Þjóðviljinn - 06.06.1980, Síða 12

Þjóðviljinn - 06.06.1980, Síða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. júní 1980. shák Umsjón: Helgi Ólafsson Heims- meistari í vanda Heimsmeistarinn Anatoly Karpov hefur ekki, frekar en fyrri daginn, valdið hinum fjölmörgu aðdáendum sinum neinum von- brigðum það sem af er árinu. Hann hefur tekið þá I tveimur sterkum alþjóðlegum skák- mótum, hið fyrra var 4-manna mót i Bad Kissingen og hinu sið- ara lauk ekki alls fyrir löngu I Bugonjo i Júgóslaviu. 1 Bad Kissingen voru keppendur, auk Karpovs, þeir Boris Spasski fyrr- um heimsmeistari, Robert Húbner og Wolfgang Unzicker. Karpov sigraði glæsilega á mót- inU) hlaut 4 1/2 vinning af 6 mögulegum og varð 1 l/2vinningi á undan Spasski og Hiibner. 1 Bugonjo vann hann einnig góöan sigur, hlaut 8 vinninga úr 11 skákum og gerði sér litið fyrir og vann fimm slðustu skákir sinar. Slikt gerist sjaldan núorðið á sterkum mótum. Það er þvi at- hyglisvert aö Karpov tapaði sinni fyrstu kappskák á árinu, en það geröist I Evrópukeppninni I Skara I Sviþjóð. Sú skák var einhvern tima tekin fyrir hér á siðum Þjóðviljans og litil þörf á að bæta þar nokkru við. Heimsmeistarinn virtist algerlega heillum horfinn I Sviþjóð og komst meira að segja nærri þvi að tapa annarri skák, gegn Ermenkov frá Búlgariu. Þar rambaði hann lengi á barmi glötunar en slapp að lokum með jafntefli: Hvftt: Karpov Svart: Ermenkov Sikiieyjarvörn 1. e4-c5 2. Rf3-d6 3. d4-cxd4 4. Rxd4-Rf6 5. Rc3-a6 6. Be2-e6 7. 0-0-Be7 8. f4-0-0 9. Khl-Dc7 10. Del-b5!? (Óvenjulegur leikur i þessari stöðu. Hefðbundna leiðin er 10.- Rc6 en þar kemur svartur vist áreiðanlega ekki að tómum kofanum hjá Karpov.) 11. Bf3-Bb7 13. f5-Bxf3 12. e5-Re8 (Svartur er vel á verði. Hér gat hann fallið I stórskemmtilega gildru: 13.-dxe5 14. fxe6-exd4 15. Rd5!,og engin vörn fyrirfinnst.t.d. 15.-Dd8 16. Rxe7+Dxe7 17. Bxb7- Dxb7 18. e7! og vinnur eða 15.- Bxd5 16. Bxd5 með hótununum 17. Bxa8 og 17. exf7+.) 14. Rxf3-b4! (Helstu einkenni Sikileyjar- vamarinnar njóta sin vel i þess- ari skák. Atburðarásin er hröð og skemmtileg og stjórnandi svörtu mannanna þarf að vera vel á verði gegn allskyns sóknará- ætlunum sem hvitur kann að hafa á prjónunum. Hér gekk 14.-exf5 ekki vegna 15. Rd5-Dd8 16.e6! og svartur er I úlfakreppu.) 15. f6 16. exd6-Bxd6 (Hvað annað?) 17. Re4-Kh8 15. -gxfb 18. Bd2 (Ég treysti mér ekki tilaðkoma með endurbætur á taflmennsku heimsmeistarans en einhvern- vegin virðist þessi leikur hálf máttleysislegur. Það kann þó að vera að hvitur vilji með þessu lokka drottningarriddarann fram til að hindra aðgang svörtu drottn ingarinnar að c2-peðinu, en á c2 valdar drottningin h7-reitinn.) 18. ..Rc6 19. Dh4-Be7 20. Bg5 (Það er ekki að sjá aöra leið til að viðhalda sókninni.) 20. ..fxg5 23. Rxe6-Dd6 21. Rfxg5-Bxg5 24. Rxf8-Dxf8 22. Rxg5-f6 (Uppskera sóknar hvits er heldur rýr aö þessu sinni. Hann hefur gefið tvo létta fyrir hrók og eitt peð i bragðbæti og ætti að hafa þokkalegustu möguleika til að halda jöfnu. En eitthvað tekst honum óhönduglega upp I fram- haldinu.) 25. Dc4-Re5 26. De4-Rc7 27. Hf4-Hd8 (Tilgangslaust var að verja peðið meö t.d. 27.-a5. Eftir 28. Hafl á svartur mjög erfitt umvik vegna hótunarinnar 29. dxe5.) 28. Dxb4-Dxb4 30. c4-Re6 29. Hxb4-Hd2 31. Hb6-Rf4 (Sprikl meö riddara er hvurs manns yndi, hafa margir prllarar viljað meina.) 32. Hxf6-Rxg2 34. Hafl-Re3 33. h3-Kg7 35. Hlf4-Hxb2 (Upp frá þessu tók aö halla mjög undan fæti hjá Karpov og var svo komið að margur var búinn að bóka núll númer 2 á hann.Þaðer i sjálfusérþýðingar- litið að skýra þessa skák miklu meira enda geta menn séð hvern- ig Karpov velkist i úfnum ólgusjó um alllanga hrið uns hann að lokum nær landi.) 