Hafnarfirði, Garðakaupstað á Seltjarnar-
nesi og i Kjósarsýslu, sunnudaginn 1. júni
1980 og verður kosið á eftirtöldum stöðum:
HAFNARFJÖRÐUR OG
GARÐ AK AUPSTAÐUR:
Á bæjarfógetaskrifstofunni, Strandgötu
31, Hafnarfirði, kl. 9.00—18.00. Á laugar-
dögum, sunnudögum og 17. júni kl.
13.00—18.00.
SELTJARNARNES:
Á skrifstofu bæjarfógeta i gamla Mýrar-
húsakóla kl. 13.00—18.00. Á laugardögum,
sunnudögum og 17. júni kl. 17.00—18.00
KJÓSARSÝSLA:
Kosið verður hjá hreppsstjórum, Sveini
Erlendssyni, Bessastaðahreppi, Sigsteini
Pálssyni, Mosfellshreppi, Páli ólafssyni,
Kjalarneshreppi og Gisla Andréssyni,
Kjósarhreppi.
Bæjarfógetinn i Hafnarfirði,
Garðakaupstað og á Seltjarnarnesi.
Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu,
29. mai 1980.
IffFrá Ármúlaskóla
(Fjölbrautaskólanum við Ármúla)
Næsta vetur munu nemendur geta valið
milli þriggja námssviða og nokkurra
námsbrauta á hverju sviði eins og hér seg-
ir:
1. HEILBRIGÐISSVH)
2ja ára heilsugæslubraut til sjúkraliða-
náms og framhaldsbraut að stúdentsprófi.
2. UPPELDISSVIÐ
3 brautir : Tvær 2ja ára grunnnámsbraut-
ir, fóstur- og þroskaþjálfabraut og félags-
og iþróttabraut, og 4 ára menntabraut að
stúdentsprófi.
3. VIÐSKIPTASVIÐ
Tvær 2ja ára brautir að almennu verslun-
arprófi og tvær 3ja ára brautir að sér-
hæfðu verslunarprófi.
Af öllum brautum viðskiptasviðs er nem-
endum tryggð framhaldsmenntun að
stúdentsprófi.
Innritun fer fram I Miðbæjarskólanum 3.
og 4. júni kl. 9—18 og I skrifstofu Ármúla-
skóla vikuna 2.-6. júni kl. 9—16
Skólastjórn.
OPID HÚS I LINDARBÆ
verður á sjómannadaginn, sunnudaginn 1. júní
kl. 3—6 síðdegis.
Fréttir úr kosningabaráttunni
Sjálfboðaliðar komið
og skráið ykkur til starfa!
Kaffiveitingar
Allir velkomnir!
Stuðningsmenn Vigdísar Finnbogadóttur
—VELJUM VIGDÍSI!-
Sumarbridge
Sumarbridge i
Reykjavik.
Næsta fimmtudag hefst á veg-
um félaganna f Reykjavik
(Bridgesambands Reykjavfk-
ur) hin árlega sumarkeppni.
SpilaB veröur I Domus Medica,
aB þessu sinni.
Fyrirkomulag verBur meB
hefBbundnu sniBi, riBlafyrir-
komulag og frjáls mæting.
Keppni hefst reglulega kl. 19.30.
VerBlaun verBa veitt fyrir flest
stig samanlögB i lok sumar-
keppni (3 stig fyrir 1. sæti, 2.
stig fyrir 2. sætiB o.s.frv.)
Sil breyting varBur á, aB veitt
verBa peningaverBlaun. 1. verB-
laun verBa kr. 150.000 og 2. verö-
laun verBa kr. 100.000.
Keppnisstjórar verBa þeir
bræBur Lárussynir, ólafur og
Hermann.
GuBmundur Kr. baBst
eindregiB undan þvi aö taka aB
sér stjórnun þetta áriB. Eru
honum færöar bestu þakkir
fyrir frábæra þjónustu siöustu
árin.
Sumarbridge i
Kópavogi:
Asarnir eru meö sumarbridge
á mánudögum, svo lengi sem
einhverjir hafa áhuga á aö vera
meö. SpilaB er I Fél. heim.
Kópavogs, efri sal. Spila-
mennska hefst kl. 19.30. Allir
velkomnir.
Keppnisferð til
Júgóslaviu:
Sl. mánudag lögöu 4 bridge-
menn af staB til Portoroz, Jú-
góslaviu, I bridgekeppnisferöa-
lag. Mót þetta mun standa yfir i
um viku og skipulagt af hóteli
þar ytra. Til fararinnar völdust:
Sverrir Armannsson, GuB-
mundur Páll Arnarson, Jón
Baldursson og GuBmundur Sv.
Hermannsson.
Ekki er ljóst hvernig staöiö
var aö vali eöa boöi spilaranna,
hvort Bridgesambandinu
bauöst þetta, eöa einhverjum
stjórnarmeölimi persónulega.
