Þjóðviljinn - 24.06.1980, Síða 7
ÞriDjudagur 24. júnl 1980. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Fyrirlestrar
um kennslumál
Jean Rudduck og Lawrence
Stenhouse kennarar við háskól-
ann i East Anglia I Englandi
halda um þessar mundir fyrir-
lestra um kennslumál i Kennara-
háskóla Islands. Eru fyrirlestr-
arnir fluttir á ensku, og sá fyrsti
var i gærkvöld, en siðan er dag-
skráin þannig:
Þriðjudaginn 24. júni:
„Curriculum development and
new roles for the teacher.”
Miðvikudaginn 25. júni:
„Curriculum development as a
basis for classroom research.”
Fimmtudaginn 26. júni: „Introd-
ucing innovation to pupils.”
Fyrirlestrarnir hefjast allir kl.
15.15 i stofu -301 i Kennaraháskóla
Islands og eru áhugamenn um
skólamál velkomnir.
Landnám
Langbróka
Blaðamanni varð á i messunni
þegar hann heimsótti Galleri
Langbrók i siðustu viku. Það láð-
ist að geta þess i frásögn að verk-
ið Landnám Langbróka er eftir
eina þeirra Asrúnu Kristjáns-
dóttur og er eitt verkanna á sýn-
ingunni.
Galleriið er opið alla virka daga
frá kl. 2—8 og um helgar frá kl.
2—10. Sýning þeirra i tengslum
við Listahátið stendur til 22. júni.
—ká
Leiðrétting
1 grein um björgunarnet
Markúsar i blaðinu fyrir helgi
misrituðust tvö mannanöfn. Ann-
ar sona Binna heitins i Gröf heitir
Benóný ekki Helgi og eftirlits-
maður björgunarmála i Eyjum
heitir Kristinn Sigurðsson ekki
Sigurður Kristjánsson. Þá var
einng rangt farið með þar sem
sagt var að BÚR hefði keypt
björgunarnet um borð i togara
sina, það hefur fyrirtækið ekki
gert enn sem komið er.
Grunnvísitala verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í 1. fl.
1980 er lánskjaravísitala maímánaðar, sem var 153 stig. Láns-
kjaravísitala júnímánaðar er 160 stig, sem samsvarar
4,58% hækkun.
Ný lánskjaravísitala hefur nú verið reiknuð út fyrir júlí-
mánuð og verður hún 167 stig, sem samsvarar 9,15% hækkun
frá grunnvísitölu.
Spariskírteinin í 1. fl 1980 verða seld á júníverði þ. e. með
4,58% álagi á höfuðstól og áfallna vexti, til n. k. mánaðamóta,
ersölu lýkur.
Verðtrygging í framkvæmd
Joe Strummer gitarleikari og söngvari Clash leikur hér á bassann, á
meðan Paul Simonon syngur lagiðGuns of Brixton. Eins og sjá má snýr
Strummer bakinu i áhorfendur sem troðast ansi þétt við sviðið.
SEÐLABANKI
ÍSLANDS
Qash á Listahátið
Klassa tónleikar
Ian Flukes, umboðsmaður Clash
var heldur erfiður við ljós-
myndara dagblaðanna og eru
þeir flestir mjög illir úti fram-
koinu hans gagnvart þeim. Þessa'
ljósm. tók Gel. ljósmyndari Þjv.
af Flukes.
unni að koma inná sviðiö, nema
hvaö þeir sættu sig við að Sæmi
rokk væri einn islenskra lög-
gæslumanna inná sviöinu.
Auk þessa atriöis, þótti blaöa-
ljósmyndurum mjög illa með sig
fariö, þareð Ian Flukes bannaði
þeim að taka myndir fremst á
sviðinu, af hljómsveitinni. Er þvi
fremur litið um góðar myndir frá
þessum tónleikum.
Skoöanir fólks á tónleikunum
eru mjög skiptar einsog gengur.
Þeir sem sátu uppi i stúkunni fóru
mikið til á mis við f jörið og kraft-
inn sem fylgir þvi að vera á rokk-
tónleikum og voru þvi margir
hverjiróhressir, en þeir sem voru
niðri i sal eru flestir mjög hressir
með útkomuna. Þó var hávaöinn
á köflum nokkuð mikill fyrir óvön
eyru. A heildina litið voru þetta
klassa tónleikar og eru Clash án
efa með bestu fulltrúum nýbylgj-
unnar sem völ var á, og tónleik-
arnir kærkomnir.
—íg
Listahátlð lauk með tónleikum
bresku rokkhljómsveitarinnar
Clash I Laugardalshöllinni á
laugardagskvöldið. Tónleikarnir
voru vel heppnaðir og sóttu um
3500 manns skemmtunina, flestir
á aldrinum 14—20 ára en þó sáust
ýmsir eldri poppunnendur á tón-
leikunum. Rokkið hófst nokkuð á
eftir áætluðum tima, einsog menn
eru orðnir vanir, á þvl aö fersk-
asta rokk-sveit tslands, Utan-
garðsmenn keyrðu á gúanó-rokki
sinu. Greinilegt var að áhorf-
endur voru vel með á nótunum
strax i upphafi og skapaðist mjög
góð stemmning, svo góð aö Sæmi
rokk varð að koma fram og reyna
að róa liöið áður en Clash komu
fram.
Clash komu síðan fram um 10
leytiö og léku stanslaust af dynj-
andi krafti i tæpa tvo tima. Léku
þeir rúmlega 30 lög áöur en þeir
voru klappaöir upp og mátti
kenna pönk jafnt sem reggae-
ættuð lög á prógrammi þeirra.
Meðal laga sem Clash léku voru
White Man, Guns of Brixton, I
Fought the Law, Police and Thi-
eves, Cadilac, Clamp Down, Bank
Robber og London Calling auk
ýmissa annarra laga. Stemmn-
ingin i lok tónleikanna var það
mikil að hljómsveitin var klöppuð
þrisvar upp og i hvert skipti léku
þeir 3—4 lög, en að endingu léku
þeir lag sitt White Riot. Alls léku
þeir þvi rúmlega 40 lög og er það
nokkru lengri dagskrá en þeir eru
vanir aö hafa.
Það vakti athygli i upphafi
tónleikanna, að umboðsmaður
Clash, Ian Flukes, og öryggis-
vörður þeirra, Jeffrey, skipuðu
lögregluþjónum sem i húsinu
voru að taka ofan húfurnar og
fara úr einkennisjökkum sinum.
Auk þess bönnuðu þeir lögregl-