36. a4-Hbl+ 37. Kh2-Hb2+ 38. Khl-a5 39. Hd6-Hbl + 40. Kh2-Hb2+ 41. Khl-Hbl + 42. Kh2-Hb4 48. Kf2-Kg7 49. Hg4-þ-Kf8 50. Hf4-a4 51. Hee4-Hb2 52. He2-Hxe2 53. Kxe2-Rb6 43. Kgl-Hxa4 44. He4-R3xc4 45. He6-Rf7 46. Hg4-Kf8 47. Hf4-Hb4 54. Hb4-Rd5 55. Hd4-Rc3 56. Kd2-Rb5 57. Hxa4 — jafntefli Laugavegi 24 II. hæö. Sími 17144. Aðalskrifstofa Brautarholti 2, (áður Hús- gagnaverslun Reykjavikur). Simar: 39830, 39831 og 22900 listsýning : \. 1 •' A, 1 Steinunn Marteinsdóttir — sýndi I Vestmannaeyjum. Dýrleg Listakonan Steinunn Marteinsdóttir, Huldu- hólum I Mosfellssveit, hélt list- og keramiksýningu i Akóges- húsinu i Vestmannaeyjum um hvitasunnuna. Ég gæti aðeins sagt eitt orð um þessa sýningu listakon- unnar: Hún var dýrleg. Þó langar mig til að fara nokkrum orðum um sýninguna. Ekki um neinn sérstakan grip, heldur um þennan menningarviðburð, sem þvi miður eru alltof fátiðir hér i þorskinum okkar. Okkur er nýnæmi hér að sjá og heyra list. Fólk staðnar i kapphlaupinu um hin svokölluðu lifsgæði (bón- usinn, peningana). Þegar svona hlutir gerast er þó eins og fólk vakni og verði sér þess með- vitandi, að peningar eru ekki allt, að maðurinn lifir ekki á einu saman brauði. En þvi miður, þetta varir svo stutt. Fyrr en varir eru menn komnir i kapphlaupið aftur. Vitanlega þarf fólk að vinna og það sorglega langan vinnu- dag til þess að hafa i sig og á. En það er líka margur, sem dembir sér út i þetta kapphlaup,— margur, sem hefur meira en nóg til hnifs og skeiðar. Þótt einhver kunni að reiðast þessum orðum minum er ég óhræddur við að kalla þetta græögi, — peningagræðgi. En sem sagt: Sýning Stein- unnar Marteinsdóttur, Huldu- hólum, var dýrleg. Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi. Ný hljóm- sveit á Akureyri Stofnuð hefur verið ný hljóm- sveit á Akureyri, sem ber nafniö „Flugfrakt”. Hljómsveitina skipa 6 Akureyringar, þeir Sig- fús E. Arnþórsson, Ingjaldur Arnþórsson, Hreinn Laufdal, Jón Berg, Gunnar Sveinarsson og Leó Torfason Fjórir hljómsveitarmanna hafa áður komið viö I ýmsum Akureyrarhljómsveitum. Hljómsveitin leikur nær ein- göngu fjöruga og hressilega rokktónlist og er hluti af efnis- skránni frumsamið af með- limum hennar. Hljómsveitin mun taka að sér að leika á al- mennum dansleikjum frá 1. júni. Sjötti hlutinn utanbœjamemendur Hraða verður heimavist fjölbrauta á Akranesi Fjölbrautarskólanum á Akra- nesi var slitið 23. mal. Nem- endur I vetur voru um 600,þar af um 200 i 8. og 9. bekk grunn- skóla, sem tengdur er skólanum. Kennarar við skólann voru 48. Fjölbrautarskólinn á Akra- nesi starfar á sjö námssviðum, heilbrigis- , listai samfélags- tæknh viðskipta-, raungreina- og hússtjórnarsviði. Hann er skipulagður samkvæmt áfanga- kerfi og hafa fjölbrautarskól- arnir á Suðurnesjum, Akranesi og Flensborgarskóli haft sam- vinnu um námsskrárgerð og gefiö út sameiginlegan náms- visi. Ólafur Asgeirsson skóla- meistari flutti skólaslitaræðu og afhenti nemendum prófskir- teini. Kom fram I máli hans að verulega þrengir að skólanum i húsnæöismálum og hafa fjár- veitingar til skólans verið mun minni en vænst hafði verið. Sér- stök áhersla hefur verið lögö á að hraða byggingu heimavistar en nú stunda um 100 utanbæjar- nemendur nám i skólanum. Að þessu sinni brautskráðist 31nemandifrá skólanum, 6luku verslunarprófi, 3 prófum á upp- eldisbraut, 5 á hársnyrtibraut, á málmiðnaðarbraut 2, tréiðna- braut 5, málarar 2, 1 af tækni- braut og 2 luku prófi vél stjóra 1. stigs. Nú i vor luku 5 nemendur stúdentsprófi frá skólanum. Reiknað ermeöað nemendur i framhaldsnámi haustiö 1980 verði um 460 talsins og þvi nem- endur alls liðlega 650 i skólanum.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.