KostnaBur á hvern mann mun
vera um 100.000- kr., sem er
svipaö og EgilsstaBaför fyrir
okkur Reykvikinga (og öfugt).
Feröalangarnir munu koma
heim nk. þriBjudag.
Nokkur orð til Bridge-
sambands íslands, að
loknu íslandsmóti i
tvimenningi.
Islandsmótinu I Bridge er nær
lokiö, meB heljarstökki aftur á
bak og er þá átt viö þátt Bridge-
sambands Islands, undirbúning,
fyrirkomulag og framkvæmd
mótsins.
Skal nú reynt aö tina til helstu
vankantana og kannske þá helst
sem snerta okkur utanbæjar-
menn mest, en fyrir okkur er
þaö tcfluvert mál aö taka þátt i
svona móti.
Um þaö bil viku fyrir mótiö,
reyndum viöaB fá uppgefna ná-
kvæma dagskrá mótsins, en þá
lá hún ekki fyrir og sýnir þaö aö
eitthvaB hefur undirbúningur-
inn veriö losaralegur. betta
uppiystist þó um sffiir, en þá
virtist sem stjórn B.l. heföi al-
veg gleymt aö reikna meö öör-
um keppendum en frá Reykja-
vik og næsta nágrenni.
Mótiö átti semsé aö hefjast á
fimmtudegi 15. mai (uppstign-
ingardag) kl. 13. önnur umferö
sama dag kl. 20 og þriBja um-
ferö föstudag kl. 20. tJrslita-
keppnin átti aö byrja á laugar-
dag kl. 13 og vera lokiö kl. 19 á
sunnudag.
Þessi dagskrá er e.t.v. ekki
svo slæm fyrir keppendur sem
búa á Stór Reykjavikursvæöinu,
en lftum á þetta frá sjónarhóli
okkar utanbæjarmanna og þá
helst þeirra sem lengst þurfa aö
sækja og þá meö flugvélum eöa
len gri bilferöum. Flestir þurfa
aö leggja af staB á miövikudegi
14. mai og margir fyrir hádegi
þann dag, til aö vera öruggir um
aö komast I tæka tiB. Þeir þurfa
semsagt aö taka fri frá vinnu
þann dag. A föstudegi hófst
spilamennskan kl. 20. Þann dag
máttum viö liggja á hótel-
herbergjum eöa hjá venslafólki
á meBan keppendur sem bjuggu
á réttum staö á landinu voru I
vinnunni.
Undankeppninni var lokiöum
miönætti á föstudag og þá var
tilkynnt aB hringja mætti i
ákveöiö simanúmer eftir 10-12
klst. til aö fá uppgefna stöBuna,
en þaö er 1-3 klst. áöur en úr-
slitakeppnin átti aö hefjast. Lik-
legt er aö u.þ.b. 30 pör hafi ekki
veriö viss um hvort þau kæmust
I úrslit eBa ekki. Landsbyggöa-
menn I þeim hópi hafa þvi ekki
getaö lagt snemma af staö heim
þann morgun. Nú ef þeir spila i
úrslitakeppninn), geta þeir ekki
lagt af staö fyrr en á mánudag
og þá þarf aö fá fri i vinnunni
þann dag.
Umsjón:
Ólafur
Lárusson
Þessir menn þurfa þvi aö taka
fri I vinnu 3 daga, auk þess aö
greiöa dýr feröalög og búa á
hóteli i 5 daga á meöan kepp-
endur úr Reykjavlk og nágrenni
stunda sina vinnu, búa heima
hjá sér og spila i fristundunum.
Ef hugsaB heföi veriB til okkar
utanbæjarmanna, hefBi dag-
skráin litiB ööru visi út t.d.:
1. umf. undanúrslit miövikudag
k). 20, 2. umf. fimmtudag kl. 13
og 3. umf. sama dag kl. 20, úr-
slitin siöan aö liggja fyrir i sim-
svara um nóttina, strax aö út-
reikningi loknum. Þá heföu þeir
sem vildu getaö lagt af staö
heim til sln á föstudagsmorgni
og átt helgina meö fjölskyldum
sinum. Úrslitakeppnin heföi þá
hafist á föstudegi kl. 13 og veriB
lokiö um kvöldveröarleytiö á
laugardegi. Þá hefBu keppendur
getaB fariB aB tygja sig heim á
leiö, eöa lyft sér upp i borginni á
laugardagskvöldinu, en fyrst og
fremst, veriö mættir til vinnu á
mánudagsmorgni.
Þá er þaö mótsstaöurinn:
Þaö er nánast furöulegt aö
láta 128 keppendur spila I svo
litlum húsakynnum. Þaö er
kannske vegna húsnæBisins aö
mótiö var svo illa auglýst aö
fréttamenn útvarps, sjónvarps
og blaöa virtust ekkert vita af
þvl (skákmenn heföu fariö ööru-
vlsi aö). Ahorfendur hafa senni-
lega aldrei veriö fleiri en 20 I
einu nema þá e.t.v. siöustu
mlnútumar. Stjórn B.I. viröist
hafa gert sér grein fyrir þvi aö
mótinu yröi aö halda sem mest
leyndu, þvl ekki væri pláss fyrir
áhorfendur.
Veitingaaöstaöan var ekki
sæmandi. Kaffihlé er u.þ.b. 20
minúturog á þeim tima eiga 128
keppendur og 10-20 áhorfendur
aö kaupa sér kaffi og meölæti
um lúgu sem er c.a. 2 metrar á
breidd.
1 mótsbyr jun las keppnisstjóri
upp úr reglugerö um Islands-
mót, en ekki uröum viB varir viö
aö nokkur af forystumönnum
B.I. setti mótiö. Menn veröa aB
athuga aö þetta er Islandsmót
og þaö i þeirri grein iþrótta sem
flestir Islendingar stunda, aö
knattspyrnu e.t.v. undanskil-
inni. Þaö ætti aö vera svolltiö
viröulegri blær yfir keppninni
en eins og um venjulegt spila-
kvöld hjá einhverju félagi væri
aö ræöa, jafnvel þó sumir kepp-
enda viröist ekki bera viröingu
fyrir iþrótt sinni, ef dæma á
eftir klæöaburöi þeirra.
Samkvæmt reglugerö um
Islandsmót sem gilt hefur I
nokkur ár skulu keppendur út-
fylla kerfiskort og láta þaö vera
á spilaboröinu, andstæöingun-
um til glöggvunar. Form þess-
ara kerfiskorta haföi þróast upp
I þaö aö vera allgott. Á íslands-
mótinu i sveitakeppni i april s.l.
brá hins vegar svo viö aö tekiö
var upp áöur aflagt form. ÞaB
var spor aftur á bak. A þessu
tvimenningsmóti var kerfis-
kortiB svo lélegt aö fáir útfylltu
þaö og engum þótti taka þvi aö
hafa þaB uppi viö.
Þá komum viB aö keppnis-
fyrirkomulaginu. Undanrásir
voru spilaöar meB svonefndu
Mitchell kerfi, en þaB kom
nokkuB flatt upp á keppendur,
sem héldu aö ætti aö spila baro-
meter allt fram til þeirrar
stundar aö keppnisstjóri bauö til
sætis. Þessu kerfi getum viB
ekki mælt meö, af ýmsum
ástæöum svo sem: 64 pör keppa,
en hvert par spilar aöeins viö 42
pör eöa aöeins 2/3 þeirra. Þarna
geturskapast misrétti. Útreikn-
ingur liggur ekki fyrir fyrr en 5-
6 klst, eftir hverja umferB og
þar af leiöandi dettur niöur
spenna hjá keppendum og verB-
ur aldrei nein meöal áhorfenda.
Einn áhorfandi sem kom til
leiks, vegna þess aö hann átti
kunningja meöal keppenda
haföi orB á þvi aB hann hef&i séö
spilara gera góöa hluti viö spila-
boröiB. Galli væri hinsvegar á
aö hann vissi ekki hver eöa
hverjir ættu i hlut. Hann stakk
upp á aö spilarar skyldu bera
merki meö nafni sinu og svæöa-
sambandi á. Komum viB þessu
hér meö á framfæri.
Ekki þótti áhorfanda þessum
mikil reisn yfir B.l. meö yfir
1200 meBlimi innanborBs aö
þurfa aö fá lánuö borBspjöld og
skorblööhjá félagsskap sem tel-
ur innan viö 60 meBlimi.
I úrslitakeppninni var spilaB-
ur barometer. HingaB til eBa
a.m.k. oftast áöur hafa veriö
fengnir unglingar til aö dreifa
spilum milli keppenda. I þessu
móti þurftu keppendur sjálfir
eöa keppnisstjóri aB sjá um
þetta. Svona á þetta ekki aö
vera, jafnvel þó yfirferö Agnars
keppnisstjóra sé mikil, á hann
sjálfsagt erfitt meö aö vera á
mörgum stööum samtimis (þó
þaö hafi reyndar hvarflaö aö
mönnum).
Aö lokum óskum viB þeim
Gu&laugi og Erni til hamingju
meö sigurinn, sem þeir eru
mjög vel aö komnir svo og þökk-
um viö keppnisstjóranum Agn-
ari Jörgensen fyrir aldeilis frá-
bæra stjórn, hans er ekki sökin.
Reyöarfiröi 23.05.80
Asgeir Metúsalemsson
Hallgrlmur Hallgrimsson
Kristján Kristjánsson
Þorsteinn ólafsson
Lítið einbýlishús óskast keypt,
gjarnan gamalt timburhús
Æskilegur staður; Skerjafjörður,
Seltjarnarnes eða Kópavogur, en fleira
kemur til greina. Vinsamlegast hringið i
sima 66623 eftir kl. 6 á kvöldin.